Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 26

Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 ✝ Jóhanna Krist-jónsdóttir rit- höfundur og blaða- maður fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1940. Hún and- aðist í Reykjavík 11. maí 2017. Móðir hennar var Elísabet Engil- ráð Ísleifsdóttir (1910-2001) gjald- keri, fædd á Sauð- árkróki, dóttir Engilráðar Val- gerðar Jónasdóttur saumakonu m.m. og Ísleifs Gíslasonar kaup- manns og hagyrðings. Faðir Jó- hönnu var Kristjón Kristjónsson (1908-1984) framkvæmdastjóri, fæddur á Laugarvatni, sonur Sigríðar Bergsteinsdóttur ljós- móður og Kristjóns Ásmunds- sonar bónda í Útey. Systkini Jó- hönnu eru Bragi bóksali (f. 1938) og Valgerður kennari (f. 1945). Jóhanna gekk 1957 að eiga Jökul Jakobsson (1933-1978) rit- höfund og útvarpsmann. Þau skildu 1969. Jóhanna og Jökull áttu þrjú börn. 1. Elísabet Krist- ín fæddist 16. apríl 1958. Hún er skáld. Með Guðjóni Stefáni Kristinssyni eignaðist hún son- inn Kristjón Kormák 4. febrúar 1976. Þar með eignaðist Jó- hanna sitt fyrsta ömmubarn áð- ur en hún náði 36 ára aldri. Kristjón Kormákur og þáver- andi sambýliskona, Helga Eygló Guðjónsdóttir, eignuðust tví- burana Alexíu Sól og Gabríel 1997 og Helenu Mánadís 2000. Tvíburarnir voru fyrstu barna- barnabörn Jóhönnu sem þá var 57 ára. Eiginkona Kristjóns er Auður Ösp Guðmundsdóttir. Með Inga Rafni Bæringssyni eignaðist Elísabet tvíburana Garp og Jökul 26. apríl 1984. Garpur og eiginkona hans, Ing- unn Sigurpálsdóttir, eignuðust tvær dætur, Emblu Karen 2008 og Kamillu 2012. Garpur og Landakoti og Kvennaskólanum og lauk stúdentsprófi frá MR 1959. Hún tók próf í hebresku frá HÍ 1962. Æskuárunum lýsti hún í bókinni Svarthvítir dagar (2014). Tvítug gaf Jóhanna út fyrstu bók sína, metsölubókina Ást á rauðu ljósi (1960). Tvær skáldsögur til viðbótar fylgdu. Jóhanna varð blaðamaður á Morgunblaðinu 1967. Þessu skeiði ævi sinnar og sambúðinni við Jökul Jakobsson lýsti Jó- hanna í bókinni Perlur og stein- ar (1993). Eftir skilnað þeirra Jökuls varð Jóhanna fyrsti for- maður Félags einstæðra for- eldra (1969-1984) og lyfti þar Grettistaki ásamt öðrum. Jó- hanna vann á Morgunblaðinu í 28 ár. Hún sinnti erlendum mál- efnum og fór víða til að afla efn- is. Skrifaði hún um ferðir sínar bækurnar Fíladans og framandi fólk (1988) og Dulmál dódó- fuglsins (1989). Bókin Fugleiðin til Bagdad (1991) fjallar um ferð til Íraks kringum Persaflóa- stríðið. Jóhanna hóf 1995 nám í arabísku í Sýrlandi, Egypta- landi og Jemen. Bjó hún erlend- is í fimm ár en gaf á þeim tíma út safn ferðaljóða Á leið til Tim- búktú (1996) og æviminning- arnar Kæri Keith (1997). Heim komin sneri Jóhanna sér í vax- andi mæli að því að kynna Mið-Austurlönd fyrir Íslend- ingum og stýrði fjölda ferða þangað. Hún skrifaði vinsælar bækur um heimshlutann, Ins- jallah – Á slóðum Araba (2001) og Arabíukonur (2004). Árið 2004 stofnuðu Jóhanna og fleiri VÍMA, Vináttufélag Íslands og Mið-Austurlanda. Ári síðar gekkst hún fyrir stofnun Fa- tímusjóðsins sem upphaflega einbeitti sér að því að styrkja ungar stúlkur í Jemen til náms og vann þrekvirki á því sviði. Eftir að ófriður óx í Mið-Austur- löndum hefur sjóðurinn í sam- vinnu við UNICEF safnað ótöld- um milljónum til stuðnings stríðshrjáðum börnum í Sýr- landi og Jemen. Útför Jóhönnu verður gerð frá Neskirkju í dag, 19. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Ingunn slitu sam- vistir. Jökull á tvær dætur með eig- inkonu sinni Krist- ínu Örnu Sigurð- ardóttur, Lillý Elísabetu 2011 og Talíu 2015. 2. Illugi fæddist 13. apríl 1960. Hann er rit- höfundur og blaða- maður. Kona hans er Guðrún Snæfríð- ur Gísladóttir. Með henni á hann fóstursoninn Gísla Galdur Þor- geirsson, fæddur 14. desember 1982. Gísli er kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur og eiga þau börnin Bríeti Eyju 2009 og Kristján Galdur 2013. Illugi og Guðrún Snæfríður eiga saman tvö börn, Vera Sóley fædd 13. september 1989 og Ísleifur Eld- ur fæddur 26. apríl 1999. 3. Hrafn fæddist 1. nóvember 1965. Hann er rithöfundur og blaðamaður. Með Elísabetu Ro- naldsdóttur eignaðist Hrafn soninn Mána 5. mars 1984. Máni á með Daggrós Þyrí Sigur- björnsdóttur soninn Ronald Bjarka 2008. Eiginkona Mána er Joey Chan. Með Anítu Jóns- dóttur eignaðist Hrafn soninn Örnólf Hrafn 13. júlí 1996. Með Ingibjörgu Þórisdóttur eignaðist Hrafn dótturina Þór- hildi Helgu 28. mars 1999. Með Elínu Öglu Briem á Hrafn dótt- urina Jóhönnu Engilráð 20. maí 2009. 4. Frá 1971-1974 var Jó- hanna í sambúð með Höskuldi Skarphéðinssyni (1932-2014) skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni. Þau Höskuldur áttu eina dóttur. Kolbrá fæddist 20. októ- ber 1971. Hún er búfræðingur og bókmenntafræðingur. Með Sigurði Páli Guðjónssyni eign- aðist Kolbrá dótturina Magda- lenu 23. febrúar 1999. Sambýlis- maður Kolbrár er Ólafur Jóhannesson. Jóhanna stundaði nám í Eitt af því fyrsta sem ég man eftir af því sem við amma höfum gert saman er að við ákváðum að fara til Kína. Þá snérum við hnetti og ég rétti fram fingurinn, hann lenti einhverstaðar í kín- versku landflæmi. Þá var það ákveðið. Heimsóknir til ömmu á Drafn- arstíginn voru alltaf svona – um leið ferðir til framandi heima. Það var legið yfir heimskortum og rætt um fjarlæg lönd. Töfra- teppi, úlfaldar og bækur á Sva- hílí. Síðar voru það löng bréf sem mér bárust frá stöðum sem ég skildi varla þá hvar væru eigin- lega, en þar var amma; Kaíró, Damaskus, og Sanaa. Við komumst því miður aldrei saman til Kína, þó að við höfum alltaf verið á leiðinni. En amma bauð mér þess í stað til annarra fjarlægra landa, staða sem hafa aldrei sleppt á mér takinu síðan. Hún sýndi mér stjörnuhimininn yfir Sahara. Og sólskinsbrosin á jemensku börnunum, sem Fa- tímusjóðurinn hennar styrkti til náms í þessu sárfátæka landi um árabil. Amma var líka mesti töffari sem ég hef komist í kynni við. Þegar ég loka augunum og sé hana fyrir mér er hún iðulega í komusal á flugvelli í Amman eða Trípólí, með sígarettu í hendi, og stendur beint undir „Reykingar bannaðar“-skiltinu. Með stór sól- geraugu, í portúgölskum lands- liðsbol, og með óaðfinnanlega flottar krullur. Þegar ég fór sjálf að læra ar- abísku var gjarnan grínast með það að nú væri ég aldeilis að feta í fótspor ömmu. Ég get ekki hugs- að mér neitt verðugra, eða erf- iðara, verkefni í lífinu en að reyna að feta í þau fótspor eftir bestu getu. Takk fyrir öll ferðalögin, stjörnurnar, bréfin og ljóðin, teið og kleinurnar, elsku amma. Vera Sóley Illugadóttir. Við Jóhanna systir vorum afar náin þegar við vorum börn. Gerð- um allt saman og lærðum og lék- um. Mér er minnisstætt þegar hann pabbi okkar varð fertugur. Þá var ég átta ára og Jóhanna var sjö ára gömul. Hinn 8. október 1948 var haldin mikil veisla á Reynimel. Miklu tjaldað til og mikið fjölmenni mætti. Meðal gesta voru Jónas frá Hriflu og Vilhjálmur Þór, þá forstjóri Sam- bandsins. Mitt í þessu öllu segi ég í angist minni við Jóhönnu : „En Jóhanna… hvað verður þá um okkur þegar pabbi deyr. Hann er jú orðinn svo gamall?“ Þá fór Jó- hanna með mig inn í herbergið okkar sem við deildum saman í mörg góð árin og hún tók mig í faðminn sinn og hughreysti mig: „Svona svona, Bragi minn… við skulum ekkert vera að hugsa um þetta núna.“ Það er erfitt að lýsa henni Jó- hönnu. Hún var þrjósk og þrá en líka einstaklega góðgjörn og væn. Hún var hluti af mér sem fer nú inn í aðra heima. Vertu sæl, elsku kæra systir mín. Góðar vættir gæti þín alla tíð. Bragi Kristjónsson. Elsku frænka mín, hún Jó- hanna, sem ég hef alltaf fengið að kalla Ænku frænku síðan ég fór að tala, er farin í draumalandið. Hún háði snarpa baráttu við vágest, stóð sig hetjulega og barðist en fór að lokum með friði og fegurð allt um kring og er hennar sárt saknað af ástvinum um allan heim. Hún sýndi börnum sínum og barnabörnum einstaka ást, vin- áttu og stuðning. Hún barðist alltaf fyrir réttlæti. Alltaf. Henni tókst ætíð að breyta mótvindi, þá sjaldan hann varð á vegi hennar, í meðvind, meðbyr og hvílíkur nagli, hvílíkur töffari sem hún Ænka mín var. Sá allra flottasti. Kraftaverka- kona. Hetja. Minningar steyma um hugann. Jólaboðin á Reynimelnum hjá ömmu Elísabetu og afa Kristjóni eins og gerst hafi í gær. Við Hrafn, minn góði frændi, að bralla margt þá og kanna mál ýmis… við erum ráðagóðir enn í dag hvor við annan. Illugi, Kolbrá og Ella Stína, mamma heitin, pabbi, Vala systir og Bubbi henn- ar Völu, og margar fleiri góðar minningar. Og ráðagóð var hún og holl sínum, alla leið, fulla ferð og engar undantekningar. Um störf Ænku er hægt að skrifa margar bækur og vonandi taka góðir aðilar við keflinu og halda starfi hennar áfram með Fatíma-sjóðinn. Með honum og fleiri ótrúlegum verkum sinum hefur Ænka frænka mín í fortíð, nútíð og framtíð bjargað lífi þús- unda barna. Þúsundir barna og fjölskyldur eiga henni lífsbjörg að þakka. Hvílík hetja. Heiður var það, Ænka mín, að fá að vera þinn góði frændi og vinur, að njóta samvista og lífs- hvatningar þinnar alla tíð og fal- legar minningar á ég og dóttir mín með þér, en þið Vala systir komuð alltaf í barnaafmælin hjá Ragnheiði minni á meðan þau voru haldin. Og gott var að hitta þig fyrir nokkru síðan, en þá átt- um við góða samverustund í Drafnarstígnum, fórum saman yfir málin á okkar vísu, ég, þú og Sirrý konan mín og einnig áttum við gott samtal í síma nú nýlega. Ég vil þakka þér þín gengnu spor og þína fallegu sýn á lífið og tilveruna. Og alla ástina, Ænka mín, það er mikið ljós allt í kring- um þig og lukka fylgir þér í ferða- lagið á vit feðra, mæðra og vina þegar við kveðjum þig í dag. Elsku stórfjölskylda, frændur, frænkur og vinir. Ég votta ykkur mína virðingu og ást á kveðjustund. Ænka mín, ástin mín, hvíl í friði. Ari Gísli Bragason. Það var mikil gæfa fyrir mig að kynnast Jóhönnu Kristjóns- dóttur í gegnum son hennar og dóttur og verða þar með hluti af hennar fólki í fjörutíu ár tæplega. Hún var blaðamaður í erlendum fréttum á Morgunblaðinu þegar við kynntumst, mikið á ferðinni og oft í fjarlægum löndum að tala við þjóðarleiðtoga og fólk sem var framarlega í baráttunni fyrir betri heimi. Hún var ekki orðin fertug en hafði verið formaður Félags einstæðra foreldra í 10 ár eða frá upphafi og einmitt um þær mundir hafði félagið keypt stórt hús í Skeljanesi og var að koma þar í stand bráðabirgða- íbúðum fyrir ellefu fjölskyldur. Það kom mér mest á óvart hvað þessi kona, svona lífsreynd, rösk og ákveðin, gat verið stelpu- leg. Hún var fjörug, mælsk og skemmtileg, líka þegar hún stóð í stórræðum og þurfti að stjórna heilum her. Mér fannst það ótrú- legt að hún skyldi hafa áhuga á því sem ég var að fást við og hlusta með athygli á það sem ég, feimin og óörugg stelpa, hafði til málanna að leggja. Þar með hjálpaði hún mér að hífa upp sjálfsálitið, sem ekki var mikið á þessum árum, svo um munaði. Og þótt það væri meira en nóg að gera hjá henni þá virtist hún allt- af hafa tíma fyrir mig. Tíma til að spjalla og hlæja og tíma til segja mér reynslusögur af sjálfri sér þegar ég þurfti á hughreystingu og hvatningu að halda sem var ansi oft í gegnum tíðina. Jóhanna var sú kona sem sýndi það og sannaði fyrir mér að konur geta komist áfram í þessum heimi á eigin forsendum. Að við þurfum að vera sjálfum okkur trúar og það sem meira er, að einmitt þannig munar mest um okkur. Það var gott að sitja á skrafi í stofunni á Drafnarstíg innan um bækur, fagurt handverk og list- muni frá öllum heimshornum. Það var segin saga að þegar ég kvaddi Jóhönnu var ég búin að segja henni frá öllum mínum hjartans málum án þess að hafa í raun og veru vitað hvað hvíldi á mér þegar ég kom. Og mér leið betur. Mér leið alltaf vel í návist Jóhönnu. Þá var ég örugg, sem var skrýtið því að þótt ég vissi hversu kröftug hún var þá skynj- aði ég jafnframt viðkvæmni hennar og hvatvísi. Ég hefði ekki treyst neinum nema henni til leiða mig um Austurlöndin öll sem ég heimsótti. Með henni fór- um við Mörður til Sýrlands og Líbanons. Með henni skoðuðum við pýramídana í Egyptalandi og svifum í loftbelg yfir konunga- dalnum og drottningarhofinu á páskadagsmorgun. Með henni sigldum við á bátskrifli út á Rauðahaf með 12 ára jemenskum skipstjóra með sígarettu í munn- vikinu. Með henni riðum við á asna gengum klettaborgina Petru og flutum eins og kork- tappar í brimsöltu Dauðahafinu. Við sátum með henni við Lífs- gjafarfljótið fagra í Isfahan og sáum eldhofið í Yazd. Við keyrð- um á jeppa gegnum eyðimerkur Jemens og yfir fjallgarða í Mar- okkó. Að lokum heimsóttum við Landið helga með Jóhönnu. Þá gistum við í Betlehem og héldum okkur við sjálfstjórnarsvæði Pal- estínumanna og gömlu borgina í Jerúsalem. Hér heima eru munir og skraut frá þessum ferðum í hverju herbergi og hennar eigin lokaorð eiga ávallt eftir að óma í huga mér: Til lífs og til gleði. Linda Vilhjálmsdóttir. Jóhanna Kristjónsdóttir Jóhanna Kristjónsdóttir fór víða um Mið-Austurlönd í fréttaöflun. Hér ræðir hún klædd skotheldu vesti við hermenn í Líbanon þegar þar geisaði borgarastyrjöld. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Jóhanna ræðir við Sverri Haraldsson listmálara með blað og penna í hönd. Hún taldi segulband- ið til trafala og sagði að með því að hlusta, skrifa niður og leggja á minnið næðist kjarninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.