Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Hrein jógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! Engin aukefni Meira af Omega-3 fitusýrum Meira er af CLA fitusýrum em byggja upp vöðva g bein kkert undanrennuduft nmanngerðra ansfitusýra biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur • • • s o • E • Á tr Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eigendur veiðiréttar við Andakílsá í Borgarfirði óttast að Orka náttúrunn- ar hafi valdið stórkostlegu tjóni á lax- veiðiánni og tala um umhverfisslys í því efni. Þegar hleypt var úr miðlun- arlóni Andakílsárvirkjunar kom svo mikill aur niður í ána að hann fyllti hylji og viðkvæm uppeldissvæði laxa- seiða. Standa leirhryggir upp úr ánni þar sem áður voru veiðistaðir. „Ég er hrædd um að skaðinn sé skeður þegar efnið hefur safnast svona í hyljina. Þar eru bestu veiði- svæðin og mikilvægir uppeldisstaðir fyrir fiskinn. Þar sem áin streymir fram á breiðum hreinsar hún sig fyrr,“ segir Ragnhildur Helga Jóns- dóttir, umhverfisfræðingur í Ausu í Andakíl, en hún á sæti í stjórn Veiði- félags Andakílsár. Leitað til sérfræðinga Orka náttúrunnar rekur Andakíls- árvirkjun. Lítið inntakslón er fyrir of- an Andakílsárfossa. Aurinn sem gruggaði ána og settist í farveg henn- ar kom þaðan. Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Orku náttúrunnar, segir að reglulega sé hleypt úr lóninu. Að þessu sinni hafi það verið tæmt vegna nauðsynlegs viðhalds sem þurfi að ráðast í. Þess vegna hafi aurburður- inn verið meiri en venjulega. „Þegar við fengum upplýsingar um það höfðum við samband við sérfræð- inga á Hafrannsóknastofnun og báð- um þá um að skoða þetta og meta hugsanleg áhrif á lífríkið. Einnig sækjum við til þeirra ráð um það hvernig best sé að skola aurinn sem fyrst niður úr ánni. Það verður vænt- anlega gert með því að hleypa meira vatni niður í hana,“ segir Eiríkur. Von er á niðurstöðum sérfræðinga eftir helgi. Ragnhildur bendir á að Orka nátt- úrunnar hafi ætlað að fara í fram- kvæmdir við stíflugarð lónsins í vetur og láta moka upp úr lóninu. Það hafi dregist og að lokum verið ákveðið að tæma lónið til að meta ástand garðs- ins. Þegar áin fór að grafa sig niður í botn á lóninu hafi hún borið með sér þúsundir rúmmetra af seti. „Þetta er viðkvæmasti tíminn. Stutt er í að veiðitímabilið hefjist. Hætta er á að náttúruleg seiði í upp- eldi drepist og þá eru næstu fjögur ár ónýt,“ segir Ragnhildur. Hún segir að þegar skýrsla fiskifræðinga liggur fyrir muni veiðifélagið fá lögfræðing til að gæta hagsmuna veiðiréttarhafa. Hyljir og uppeldis- svæði full af leir Ljósmynd/Dagný Sigurðardóttir Andakílsá Aur hefur sest í einn besta veiðistað árinnar, Fossabakkahyl. Þar er nú komin leðjueyri og ekki vænlegt að kasta flugu fyrir lax.  Óttast að umhverfisslys hafi orðið þegar hleypt var úr lóni Guðni Einarsson Hjörtur J. Guðmundsson „Þegar hefur verið hafist handa við að greina verklag og kanna málið í dómsmálaráðuneytinu en taka þarf afstöðu til fyrirkomulags þessara mála hér á landi, hvað varðar sam- spil skattayfirvalda og lögregluyfir- valda. Skattayfirvöld og ákæruvald- ið vinna nú að því að greina umfang þeirra mála sem niðurstaða dóms Mannréttindadómstólsins gæti snert. Það liggur fyrir að einhverjum málum hefur verið frestað og beðið niðurstöðu þessa dóms,“ sagði í skriflegu svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins um viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í gær. Dómstóll- inn dæmdi að íslenska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva með end- urtekinni málsmeðferð vegna sama brots. Ríkið var dæmt til að greiða hvorum þeirra 5.000 evrur (566.000 kr.) í skaðabætur og 15.000 evrur (1,7 milljónir kr.) til viðbótar vegna málskostnaðar. Getur verið fordæmisgefandi Gestur Jónsson, hrl. og lögmaður Jóns Ásgeirs, sagði dóm Mannrétt- indadómstóls Evrópu vera meiri- háttar tíðindi. „Þetta eru tíðindi um það að málsmeðferð sem hefur verið stuðst við á Íslandi í refsingum í skattamálum, að hún standist ekki mannréttindi,“ sagði Gestur. Hann telur málið geta haft fordæmisgildi fyrir fjölda annarra mála hér á landi, bæði mál sem búið er að dæma í og eins mál sem enn eru til meðferðar í dómskerfinu. Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari kvaðst eiga erfitt með að áætla í hve mörgum málum um- ræddur dómur Mannréttindadóm- stólsins gæti verið fordæmisgefandi. „Við erum að fara yfir þessi mál hjá okkur og glöggva okkur á stöðu þeirra og fjölda,“ sagði Ólafur í sam- tali í gær. „Við höfum átt í dag sam- skipti við ríkissaksóknara, sem er æðsta yfirvald ákærumála í landinu, varðandi þá stöðu mála sem upp er komin.“ Ólafur sagði að verið væri að greina hvort breyta þyrfti verklagi í réttarkerfinu. Svo væri spurning hvernig Hæstiréttur brygðist við. „Fordæmisgefandi dómur Hæsta- réttar eftir uppkvaðningu dóms Mannréttindadómstólsins hefði verulega þýðingu fyrir framhaldið.“ Stjórnvöld kanna stöðu mála  Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið fyrir að brjóta á mannrétt- indum Jóns Ásgeirs og Tryggva  Dómurinn getur haft áhrif á önnur dómsmál Tvöföld refsimeðferð » Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson, ásamt Kristínu Jóhannesdóttur, hlutu skilorðs- bundinn fangelsisdóm fyrir rúmum fjórum árum. » Refsingin var fyrir skatta- lagabrot í rekstri Baugs og fjár- festingafélagsins Gaums. » Þeim hafði áður verið gert að greiða sekt vegna sömu brota. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Við hittum bæjarstjórann fyrir rúmri viku og bærinn ætlar að koma til móts við okkur en ein- göngu að litlum hluta,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir en hús hennar og eiginmanns hennar Ingvars Ara Arasonar hefur verið dæmt ónýtt vegna veggjatítla. „Hafnarfjarðabær mun styrkja okkur um 3,7 milljónir króna eða sem nemur þeirri upphæð sem kost- ar að rífa húsið og breyta skipulagi lóðarinnar. Allan annan kostnað og tap tökum við á okkur,“ segir hún en tekur það sérstaklega fram að þau hjón séu mjög þakklát bænum. Haft var eftir Ingvari á mbl.is í gærkvöldi að 600 þúsund færu í deiliskipulag vegna nýs húss, sem þau hyggjast byggja á Austurgötu 5. Afgangurinn, allt að 3,1 milljón, fari í að rífa húsið. Hann telur að eini raunhæfi kosturinn fyrir þau sé að byggja nýtt hús í stað þess gamla. „Húsið okkar var metið á um 50 milljónir króna og við berum allt það tap sjálf,“ segir Anna sem flutti í húsið ásamt eiginmanni sínum ár- ið 2012. „Við erum vel tryggð en tryggingarnar ná ekki yfir þetta tjón og Viðlagatryggingar Íslands vísa til lagabókstafsins og tryggja ekki tjón af þessu tagi. Við eigum því engra annarra kosta völ en að ganga á fyrri eigendur og semja við þau um bætur, en það er fjölskyldu- fólk eins og við. Ég vona því bara að við getum komist að sanngjörnu samkomulagi við þau.“ Altjón af völdum veggjatítla er ekki nýtt af nálinni en sjaldgæft. Anna segir því sérkennilegt að hvorki tryggingafélög né við- lagatryggingasjóður geri ráð fyrir tjóni sem þessu. „Altjón var af völd- um veggjatítla 1999 og 2010. Í slík- um tilvikum þarf fólk að taka allt tjón á sig sjálft. Mér finnst því sér- kennilegt að ekki einu sinni net við- lagatryggingar grípi fólk,“ segir Anna. Til skoðunar er hjá við- skiptabanka þeirra að fella niður lán þeirra á húsinu og vonar Anna að það nái fram að ganga. Þá stæðu þau á núlli, en væru ekki með skuld- ir vegna hússins. Bærinn styrkir rif á veggjatítluhúsi  Styrkja aðeins um 3,7 milljónir Hjónin Ingvar Ari og Anna Gyða. Andakílsá er mikilvæg laxveiðá sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur á leigu. Þar hafa veiðst á síðustu árum allt frá 80 og upp í 840 laxar á ári. Algengasta veiðin er 100 til 300 laxar á sumri. Andakílsá kemur úr Skorradalsvatni, um Andakílsárfossa og Andakíls- árvirkjun, rennur alls um 12 kílómetra leið uns hún fellur í Hvítá. Áin var virkjuð fyrir 1950 til að sjá Borgfirðingum og Akurnesingum fyrir raforku. Tvær stengur eru í ánni og er veiðitíminn frá 20. júní til 30. september. Áin þykir henta vel til fluguveiði. Aflinn er mest smálax en áður fyrr var Andakílsá þekkt fyrir stórlaxa sem þar veiddust. Hentar vel til fluguveiða ANDAKÍLSÁ RENNUR ÚR SKORRADALSVATNI „Ég velti því fyrir mér hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við þessum dómi,“ skrif- aði Jón Ás- geir Jóhann- esson, á heimasíðu sína. „Ef enginn ber ábyrgð á rangindunum er ég hræddur um að ekkert breytist. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannrétt- indum fólks að mati Mannrétt- indadómstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ „Ef enginn ber ábyrgð“ JÓN ÁSGEIR Jón Ásgeir Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.