Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
T E X T I 15.9 - 16.4.2017
Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019
Valin verk úr safneign
STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017
VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616,
www.listasafn.is
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Steinholt-saga af uppruna nafna í Myndasal
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Grímsey á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga frá 10-17.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er alltaf gott að koma heim að
syngja. Íslendingar eru svo kraft-
miklir og drífandi í öllu tónleika-
haldi. Orkan sem hér ríkir er öðru-
vísi en annars staðar,“ segir Oddur
Arnþór Jónsson barítón sem ásamt
Gissuri Páli Gissurarsyni tenór
syngur einsöng á vortónleikum Kórs
Langholtskirkju í Langholtskirkju
annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Á efn-
isskránni eru Messa di Gloria og Re-
quiem eftir Puccini. Með kórnum
leikur 30 manna hljómsveit undir
stjórn Garðars Cortes.
„Við Gissur höfum sungið mikið
saman síðan við unnum fyrst saman
í uppfærslu Íslensku óperunnar á
Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini
árið 2015. Hann er einn af uppá-
haldskollegum mínum, því þó við
séum mjög ólíkir þá hljómum við vel
saman,“ segir Oddur sem söng
nokkrum sinnum í nemendaupp-
færslum undir stjórn Garðars Cort-
es meðan hann nam við Söngskólann
í Reykjavík þar sem Garðar er
skólastjóri.
Oddur hefur sterk tengsl við
Langholtskirkju, því hann söng með
Kór Langholtskirkju þegar hann var
20-25 ára, en hætti þegar hann hélt
utan í söngnám. „Það ættu allir að
syngja í kór því maður lærir ótrú-
lega mikið á því, bæði félagslega og
músíkalskt auk þess sem það er gott
fyrir líkamann að syngja. Jónsi [Jón
Stefánsson] veitti mér fyrstu sóló-
tækifærin með kórnum sem var dýr-
mæt reynsla. Mér finnst mjög mik-
ilvægt að tónlistarlífið í Langholts-
kirkju haldi áfram og vona að
einhver taki við keflinu sem Jónsi
skildi eftir sig og hugsi jafn vel um
tónlistarstarfið og hann gerði.“
Vel skrifað fyrir raddir
Aðspurður lýsir Oddur Messu di
Gloria sem fallegu og áhrifaríku
verki. „Puccini var aðeins 21 ára
þegar hann lauk við að semja það ár-
ið 1880,“ segir Oddur og rifjar upp
að þremur árum áður hafi Puccini
samið Credo-kafla verksins en talið
er að tónskáldið hafi fengið inn-
blástur að tónsmíðinni árið 1876
þegar hann sá Aidu eftir Verdi.
„Puccini nam á þessum tíma kirkju-
tónlist, en Messa di Gloria var síð-
asta kirkjuverkið sem hann samdi
áður en hann sneri sér alfarið að óp-
erutónlistinni,“ segir Oddur og tek-
ur fram að einstaklega gott sé alltaf
að syngja Puccini.
„Þessi ítölsku tónskáld skrifuðu
svo vel fyrir raddir. Það virkar
hreinlega eins og þeir hafi sjálfir
sungið línurnar sem þeir skrifuðu og
fundið hvað virkaði. Það er því alltaf
gott að syngja þessa tónlist. Það er
eins og laglínurnar séu endalausar í
samspili hinna ólíku radda, þar sem
ein rödd tekur við af annarri.“
Að sögn Odds er nóg að gera hjá
honum á söngsviðinu. „Ég var að
klára að syngja Wolfram í Tann-
häuser eftir Wagner í Þýskalandi og
í júní syng ég Schaunard í La
bohème eftir Puccini í Hollandi,“
segir Oddur sem á leið um Ísland
aftur síðar í sumar til tónleikahalds.
Fjölmenni Garðar Cortes stjórnar Kór Langholtskirkju ásamt 30 manna hljómsveit á tónleikum annað kvöld.
„Gott fyrir líkam-
ann að syngja“
Oddur Arnþór Jónsson syngur með Kór Langholtskirkju
annað kvöld Flytja Messu di Gloria og Requiem eftir Puccini
Morgunblaðið/Golli
Vinsæll Oddur Arnþór Jónsson hef-
ur í nógu að snúast á óperusviðinu.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Platan kallast Austfirskirstaksteinar 3 og fylgir íkjölfar platna sem komu út
1996 og svo 2003. Á plötunum hafa
Friðjón og hans menn leitast við
að varðveita lög og texta eftir
austfirska laga- og textahöfunda.
Á plötunni nýju er að finna lög og
texta eftir sautján höfunda af
Austurlandi en Friðjón er Héraðs-
maður í húð og hár þó hann geri
út frá Akureyri í dag. Þessi söfn-
un Friðjóns er stæðileg en 2011
kom út 44 laga safndiskur með
fyrri plötum sem hafa verið illfá-
anlegar. Austfirskir staksteinar 1
og 2 prýða safnið en einnig platan
Við tónanna klið (1997) sem hefur
að geyma lög eftir Fáskrúðsfirð-
inginn Óðin G. Þór-
arinsson. Einnig er þar
að finna lög sem komu
upprunalega út á hinum
ýmsu safnplötum. Í
netspjalli við Friðjón
upplýsir hann pistilhöf-
und um það að „nú eru
íslensku lögin sem við höfum gefið
út orðin sextíu talsins og fjöldi
höfunda á lög og texta, samtals
fimmtíu og einn“.
Friðjón er rekinn áfram af
heillandi hugsjón, hann er með nef
(og eyru) safnarans og í upplýs-
ingabæklingi safndisksins má
finna eftirfarandi stefnuyfirlýs-
ingu: „Það er skoðun undirritaðs
að verulega vanti á að
varðveislu og útgáfu
verka alþýðutónlist-
armanna og textahöfunda
sé sinnt sem skyldi og því
miður á mikið af þessu
efni eftir að fara for-
görðum, en því verður
ekki breytt nema með
markvissum björgunaraðgerðum.“
Pistilhöfundur tók símaviðtal
við Friðjón fyrir blað þetta er
Austfirskir staksteinar 2 kom út
og ég viðurkenni að áhuginn og
eljan sem ég fann fyrir hinum
Hin algera alþýðutónlist
Friðjón Jóhannsson hefur staðið að virðingarverðu björgunarstarfi
hvað íslenska dægur- og alþýðutónlist varðar. Fyrir stuttu kom út
þriðja platan sem hefur þetta að markmiði og er hún undir hatti
Danshljómsveitar Friðjóns Jóhannssonar sem fyrr.
Sýning á nýjum málverkum eftir
Þorra Hringsson myndlistarmann
verður opnuð í Galleríi Fold í dag,
laugardag, klukkan 15.
Á sýningunni getur að líta lands-
lagsmálverk sem Þorri hefur unnið
á síðustu misserum og eru þau flest
frá Haga í Aðaldal þar sem hann er
með vinnustofu.
Í tilkynningu er haft eftir Þorra
að hann vilji helst mála landslag
sem hann hefur tengingu við og því
máli hann ekki Heklu eða Snæfells-
jökul þó þetta séu fallegir staðir.
„Ég elti ekki uppi náttúru í öðrum
landshlutum. Það er þessi þröngi
vinkill sem ég vinn í. Það er ekkert
mál að mála Heklu og Þingvelli
endalaust sem er rosalega þakklátt,
en það er bara búið að gera það.
Það er nógu erfitt að gera þetta
sem ég er að gera en hitt er nánast
útilokað að gera af einhverju viti.
Því þá lendir maður stöðugt í þess-
um samanburði við það sem búið er
að gera,“ segir hann.
Aðaldalur Eitt hinna nýju málverka úr dalnum fagra sem eru á sýningu Þorra.
Sýning á nýjum málverkum eftir Þorra