Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 25

Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 ✝ BenediktSveinsson fæddist á Borg- areyri í Mjóafirði eystri 23. mars 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. maí 2017. Foreldrar hans voru Sveinn Bene- diktsson, útvegs- bóndi á Borgareyri, Mjóafirði eystri, f. á Borgareyri 1881, d. 1962, og kona hans, Steinunn Þorsteinsdóttir, hús- freyja, f. í Fagradal, Vopnafirði, árið 1892, d. 1969. Systur Benedikts: Svava, f. 1912, d. sama ár, Margrét, f. 1914, d. 2011, Unnur, f. 1915. Eftirlifandi eiginkona Bene- dikts er Þórdís Kristinsdóttir, húsmóðir og bókari, f. í Hafn- arfirði 23. október 1930. Foreldrar Þórdísar voru Kristinn J. Magnússon, mál- arameistari og meðhjálpari í Hafnarfirði. og kona hans. María Albertsdóttir, húsfreyja. Benedikt og Þórdís gengu í hjónaband 24. desember 1948, þau bjuggu alla sína búskap- artíð í Hafnarfirði. Börn Benedikts og Þórdísar: bónda og alþingismanni frá Brekku í Mjóafirði. Þaðan lá leiðin svo í framhaldsnám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan í Iðnskólann í Hafn- arfirði en þar og í Skipa- smíðastöðinni Dröfn stundaði hann nám í skipasmíði. Hann lauk meistaraprófi 1953 en það sama ár slasaðist hann í vinnu- slysi svo illa að honum var bann- að að vinna við iðn sína. Benedikt vann um tíma á pósthúsinu í Hafnarfirði, var gjaldkeri hjá Landsbanka Ís- lands í Reykjavík, síðan aðal- bókari hjá heildsölu Ólafs Gísla- sonar hf., síðan hjá Brunabótafélagi Íslands. Þegar hann varð sjötugur stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki ásamt Þórdísi, konu sinni, fyrirtækið var innrömmunarfyrirtæki sem nefnt var Gallerí Jörð og var til húsa í Hafnarfirði en þar störf- uðu þau hjón saman í sex ár. Benedikt var alltaf virkur í félagsstörfum, starfaði m.a. í stúku Skúla fógeta í Oddfellow- reglunni, Lionsklúbbi Hafn- arfjarðar og með skátunum í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði. Benedikt hafði gaman af dansi, garðyrkju og skógrækt, hann var félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og var með „flag í fóstri“ í Skógrækt Hafn- arfjarðar, beint fyrir ofan Skátalund við Hvaleyrarvatn. Benedikt verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 19. maí 2017, kl. 13. 1) Kristinn Helgi. f. 4. október 1948, d. 23. júní 2012, börn hans eru: a) Hildur Sigrún, f. 1972, gift Pétri Lentz, f. 1969, þeirra börn Eva María, f. 1995, og Tómas, f. 2003, b) Rakel, f. 1973, hennar sonur Krist- ófer Jökull, f. 2008, c) Svala, f. 1976, gift Baldri Knútssyni, f. 1980, þeirra synir Breki, f. 2006, Ótt- ar, f. 2008, og Arnar, f. 2012, d) Jóel, f. 1977, hans sonur Jóel Þór, f. 2000. 2) Steinunn María, f. 23. apríl 1952, gift Sverri B. Friðbjörnssyni, f. 1951, þeirra dóttir er Þórdís, f. 1972, í sam- búð með Magnúsi Hafliðasyni, f. 1969, þeirra synir Atli Freyr, f. 1994, og Fannar Örn, f. 2003. 3) Svava Björk, f. 1957, hennar dóttir er Lísa Ragnoli, f. 1975, í sambúð með Áskeli Gestssyni, hennar sonur er Róbert Andri, f. 1998. Benedikt ólst upp í Mjóafirði við öll almenn sveitastörf auk þess að stunda róðra með föður sínum. Hann naut barnaskóla- kennslu í Mjóafirði hjá frænda sínum Vilhjálmi Hjálmarssyni, Kveiktu þessari kolu á kvölda þegar fer, – og minningarnar minna þá á margt, sem yljar þér. – Lát svo streyma um þanka þinn þær fögru minningar. – Þær orna munu þér enn um sinn allar, – svo frábærar. (Þorgeir Ibsen) Nú er hann elsku pabbi minn fallinn frá. Minningarnar streyma fram eins og myndir á tjaldi. Pabbi að kenna mér að hjóla. Ég og pabbi að bera út Moggann eldsnemma á morgnana í alls kyns veðrum. Pabbi að leiða mig inn kirkjugólf- ið og styðja mig þegar ég hrasaði í kjólfaldinum. Pabbi að keyra mig inn á fæðingardeild. Pabbi með hamar og sög að smíða. Pabbi með skóflu og haka úti í garði. Pabbi að passa og leika við afa- börn og langafabörn. Pabbi að dansa. Pabbi að hjálpa og leið- beina. Pabbi var fyrirmyndin mín í svo mörgu og hann var stoð mín og stytta. Pabbi var einstakur, hann var ljúfmenni, hógvær en fastur fyrir. Hann var glettinn, átti til að vera dálítið stríðinn og stundum svolít- ill prakkari. Hann var orðvar og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Pabbi var mikill fjölskyldumað- ur og fékk alltaf fallegt blik í aug- un þegar hann horfði á fólkið sitt. Samband mömmu og pabba var einstakt alla tíð, þau voru saman í rúm 70 ár og alltaf ást- fangin, pabbi alltaf með ástfangið blik í augum þegar hann horfði á mömmu. Ég á margar fallegar minningar um þau saman en ein sú fallegasta er sú þegar ég fyrir rétt rúmu ári keyrði þau inn í Kringlu þar sem þau þurftu að út- rétta og ætluðu svo að taka strætó heim. Ég hleypti þeim út við inn- ganginn og horfði á eftir þeim, sá að pabbi laumaði hendinni sinni í hendi mömmu og saman leiddust þau inn í Kringluna eins og nýást- fangið par. Við þessi kaflaskil í lífi okkar bið ég góðan Guð að styrkja mömmu í sorg sinni og kveð elskulegan föður minn með þakk- læti í huga og söknuð í hjarta. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. … (Valdimar Briem) Þín dóttir Steinunn. Í dag kveðjum við hann Benna afa minn. Benni afi var einstök mann- eskja, ljúfur, þolinmóður með ein- dæmum og vildi allt fyrir alla gera. Það var stutt að fara á Þrúð- vanginn til Dídí ömmu og Benna afa og brölluðum við Lísa frænka heilmikið þar. Ekki var skammast mikið í okkur þrátt fyrir að við værum búnar að rugla í þvottin- um (skítugur og hreinn „óvart“ blandast saman), teiknað á veggi eða öllu snúið á hvolf í geymslunni og „hellinum“. Það var mikið æv- intýri fyrir okkur frænkurnar að fá að leika okkur þar. Þegar sólin lét sjá sig þá var alltaf hlaupið í Þrúðvanginn til að njóta hennar í garðinum sem amma og afi voru búin að gera svo fallegan. Afi hafði yndi af því að dunda í garðinum. Mér er minnisstæð ferð sem ég fór í með ömmu og afa til Svíþjóð- ar og Danmerkur en á leiðinni heim frá Svíþjóð var stoppað í nokkra daga í Danmörku og auð- vitað var farið með barnabarnið í Tívolí. Þrátt fyrir að Benni afi hefði það ekki gott þá taldi hann það ekki eftir sér að dröslast með mér í nánast öll tækin sem ég vildi fara í. Þegar heim var komið kom í ljós að Benni afi var með botn- langakast. Mér finnst þetta lýsa afa svo rosalega vel, fyrst hugsað um ástvinina og svo sig. Fjölskyldan hittist reglulega í sunnudagskaffi hjá ömmu og afa og þar var mikið skrafað, afi hafði gaman af því að fá fjölskylduna saman og hafði gaman af að fylgj- ast með umræðunum. Eitt skiptið þegar ég sit og er að spjalla við ömmu og afa þá er skemmtilegt bros á afa og þegar ég spyr hann hvers vegna þá sagðist hann hafa svo gaman af því að fylgjast með mér þar sem ég minnti hann svo á ömmu þegar hún var á mínum aldri. Mér er það mjög kært að hann skyldi hafa getað verið með okkur þegar Fannar Örn fermdist í síð- asta mánuði sem var yndislegur dagur með fjölskyldunni. Elsku amma, þó missir okkar sé mikill er missir þinn mestur og ég bið Guð að styrkja þig í sorg- inni. Elsku afi, nú þegar ég kveð þig í síðasta sinn þakka ég þér allar góðu stundirnar. Minningin um þig mun alltaf lifa. Guð blessi þig. Þórdís (Dísa). Höfðingi er fallinn frá. Það er margs að minnast eftir tæplega hálfrar aldar kynni. Ég kynntist Benedikt, eða Benna eins og hann var alltaf kallaður, árið 1969 þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans, henni Steinunni. Benni og þau hjón bæði tóku mér strax vel þó dóttir þeirra væri ung að árum, en strax var spurt hvort ég væri staðfugl eða farfugl. Benni var mikið ljúfmenni en fastur fyrir og fylginn sér. Hann var hjálpsamur og alltaf tilbúinn að miðla af sinni reynslu en hann var þó ekki mikið fyrir að biðja um aðstoð sjálfur. Honum féll aldrei verk úr hendi, alltaf eitt- hvað að sýsla úti í garði eða smíða úti í bílskúr eða niðri í kjallara enda einstaklega handlaginn, hann var líka flinkur í fótunum því hann var góður dansari og ein- staklega skemmtilegt að sjá þau hjón dansa saman. Benni hafði gaman af ferðalög- um bæði innanlands og utan, þó ekki hefði hann heilsu síðustu æviárin í löng ferðalög. Þau hjón voru víðförul og hann hafði gaman af að segja frá ferðum þeirra og hann naut þess að heyra ferðasög- ur annarra og ferðaðist þá með í huganum. Ég minnist sérstaklega hversu gaman hann hafði af ferða- sögu okkar hjóna þegar við, síð- astliðið sumar, fórum í gönguferð á æskustöðvar hans í Mjóafirði. Gönguleiðirnar okkar yfir fjöll voru sömu leiðir og hann hljóp á sínum yngri árum þegar hann þurfti að skreppa til Seyðisfjarðar eða á Neskaupstað. Hann hafði gaman af að rifja upp ferðirnar sínar yfir fjöllin og sagði okkur sögur af samferðafólki sínu í Mjóafirði. Þegar við dásömuðum veðráttuna í Mjóafirðinum, yfir 20 stiga hita, glampandi sól og blæja- logn þá hafði hann á orði „skrýtið, ég man best eftir þokunni, og hvað það var kalt að fara á sjóinn í þokunni“. Benni var mikill fjölskyldu- maður, einstakur faðir, afi og langafi og ég lánsamur því betri tengdaföður gat ég ekki óskað mér. Ég kveð Benedikt með miklum söknuði og vil að lokum þakka honum samfylgdina, góð ráð og góða vináttu. Minning um góðan mann lifir. Sverrir B. Friðbjörnsson. Benedikt Sveinsson ✝ Jón Viðar Guð-laugsson fædd- ist 29. nóvember 1934 á Akureyri. Hann lést 5. maí 2017 á Sjúkrahús- inu á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Bjarney Pálína Guðjóns- dóttir og Guðlaugur Kristjánsson. Fóst- urforeldrar Jóns voru Bára Sigurjónsdóttir og Al- freð Jónsson. Systkini Jóns, þau Kristín, Sigurður, Margrét, Valdimar, Sigurjón, Pálína Ragnheiður, Kristján, Anna, Sigurjón Viðar, sem var tvíburabróðir Jóns Við- ars, og Guðjón eru látin en þau Kristín og Guðlaugur eru búsett í Reykjavík. Jón Viðar fæddist í gamla apótekinu í Aðalstræti 4 á Ak- ureyri og ólst upp í Innbænum, lengst hjá fósturforeldrum sín- um í Aðalstræti 22. Ungur byrj- aði hann að vinna í Stjörnu Apó- teki og síðar var hann um áratuga skeið starfandi í Akur- eyrar Apóteki. Rúman áratug var hann starfsmaður Kristnes- spítala í Eyjafjarðarsveit. Síðan Jón Viðar var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri en þar stundaði hann nám í öldungadeild. Hann útskrifaðist sem lyfjatæknir frá Lyfjatækni- skóla Íslands. Jón Viðar var virkur í kristi- legu starfi, gekk ungur í KFUM og hélt tryggð við félagið. Hann var kristniboðsvinur og hafði átt sæti í stjórn Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga. Þá var hann í Gídeonfélaginu og hafði gegnt embætti forseta Landssambands Gídeonfélaga. Um áratuga skeið lék hann á orgel á samverustundum í kristniboðshúsinu Zíon á Ak- ureyri. Þau hjónin tóku þátt í starfi Lúterskrar hjónahelgi á Íslandi. Jón Viðar var bróðir í reglu Oddfellowa og tæpan ald- arfjórðung var hann orgelleik- ari í stúku sinni, Sjöfn. Mörg ár var Jón Viðar org- anisti og kórstjóri í kirkjum frammi í Eyjafirði. Jón Viðar fylgdi Sjálfstæðis- flokknum að málum og lagði honum lið með ýmsum hætti, hafði t.d. verið formaður Varð- ar, félags ungra sjálfstæð- ismanna á Akureyri. Jón Viðar ritaði greinar í blöð og samdi bækur. Þar á meðal eru sögur hans um Fjöru- lalla. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 19. maí 2017, klukkan 13.30. vann hann nokkur ár á Amtsbókasafn- inu á Akureyri en síðast var hann við kirkjuvörslu í Ak- ureyrarkirkju. Eftirlifandi eig- inkona Jóns Viðars er Kristjana Ingi- björg Svavarsdóttir, f. 6.5. 1935 á Ak- ureyri. Þau gengu í hjónaband 3.12. 1955 og voru alla sína hjúskap- artíð búsett á Akureyri. Börn þeirra eru: 1) Svavar Alfreð Jónsson, f. 29.10. 1960, eiginkona hans er Bryndís Björnsdóttir. Þeirra börn eru Björn Ingi, Sunna og Hildur Emelía. 2) Emelía Bára, f. 27.11. 1962, eiginmaður hennar er Viðar Magnússon. Þeirra börn eru Jón Viðar, Nanna Ingi- björg og Elísa Rún. 3) Sigríður Margrét, f. 22.1. 1969, eig- inmaður hennar er Karl Jóns- son. Þeirra börn eru Fanney Margrét, Jón Emil og Kristjana Elva. Langafabörn Jóns Viðars eru Viðar Nói Hansson, Daníel Snær Jónsson og Iðunn Alexía Óttarsdóttir. Ég sat við sjúkrarúmið hans pabba og hélt í höndina sem hafði klappað mér á koll og kinn- ar. Hann tók sinn hinsta and- ardrátt í bjartri morgunsólinni og djúpur friður breiddist yfir andlitið. Allt í einu þurfti ég að vera án hans sem hafði verið óbreytan- leg stærð í tilvist minni frá því ég fæddist. Brjóst mitt fylltist dökku tómi en á úlnliðnum hans tifaði úrið til marks um að áfram héldi lífið. Nú þegar svöl næturþoka læðist um göturnar sem við átt- um samleið um sit ég einn í birtu ótal ljúfra minninga. Hann var oft skemmtilega ófeiminn við að tjá skoðanir sín- ar en ræddi ekki mikið um eigin tilfinningar. Aldrei lét hann okk- ur systkinin þó efast um að hann elskaði okkur. Sömu vissuna áttu afabörnin hans og langafa- börnin. Okkur öllum miðlaði hann rausnarlega af hæfileikun- um sem honum voru gefnir, spil- aði fyrir okkur á píanóið og sagði okkur skemmtilegar sögur. Hvað geta synir sagt sem hafa átt slíkan föður? Orð eru vandfundin en tilfinningar mínar eru skýrar: Sorg og söknuður en ekki síður ást og þakklæti fyrir allt sem hann kenndi mér og gaf. Hann kenndi mér að forðast fals og standa með mér sjálfum. Hann kenndi mér að hnýta bind- ishnút. Hann kenndi mér að virða kynlegu kvistina og finna skoplegu hliðarnar, jafnvel á nökkvaþungri alvörunni. Hann kenndi mér að raka mig með sköfu. Hann kenndi mér að meta góðar bækur og frjálsa hugsun. Hann kenndi mér að nánast allt- af væri gott veður á Akureyri en ella örstutt í að það batnaði. Hann kenndi mér að sjálfur væri maður sitt mesta aðhlátursefni. Hann kenndi mér að pússa skó. Hann kenndi mér að elska lífið. Hann kenndi mér að oft geta litl- ir atburðir orðið tilefni mikilla sagna. Hann kenndi mér að Nat King Cole væri besti dægurlaga- söngvari allra tíma. Hann kenndi mér að til væri góður Guð. Hann gaf mér rúm 56 ár af ástúð, uppeldi, uppörvun, um- hyggju, vináttu og gleði. Guð og englarnir geymi pabba. Svavar Alfreð Jónsson. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku besti pabbi minn, mikið finnst mér sárt að kveðja þig en ég hefði ekki getað verið heppn- ari með pabba en þig. Þú varst svo hlýr, umhyggjusamur, skemmtilegur, jákvæður og traustur. Ég er svo þakklát fyrir allar fallegu minningarnar sem ég á og veit að nú ert þú hjá Guði og englunum. Minningin um þig lifir í hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Emelía Bára Jónsdóttir. Ég á endalaust fallegar og góðar minningar um elsku pabba minn. Ég vildi að ég gæti tileinkað mér bjartsýnina, já- kvæðnina, húmorinn og umfram allt hlýjuna sem hann sýndi mér og mínum. Elsku pabbi, takk fyrir allt og Guð blessi minningu þína. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Þín dóttir, Sigríður (Sigga). Hann var heimsmaður og Ak- ureyringur, hann Jón Viðar tengdafaðir minn sem elskaði líf- ið svo mikið. Hann var mikill ljúflingur, yndislegur tengda- pabbi og mikill húmoristi. Snöggur koss á kinn og daufur ilmur af Joop-rakspíra og orðin jæja hvað segið þið hér, var kveðjan hans þegar við hittumst. Hann hafði ekki mörg orð um til- finningar, en ég fann alltaf væntumþykju hans í minn garð á þeim 30 árum sem við áttum samleið. Lífskraftur hans var mikill, hann hafði mikla hæfileika, var afskaplega vel máli farinn og Fjörulallabækurnar hans hafa glatt marga í gegnum tíðina. Hann hafði alltaf skoðanir á mönnum og málefnum og ein- staklega gaman var að ræða við hann um þjóðfélagsmál en þar tvinnuðust saman sterkar skoð- anir, leiftrandi gáfur og húmor. Hann var einstakur fjölskyldu- maður, safnaði hópnum sínum saman á laugardögum þar sem hann bauð upp á grautinn sinn, sem eldaður var af kostgæfni og alúð. Hann umvafði afabörnin sín af ást og umhyggju og hafði alltaf áhuga á þeirra viðfangs- efnum og fylgdist vel með þeirra velferð. Hann sagðist hafa náð í fal- legustu stelpuna á Akureyri og það var yndislegt að horfa á hvað þau voru alltaf ástfangin, hann og tengdamamma. Þeirra lífshlaup saman var hamingju- ríkt og einkenndist af ást og virðingu, og því að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Jóni Viðari og hafa verið tengdadóttir hans. Bryndís Björnsdóttir. Afi minn, sem hefur alltaf ver- ið mér mjög mikilvægur, féll frá þann 5. maí síðastliðinn. Hann var mikill þátttakandi í lífi mínu og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Ég er þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og allt sem ég lærði af honum. Afi var gæddur ótal mörgum kostum, hann var alltaf jákvæður, blíður og mikill húmoristi. Söknuður- inn og sorgin er erfið en eftir sitja margar minningar, sem gefa hlýju í hjartað. Ég mun sakna hlýju knúsanna, eiginleika hans til að sjá spauglegu hlið- arnar á öllu og létta manni þann- ig lund. Takk, elsku afi, fyrir alla um- hyggjuna, hlýjuna og gleðina, sem þú veittir mér og öllum, sem þekktu þig. Þín Kristjana. Jón Viðar Guðlaugsson  Fleiri minningargreinar um Jón Viðar Guðlaugs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.