Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 28

Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 ✝ JósefínaBjörnsdóttir fæddist 31. mars 1924. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 7. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björn Ingvar Jós- efsson, f. 11. sept- ember 1896, d. 4. ágúst 1971, og Sig- ríður Jónsdóttir, f. 29. mars 1892, d. 29. nóvember 1972. Jósefína var fjórða í röð 11 barna þeirra. Systkini Jós- efínu: 1) Tryggvi, f. 1919, d. 2001. 2) Guðrún Ingveldur, f. 1921, d. 2001. 3) Stúlka óskírð, f. 1922, d. 1923. 4) Bjarni Ásgeir, f. 1925, d. 2009. 5) Sigurvaldi, f. 1927, d. 2009. 6) Steinbjörn, f. 1929. 7) Guðmundína Unnur, f. 1931. 8) Álfheiður, f. 1931, d. 2012 (tvíburasystur). 9) Sigrún Jóney, f. 1933. 10) Gunnlaugur, f. 1937. Þann 24. nóvember 1945 giftist Jósefína Hannesi Sig- urjóa Þórðarsyni, f. 28. febrúar 1915, d. 17. apríl 1967. For- eldrar hans voru Þórður Hann- esson, f. 13. september 1871, d. 26. maí 1946, og Dýrunn Jóns- dóttir, f. 17. nóvember 1879, d. 18. maí 1943, bændur í Galta- nesi. Jósefína og Hannes eign- uðust 4 börn, þau eru: 1) Dreng- ur óskírður, f. 27. maí 1946, d. 31. maí 1946. 2) Þórður, f. 2. október 1949, maki Valdís V. Randrup, þau eiga 4 dætur og 9 barna- börn. 3) Dýrunn, f. 27. apríl 1953, maki Ársæll Daníelsson, þau eiga 3 börn og 8 barnabörn. 4) Björn, f. 30. ágúst 1959, maki Kristín Edda Sigfúsdóttir, þau eiga 2 börn og 4 barnabörn. Jósefína fæddist að Hrapps- stöðum í Víðidal í V.-Hún. og ólst þar upp hjá foreldrum sín- um og systkinum. Skólaganga var venjulegt barnaskólanám og síðar einn vetur í húsmæðra- skólanum á Blönduósi. Jósefína flytur að Galtanesi vorið 1945 þar sem þau hjónin kaupa jörð- ina og hefja búskap saman. Eftir lát Hannesar er hún bóndi til 1975. Hún starfaði hjá Sauma- stofunni Borg í Víðidal um nokkurra ára skeið, en eftir að Jósefína flutti suður starfaði hún hjá Álafossi Mosfellsbæ og Ceres í Kópavogi við sauma- skap. Jósefína verður jarðsungin frá Víðidalstungukirkju í dag, 19. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag verður elsku tengdamóðir mín borin til grafar. Vil ég því senda henni nokkrar línur og þakka henni árin okkar saman. Takk, Ína mín, fyrir allt. Takk fyr- ir að eignast Þórð minn og gefa mér hann, betri mann gat ég ekki eignast. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér, alla gleðina, hlátur- inn og góðu kaffi- og sérrí-stund- irnar okkar. Ég mun sakna þeirra, svo ég tali nú ekki um góða matinn og kjötsúpuna þína! Ég sé Ínu mína og Hannes hennar í Sumarlandi í blóma- brekku að fá sér kaffi og pönnsur. Þannig ætla ég að hugsa til ykkar í dag og gleðjast með ykkur. Takk, elsku Ína mín, ég mun sakna þín. Þín tengdadóttir, Valdís. Ína tengdamóðir mín var ætt- móðir fjölskyldunnar. Því hlut- verki gegndi hún með sóma sem bústýra og húsmóðir í Galtanesi með börn og bú og seinna eftir að hún flutti suður. Hún lagði mikið upp úr að vera vel til höfð og fal- lega klædd. Allt skyldi vera snyrtilegt og vel málað úti sem inni hvort sem það var í sveitinni eða í Grenigrundinni. Vinnusemi, elja og ósérhlífni einkenndu Ínu alla tíð, allt lék í höndunum á henni, saumaskapur eða útprjónaðir sokkar og vett- lingar eitthvað hlýtt á hendur og fætur fyrir stóra sem smáa. Lista- verk og nytjahlutir úr gleri áttu hug hennar allan eftir starfslok. Hún var einstaklega smekkvís á litasamsetningar og mjög vand- virk eins og glerlistaverk hennar sýna, enda prýða þau mörg heim- ilin. Henni var afar umhugað um sitt fólk og fylgdist vel með. Barnabörnin og seinna lang- ömmubörnin veittu henni mikla gleði. Henni þótti afar skemmti- legt að fá gesti og var mikil sel- skapsmanneskja. Hún var einstök matmóðir, maturinn varð að veislu í pottunum hennar og ömmuklein- ur og pönnukökur alltaf bestar. Jólin voru hennar tími, þá voru gjafir valdar af kostgæfni með nytsemi og hlýju í huga. Útivera og náttúran var henni mikilvæg, garðurinn þar sem hún ræktaði blóm og tré af natni. Stundum voru þau hulin peysum ef von var á kuldanótt. Hún gekk mikið og hélt sér í góðu formi allt þar til hún veiktist. Síðustu þrjú árin dvaldi hún á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og viljum við fjölskyldan þakka starfsfólkinu á A3, frúar- gangi, sérstaklega fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þá vil ég þakka Unni fyrir hennar ómetanlegu hjálp og snún- inga við tengdamóður mína. Ég vil þakka Ínu fyrir árin okk- ar 40 sem við áttum saman með virðingu og þökk. Alla umhyggj- una sem hún gaf fjölskyldu okkar Bjössa. Ógleymanleg kona er far- in eftir langa lífsgöngu. Kristín Edda. Elsku amma mín, sem var mér svo kær kvaddi þennan heim á fal- legum degi, sunnudaginn 7. maí. Þó ég vissi í hvað stefndi þá er missirinn mikill og það er erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki hitta þig aftur. Ætli maður verði nokkurn tímann tilbúin að kveðja þann sem manni þykir svo óend- anlega vænt um eins og þig, elsku amma mín. Ótal minningar hrann- ast upp í hugann, margar góðar minningar sem ég er þakklát fyrir að geta varðveitt alla tíð. Ég vil fá að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt sam- an í gegnum árin. Ég mun sakna þín, elsku amma mín, og varðveita í minningu minni um ókomna tíð. Það hjálpar í sorginni, þegar tárin geta ekki hætt að streyma, að nú eruð þið afi loksins samein- uð á ný, eftir 50 ára fjarveru. Ég bið að heilsa nafna mínum, Hann- esi afa, faðmaðu hann og kysstu frá mér. Megi Guð og góðir englar varðveita ykkur. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson.) Ég elska þig alltaf. Þín Hanna Dögg. Það er komið að kveðjustund, elsku amma mín, þessum degi hef ég alltaf kviðið fyrir. Frá því ég man eftir mér hefur þú alltaf verið svo stór og mikilvægur hluti af mínu lífi, betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Það eru forréttindi að eiga ömmu sína í 42 ár eins og ég fékk að eiga þig og fyrir öll þessi ár er ég svo þakklát. Það er svo gott að hugsa til baka, ég á svo margar góðar minningar um þig, fallega amma mín, og í dag lít ég til baka og þær fyrstu eru úr Galtanesi þar sem ég bjó með mömmu, pabba og þér fyrstu árin mín. Megi Guð og góðir englar gæta þín að eilífu. Elska þig, amma mín. Þín Hulda. Í dag er elskuleg amma mín lögð til hinstu hvílu. Þegar við kveðjum ömmu streyma fram minningar sem allar eru ljúfar og góðar. Amma var mjög handlagin kona, hún prjónaði og saumaði mikið um ævina og einnig skar hún út litskrúðugar myndir í gler. Ég á svo marga fallega glermuni sem amma bjó til og þykir mér mjög vænt um þá. Þær eru margar hlýjar og góð- ar minningarnar um ömmu og ég er þakklát fyrir að hafa getað eytt síðustu dögunum hennar með henni. Vil ég þakka ömmu minni fyrir alla hjartahlýju sem hún veitti mér og börnunum mínum og þær góðu stundir sem við áttum sam- an, þeim gleymi ég aldrei. Elsku amma, þín verður sárt saknað. Ína Sigrún. Elsku Ína amma mín var alltaf svo stór partur af mínu lífi og lífi stórfjölskyldunnar, sannkölluð ættmóðir. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé nú farin úr þessum heimi, að stundirnar okkar verði ekki fleiri. En 93 ár eru dágóður tími sem hún nýtti vel. Minning- arnar eru svo margar og allar stundirnar sem við áttum tvær saman í Galtanesi þegar ég var lítil stelpa eru mér svo dýrmætar og eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég vildi alltaf vera hjá ömmu og hún umvafði mig kærleik og hlýju, við steiktum kleinur, fórum á bæi, tók- um á móti gestum, spiluðum hljómplötur, snyrtum garðinn, máluðum hitt og þetta og svo lengi mætti telja. Hún kynnti mig alltaf sem „nafna“ það var alltaf eitthvað notalegt við það. Á kvöldin þegar við horfðum á sjónvarpið sat hún með mig í fanginu með ullarteppi og ruggaði stólnum, svo átti ég mína holu fyrir innan hana í rúm- inu hennar. Ég naut mín alltaf og leiddist aldrei með henni. Eftir að- hún flutti svo í Kópavoginn var ósjaldan komið til hennar, matar- boðin voru algeng, þar var alltaf margréttað og það fór enginn heim nema vera helst búinn að borða fyrir alla vikuna. Ég er afar þakk- lát fyrir að barnabarnabörnin hafi fengið að kynnast og njóta sam- vista við ömmu, það er dýrmætt. Amma stóð af sér mikil áföll sem ung kona, en hélt ótrauð áfram og hélt vel utan um hópinn sinn og hefur gert síðan. Vildi allt- af hafa fjölskylduna nálægt sér og var í miklum og góðum tengslum við okkur öll í stórfjölskyldunni. Elsku mamma, Þórður og Bjössi, kærar þakkir, þið hafið alltaf hugsað einstaklega vel um ömmu og sérstaklega síðustu árin á Grund. Elsku Ína amma, hjartans þökk fyrir allt og ég trúi því að nú hittir þú Hannes þinn aftur, eftir 50 ára fjarveru, í Sólardalnum ykkar. Ína Björk Ársælsdóttir. Látin er mikil ágætiskona og góður vinur okkar hjóna, Jósefína Björnsdóttir, eða Ína í Galtanesi eins og hún var jafnan kölluð. Margar ánægjustundirnar áttum við með Ínu því við dvöldum oft í lengri eða skemmri tíma hjá henni í Galtanesi ásamt dætrum okkar og þar var ekki í kot vísað. Borðin svignuðu jafnan undan kræsing- unum og aldrei gat maður skilið hvenær hún hafði tíma til að baka allar þær hnallþórur sem á borð voru bornar ásamt öðru góðgæti. Ína var mikill dugnaðarforkur og fljót að öllu sem hún tók sér fyrir hendur og vílaði ekki fyrir sér að ganga í hlutina. Hún varð fyrir þeirri miklu sorg að missa manninn sinn, Hannes Þórðarson, á besta aldri. Hún lét ekki deigan síga þrátt fyr- ir þetta áfall og hélt áfram búskap ásamt börnum sínum þrem sem þá voru á unglingsaldri. Við rifj- uðum stundum upp, við Ína, þegar við náðum inn heyinu undan rign- ingunni. Þannig var að við sátum við eldhúsborðið og vorum að drekka kaffi og enginn á bænum nema við Ína, hvernig sem á því stóð. Allt í einu rýkur Ína upp og skundar inn í stofu og lítur út um suðurgluggann og kallar svo upp: Sverrir, við verðum að drífa inn heyið því hann er að fara að rigna. Þetta kom mér á óvart því ég sá ekki annað en það væri ágætis veður úti. En það er rokið til, sest upp á traktorinn og keyrt niður á tún niður við ána en þar átti hún töluvert hey sem þurfti að koma í hlöðu. Var nú drifið í því að koma þessu á vagninn og gekk mikið á en heyinu komum við heim og mátti ekki tæpara standa því þá féllu fyrstu regndroparnir. Þarna er Ínu vel lýst, það var drifið í hlutunum. Þegar ég var að alast upp í Brautarlandi, sem var næsti bær við Galtanes, skokkaði ég oft á milli bæjanna og var þá stundum að passa hana nöfnu mína og frænku, hana Dýrunni sem er töluvert yngri en ég. Þá var móð- urbróðir minn Hannes á lífi og mikið finnst mér vænt um þessar stundir þegar ég lít til baka. Eftir að Ína flutti suður komum við oft til hennar á Grenigrundina og ekki voru móttökurnar síðri þar en fyrir norðan. Nú er hún Ína bú- in að kveðja enda orðin þreytt á langri og oft erilsamri ævi. Það eru mikil forréttindi að hafa kynnst þessum öðlingi og dugnað- arforki sem hún Ína var. Við send- um börnum hennar og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Dýrunn (Día) og Sverrir. Ína frá Galtanesi varð 93 ára og er sennilega sá Víðdælingur sem náð hefur hæstum aldri. Þegar maður veltir fyrir sér hver voru einkenni hennar, þá er svarið dugnaður. Dugnaður og ósérhlífni var nokkuð sem fólk sem stundaði búskap í sveit um og fyrir miðja Jósefína Björnsdóttir Ástkær móðir okkar og amma, JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, föstudaginn 19. maí, klukkan 13. Þökkum auðsýnda samúð. Til lífs og til gleði. Börn Jóhönnu og aðrir vandamenn Ástkær eiginkona og móðir, MARY ESTHER SIMUNDSON, Hlaðhömrum 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 4. maí. Guðjón Ingi Hauksson Daníel Jón Guðjónsson Jóhann Ingi Guðjónsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓREY VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR, sálfræðingur og félagsráðgjafi, Frostaskjóli 27, Reykjavík, sem andaðist þriðjudaginn 9. maí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 22. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Eiríksson Guðrún D. Guðmundsdóttir Óttar Freyr Gíslason Ólafur Björn Guðmundsson Lovísa Jónsdóttir Elín Vigdís Guðmundsdóttir Gunnar Þorvaldsson Helga Guðmundsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, langamma, systir, mág- og svilkona, JÓNA GEIRNÝ JÓNSDÓTTIR sjúkraliði, Sóleyjarima 9, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 15. maí. Útförin verður auglýst síðar. Már E. M. Halldórsson Jóhann Másson Margrét Geirsdóttir Birgir Másson Ríkey Mortensen Pétursdóttir Arnór Már Másson Arnrún Sæby Þórarinsdóttir barnabörn, barnabarnabarn og aðrir aðstandendur Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, FRIÐGEIR EINAR KRISTJÁNSSON, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegt þakklæti til vina og velunnara Friðgeirs. Gígja Friðgeirsdóttir Kristján Helgi Sveinsson Rósa Guðlaug Kristjánsd. Páll Hrannar Hermannsson Sveinn Sigurjón Kristjánss. Dóra Margrét Kristjánsdóttir Sverrir Rúnar Hilmarsson Kristján Hermann Svanhildur Gígja og Arnar Magni Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN FRIÐRIKSDÓTTIR hússtjórnarkennari á Laugum, Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, lést á Sunnuhlíð í Kópavogi 15. maí. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi miðvikudaginn 24. maí klukkan 15. Ágúst Óskarsson Helga Sigurðardóttir Hermann Óskarsson Karín M. Sveinbjörnsdóttir Knútur Óskarsson Guðný Jónsdóttir Una María Óskarsdóttir Helgi Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR ÞORVALDSSON skipstjóri, Árnastíg 1, Grindavík, lést á líknardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja miðvikudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 23. maí klukkan 14. Pétur Ásgeir Steinþórsson, Guðrún Jóhanna Þorbjarnard. Sigrún Steinþórsdóttir Hommerding Hafsteinn Már Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.