Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 38

Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 38
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi verðlaun hafa mikla þýðingu af því að það er afar mikilvægt að fá viðbrögð við því sem maður er að gera. Þetta eru frábær verðlaun og löngu tímabært að stofna ljóðlistar- verðlaun. Hvað á eiginlega að verð- launa ef ekki ljóð? Ég hygg að kannski sé mikilvægast að fá svona verðlaun í upphafi ferils og einnig undir lokin,“ segir Sigurður Pálsson sem hlaut Maístjörnuna þegar hún var afhent í fyrsta sinn í gær á degi ljóðsins. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn stofnuðu til ljóðabóka- verðlaunanna sem nefnast Maí- stjarnan, að frumkvæði Kára Tulinius, skálds og rithöfundar. Gjaldgengar voru allar útgefnar ís- lenskar ljóðabækur ársins 2016 sem skilað var til Landsbókasafnsins og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar, en hana skipuðu Ármann Jakobsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Áslaug Agnarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins. Alls voru fimm bækur tilnefndar í ár. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum eru verðlaunin þau einu hérlendis sem eingöngu eru veitt fyrir út- gefna íslenska ljóðabók. Er verð- laununum ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Verðlaunahafi hlýtur 350 þúsund krónur að launum. Hættir til að vera fullábyrgur Verðlaunin hlýtur Sigurður fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd. Er bókin hugsuð sem fyrsta bók- in í nýrri Ljóð muna-trílógíu? „Já, reyndar er sú ágiskun þín hárrétt! Mjög fljótlega á ferlinum fór að þróast hugmynd að heildar- byggingu sem birtist m.a. í titlum bókanna sem mynda þrennur eða trílógíur. Fimm þrennur komnar, fimm hæðir í byggingunni, hver og ein með þremur íbúðum eða bókum. Ljóð muna rödd er svo byrjunin á sjöttu hæðinni, fyrsta íbúðin af þremur. Þaðan er mesta útsýnið. Sem díalektískt mótvægi er sú hæð lögð undir minnið, innsýnina. Þessi bygging verður í fyllingu tímans allt mitt höfundarverk í ljóðlist. For- sjónin ein veit hvort mér auðnast að klára sjöttu þrennuna. Hver bók tekur meiri tíma og orku en áður.“ Fylgir því einhver aukin ábyrgð að vera fyrstur til að hljóta þessi nýju verðlaun? „Ég vona reyndar að því fylgi aukið ábyrgðarleysi, mér hættir til að vera fullábyrgur í því sem ég geri.“ Ljóðlistin er hjartað í bókmenntunum Inntur eftir því hvort hann telji ljóðið í sókn um þessar mundir og hver staða ljóðsins sé segist Sig- urður lítið fyrir að tala um ljóð í eintölu, eins og það sé eitthvert eitt mengi. „Ef eitthvað í veröldinni verður að vera í fleirtölu, þá eru það ljóðtextar. Ljóðlistin er hjartað í bókmenntunum, hún á sér lengri sögu en nokkur önnur grein rit- listar og hún er að sjálfsögðu ódrepandi. En það er meira skrifað af ljóðum í heiminum í dag en nokkru sinni fyrr. Það segir ekki neitt, magnhyggjan hefur aldrei haft neitt að segja fyrir ljóðlistina. Ætli sé ekki álíka hlutfall sem hverfur eins og alltaf hefur verið, hvað veit ég. En ef við tökum bara tuttugustu öldina, þá er rjóminn af ljóðtextum hennar hreint ótrúlega glæsilegur. Aðalatriðið er að lesa ljóð. Alltof margir vilja bara skrifa ljóð, of fáir átta sig á því að lestur er skapandi athöfn. Raunar gengur námskeiðið mitt í ritlist í HÍ út á það að setja lestur í forgrunn. Þú getur ekkert skrifað af viti í ljóðlist ef þú ert ekki djúpur og ástríðu- fullur lesandi ljóða. En ef þú átt við stöðuna hér og nú, hvort „ljóðið“ sé í sókn – þá er ég klár á því. Ljóðið er í sókn og ljóðið er í vörn. Sam- tímis.“ Þess má að lokum geta að sam- tímis verðlaunaafhendingunni í gær var sýning á verðlaunabókinni og fyrri verkum höfundar opnuð í Landsbókasafninu og stendur sýn- ingin út árið. „Hvað á eiginlega að verðlauna ef ekki ljóð?“  Sigurður Pálsson hlýtur Maístjörnuna fyrstur ljóðskálda Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skáldið „Ég hygg að kannski sé mikilvægast að fá svona verðlaun í upphafi ferils og einnig undir lokin,“ segir Sigurður Pálsson um Maístjörnuna. „Hér af spássíu Evrópu“ heitir eitt ljóð í bókinni Ljóð muna rödd, bók sem er rík af röddum, ljósi, skuggum, nálægð og fjar- lægð. Spássían getur á óvæntan hátt verið auðugt svæði og það lýsir vel skáldinu sem svo yrkir. Í þessari bók birtist auðugur ljóðheimur Sigurðar Pálssonar, skálds sem hefur sannarlega lagt sitt fram til endurnýjunar og krafts íslensks ljóðmáls. Ljóð muna rödd er sterk bók þar sem glímt er við stórar spurn- ingar. Röddin í titlinum er áleit- in, ljóðin eru myndræn, trega- full og magnþrungin, en eru jafnframt óður til lífsins og lífs- gleðinnar,“ segir í rökstuðningi dómnefndar um sigurbókina. „Auðugur ljóðheimur“ RÖKSTUÐNINGURINN 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Sjáðu þetta! Centro Style 56212 umgjörð kr. 16.800,- Ljóðskáldið Sig- urður Pálsson flutti ávarp þeg- ar hann tók við Maístjörnunni. Þar las hann upp nýja þýðingu sína á ljóði eftir Ilya Kaminsky og benti á að ljóðaþýðingar minni okkur á að ljóðlistin er alþjóðleg. „Ljóðlistin er innri rödd bók- menntanna. Rödd ljóðsins er rödd mennsk- unnar sem aldrei gefst upp í heimi sem böðlast áfram. Rödd friðar í ofbeldisdýrkandi heimi. Rödd mannréttinda og jöfnuðar í heimi þar sem átta menn eiga jafnmikil auðæfi og 50% af mannkyninu. Rödd frelsis og lýðræðis í heimi sem er dauðþreyttur á mis- notkun á hugtökunum frelsi og lýðræði. Rödd ljóðsins vinnur gegn of- stopafullri einsleitni í notkun tungumálsins, hún býr yfir marg- ræðni og blæbrigðum, býr til hug- renningatengsl, tilfinningatengsl, allan fínvefnað tungumálsins. En umfram allt er rödd ljóðsins hin heilaga innri rödd hvers og eins, röddin sem gerir okkur að einstaklingum í samfélagi ann- arra,“ sagði m.a. í ávarpinu. „Rödd frelsis og lýðræðis“ BROT ÚR ÁVARPI SIGURÐAR PÁLSSONAR Á DEGI LJÓÐSINS Þessi nefnist myndlistarsýning sem Sara Riel opnar í Listamönnum við Skúlagötu 32 í dag kl. 16. „Verkin á sýningunni eru gerð með blandaðri tækni og eru per- sónueinkennalaus portrett af fólki, af hugarástandi eða sammannlegri manngerð,“ segir í tilkynningu frá Listamönnum. Þar kemur fram að Kristín Óm- arsdóttir skrifaði prósa meðfram verkunum og er hann gefinn út í til- efni af sýningunni. „Sara Riel hefur verið iðin við sýningahald hér heima og erlendis. Hún á fjölda veggverka í Reykjavík og víða um heim og hefur meðfram veggjalist fært sig í átt að notkun fleiri miðla og blandaðrar tækni með náttúruna, vísindi og tónlist sem sitt helsta stef. Á sýningunni Þessi notast hún í fyrsta sinn við manneskjuna sem viðfangsefni.“ Þess má að lokum geta að sýn- ingin stendur til 25. júní. Sara Riel opnar sýn- ingu í Listamönnum Morgunblaðið/Styrmir Kári Vegglistaverk Listakonan Sara Riel við eitt vegglistaverka sinna. Fjöðrin er staðsett í Breiðholti. Í tengslum við umfjöllun blaðsins í gær um ljósmyndasýningu ljós- myndarans Sigurgeirs Sigurjóns- sonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur var hann rangfeðraður í tvígang, bæði í undirfyrirsögn og í mynda- texta, Morgunblaðið harmar þessi mistök og biðst afsökunar. LEIÐRÉTT Sigurgeir rangfeðraður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.