Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
Knattspyrnudómarafélags Reykja-
víkur.
Garðar stofnaði Talffélag Seltjarn-
arness sem starfaði með miklum
blóma í áratug undir hans for-
mennsku. Hann sat í stjórn Skák-
sambands Íslands og er formaður í
Æsum, taflfélagi eldri borgara.
Garðar sá um útvarpsþætti á
nokkrum útvarpsstöðvum um árabil.
Hann söng með hinum ýmsum dans-
hljómsveitum frá 1957, þ. á m. með
Flamingó Kvintett sem lék mikið í
Vetrargarðinum í Tívólí í Vatnsmýr-
inni, með Pónik, með Tónum, í Lídó í
Skaftahlíð (síðar Tónabær) með
Garðari og Gosum og loks með JJ
Kvintett, árið 1967.
Eftir 17 ára hlé steig Garðar aftur
á svið í Brodway, árið 1983-84, ásamt
nokkrum eldheitum eldri rokkurum
sem síðan hafa haldið hópinn og verið
með tónleika, m.a. á Brodway, Hótel
Íslandi og í Salnum í Kópavogi, nú
síðast í apríl – og alltaf fyrir fullu
húsi. Meðal þessara frumherja
rokksins á Íslandi má nefna Guðberg
Auðunsson, Skapta Ólafsson, Sigga
Johnnie, Önnu Vilhjálms, Stefán
Jónsson í Lúdó, Þorstein Eggerts-
son, Sigurdór Sigurdórsson, Astrid
Jensdóttur, Mjöll Hólm, Einar Júl-
íusson, Berta Möller, Harald G. Har-
alds, Berthu Biering, Helenu Eyj-
ólfsdóttur og ótal fleiri snillinga.
Þegar íþróttum, skákinni og klass-
íka rokkinu sleppir fara Garðar og
eiginkona hans, Anna María, í sum-
arbústaðinn sinn í Brekkuskógi þar
sem Garðar slakar á, sest út á verönd
og hlustar á diska með Chuck Berry,
Little Richard og Jerry Lee Lewis.
Fjölskylda
Eiginkona Garðars er Anna María
Sampsted, f. 28.2. 1946, heilbrigð-
isritari. Hún er dóttir Hannesar Ósk-
ars Sampsted, f. 12.8. 1908, d. 21.4.
1983, vélsmiðs í Reykjavík, og k.h.,
Camillu Þorgeirsdóttur, f. 4.7. 1913,
d. 23.4. 1976, húsfreyju.
Börn Garðars og Önnu Maríu eru:
1) Kristín Birna Garðarsdóttir, f. 25.8.
1962, búsett í Mosfellssveit en maður
hennar er Guðbergur Guðbergsson
og þau reka fasteignasöluna Bæ; 2)
Kamilla Björk Garðarsdóttir, f. 8.5.
1966, fjármálaráðgjafi hjá Íslands-
banka, búsett í Mosfellsbæ en maður
hennar er Friðrik Þór Goethe, vél-
stjóri og framkvæmdastjóri; 3) Linda
Garðarsdóttir, f. 18.7. 1980, starfs-
maður hjá Vodafone, búsett í Kópa-
vogi en maður hennar er Ágúst Árna-
son, starfsmaður hjá Glófaxa, og 4)
Lilja Garðarsdóttir, f. 18.7. 1980,
verkefnastjóri hjá Símanum, búsett í
Reykjavík en maður hennar er Jón
Helgi Pálsson, starfsmaður hjá Gló-
faxa.
Barnabörnin eru nú sex talsins og
langafabörn Garðars eru þrjú.
Hálfsystkini Garðars, samfeðra,
eru Sigríður Guðmundsdóttir, f.
18.11. 1944, fyrrv. starfsmaður hjá
Happdrætti Háskóla Íslands, búsett í
Reykjavík, og Agnar Guðmundsson,
f. 18.4. 1954, húsagagnasmiður, bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Garðars voru Guð-
mundur Kristinn Agnarsson, f. 4.9.
1915, d. 19.5. 1989, leigubílstjóri,
lengst af hjá Hreyfli, og k.h., Kristín
Gísladóttir, f. 19.2. 1916, d. 23.2. 2002,
húsfreyja og starfsmaður við umönn-
un. Þau voru búsett í Reykjavík.
Úr frændgarði Garðars V. Guðmundssonar
Garðar Víðir
Guðmundsson
Elísabet Rakel Jóhannsdóttir
vinnuk. á Eiði í Seyðisfirði
Pétur Ólason
húsm. í Reykjafirði
og víðar á Ströndum
Halldóra Steinunn Pétursdóttir
húsfr. á Skálpastöðum og á Reykjum
Gísli Guðmundsson
b. á Skálpastöðum og
Reykjum í Hrútafirði
Kristín Gísladóttir
húsfr. í Rvík Unnur Jónsdóttir
húsfr. á Neðri-Fitjum,
frá Illugastöðum
Unnur Gísladóttir húsfr. á Ísafirði
Elísabet Gísladóttir húsfr. á Hvarfi í Víðidal
Halldór Gíslason b. á Kambshól í Vestur-Hún.
Guðmundur Þ.
Agnarsson forstj.
GK-hurða í Rvík
Pétur Gíslason verkamaður í Rvík
Friðbjörn Agnars-
son löggiltur
endurskoðandi og
mikill KFUM-maður
Jóhannes I. Gíslason múrarameistari í Rvík
Ragnar Ó.Agnarsson
sjóm. í Rvík
Guðmundur Gíslason brúarsmiður á Hvammstanga
Guðbjörn Sævar
(Dúddi) hárgreiðslu-
meistari í Rvík
Guðrún Agnarsdóttir
ljósmóðir í Rvík
Guðmundur
Guðmundsson
b. á Neðri-Fitjum
í Vestur-Hún.
Agnar Guðmundsson
verkam. í Rvík
Sigríður Þorsteinsdóttir
húsfr. á Skárastöðum
Guðmundur Agnarsson
leigubifreiðastj. í Rvík
Guðrún Finnbogadóttir
frá Reynhólum í Staða-
bakkasókn
Þorsteinn Sigurðsson
úr Breiðabólstaðarsókn
Flottur á sviði Garðar kemur enn
fram og hefur engu gleymt.
Ásgeir Hannes Eiríksson fædd-ist í Reykjavík 19.5. 1947.Foreldrar hans voru Eiríkur
Ketilsson stórkaupmaður og Sigríður
Ásgeirsdóttir lögfræðingur.
Móðir Eiríks var Guðrún Eiríks-
dóttir, veitingakona í Reykjavík og
hóteleigandi í Hafnarfirði, frá Járn-
gerðarstöðum, en Sigríður var dóttir
Ásgeirs Þorsteinssonar, efnaverk-
fræðings og forstjóra, og Elínar Jó-
hönnu Guðrúnar, dóttur Hannesar
Hafstein, skálds og ráðherra, og k.h.,
Ragnheiðar Hafstein.
Systur Ásgeirs Hannesar, sam-
feðra: Guðrún Birna og Dagmar Jó-
hanna, en systkini hans, sammæðra:
Baldvin Hafsteinsson og Elín Jó-
hanna Guðrún Hafsteinsdóttir.
Eftirlifandi eiginkona Ásgeirs
Hannesar: Valgerður Hjartardóttir
og börn þeirra: Sigríður Elín, Sig-
urður Hannes, og Sigrún Helga.
Ásgeir Hannes lauk prófi við
Verslunarskóla Íslands 1967 og prófi
frá Hótel- og veitingaskóla Íslands
1971. Hann stundaði verslunarstörf í
Reykjavík, var auglýsingastjóri DB
við stofnun blaðsins og rak m.a.
Pylsuvagninn við Lækjartorg.
Ásgeir Hannes gekk til liðs við Al-
bert Guðmundsson við stofnun Borg-
araflokksins vorið 1987 og var þing-
maður flokksins 1989-91.
Ásgeir Hannes var forseti Sam-
bands dýraverndunarfélaga á Ís-
landi, sat í stjórn samtakanna Gamli
miðbærinn, var formaður Karate-
félags Reykjavíkur, sat í stjórn
Verndar, SÁÁ og Krýsuvíkur-
samtakanna og Félags áhugamanna
um frjálsan útvarpsrekstur. Ásgeir
Hannes skrifaði fjölda dagblaðs-
greina, var ritstjóri blaða og sendi frá
sér bækur, m.a. um gamansögur og
hnyttin tilsvör eftirminnilegra ein-
staklinga. Hann var vinsæll og hlý
persóna, umhyggjusamur gagnvart
samborgurum sem stóðu höllum fæti,
hafði skarpar og oft frumlegar skoð-
anir, var annálaður sagnamaður og
sjálfur hnyttinn í tilsvörum.
Ásgeir Hannes lést 14.2. 2015.
Merkir Íslendingar
Ásgeir Hannes
Eiríksson
95 ára
Þorleifur Benediktsson
90 ára
Haraldur Magnússon
Óskar Sigurðsson
85 ára
Guðlaug Benediktsdóttir
Höskuldur Aðalst.
Sigurgeirsson
80 ára
Árni Jón Sigurðsson
Jónína Kristjánsdóttir
Rúnar Már Vagnsson
Sigurður Kristjánsson
75 ára
Ásmundur Þórarinsson
Garðar Víðir Guðmundsson
Gerður Lúðvíksdóttir
Jens Jóhannsson
Kristín Erlingsdóttir
70 ára
Alda Ruth Sigurjónsdóttir
Jónína Helgadóttir
Magnús Hringur
Guðmundsson
Pétur Óskar Ársælsson
Sigurður Ragnarsson
Örlygur Antonsson
60 ára
Elín Friðbertsdóttir
Guðjón Sigmundsson
Guðrún Magnúsdóttir
Gunnlaugur Ö. Þórhallsson
Helga Gísladóttir
Helgi Sigurbjörnsson
Ivars Dumpis
Joanna Maria Gancarek
Kjartan Már Svavarsson
Laufey Ásgeirsdóttir
María Sigurðardóttir
Ólafur Sigurðsson
Sigrún Greta Magnúsdóttir
Sigurjóna
Skarphéðinsdóttir
Stefanía Snorradóttir
50 ára
Anna Bryndís
Sigurðardóttir
Birgir Bjarnfinnsson
Bjarghildur Finnsdóttir
Björgvin Rúnar Pálsson
Dagur Gunnarsson
Matthildur I. Eiríksdóttir
Sigrun Farcher
Unnur Friðþjófsdóttir
40 ára
Anna Jolanta Wisniowska
Arnar Már Kristinsson
Ásta Kristín Andrésdóttir
Björk Tómasdóttir
Guðfinna Hugrún G.
Jónasdóttir
Hafsteinn Þórólfsson
Jóhann Carlo Helguson
Kristinn Ingvarsson
Kristín Björg Yngvadóttir
Leifur Dam Leifsson
Sólveig Guðmundsdóttir
Sverrir Jónsson
Tinna Rúnarsdóttir
30 ára
Ásta Rakel Hafsteinsdóttir
Bjarni Viðarsson
Guðmundur E.S. Láruson
Guðrún Þórdís
Halldórsdóttir
Gylfi Már Sigurðsson
Margrét Lena Kristensen
Nína Björk Valdimarsdóttir
Ólafur Hjörtur Kristjánsson
Sigrún Arna Gylfadóttir
Sigrún Hauksdóttir
Sverrir Guðmundsson
Tinna Ósk Grímarsdóttir
Valgeir Pétur Magnússon
Til hamingju með daginn
30 ára Sverrir ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
prófi í margmiðlunarfræði
og starfrækir farfugla-
heimilið Galaxy Pod
Hostel við Laugaveg 172.
Dóttir: Aðalheiður
Hrafndís, f. 2014.
Foreldrar: Sóley Ragn-
arsdóttir, f. 1947, fyrrv.
myndmenntakennari við
Árbæjarskóla, og Guð-
mundur Bogason, f. 1945,
fyrrv. leigubifreiðarstjóri.
Þau búa í Reykjavík.
Sverrir
Guðmundsson
30 ára Nína Björk ólst
upp í Reykjavík, býr þar,
lauk ML-prófi í lögfræði
frá HR og starfar hjá Val-
itor.
Maki: Ragnar Þór Þrast-
arson, f. 1983, leið-
sögumaður hjá Asgard.
Sonur: Örvar Breki, f.
2014.
Foreldrar: Valdimar Jó-
hannsson, f. 1961, vél-
stjóri hjá Eimskip, og Ingi-
björg Ragnarsdóttir, f.
1961, grunnskólakennari.
Nína Björk
Valdimarsdóttir
30 ára Margrét Lena ólst
upp í Hafnarfirði, er bú-
sett í Reykjavík, lauk BSc-
prófi í líffræði og stundar
nú MSc-nám í líf- og
læknavísindum við Há-
skóla Íslands.
Systir: Katrín Birna Krist-
ensen, f. 1997.
Foreldrar: Inga S. Guð-
bjartsdóttir, f. 1959,
hjúkrunarfræðingur í
Hafnarfirði, og Jón Valgeir
Kristensen, f. 1960, bif-
vélavirki í Reykjavík.
Margrét Lena
Kristensen
bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á k
júklinginn