Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is geoSilica kísilvatnið fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* EMILÍA KARLSDÓTTIR Ég hef tekið kísilinn í um það bil eitt ár. Ég fann fljótt að hann hafði góð áhrif á mig. Ég er betur vakandi og hef betra úthald. Hef verið með vefjagigt og veit hvernig orkuleysið fer með mann. Svo er það annar litli puttinn minn, sem ég klemmdi þegar ég var barn. Hann er bæklaður eftir það, og ég var með mjög mikla verki í honum. Svo tók ég allt í einu eftir því að verkirnir voru horfnir. Ég sleppti svo að taka inn kísilinn í einhvern tíma, og þá fór ég að finna fyrir verkjum aftur. Ég finn líka mun á hvað mér líður allri betur, er hressari. Það er eitthvað sem ekki er gott að útskýra. Takk fyrir mig. Mikið úrval mælitækja og verkfæra fyrir raftækniiðnaðinn Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Mælitæki og verkfæri Það glöddust margir yfir því aðMacron skyldi kosinn forseti Frakklands. Hinu er ekki að neita að stór hópur þeirra sem glöddust mest voru þeir sem fögnuðu því að Marine Le Pen skyldi tapa.    Eftir innsetningu hins nýja for-seta var sérstaklega tekið fram að hann „vildi gera umbætur í Evrópumálum“. En svo vel vill til að einmitt það sagðist Marine Le Pen einnig vilja.    Hennar umbætur fólust að vísu íþví að halda þjóðaratkvæði um að henda evrunni. En „umbæt- ur“ sem Macron vill skulu auka vald og styrk ESB á kostnað einstakra ríkja, þar með Frakklands.    Hann vill efla miðstjórnarvaldiðí Brussel. Stofna til embættis fjármálaráðherra ESB og færa skattlagningarvaldið þangað.    Strax eftir innsetningu hraðaðiMacron sér til mömmu Merkel. Hún er brennd eftir innflytjenda- klúðrið. Hún vill helst ekki breyta neinu um það að Brussel sé áfram að mestu stjórnað frá Berlín, þótt það standi hvergi.    Hún veit sem er að valdaukn-ingin sem Macron vill færa ESB er óframkvæmanleg án breyt- inga á sáttmála (stjórnarskrá) sam- bandsins. Það kallaði á þjóð- aratkvæði í einstökum löndum. Merkel flokkar þjóðaratkvæði seint undir umbætur. Þjóðaratkvæði eru til vandræða og oft fæst (rétt) nið- urstaða ekki fyrr en þjóðirnar hafa verið látnar kjósa aftur og aftur. Emmanuel Macron og Angela Merkel. Ólík sýn á silfrið STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 4 alskýjað Akureyri 4 alskýjað Nuuk 1 rigning Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 15 alskýjað Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 14 skýjað Lúxemborg 20 léttskýjað Brussel 19 skýjað Dublin 11 skúrir Glasgow 15 skúrir London 12 skúrir París 17 rigning Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 20 heiðskírt Berlín 28 heiðskírt Vín 26 heiðskírt Moskva 17 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 18 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 25 heiðskírt Aþena 16 léttskýjað Winnipeg 6 léttskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 23 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:59 22:51 ÍSAFJÖRÐUR 3:35 23:24 SIGLUFJÖRÐUR 3:17 23:08 DJÚPIVOGUR 3:21 22:27 Bílar Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Hið virta vísindatímarit Science birtir í dag grein um samhæfða rannsókn alþjóðlegs hóps vísinda- manna, en vísindamaðurinn dr. Isa- bel C. Barrio sem er rannsókna- sérfræðingur við Líf- og umhverfisvís- indastofnun Há- skóla Íslands var einn aðstandenda rannsóknarinnar. „Hugmyndin að framkvæma rannsókn á sama hátt, á mörgum stöðum, er að verða vinsælli í vistfræði,“ segir hún, „á rannsóknarsviði mínu hjá Háskóla Íslands erum við að byrja að nota þessa aðferð.“ Meginnið- urstaða rannsóknarinnar er sú að lirfur skordýra sem lifa nálægt mið- baugi séu átta sinnum líklegri til að verða étnar en þær sem lifa nálægt pólunum, eins séu lirfur sem lifa hærra yfir sjávarmáli öruggari fyrir rándýrum. Sameiginlegir þættir virðast því stjórna samskiptum ólíkra dýrategunda á heimsvísu að mati vísindamannanna. Aðferðin vakti athygli „Niðurstaðan getur gefið ákveðnar vísbendingar um torskilin mynstur í samskiptum tegunda á jörðinni eftir hæð yfir sjávarmáli og staðsetningu eftir breiddarbaugum, ásamt því að geta gefið vísbendingar um breytingar sem gætu orðið af völdum hlýnunar jarðar, en hún gæti hraðað umsvifum eða aukið þau í vistkerfunum,“ segir Isabel. Í rannsóknarhópnum voru um 40 manns frá 21 landi. Hannaðar voru sérstakar gervilirfur úr grænum mótunarleir fyrir börn, sem líkjast lirfu fetarafiðrildisins. Rannsóknin var umfangsmikil, gervilirfunum komið fyrir á 31 stað á 11.600 km löngu belti sem náði frá norður- heimskautsbaug til suðurhluta Ástr- alíu. Þau límdu lirfurnar við plöntur og fylgdust svo með því hvernig fuglar, maurar og aðrar tegundir réðust á lirfurnar. Gervilirfunum var svo safnað saman aftur og þær sendar til baka til framleiðendanna, við Hels- inki-háskóla, sem tegundagreindu bitin. Það reyndist auðvelt því afar mikill munur er á þegar maurar bíta og fuglar gogga, svo dæmi sé tekið. „Annað sem kom á óvart í niðurstöð- unni var að mun fleiri bit voru eftir skordýr eins og maura og önnur rán- dýr eins og kóngulær, við fundum ekki mjög afgerandi vísbendingar um bit spendýra eða að fuglar hefðu goggað.“ Að lokum segir Isabel: „Ég vona að niðurstaðan fyrir Ísland sé upp- haf fleiri alþjóðlegra samhæfðra rannsókna héðan, vonandi munum við sjá það gerast í náinni framtíð.“ Gervilirfur með hlutverk í alþjóð- legri rannsókn  Rannsóknarsérfræðingur við HÍ tók þátt í samhæfðri rannsókn um vistkerfi Ljósmynd/Isabel C. Barrio Kræsilegar Ýmsar pöddur og dýr smökkuðu á gervilirfunum. Isabel C. Barrio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.