Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Innviðauppbygging
var töfraorð síðustu
kosninga og varla til sá
flokkur sem ekki lofaði
gulli og grænum skóg-
um í þeim efnum. Ýmis
grunnþjónusta er gjarn-
an flokkuð sem innviðir
og líklega eru allir sam-
mála um að vegakerfið
og raforkudreifing falli
þar undir. Samt sem áð-
ur er merkilegur munur
á afstöðu margra gagnvart vegagerð
og raflínum. Hjá mörgum er það
þannig að Vegagerðin gerir aldrei
nóg en Landsnet má aldrei gera neitt.
Fyrir mér eru þessir aðilar að gera
það sama þ.e. byggja upp grunn-
innviði. Er ekki bara málið að raflínur
hafa svo mikil umhverfisáhrif? Mögu-
lega, en vegagerð hefur samt enn
meiri umhverfisáhrif. Þrátt fyrir það
verða margir brjálaðir og heimta
fjórar aðskildar akreinar yfir ósnort-
in hraun, með tilheyrandi slaufum og
gatnamótum, þegar Vegagerðin hef-
ur lagt til hógværari „einn plús tveir“
vegalausn. Ég sagði einu sinni þegar
ég virti fyrir mér glænýjan og mjög
svo áberandi veg með nútíma víra-
vegriðum og groddalegum vegöxlum
„hefði ekki verið betra að leggja
þennan í jörð?“ Samferðamenn mínir
meðtóku reyndar ekki grínið en samt
sem áður er merkilegt þol margra
gagnvart vegagerð en óþol gagnvart
línulögnum. Ég er hvorki að mæla
gegn vegagerð eða fyrir stórfelldum
línulögnum heldur bara að þetta
tvennt sé sett í samhengi sem nauð-
synleg grunnþjónusta.
Byggðarlínan
Nú er það svo að byggðarlínan er
býsna öldruð og ekki hönnuð fyrir
framtíðarnotkun þar sem allt mun
ganga fyrir raforku. Byggðarlínan
var lögð fyrir áratugum og þarf upp-
færslu sem miða verður við raf-
orkuþörf framtíðar en ekki bara þarf-
ir dagsins í dag. Reyndar væri líka
hægt að taka meðvitaða ákvörðun um
að gera lítið sem ekkert og frysta
bara landsbyggðina. Þá yrði frekari
vöxtur eins og framtíðarfólksfjölgun
og uppbygging gagnavera, gróð-
urhúsa, iðnaðar o.fl. eingöngu bund-
inn við suðvesturhornið sem er í
býsna góðum málum hvað varðar raf-
orkudreifingu og getu til vaxtar nú
þegar. Á Akureyri er t.d. ekki hægt
að bæta við neinni alvöru starfsemi
þar sem línur eru fulllestaðar og
stundum þarf að
brenna dísilolíu með til-
heyrandi mengun til að
mæta raforkuþörf und-
ir ákveðnu álagi. Ég
efast um að fyrirtæki á
Akureyri hefðu þol-
inmæði gagnvart því að
Vegagerðin setti lang-
varandi þungatak-
markanir á þjóðveg 1 í
kringum Akureyri
þannig að fyrirtæki
gætu hvorki tekið við
né komið vörum frá sér.
Er kannski málið að takmörkun á
flutningsgetu vegakerfis er sýnileg
en ósýnileg í raforkukerfinu?
Bætt orkunýtni
Það hafa örugglega flestir meira
vit á þessu en ég. Það truflar mig
samt ótrúlega mikið að á meðan
ósjálfbær, mengandi, gjaldeyriseyð-
andi og loftlagsbreytandi olía er
brennd vegna flutningstakmarkana á
Akureyri, þá sitja um tíu megavött af
grænni endurnýjanlegri innlendri
raforku föst við Blönduvirkjun af því
að flutningsgetan er ekki til staðar.
Það er sem sagt dýrmæt og sameig-
inleg auðlind að fara til spillis við
Blöndu, og reyndar víðar, vegna
flutningstakmarkana. Ég er ekki viss
um að sama þolinmæði væri fyrir því
ef tíu tonn af fiski lægju undir
skemmdum vegna takmarkana á veg-
tengingu við útgerðarhöfn.
Ég held að það væri heppilegast og
sanngjarnast að sameiginlegar orku-
auðlindir okkar geti flætt nokkuð
óhikað frá uppsprettu út um land allt
og komist í vinnu þar sem góðar hug-
myndir verða til. Besta orkunýtnin í
kerfinu fæst með því að hafa góðar
tengingar milli framleiðslupunkta.
Vinnum því með en ekki gegn Lands-
neti í að finna bestu lausnirnar í
þeirra uppbyggingu.
Hver raflína að heim-
an er raflínan heim
Eftir Sigurð
Friðleifsson
» Það væri heppilegast
og sanngjarnast að
sameiginlegar orkuauð-
lindir okkar geti flætt
nokkuð óhikað frá upp-
sprettu út um land allt
og komist í vinnu þar
sem góðar hugmyndir
verða til.
Sigurður
Friðleifsson
Höfundur er framkvæmdarstjóri
Orkuseturs. sif@os.is
Þorsteinn Þor-
steinsson, leigjandi
íbúðar hjá Naustavör í
Kópavogi, ritaði ný-
lega blaðagrein í
Morgunblaðið þar sem
hann gagnrýnir
Naustavör vegna
dómsmáls sem hann og
fjórir aðrir leigjendur í
Boðaþingi höfðuðu
gegn félaginu. Þor-
steinn hefur ítrekað komið fram í
öðrum fjölmiðlum í sama tilgangi
sem virðist sá að gera mikið úr
ágreiningi og deilum sem hann sjálf-
ur efndi til. Verra er að hann gerir
einnig lítið úr þeirri þjónustu sem
hann þiggur daglega og sem reynst
hefur honum og öðrum leigjendum
vel þegar á hefur reynt. Fimmmenn-
ingarnir hafa ítrekað reynt að grafa
undan orðspori félagsins með ásök-
unum sem ganga lengra en góðu hófi
gegnir, að því er virðist í þeim til-
gangi að vinna eigin málstað braut-
argengi. Naustavör kýs að eiga
fremur málefnaleg samskipti um
mál sem varða oft og tíðum við-
kvæma einstaklinga og fjölskyldur
þeirra. Ekki verður nánar fjallað um
það hér, en þess í stað gerð tilraun
til að gera grein fyrir efni og ástæð-
um þess „ágreinings“ og þeim „deil-
um“ sem Þorsteinn kýs að gera svo
mikið úr.
Málið hófst með því að nokkrir
leigjendur vildu komast undan því
að greiða tilteknar greiðslur sem
þeir höfðu áður samþykkt að greiða
og um er getið í leigusamningi að sé
fyrir veitta þjónustu. Um það var
deilt og endaði málið fyrir dóm-
stólum að frumkvæði þeirra.
Naustavör taldi sig ekki geta samið
við þessa einstaklinga um lækkun
gjaldsins vegna þess að þá yrði þjón-
ustustigið við alla íbúa sett í upp-
nám. Allt þar til dómur féll stóð
Naustavör í góðri trú með álit virtr-
ar lögfræðistofu undir höndum um
að hafa undanþáguheimild í húsa-
leigulögum til að innheimta sér-
staklega kostnað fyrir veitta þjón-
ustu enda sagði orðrétt í lögunum að
slík heimild væri til staðar þegar
„leigt er til ákveðins hóps …, s.s.
aldraðra, … þar sem sérstakar að-
stæður kalla á aðra skipan en lögin
mæla fyrir um“. Í huga stjórnar
Naustavarar var þetta skýrt þar
sem um er að ræða leiguhúsnæði
fyrir aldraða sem rekið er með allt
öðrum hætti en almennt gerist á
leigumarkaði. Niðurstaða héraðs-
dóms kom því á óvart, en dómurinn
segir Naustavör ekki njóta und-
anþáguákvæðanna,
m.a. vegna þess að fé-
lagið leigi ein-
staklingum 60 ára og
eldri en í landslögum
segir að aldraður sé sá
sem náð hefur 67 ára
aldri. Hefði þessi laga-
skýring legið fyrir áður
en leigusamningar
voru gerðir hefði þessi
þjónusta aldrei verið
innheimt með þeim
hætti sem kveikti deil-
una. Enda alltaf legið
fyrir af hálfu Naustavarar að um-
ræddan kostnað yrði að greiða.
Meðal kostnaðarliða sem deilt er
um falla 4 af 14 þjónustuþáttum und-
ir húsgjaldið og eru eftirfarandi:
1. Aðgangur að húsvörðum, iðn-
aðarmönnum og öryggisvörðum all-
an sólarhringinn, allt árið um kring
sem tryggir íbúum meira öryggi og
fyrirhafnarlausa búsetu.
2. Vöktun, eftirlit, prófanir og við-
bragð við eftirlits- og öryggiskerfum
hússins, en áreiðanleiki þeirra skipt-
ir afar miklu máli þegar á reynir og
ekki síður að á hinum enda viðvör-
unarkerfanna séu aðilar reiðubúnir
að bregðast við þegar kallið kemur.
3. Umhirða púttvallar sem íbúar
hafa aðgang að sér til hressingar,
hreyfingar og útiveru.
4. Umsjón, skipulag og stjórnun á
rekstri sameiginlegra svæða til að
viðhalda öryggi, gæðum og við-
gerðum jafnóðum og atvik koma
upp.
Þessara þjónustuþátta er ítarlega
getið í leigusamningi áður en skrifað
er undir þannig að leigutakar séu vel
upplýstir um það sem innifalið er í
leigunni. Niðurstaða héraðsdóms
setti þjónustuþættina í uppnám og
því lagði Naustavör fram tillögu til
lausnar þar sem öllum leigjendum
var boðið að halda áfram núverandi
leigusamningi ef þeir staðfestu í sér-
stökum viðauka við samninginn að
um greiðslurnar hefði verið samið í
upphafi. Markmið tillögunnar var að
verja þjónustustigið og bjóða leigj-
endum áfram sömu þjónustu fyrir
sömu krónutölu og búið var að semja
um. Í viðaukanum er húsgjaldið því
fellt niður og fjárhæð þess færð und-
ir húsaleigu, jafnframt því sem leigj-
endur lýsa því yfir að þar sem um
greiðslurnar hafi verið búið að semja
geri þeir ekki kröfu um endur-
greiðslu fyrir þjónustu sem þeir hafa
ávallt þegið. Meira en 90% þeirra
rúmlega 300 einstaklinga sem búa í
húsnæði Naustavarar samþykktu
tillögu Naustavarar til lausnar. Þeir
þiggja áfram sömu þjónustu fyrir
sama verð og gerður var samningur
um í upphafi.
Naustavör var stofnuð sér-
staklega í þeim tilgangi að gefa öldr-
uðum kost á að búa á eigin vegum í
sérhönnuðum íbúðum sem eru
tengdar innandyra við hjúkrunar-
heimili Hrafnistu. Búsetuúrræðinu
er m.a. ætlað að gefa eldra fólki kost
á öruggu húsnæði með aðgangi að
víðtækri þjónustu, nægum fé-
lagsskap og ýmissi afþreyingu í sam-
starfi við Hrafnistuheimilin. Miðað
við þróun í aldurssamsetningu leigj-
enda Naustavarar er alls ekki skyn-
samlegt að lækka þjónustustigið,
þvert á móti er full ástæða til að
auka þjónustuna við þá sem kjósa
þennan búsetukost félagsins. Þess
vegna leggjum við höfuðáherslu á að
verja þjónustustigið og undir þá
áherslu hefur yfirgnæfandi meiri-
hluti íbúa tekið. Fyrir það erum við
íbúum afar þakklát.
Sjónarmið Naustavarar
Eftir Sigurð
Garðarsson »Meira en 90% leigj-
enda Naustavarar
hafa kosið að þiggja
áfram sömu þjónustu
fyrir sama verð og
gerður var samningur
um í upphafi. Það ber
að þakka.
Sigurður Garðarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Naustavarar.
Söngskólinn í Reykjavík
Innritun fyrir veturinn 2017-2018 stendur yfir
www.songskolinn.is
songskolinn@songskolinn.is
sími: 552-7366
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?