Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 5

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 5
Fjölgresistún þoka fyrir þaulræktun fátegunda og gripahúsin gömlu þylja í hljóði merkilega sögu. Ljósm.: Bjarni Guðmundsson. Nú fækkar búum og þau sem eftir eru stækka. Þar sem sveitir voru áður settar neti fjölskyldubúa með marghliða nýtingu auð- linda landsins eru nú víða aðeins eftir bú á stangli. Fjölgreina búin eru víða með öllu horfin og eftir standa sérhæfð bú og býli, sum með sáralítil ræktunartengsl við nán- asta umhverfi sitt. Þróunin hefur áhrif á svip og yfirbragð sveitanna. Úthaganýting er mjög að breytast. Með minnkandi sauðfjárbeit styrkist gróður á viðkvæmari svæðum en á öðrum stöðum vaða kröftugar plöntur uppi í agaleysi, t.d. lúpína, hvönn, njóli og mjaðurt og breyta einnig ásýnd landsins. Gömul og blómum skotin fjölgresistún víkja fyrir gróðurrudda og sinuflákum ellegar fátegundaræktun sem er kall hagkvæmni í búrekstri. Óþarfi ætti að vera að nefna löndin, já jafnvel heilu birkiskógana sem verða að sumarbústaða- svæðum, svo og uppistöðulónum ellegar rásum undir samgöngumannvirki og orku- flutningslínur. Breyttur kjötmarkaður hefur gerbreytt nýtingu landsins. Úthaganýting með beit hefur dregist saman á kostnað bú- verksmiðja sem margar hverjar hafa hverf- andi tengsl við staðbundnar auðlindir lands- ins. ÞARFIRNAR BREYTAST Síðari árin hefur samfélagið verið að þokast frá frumþörfum til flóknari og ofar settra þarfa. Það er eðlileg afleiðing batnandi efnahags og vaxandi velmegunar. Matur og klæði tilheyra að sönnu frumþörfum óum- breytanlega en vega minna að tiltölu en áð- ur. Framleiðslukerfi landbúnaðarins og op- inber afskipti af því taka hins vegar enn að mestu leyti mið af þeim, sbr. beingreiðslur vegna framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Alkunnar umræður í samfélaginu sýna að ekki vilja allir kaupa þessar vörur með skatt- peningum sínum. Þeir kunna hugsanlega að meta meira aðrar þarfir - að vilja kaupa aðra vöru/þjónustu af landbúnaðinum - á grundvelli þarfa sem t.d. tengjast eigin llfs- sýn (sjálfinu) og upplifun (sjálfstjáningu), og standa ofar í forgangsröð þarfa þeirra. Á þessum grundvelli verða m.a. til hópar sem ekki láta sig mjólk eða kjöt varða sem tiltek- ið magn vöru af lágmarksgæðum heldur og Mætir landbúnaðurinn þeim þörfum sem markaðurinn gefurtil kynna? Landslag og þá menningarlandslagið sér- staklega er vaxandi undirstaða eldri og yngri forma ferðaþjónustu, sem t.d. ná- grannar okkar á Norðurlöndum leggja nú mikla herslu á. Hér horfum við úr Stal- heimskleif á Hörðalandi. Ljósm. Bjarni Guðmundsson. jafnvel enn frekar hvar, hvemig og við hvaða aðstæður varan er framleidd og meðhöndluð. Á næstu árum felast möguleikar íslensks landbúnaðar i því að lesa í fjölbreyttar þarf- ir samfélagsins og einstakra hópa þess og koma til móts við þær. En þær verða land- búnaðinum þó til lítils gagns nema þeir sömu hópar séu tilbúnir að greiða fyrir þær, hvort heldur er með beinum hætti á ein- staklingsgrundvelli eða samfélagslegum hætti, þótt einnig komi til greina að var- an/þjónustan sé látin af hendi sem hliðaraf- urð annarrar framleiðslu. Dæmi um það gætu verið beingreiðslur til dilkakjötsfram- leiðslu sem hefði sérstök byggða- eða land- nýtingarmarkmið, rétt eins og drætti má finna um í núgildandi sauðfjársamningi rík- is og bænda. Hér er komið að því sem kall- að er hið fjölþætta hlutverk landbúnaðar, og skilgreint hefur verið af opinberum aðil- um, meðal annars OECD. NORRÆN STEFNUMÖRKUN Norrænir ráðherrar landbúnaðar-, sjávarút- vegs- og matvælamála samþykktu árið 2004 yfirlýsingu um framtíðarhlutverk landbúnað- ar. Tilgangur yfirlýsingarinnar er tvíþættur: • Að styrkja norrænt samstarf um þróun landbúnaðar, landslags og landsbyggðar i því skyni að hafa áhrif á og bæta skilyrði framtiðarhlutverka landbúnaðar og landsbyggðar. • Að notkun norræns búskaparlands tryggi náttúru- og menningarlegan fjölbreyti- leika. Lita ber á viðfangsefnið sem eina heild í Ijósi langtíma og sjálfbærni, svo efla megi búskaparlandið sem auðlind, einnig til hvíldar og upplifunar fyrir sam- félagið allt, svo og fyrir norræna ímynd og þróun. Af einstökum efnisatriðum yfirlýsingar- innar má m.a. nefna • að mikilvægt sé að Norðurlöndin vinni saman að málum er varða ný hlutverk landbúnaðar svo og menningarlandslags og náttúru- og menningarverðmæta þess; einnig að því að koma þeim málum I alþjóðlega umræðu • að beina athygli að landbúnaðinum I um- önnun náttúru- og menningarverðmæta landslagsins til sjálfbærrar þróunar og að hlutverkum landbúnaðar I byggðaþróun • að Norðurlöndin miði skarpar á umhirðu, viðhald og þróun mikilvægs búsetulands, og á landbúnaðinn sem auðlind til sam- sömunar, hressingar og búsetu stærri hópa samfélagsins, auk þess að bæta möguleika til nýsköpunar þjónustu og annarrar iðju, bæði innan og utan land- búnaðarins. Vissulega er yfirlýsingin háleit, en [ styttu máli felur hún í sér ásetning stjórnvalda um að landbúnaðurinn komi til móts við nýjar og fjölbreytilegar þarfir samfélaganna á grundvelli landkosta hvers lands I þeim til- gangi að tryggja um leið tekjur iðkenda, bú- setu og byggð. Áhrifaaðilar, m.a. opinber stjórnvöld, hagsmunasamtök bænda, af- urðastöðvar og einstakir framleiðendur, auk þjónustustofnana landbúnaðarins, munu ráða miklu um framgang yfirlýsingarinnar. Stefnumið hvers þeirra geta verið mismun- andi og jafnvel andstæð hvert öðru, en um- hugsun og samræða eru fyrstu stig sam- hæfingarinnar. FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.