Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Því miður lítur svo
út í dag, að það borgi
sig ekki að stofna hér
frjálsan uppboðs-
markað með raforku.
Sæstrengsmálið, sem
Landsvirkjun kastaði
fram fyrir þjóðfélagið
hefur orðið til þess, að
hagfræðingar eru farn-
ir að skoða raforku-
markað af meira
raunsæi. Hér áður fyrr mátti varla
nefna annað en markaðslausnir, en
annar tónn er í nýlegri skýrslu Co-
penhagen Economics (CE), sem gerð
er fyrir Landsvirkjun.
Útgangspunktur CE er afhending-
aröryggi og verðöryggi rafmagns til
íslenskra heimila ásamt hámörkun á
verðmæti auðlindarinnar. CE telur
líkt og Landsvirkjun, að hækkandi
orkuverð á stóriðjumarkaði geti sett
öryggi á almenna markaðnum í upp-
nám, en öryggi heimilanna er ekki
tryggt með ákvæðum í orkusamn-
ingum eins og hjá stóriðjunni. CE
telur svarið ekki endilega það, að
koma á frjálsum markaði þar sem
orkuverð hækkar ef öryggi minnkar.
Stofnanir orkugeirans þurfi að hafa
skýrt skilgreinda ábyrgð til að líta ef-
ir öryggi og tryggja orkugetu og á
því sviði megi bæta hlutina.
Almennt séð er frjáls markaður
ásamt samkeppni talinn betri leið til
að tryggja nægt framboð, hag-
kvæmni og öryggi í viðskiptum en
opinbert eftirlit. Í Evrópu reynist
frelsi og samkeppni vel í viðskiptum
með rafmagn og munar þar mestu
um sparnað í kaupum á jarðefnaelds-
neyti. Hér nota orkuverin hins vegar
frítt vatn svo þar sparast ekkert. Það
er þannig vafi á að frjáls raf-
orkumarkaður hafi hér nokkru því
hlutverki að gegna, að hagkvæmt
verði að koma honum á fót. CE bend-
ir til dæmis á, að almenni markaður-
inn á Íslandi sé of lítill til að rísa und-
ir kostnaði af kauphöll og ólíklegt að
stóriðjan vilji hafa við-
skipti sín þar. CE veltir
einnig upp þeim mögu-
leika að niðurgreiða
nýjar virkjanir, bæði til
að tryggja nægt fram-
boð og halda orkuverði
á almenna markaðnum
niðri. Sú hugmynd er
allrar athygli verð.
Beint liggur við að fjár-
magna þær nið-
urgreiðslur með auð-
lindarentu.
Einn vandinn er sá,
að Landsvirkjun er eini aðilinn hér á
landi, sem hefur forrit og gögn til að
framkvæma mat á því, hvernig reka
skal miðlunarlón til að framboð
vatnsorku verði nægilega tryggt og
hvenær byggja þarf nýja virkjun. Þó
svo, að hægt sé að túlka orkulög
þannig, að aðrar stofnanir hafi hér
eftirlitsskyldu, þá hafa þær hvorki þá
þekkingu né aðgang að þeim gögnum
sem til þarf. Landsvirkjun hefur á
þessu sviði yfirburðaþekkingu og í
skjóli hennar viss tækifæri til mark-
aðsmisnotkunar. Þó hún nýti ekki
þessi tækifæri í dag ber að loka fyrir
þau áður en einhverjir þeir, sem ekki
standast slíkar freistingar taka við
fyrirtækinu. Hér er nauðsynlegt að
skilgreina betur stofnanalega
ábyrgð, enda er það ein af tillögum
CE.
Í þessu samhengi má skoða sam-
rekstur vatnsorkukerfis Landsvirkj-
unar og jarðvarmakerfis sem aðrir
hafa. Vatnsorkan er mun sveigj-
anlegri, eins og sést í virkjanayfirliti
Rammaáætlunar, þar sem hlutfall
afls og orku vatnsorkuveranna sam-
svarar innan við 70% nýtni, en jarð-
varmaorkuverin eru yfirleitt reiknuð
vel yfir 90%, sem lækkar fram-
leiðslukostnað þeirra. Það gefur
augaleið, að þegar nýtingin er orðin
svo há, þá er lítið svigrúm til að
bregðast við breytilegu orkuverði.
Vatnsorkuverin hafa því ákveðið vald
á markaðnum og geta í raun ráðið
orkuverði, en jarðvarmaverin verða
að taka því sem býðst.
Markaður sem býður upp á mark-
aðsráðandi stöðu og misnotkun í
skjóli yfirburða þekkingar er ekki
aðlaðandi. Svarið er samt ekki að
skipta upp Landsvirkjun. Menn geta
rétt ímyndað sér hvað gerist ef Þór-
isvatn og Hálslón eru í eigu tveggja
fyrirtækja og annað lónið tæmist
langt á undan hinu. Upp kemur
neyðarástand með víðtækri
skömmtun á rafmagni. Því verður að
samræma áhættutöku fyrirtækj-
anna, en það er slík þvingun, að sam-
keppni þeirra i millum telst varla
frjáls lengur. Hér er ekki hægt að
koma á sameppni með skiptingu
Landsvirkjunar, aðeins fákeppni og
það er lítill ávinningur. CE telur
stóra Landsvirkjun hafa betri samn-
ingsstöðu gagnvart stóriðju og
þeirri stöðu er til dæmis illt að fórna.
Þó CE leggi til, að engar þær
breytingar séu gerðar, sem loka fyr-
ir mögulega tengingu við Evrópu um
sæstreng, þá ber skýrsla þeirra þó
með sér, að önnur verkefni þurfa
forgang nú.
Brýnast er að marka stefnu og
laga orkulögin frá 2003. Marka þarf
stefnu um hvort almennt orkuverð
hér skuli hækka með vaxandi stofn-
kostnaði virkjana eftir því sem geng-
ur á auðlindina, hækka verðið enn
hraðar með því að taka fleiri virkj-
anir til stóriðju, eða hvort nýta beri
auðlindarentuna til að milda þær
hækkanir. Skilgreina þarf betur
ábyrgð stofnana raforkugeirans á
orkuöryggi almennings og hlutverk
þeirra við að fylgjast með mark-
aðnum og hindra misnotkun. Frjáls
markaður með raforku hér á landi
skapar ekki síður vandamál en
lausnir.
Er frjáls raforkumarkaður
lausn eða vandi?
Eftir Elías
Elíasson »Hagfræðingar
eru farnir að skoða
raforkumarkað af
meira raunsæi.
Elías Elíasson
Höfundur er fyrrverandi sérfræð-
ingur í orkumálum hjá Landsvirkjun.
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
Fallegt þriggja herbergja endaraðhús við Lækjarbrún 27 í Hveragerði.
Birt flatarmál 100 fm. Bílskúrsréttur. Íbúar í Lækjarbrún gerast aðilar að
samningi við HNLFÍ sem veitir þeim aðgang að margvíslegri þjónustu
HNLFÍ gegn mánaðarlegu gjaldi (sjá http://www.heilsustofnun.is/heilsudvol/
thjonustuhus). Verð 38 millj.
Nánari upplýsingar er að fá í síma 776 5800
Lækjarbrún 27 í Hveragerði
Byr fasteignasala, Austurmörk 4, Hveragerði
Soffía Theodórsdóttir, lögg. fasteignasali
Sími 483 5800/776 5800
www.byrfasteign.is
Opið hús mánudaginn 1. maí milli kl 16 og 17
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V. S. Wiium
hdl., lögg. fasteignasali.
s. 896 4013
Blönduholt í Kjósahreppi, ásamt tilheyrandi fasteignum og landsvæði sem
er ca 100 ha og þar af eru tún ca 11 ha. Á jörðinni er steinsteypt íbúðar-
hús á einni hæð ásamt sérbyggðum bílskúr. Stærð hússins er 161,1 fm
og bílskúr er 37,5 fm. Húsið er í góðu ástandi og vel skipulagt. Annað
eldra steinsteypt íbúðarhús, kjallari, hæð og rishæð, stærð 157,5 fm,
endurnýjað 2010. Hesthús fyrir 10 hesta og reiðhöll, stálgrindarhús,
klætt með yleiningum, byggt árið 2009, stærð ca 300 fm. Reiðskemman
er 18x12 metrar. Við hesthúsið og reiðhöllina er upplýstur reiðvöllur í
fullri stærð. Á jörðinni eru skipulagðar 36 sumarbústaðalóðir.
Landið liggur niður að sjó og er vel girt,
fallegt útsýni. Ásett verð 210,0 millj.
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri
s. 896 4090
Þórarinn Friðriksson
lögg. fasteignasali
s. 844 6353.
JÖRÐIN - BLÖNDUHOLT Í KJÓS
Ég var stödd í einni af verslunum
Víðis um daginn og þar þurfti ég að
spyrjast fyrir um vöru. Sneri mér
því að nálægri afgreiðslustúlku, sem
var að raða í hillur. Þá kom í ljós að
hún var útlend og kunni ekkert í ís-
lensku. Þegar ég reyndi svo að út-
skýra erindi mitt við hana á ensku,
þá kunni hún ekki svo mikið í ensku,
að hún skildi, hvað ég væri að spyrja
um, og fór því að einum kassanum til
þess að ná í íslenskan starfsmann
þar til að svara
fyrirspurn minni.
Að vísu fékk ég
þá svörin, en
þetta er nátt-
úrlega alveg
ótækt að hafa
starfsfólk í versl-
unum, sem kann
ekki íslensku, og
getur varla skilið það sem sagt er á
ensku við það heldur. Ég gat heldur
ekki orða bundist þegar ég kom að
kassanum til að borga og sagði við
manninn að það gengi ekki að hafa
afgreiðslufólk sem kynni ekki ís-
lensku og varla neitt annað tungu-
mál heldur. Þeir yrðu að senda er-
lenda starfsmenn sína í
íslenskunám, ef þeir eiga að geta
unnið þarna. Hann tók þessu harla
fálega. En ég meina það. Þetta
gengur ekki.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Erlent afgreiðslufólk verslana
Atvinnublað
alla laugardaga
mbl.is