Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 10
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þótt tæpir átta mánuðir séu liðnir
frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson
velti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni
úr formannsstóli Framsóknarflokks-
ins, er ennþá bullandi ágreiningur og
óánægja innan Framsóknarflokks-
ins, og þá vitanlega í röðum helstu
stuðningsmanna Sigmundar Davíðs,
með þá niðurstöðu sem varð í for-
mannskjöri á flokksþinginu 2. októ-
ber sl. Fullyrt er að mikil undiralda
sé í flokknum, ekki síst meðal stuðn-
ingsmanna Sigmundar Davíðs og er
andrúmsloftið sagt lævi blandið og
hitastigið nálægt frostmarki.
Eins og kunnugt er verður vor-
fundur miðstjórnar flokksins haldinn
á morgun, á Hótel Natura, og eiga
ákveðnir viðmælendur blaðamanns
úr Framsóknarflokknum allt eins
von á því að upp úr sjóði á fundinum
og flokkurinn klofni endanlega í
tvær fylkingar, Framsókn Sigurðar
Inga og Framsókn Sigmundar Dav-
íðs. Það hefur legið fyrir frá því fyrir
síðasta flokksþing að Framsóknar-
flokkurinn er klofinn í tvær fylk-
ingar, en ekki er jafnljóst hversu
stórar fylkingarnar eru. Fleiri við-
mælendur blaðamanns úr röðum
framsóknarmanna telja að fylkingin
sem styður Sigmund Davíðs sé tals-
vert fámennari en sú sem styður Sig-
urð Inga. Svo eru framsóknarmenn
sem segjast ekki vera í neinni fylk-
ingu og lýsa eftir sáttum og ein-
drægni í flokknum.
Mikill taugatitringur
Framsóknarmenn sem blaðamað-
ur hefur rætt við undanfarna daga,
segja stöðuna innan flokksins vera
afskaplega viðkvæma. Það er aug-
ljóst að mikill taugatitringur er í
röðum framsóknarmanna og óvissa
um hvernig fundinum muni lykta.
Það einkennilega er að ekki virð-
ist vera um neinn málefnaágreining
að ræða á milli fylkinganna tveggja.
Enginn viðmælenda sagðist vilja
breyta stefnu Framsóknarflokks-
ins, sem hefði dugað flokknum
ágætlega í heila öld, en Framsókn-
arflokkurinn var stofnaður 16. des-
ember 1916.
Ágreiningurinn virðist þannig
einungis vera persónulegur og snú-
ast um það hvor sé heppilegri for-
maður flokksins, Sigurður Ingi eða
Sigmundur Davíð.
Eins og endurspeglað hefur verið
í fréttum Morgunblaðsins að undan-
förnu hafa ákveðin Framsóknar-
félög ályktað um það að flýta beri
flokksþingi og kjósa nýja forystu.
Næsta flokksþing ætti að vera
næsta vor, en ákveðinn hópur
stuðningsmanna Sigmundar Davíðs
vill að flokksþing verði haldið í
haust.
Vilja að Lilja taki við
Einn viðmælandi orðaði það svo:
„Það verður engin sátt í flokknum
fyrr en Sigurður Ingi hættir sem
formaður. Við vitum að ólíklegt er
að sátt náist í flokknum um að Sig-
mundur Davíð komi strax inn sem
formaður á ný. Því teljum við eðli-
legt að varaformaðurinn, Lilja Al-
freðsdóttir, taki við sem formaður.
Seinna gæti svo Sigmundur Davíð
orðið formaður á nýjan leik. Þetta
yrði einskonar biðleikur, til þess að
reyna að sætta stríðandi fylkingar.“
Ekki liggur fyrir hver afstaða
Lilju er til þessarar hugmyndar, en
fullyrt er af framsóknarmönnum úr
báðum fylkingum að hún hafi átt
mjög gott samstarf við þá báða, Sig-
mund Davíð og Sigurð Inga. Flestir
viðmælendur hallast þó að því að
Lilja, sem er nýkomin inn á vettvang
stjórnmálanna, þurfi lengri tíma sem
varaformaður, til þess að læra betur
á Framsóknarflokkinn og kynnast
framsóknarfólki betur. Það sé engin
spurning að hún sé kandídat í það að
verða formaður flokksins, en bara
ekki strax.
Eru rólegri í tíðinni
Stuðningsmenn Sigurðar Inga
virðast mun rólegri í tíðinni og segja
að menn megi ekki hrökkva af hjör-
unum og efna til sundrungar í
flokknum. Sigurður Ingi hafi staðið
sig með ágætum eftir að hann varð
formaður og hann eigi a.m.k. að fá að
gegna formennsku til næsta vors.
„Það getur brugðið til beggja vona
og ástandið er virkilega brothætt.
Ég hef ekki mikla trú á því að við
náum á fundinum þeim áfanga að
verða á ný ein sameinuð fylking, sem
hafi náð málefnalegum og góðum
umræðum um stöðu flokksins og for-
ystuna og tekist að grafa stríðs-
öxina,“ segir einn þingmaður Fram-
sóknarflokksins.
Allt í bál og brand
Annar þingmaður sagði: „Á fund-
inum munu menn tjá sig á báða
bóga. Mér finnst gott að það hefur
verið ákveðið að leyfa meiri tíma í al-
mennar umræður en alla jafna ger-
ist. Menn geta þá vonandi talað sig
inn á skynsamlega, sameiginlega
niðurstöðu. Ég óttast það samt mjög
að allt eigi eftir að fara í bál og
brand.“
Framsóknarmenn sem rætt hefur
verið við eru sammála um að mikil
heift sé í stuðningsmannahópi Sig-
mundar Davíðs í garð Sigurðar
Inga. „Það er engin launung á því, að
Sigurður Ingi beinlínis rændi for-
mennskunni af Sigmundi Davíð og
við sem styðjum Sigmund Davíð og
höfum gert frá því hann var kjörinn
formaður 2009 fyrirgefum ekki slík-
an gjörning, ekki núna og ekki
seinna,“ segir einn hinna heift-
úðugu.
Engin sókn án sátta
Stuðningskona Sigurðar Inga úr
Suðurkjördæmi segir á hinn bóginn:
„Ég skil nú ekki hamaganginn í
þessu stuðningsliði Sigmundar Dav-
íðs og honum sjálfum. Sigurður Ingi
var kjörinn formaður í lýðræðislegri
kosningu á flokksþingi og að vera
svona tapsárir vegna niðurstöðu í
lýðræðislegri kosningu ber nú ekki
vitni um mikinn félagslegan þroska.
Auk þess fæ ég þær fregnir, bæði
hér í kjördæminu og úr þingflokki
Framsóknarflokksins, að Sigurður
Ingi hafi staðið sig mjög vel sem
formaður frá því hann var kjörinn.“
Önnur framsóknarkona úr
Reykjavík segir: „Eigum við ekki
bara að sjá til hvernig miðstjórnar-
fundurinn fer á laugardaginn. Þar
fær fólk að blása og skiptast á skoð-
unum. Svo fara menn bara út í sum-
arið með sitt veganesti og nægur
tími gefst í sumar til þess að ákveða
næstu skref. Ég held að að fram-
sóknarmenn almennt séu ekki mikið
fyrir að bera raunir sínar og reiði á
torg og ég vona að það verði niður-
staðan að loknum fundinum.“
Umsagnir um formanninn og
hinn fallna formann úr báðum fylk-
ingum eru á þann veg að hvorugur
hafi verið iðinn við að rétta fram
sáttahönd í átt til hins, frá því að
flokksþingi lauk. Það þurfi að breyt-
ast, því aðeins með sáttum geti
flokkurinn farið í sókn á nýjan leik.
Hitastig í Framsókn við frostmark
Ágreiningur stríðandi fylkinga í flokknum er sagður vera einvörðungu persónulegur Takmörk-
uð bjartsýni á að sættir náist á vorfundinum Búist við að mikil harka verði í almennum umræðum
Morgunblaðið/Eggert
Kosinn Sigurður Ingi Jóhannsson tekur á móti hamingjuóskum á flokks-
þinginu í október sl. eftir að hafa verið kosinn formaður Framsóknar.
Morgunblaðið/Eggert
Fallinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans, Anna Sigurlaug
Pálsdóttir, á flokksþinginu þegar úrslit í formannskjörinu voru kynnt.
Morgunblaðið/Eggert
Milli steins og sleggju Báðar fylk-
ingar gera tilkall til Lilju Daggar.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, setur vorfund
miðstjórnar kl. 10.30 á morgun á Hótel Natura (Loftleiðir).
Að lokinni ræðu formanns, kl. 11.20, flytur Lilja Dögg Alfreðsdóttir
varaformaður ræðu og Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður flytur síð-
ustu ræðuna fyrir matarhlé sem gert verður kl. 11.40. Eftir matarhlé, kl.
12.40 verða almennar umræður, sem standa til fundarloka, sem áætluð
eru samkvæmt dagskrá kl. 16.00.
Samkvæmt dagskránni hefur því verið ætlaður óvenjulangur tími til al-
mennra umræðna, sem væntanlega munu að stórum hluta snúast um
stöðu flokksins, óskir ákveðins hluta fundarmanna (stuðningsmanna Sig-
mundar Davíðs) um að næsta flokksþingi verði flýtt og ný forysta kjörin,
eða að núverandi forysta endurnýi umboð sitt.
Ríflegur tími fyrir umræður
DAGSKRÁ VORFUNDAR MIÐSTJÓRNARINNAR
Bandalag íslenskra leigubifreiða-
stjóra mótmælir sinnuleysi lögregl-
unnar í málefnum svokallaðra skutl-
ara. Var það samþykkt í lok
málþings um ólöglegan leiguakstur
sem sambandið stóð fyrir í vikunni.
„Þetta snýr að okkar hagsmunum.
Við erum með löggilt leyfi til leigu-
bifreiðaaksturs. Í annan stað hræð-
umst við, eins og margir aðrir, af-
leiðingar þessarar starfsemi fyrir
almenning,“ segir Ástgeir Þor-
steinsson, formaður Bandalags ís-
lenskra leigubifreiðastjóra.
Hann getur þess að sambandið
hafi snúið sér til lögreglunnar í
byrjun árs 2014 og lagt fyrir hana
gögn um Facebook-síðu þar sem
ólöglegur akstur er auglýstur. Ást-
geir segir að á sömu síðu sé einnig
auglýst undir dulnefni áfengi og
fíkniefni.
Lögreglan lét málið ekki til sín
taka þrátt fyrir ítrekanir leigubíl-
stjóra en þeir fengu loks svar í
ágúst þar sem þeim var tilkynnt að
rannsókn málsins hefði verið hætt
en engar skýringar gefnar á því.
Ekki of fáir leigubílar
Bandalag íslenskra leigubifreiða-
stjóra bar málið strax undir ríkis-
saksóknara en ekkert hefur heyrst
frá því embætti að sögn Ástgeirs.
Lögreglan vildi ekki einu sinni
senda fulltrúa á málþingið.
Ásgeir segir að það sé ekki ein-
ungis til að vernda sína atvinnu sem
þeir hafi kært skutlarana. Allir eigi
þeir börn og jafnvel barnabörn sem
kunni að nota þjónustu þeirra og
séu hræddir um líf þeirra og limi.
560 leyfi til leigubílaaksturs eru á
höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesj-
um eftir að svæðin voru sameinuð
fyrir fáeinum árum. Að sögn Ást-
geirs eru flest leyfin í notkun, flesta
daga vikunnar, því menn hafi heim-
ild til að fá afleysingamenn og noti
það mikið um helgar.
Hann telur ekki að skortur sé á
leigubílum. Menn þurfi almennt
ekki að bíða lengi eftir bíl. Á álags-
tímum um helgar geti vissulega ver-
ið bið en allir komist heim.
Fjölgun ferðafólks í borginni hef-
ur ekki haft mikil áhrif á leiguakst-
ur. „Við erum ekki að fá þann fjölda
sem til dæmis bílaleigur og hóp-
ferðafyrirtæki verða vör við,“ segir
hann. helgi@mbl.is
Bílstjórar vara við skutlurum
Samtök leigubifreiðastjóra átelja lögregluna fyrir að taka ekki á ólöglegum akstri
Morgunblaðið/Jim Smart
Akstur Leigubílstjórar óttast sam-
keppni frá óskráðum keppinautum.
Hæstiréttur dæmdi í gær Matvæla-
stofnun til að greiða Kræsingum
ehf. 600.000 krónur í málskostnað.
Áður hafði héraðsdómur viður-
kennt skaðabótaskyldu Matvæla-
stofnunar vegna tjóns sem Kræs-
ingar urðu fyrir vegna tilkynningar
sem birt var á heimasíðu Matvæla-
stofnunar fyrir fjórum árum.
Matvælastofnun hafði meðal ann-
ars keypt eina pakkningu með
tveimur kjötbökum frá Kræsingum
og hafði rannsókn á þeim leitt í ljós
að ekkert kjöt var í bökunum. Kom
sú niðurstaða fram í umræddri til-
kynningu, sem birt var á heimasíðu
Matvælastofnunar.
Í dóminum segir m.a. að Mat-
vælastofnun hefði brostið heimild
að lögum til að standa að birtingu
tilkynningarinnar. Einnig var fund-
ið að meðferð málsins af hálfu
starfsmanna Matvælastofnunar.
Matvælastofnun
greiðir Kræsingum