Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íbyrjun febrúarsl. lögðuborgar-
fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins fram til-
lögu í borgarstjórn
um að borgin fjölgi lóðum í Úlf-
arsárdal til að mæta þeim lóða-
og íbúðaskorti sem vinstri meiri-
hlutinn í borginni hefur látið
safnast upp á undanförnum ár-
um. Borgarstjórn vísaði tillög-
unni til borgarráðs og svo tók við
löng bið, sem er einkennandi fyr-
ir áhugaleysi meirihlutans á
uppbyggingu í borginni.
Á fimmtudag, tæpum þremur
mánuðum eftir að tillagan kom
fram, var hún tekin fyrir og felld
af meirihluta Samfylkingar, Pí-
rata, Vinstri grænna og Bjartrar
framtíðar. Rök meirihlutans fyr-
ir því að fella tillöguna voru ann-
ars vegar þau að þegar væru
heimildir til að byggja nokkur
hundruð íbúðir í Úlfarsárdal og
hins vegar að lögð hefði verið
fram húsnæðisáætlun sem gerði
ráð fyrir að leyfa nokkur þúsund
íbúðarbyggingar hér og þar í
borginni á næstu árum. Þá sagði
í bókun meirihlutans í borgar-
ráði: „Sú tillaga sem hér liggur
fyrir myndi ekki gera neitt til að
leysa húsnæðisvandann á höf-
uðborgarsvæðinu. Það verður
best gert með því að vinna rösk-
lega að þeim áætlunum sem fyrir
liggja.“
Þetta er sama viðhorf og hefur
orðið til þess að búa til skort og
þenslu á húsnæðismarkaði í
Reykjavík á síðustu
árum.
Í bókun borgar-
ráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins á
fundinum sagði
meðal annars: „Allt að 5.000
íbúðir vantar nú þegar og svo vel
yfir 1.000 íbúðir árlega alveg til
ársins 2030 miðað við stöðu mála
í dag og áætlanir. Þrátt fyrir
þessa stöðu heldur meirihlutinn
sig við óbreytta stefnu um að út-
hluta ekki nýjum lóðum heldur
styðjast nánast eingöngu við lóð-
ir á þéttingarsvæðum þar sem
ljóst er að íbúðir eru miklum
mun dýrari en ef borgin úthlut-
aði sjálf fleiri lóðum. Skortur í
húsnæðismálum og óeðlilega
mikil þensla á húsnæðismarkaði
markast af skorti sem er heim-
tilbúinn og í boði meirihluta
Samfylkingar, Pírata, Vinstri
grænna og Bjartrar framtíðar í
borgarstjórn Reykjavíkur.“
Borgaryfirvöld hafa á liðnum
árum kosið að „leysa“ húsnæð-
isvandann í borginni með því að
kynna reglulega áform um mikla
uppbyggingu sem felur aðallega
í sér þéttingu á þegar byggðum
svæðum og nánast útilokun á
uppbyggingu á nýjum svæðum,
sem er í senn ódýrari og skjót-
virkari leið til að leysa vandann.
Augljóst er af þessum nýjustu
viðbrögðum meirihlutans að
hann ætlar að halda sig við að
byggja skýjaborgir í stað þess að
hefja tafarlaust raunverulega
uppbyggingu í borginni.
Raunsæið er enn
víðs fjarri í skipulagi
Reykjavíkurborgar}
Enn í skýjunum
Í umsögn Lög-reglustjóra-
félags Íslands um
tillögu til þings-
ályktunar um fjár-
málaáætlun fyrir
árin 2018-2022 er bent á að „lög-
reglumönnum við almenna lög-
gæslu hefur fækkað frá árinu
2007 þrátt fyrir fjölgun lands-
manna og gríðarlega fjölgun er-
lendra ferðamanna til landsins“.
Þar segir ennfremur að sýni-
leiki lögreglu sé lítill „og vegna
þröngs fjárhagsramma hafa lög-
regluembætti ekki burði til að
halda uppi viðunandi löggæslu
hér á landi að mati lög-
reglustjóra“. Loks segir: „Svig-
rúm til bættrar almennrar lög-
gæslu virðist ekki til staðar í
fjármálaáætlun ríkisstjórnar.“
Í umsögn lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu segir að
miðað við forsendur fjár-
málaáætlunarinnar megi ætla að
fækka þurfi um 6-8 stöðugildi
hjá embættinu strax á næsta
ári.
Eigi þessar athugasemdir við
rök að styðjast hlýtur þetta að
kalla á endurmat á fjár-
málaáætluninni. Þó að aðhald í
rekstri hins opinbera sé nauð-
synlegt er löggæsla eitt af
grundvallarverk-
efnum ríkisvaldsins
og eins og dæmin
sanna er nauðsyn-
legt að hún sé í
traustu horfi.
Í greinargerð með fjármála-
áætluninni eru borin saman út-
gjöld til löggæslu og annarra ör-
yggismála hér á landi og annars
staðar á Norðurlöndum. Þar má
sjá að Ísland ver heldur hærra
hlutfalli af landsframleiðslu til
þessara mála en hin norrænu
löndin, 1,5% á móti 1,0-1,3%.
Allur svona samanburður er
hins vegar takmörkunum háður
og þarna kemur til dæmis ekki
fram að hin norrænu löndin
verja 1,1-1,5% til varnarmála.
Hér á landi er enginn slíkur
stuðningur við löggæsluna ef
mikið liggur við og þeim mun
mikilvægara að hún sé fær um
að takast á við þær aðstæður
sem upp kunna að koma.
Nú þegar athugasemdir af
þessu tagi hafa komið fram er
nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari
yfir þær og tryggi að fjár-
málaáætlunin verði ekki til þess
að veikja öryggi landsmanna.
Þvert á móti ætti markmiðið að
vera að efla þennan grundvall-
arþátt í starfsemi ríkisins.
Löggæslan má ekki
verða fórnarlamb
fjármálaáætlunar}
Efla þarf lögregluna
E
ftir digurbarkalegar yfirlýs-
ingar útgerðarinnar um að
flytja fiskvinnsluna úr landi
vegna gengisþróunarinnar og
hótelrekenda um að endur-
skoða uppbyggingaráform vegna yfirvof-
andi virðisaukaskattshækkunnar, veltir
maður því óneitanlega fyrir sér hvert þess-
ir aðilar hafa sótt þá ráðgjöf að það sé
þeim til hagsbóta að hafa í hótunum við
stjórnvöld og almenning.
Almenningur, sem á landið og sjóinn en
hefur löngum mátt sætta sig við óhagstætt
gengi og kröpp kjör, fylgist í forundran
með ósjálfráðum viðbragðskippum arðþega
þegar ríkið hyggst sækja sinn hlut þjóðinni
til heilla og hefur svörin á reiðum höndum:
Farið og við tökum af ykkur kvótann.
Leggið árar í bát og annar kemur í ykkar stað. Það
verður alltaf einhver reiðubúinn til að græða á fisk-
inum og ferðamanninum.
Það lýsir mikilli bjartsýni að stíga fram eftir ára-
langa gósentíð, barma sér yfir launahækkunum og
hærra gengi, og ætla að sækja samúð til þjóðarinnar
sem hefur á sama tíma mátt sætta sig við launastöðn-
un og okurverðlag. Nú er hart lagt að unga fólkinu
að spara „bara“ til að safna fyrir útborgun í íbúð;
sömu ráðum hefðu þeir átt að hlíta sem hafa mok-
grætt á fisknum og ferðamönnunum. Í stað þess að
greiða sér út arð hefðu menn e.t.v. átt að fjárfesta í
uppbyggingu og leggja til hliðar til mögru
áranna, eða hvað? Hefðu menn ekki mátt
segja sér að það kæmi að því að gengið
myndi hækka og að þjóðin vildi endur-
skoða leigusamninginn fyrir náttúru-
auðlindirnar? Þeir hæfustu og hagsýnu
munu lifa af og ef til vill verður það hið
mesta gæfuspor ef dregur úr fjölgun
ferðamanna vegna hækkandi verðlags; nóg
hefur að minnsta kosti verið skrifað um
áganginn síðustu misseri og þolmörk nátt-
úruperlnanna okkar.
Hitt er svo annað mál að það er lág-
markskrafa að allir sitji við sama borð. Ef
marka má umsagnir ferðaþjónustuaðila um
fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og at-
hyglisverða samantekt ASÍ hafa erlendir
ferðaþjónustuaðilar um nokkurt skeið gert
út á íslenska náttúru án þess að greiða hér skatta né
skyldur, og án þess að virða vinnulög og kjarasamn-
inga. Sum þessara fyrirtækja koma hingað og halda
úti starfsemi en eru hvergi skráð og virðast ekki
sæta nokkru eftirliti. Það er fullkomlega óásætt-
anlegt. Ef stjórnvöld hyggjast auka hlut sinn þegar
kemur að ágóða ferðaþjónustunnar verður það sama
að gilda um alla; það kemur ekki til greina að krefja
íslensk ferðaþjónustufyrirtæki um meira en leyfa síð-
an erlendum fyrirtækjum að koma hingað og nýta
gæði landsins án þess að sjá til þess að þau skili sínu.
holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Hótanir og harmakvein
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Undirbúningur er hafinnvegna útboðs á þremurnýjum björgunarþyrlumfyrir Landhelgisgæsl-
una. Þetta kom fram í svari Sigríðar
Á. Andersen dómsmálaráðherra við
fyrirspurn Morgunblaðsins og við
sögðum frá nýlega.
„Við teljum raunhæft að stefna
að því að þyrlurnar verði komnar í
þjónustu Landhelgisgæslunnar á
árunum 2021-2023. Það er samt ekki
gott að segja nákvæmlega til um
þetta enda fer það eftir því við
hvern verður samið og hve fljótt
hann getur afhent vélarnar,“ segir
Georg Lárusson forstjóri Landhelg-
isgæslunnar (LHG) spurður um það
hvenær nýjar þyrlur komist mögu-
lega í gagnið.
Samkvæmt gildandi fjár-
málaáætlun er gert ráð fyrir kaup-
um á nýjum þyrlum fyrir Landhelg-
isgæsluna á tímabilinu 2019-2021 og
varið verður 14 milljörðum króna til
kaupanna. Fram kom hjá dóms-
málaráðherra að það var að ósk
Landhelgisgæslunnar að ákveðið
var að fara þegar af stað með vinnu
við gerð tæknilýsingar og annarra
gagna sem nauðsynleg eru til að
hægt sé að hefja útboð eða fram-
kvæma forathugun á markaðnum.
Þannig gæti sparast umtalsverður
tími þegar að útboði kemur.
Tillaga um þrjár nýjar þyrlur
Í janúar 2016 skilaði stýrihópur
innanríkisráðherra skýrslu vegna
þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæsl-
una. Tillaga stýrihópsins var sú að
kaupa þrjár þyrlur af svipaðri stærð
og LHG er með í sinni þjónustu í
dag. „Gert er ráð fyrir að nýjar
þyrlur verði komnar í þjónustu
LHG á árunum 2020 og 2021. Til að
svo megi verða þyrfti að hefja vinnu
við undirbúning útboðs á 1. árs-
fjórðungi 2016 og útboðsferlið þyrfti
að hefjast um mitt ár 2016,“ sagði
m.a. í skýrslu stýrihópsins. Þessi
tímaáætlun stóðst ekki.
Það var niðurstaða stýrihóps-
ins að áætluð fjárfesting við kaup á
þeim þyrlum sem lagt er til að
keyptar verði er áætluð um 13,9
milljarðar króna. Annar kostnaður
er áætlaður um 300 milljónir kr. og
er því heildarkostnaður verkefn-
isins áætlaður um 14,2 milljarðar
króna.
„Rétt er að taka fram að í áætl-
un um kostnað við kaup á nýjum
þyrlum er talsverð óvissa. Ekki eru
til aðgengilegir „verðlistar“ fram-
leiðenda yfir þyrlur sem eru sér-
útbúnar til þeirra starfa sem hér um
ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur
byggjast á gagnagrunni frá fram-
leiðendum, sem og upplýsingum frá
aðilum sem hafa verið að fjárfesta í
nýjum þyrlum á undanförnum árum
fyrir hliðstæða starfsemi,“ segir í
skýrslu starfshópsins.
Síðan skýrslan kom út hefur
orðið umtalsverð styrking á gengi
íslensku krónunnar og innkaups-
verðið því mun hagstæðara. Hinn 4.
janúar 2016 var skráð gengi evru
141,35 krónur en er nú 116,2. Lækk-
unin nemur 17,8%. Hinn 4. janúar
2016 var skráð gengi dollars 129,61
krónur en er nú 106,63. Lækkunin
nemur 17,7%.
Samkvæmt þessari þróun ætti
innkaupsverðið í dag að vera rúm-
lega 11,5 milljarðar króna. Enginn
veit svo hvernig gengi krónunnar
muni þróast á næstu misserum.
Þessu til viðbótar má nefna að
mikill samdráttur hefur orðið á
þyrlumarkaði, aðallega vegna olíu-
lækkunar á heimsmarkaði og minni
umsvifa í olíu- og gasiðnaði. Þetta
ætti að þýða aukin kauptækifæri
fyrir ríkissjóð.
Nýjar þyrlur LHG
í gagnið 2021-2023
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þyrlukaupin Ákveðið hefur verið að ríkið kaupi á næstu árum þrjár
nýjar björgunarþyrlur af fullkomnustu gerð fyrir Landhelgisgæsluna.
Fram kemur í skýrslunni að út-
köllum björgunarþyrlna hefur
fjölgað verulega á undanförnum
árum. Kemur það að mestu til
vegna fjölgunar ferðamanna en
jafnframt hefur verið aukning á
aðkallandi sjúkraflutningum á
landi. Út frá spám um fjölgun
ferðamanna sé gert ráð fyrir að
heildarfjöldi útkalla fari úr um
200 útköllum árið 2015 í um
320 útköll árið 2020 og um 370
útköll árið 2025.
Í yfirliti frá flugdeild Land-
helgisgæslu Íslands kom fram
að útköll björgunarþyrlna og
flugvélar stofnunarinnar voru
alls 251 í fyrra. Árið áður voru
þau 218. Útköllunum hefur því
fjölgað um 15 prósent á milli
ára. Aukningin undanfarin ár er
jöfn og þétt því frá 2011 hefur
heildarfjöldi útkalla hjá flug-
deild vaxið um 62 prósent, úr
155 í 251. Sjúkraflutningar í
óbyggðum voru 41 fyrra, sam-
anborið við 29 árið áður.
Mikil fjölgun
útkalla í fyrra
FLUGDEILD LHG