Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 24
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
VINNINGASKRÁ
3. útdráttur 18. maí 2017
564 12066 21710 30272 39401 50705 62084 70179
1204 13146 21748 30587 39568 50979 62234 70486
1237 13328 21764 30650 39768 51362 63022 70863
1258 13583 21812 31123 39973 51373 63028 70942
1328 13734 22186 31301 40016 51563 63278 71669
1344 14736 22502 31612 40547 51943 63665 71678
1741 14819 22508 31823 41209 52234 63803 71747
1830 14952 22648 31857 41689 52872 63975 72007
2382 15004 22995 32014 41880 52913 64575 73191
2784 15036 23186 32183 42662 53475 64941 73737
2936 15196 23334 32188 42741 54379 65070 73758
3145 15466 24076 32475 42926 54477 65146 73842
3489 15561 24095 32628 43064 54527 65281 74039
3581 15597 24201 32705 43384 54530 65295 74087
3615 15854 24406 32738 43931 54642 65349 74566
3716 16424 24528 32899 44233 54709 65799 74616
3912 16488 24727 33012 44239 54911 65828 75438
3937 16544 24800 33426 44384 55858 65889 75451
4481 16954 25264 33733 45342 56059 66005 76023
4700 16999 26037 33906 45533 56124 66078 76036
4993 17032 26235 34034 45804 56918 66431 76863
5128 17418 26387 34209 46021 56947 66997 77181
7313 18029 26715 35516 46304 57319 67732 77292
7617 18173 27075 35530 46402 57591 67917 77750
7637 18292 27084 35877 46566 57766 68232 77985
8691 19162 27235 35904 46655 57811 68239 77992
8792 19177 27389 35930 46826 57884 68281 78200
8900 19186 28055 36094 46947 58414 68411 78252
8958 19430 28235 36224 47337 58932 68590 78382
9068 20106 28551 36626 47465 60146 68771 79697
9316 20141 28692 37714 47915 60182 68793 79716
9441 20149 28712 37806 48348 60369 69688
10887 20268 28983 38179 48660 60545 69726
10969 20390 29438 38448 49071 60715 69752
11085 20633 29645 38514 49225 60902 69791
11673 20746 29952 38519 49555 61034 69832
11976 20779 29954 38728 50594 61883 69965
2292 17080 29877 37466 43878 56012 62907 74475
2857 17487 30103 38256 44349 56163 63654 75333
3167 17682 30323 39483 46354 56885 64010 75975
4067 19005 31224 40175 46539 57660 65457 76388
4291 19744 32193 40390 47351 57746 66469 76770
6065 20754 32614 40498 49126 57822 68244 77358
7213 22311 33195 41533 49977 58062 69207 77395
8041 25619 33674 41549 50837 58894 69773 77405
8120 25685 33781 42927 51185 59124 72081 79939
8218 26873 34067 43159 51358 59525 73396
9214 27761 35115 43181 52949 60442 73509
13495 28254 36717 43772 53267 62066 74188
16786 29100 37416 43873 55909 62665 74432
Næstu útdrættir fara fram 26. maí & 1. júní 2017
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
10690 44825 59515 77189
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
525 8252 16655 31827 47808 69937
1979 8947 21580 43336 53725 73893
2588 11781 23630 44110 55954 74380
5268 12624 30836 46397 69553 79225
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 1 8 1 0
✝ Þorkell Gunn-arsson Hólm
fæddist í Reykja-
vík 19. ágúst 1938.
Hann andaðist í
Danmörku 6. maí
2017. Foreldrar
hans voru Guð-
björg Þorvarð-
ardóttir, f. 3.7.
1906, d. 24.2.
1986, og Gunnar
S. Hólm, f. 5.8.
1907, d. 9.10. 2001.
Systkini Þorkels eru Þór-
hildur Hólm Gunnarsdóttir, f.
1.12. 1932, Garðar Hólm
Gunnarsson, f. 5.2. 1934, Vikt-
oría Hólm Gunnarsdóttir, f.
4.4. 1935, Aðalbjörn Hólm
Gunnarsson, f. 5.3. 1937, d.
10.8. 2004, og Margrét Hólm
Gunnarsdóttir, f. 12.11. 1939.
Þorkell kvæntist þann 17.3.
1962 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðlaugu Hjaltadóttur,
f. 19.3. 1941. Börn Þorkels og
Guðlaugar eru: 1) Hólmfríður
Eyjólf Þorra, og d) Ríkharður,
f. 22.7. 1999. 3) Berþóra Silva
Hólm, f. 2.12. 1975. Barn
hennar er Aðalbjörn S. Hólm,
f. 2.9. 2004.
Þorkell ólst upp með fjöl-
skyldu sinni við hefðbundin
sveita- og bústörf í Kjósinni til
tíu ára aldurs og svo á Mið-
nesi á Suðurnesjum til 18 ára
aldurs. Þorkell lærði bílasmíði
í Iðnskólanum í Reykjavík og
meistararéttindi fékk hann í
iðngreininni 1966. Þorkell
vann mikið í kringum stór-
virkar vinnuvélar og varð góð-
ur kranamaður. Sem slíkur
vann hann í mörg ár bæði á
Íslandi og erlendis. Þorkell
vann síðari hluta ævinnar við
réttingar og sprautun á bílum
bæði hjá öðrum og svo á eigin
verkstæði.
Lengst af var Þorkell bú-
settur á Selfossi með fjöl-
skyldu sinni, en bjó einnig um
stund í Reykjavík, í Færeyjum
og að síðustu í Danmörku.
Þorkell andaðist eftir
snarpa baráttu við erfið veik-
indi á líknarheimilinu Hospice
Djursland, í Rønde Danmörku.
Hann verður jarðsettur frá
kirkjunni í Foldby, Danmörku,
í dag, 19. maí 2017.
Hólm, f. 2.4. 1964,
gift Sigurgeiri
Pálssyni. Þau
skildu. Börn
þeirra a) Guðlaug,
f. 5.2. 1985, í sam-
búð með Daniel
Rosu, b) Helena, f.
28.12. 1986, í sam-
búð með Óskari
Valdórssyni, Mar-
grét, f. 20.9. 1990,
í sambúð með Ras-
mus Hansen, óskírður dreng-
ur, f. 18.10. 1988, d. 18.10.
1988. og Páll, f. 19.4. 1994. 2)
Guðbjörg Hólm, f. 26.8. 1966,
gift Eyjólfi Sturlaugssyni.
Börn þeirra a) Birna Björt, f.
28.7. 1989, í sambúð með
Bjarna D. Dagbjartssyni og
eiga þau synina Birki Rafn og
Bjarka Frey, b) Þorkell Hólm,
f. 23.6. 1991, í sambúð með Ju
Young, c) Sturlaugur, f. 14.5.
1993, í sambúð með Anítu Rún
Harðardóttur og saman eiga
þau börnin Bríeti Ernu og
Þorkell Hólm Gunnarsson,
tengdafaðir minn, er látinn eftir
34 ára vegferð okkar saman. Að
honum gengnum geri ég mér
betur grein fyrir því að í happ-
drætti lífsins dró ég mér afar
góðan tengdaföður.
Þorkell, eða Keli eins og hann
var ávallt kallaður, var iðinn
maður. Vinnusemi var dyggð í
hans augum sem bar að rækta.
Hann var einn af þeim sem þótti
yfirvinna kostur, var tilbúinn að
vinna langan vinnudag, en hafði
engu að síður einhvern veginn
alltaf tíma fyrir aðra. Vinna
hans kallaði tíðum á fjarveru frá
heimili og fjölskyldu þegar hann
vann á virkjunarsvæðum á há-
lendinu eða þá erlendis með
jarðvegsverktökum. Þessi fjar-
vera var fjölskylduföðurnum
áreiðanlega nokkuð þungbær,
en engu að síður að hans mati
nauðsynleg til að búa fjölskyld-
unni sem allra best viðurværi.
Keli var verklaginn og smið-
ur góður bæði í tré og járn.
Hann byggði hús fyrir fjöl-
skyldu sína, lagaði eigin bíla og
annarra í fjölskyldunni og gerði
við bilað dót; leikföng, raf-
magnsverkfæri, húsgögn o.fl.
Þá hannaði hann allskyns nota-
drjúga hluti, sem sáust hvergi
nema á heimili hans. Honum
fannst mikilvægt að eiga góð
verkfæri og fannst það slæmt
hlutskipti að sitja uppi með við-
fangsefni en léleg eða engin
verkfæri til verksins.
Þótt Keli væri meistari í bíla-
smíði og bílasprautun var alveg
ljóst að bakvið eðlislægt gott
verklag hans var skapandi lista-
maður. Þetta braust m.a. fram í
járnsmíði þar sem hann smíðaði
listræna kertastjaka um árabil
og seldi. Einnig sást þetta á
ljósmyndum eftir hann þar sem
sérstakt sjónarhorn og frumleg
efnistök sjást víða, en á tímabili
tók Keli mikið af ljósmyndum.
Keli var gjafmildur með af-
brigðum og var hann sífellt að
gefa mér verkfæri, hluti og tæki
sem hann taldi að gæti komið
mér og minni fjölskyldu vel.
Þetta varð m.a. til þess að
lengst af ævi minnar keypti ég
nánast aldrei verkfæri. Þá voru
myndavélar, sjónvörp, ísskápar
og myndbandtæki ekki keypt í
búskapartíð okkar Guggu
fyrstu 10-15 árin. Keli var alltaf
með eitthvað slíkt á lausu í bíl-
skúrnum sínum enda duglegur
að uppfæra sinn tækjakost og
fylgja nýjustu tækni í hvívetna.
Þótt áhugasvið okkar Kela
væru í flestu ólík gekk okkur
alltaf vel að vera saman og man
ég aldrei eftir að eitthvað
skyggði á vinskap okkar. Keli
var vel lesinn um málefni sam-
tíðar sinnar, gang náttúrunnar
og hafði sögulegan áhuga á
mörgu. Sérstaklega var hann
áhugasamur um gamla bíla og
allt sem viðkom seinni heims-
styrjöldinni bæði hér heima og
erlendis.
Nú skyndilega er ævistarf
Kela orðið að minningu. Hjá
mér minning um tengdaföður,
sem studdi tengdason sinn í öllu
sem hann gat ævi sína á enda.
Skyndilegt brotthvarf til Dan-
merkur og svo andlát gerir það
að verkum að tækifæri mitt til
að styðja hann er horfið. Með
þakklæti í hjarta yfir því að hafa
kynnst þessum sígefandi og
styðjandi manni kveð ég hann
nú. Tómið sem blasir við verður
ekki fyllt og missirinn ekki aft-
ur tekinn. En minning hans er
björt og hún mun lifa í hjörtum
þeirra sem hann þekktu.
Eyjólfur Sturlaugsson.
Í dag kveðjum við Kela, ynd-
islegan mág. Upp í hugann
koma fallegar minningar um
góðar samverustundir. Síðast-
liðnu gamlárskvöldi eyddum við
saman í Réttarholtinu. Er það
ómetanleg minning að hafa eytt
með honum og Gullu þeirri
stund. Lífið er hverfult, á einu
og hálfu ári höfum við systurnar
kvatt mennina okkar.
Við kveðjum þig, Keli, með
þessum orðum:
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Elsku Gulla, Fríða, Gugga,
Begga og fjölskyldur. Í dag sitj-
um við systur við kertaljós og
hugurinn er hjá ykkur í Dan-
mörk.
Megi Guð gefa ykkur styrk
um ókomna tíð.
Guðrún (Rúna) og
Ragna (Didda).
Bróðir minn, Þorkell, eða
Keli eins og hann var oftast
kallaður, fluttist ásamt fjöl-
skyldu sinni tæplega ársgamall
að Hurðarbaki í Kjós vorið 1939
en foreldrar hans hófu þar bú-
skap og bjuggu þar í sjö ár en
fluttu þá til Selfoss. Hann ólst
upp í stórum systkinahópi,
næstyngstur sinna systkina.
Snemma kom handlagni Kela í
ljós því hann var aðeins 10 ára
þegar hann fór að smíða leik-
fangabíla með fjaðrandi dívan-
gormum sem hann gaf síðan
leikfélögum sínum. Þóttu þeir
miklir kjörgripir á þessum tíma.
Þegar hann var 10 ára flutti
fjölskyldan að Þóroddsstöðum á
Miðnesi og tók Keli þar þátt í
bústörfum ásamt systkinum sín-
um. Árið 1956 flutti fjölskyldan
til Keflavíkur og vann hann þar
við ýmis störf. Síðan fór hann að
vinna hjá Aðalverktökum á
Keflavíkurflugvelli og var þar í
um það bil tvö ár. Síðan fór
hann að vinna hjá Bílasmiðjunni
hf. í Reykjavík og líkaði vinnan
það vel að hann fór á náms-
samning og lauk svo sveinsprófi
í bifreiðasmíði frá Iðnskólanum
í Reykjavík og meistararéttindi
öðlaðist hann árið 1966. Segja
má að lengi býr að fyrstu gerð,
samanber leikfangabílana. Eftir
námið vann hann um tíma í
Bílasmiðjunni. En vinna á stór-
virkum vinnuvélum freistaði
hans alltaf og hann réð sig til
vinnu hjá dönsku verktakafyr-
irtæki sem hét Pihl & Søn, sem
var með stór verkefni á Íslandi
svo sem vega- og jarðgangagerð
við Oddsskarð og verk við
Blönduvirkjun og Borgarfjarð-
arbrú. Keli náði mjög góðum
tökum á að vinna með stóra
krana og er vinnu verktakanna
lauk á Íslandi fór hann að vinna
hjá þeim erlendis, fyrst í Fær-
eyjum. Einnig vann hann bæði í
Danmörku og Sómalíu um tíma.
Að þessu loknu flutti fjölskyld-
an til Selfoss þar sem hann fór
að vinna á bifreiðaverkstæði
Kaupfélags Árnesinga og síðan
stofnaði hann eigin réttinga-
verkstæði ásamt fleirum.
Nokkru seinna fluttu þau aftur
til Reykjavíkur og bjuggu þar
um tíma en fluttu síðan aftur á
Selfoss. Keli var vandvirkur
fagmaður og sóttust menn eftir
starfskröftum hans. Hann var
mikill ljúflingur og átti marga
vini. Sem dæmi um greiðvikni
hans get ég nefnt að hann var
alltaf boðinn og búinn að skutla
mér til Reykjavíkur í lækniser-
indum og gat ég ekki keyrt
sjálfur. Í hvert einasta skipti fór
Keli með mér. Keli og Gulla
fluttu í lok janúar á þessu ári til
Danmerkur og hvarflaði ekki að
mér að þá ætti hann aðeins
rúma þrjá mánuði ólifaða. Við
hittumst nánast daglega hin síð-
ari ár og ég saknaði hans mjög
eftir að hann flutti út en við ráð-
gerðum að ég kæmi til hans og
við færum saman í ferðalag um
Danmörku. Margt fer öðruvísi
en ætlað er. Ég fór út til hans
nokkrum dögum áður en hann
andaðist og átti góðar stundir
með honum en þær stundir voru
þó ólíkar þeim sem við ráðgerð-
um. Hann var þá við það að
leggja í aðra og meiri ferð.
Garðar Hólm.
Þorkell Hólm
Gunnarsson