Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 19

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 19
FÓÐRUN Tafla 1. Dæmi um eiginleika hrápróteins (CP) í kjarnfóðri í NorFor * Fóðurtegund Prótein g/kg. þe sCP, % í CP pdCP, % í CP iCP, % í CP kdCP, %/klst. Bygg 124 33 63 2,3 11,6 Hafrar 113 61 35 1,7 15,3 Maís 88 15 80 5,0 4,0 Rafsfræ 195 18 69 8,5 13,7 Ertur 212 66 34 1,0 8,8 Rafsmjöl 373 28 67 7,3 10,7 Sojamjöl 509 16 84 2,4 8,2 Maísglúten 695 4 96 5,1 1,5 *Skammstafanir: sCP = leysanlegt prótein, pdCP = virkt niðurbrjótanlegt prótein, iCP = ómeltanlegt prótein, kdCP = niðurbrotshraði pdCPCP I vömb. Tafla 2. Dæmi um eiginleika sterkju (ST) í kjarnfóðri samkvæmt greiningu í NorFor kerfinu * Fóðurtegund Sterkja g/kg. þe SST, % av ST pdST, % a v ST kdST, %/klst. Bygg 598 37 63 39,7 Hafrar 442 68 32 80,8 Hveiti 620 41 59 74,8 Kart. (hráar) 781 34 66 4,9 Maís 713 8 92 6,2 Durra 720 17 83 5,0 Ertur 478 43 57 7,6 Maísglúten 150 62 38 10,2 *Skammstafanir: sST = uppleysanleg sterkja, pdST = niðurbrjótanleg sterkja, kdST = niðurbrotshraði pdST. Tafla 3. Dæmi um greiningu á eiginleikum NDF i kjarnfóðri í NorFor * Fóðurtegund NDF g/kg. þe pdNDF % af NDF iNDF, % af NDF kdNDF, %/klst. Bygg 194 64 36 11,6 Hafrar 331 42 58 12,7 Hveiti 130 69 31 24,3 Hveitiklíð 447 68 32 8,8 ■ Maís 121 78 22 17,4 Ertur 207 98 2 6,4 Maísglúten 60 90 10 4,9 Rófnatrefjar, þurrkaðar 493 90 10 8,3 ‘Skammstafanir: pdNDF = virkilega niðurbrjótanlegt NDF, iNDF kdNDF = niðurbrotshraði pdNDF í vömb. = ómeltanlegt NDF alls, eða torveldar starfsemi sérhæfðra örvera sem melta NDF. Þess vegna er mikilvægt að stjórna sterkjuinnihaldi dagsfóðursins. Um þennan þátt verður sérstaklega fjallað í Nor- For-grein síðar. Eiginleikar sterkju í fáeinum völdum kjarnfóðurtegundum eru sýndir í töflu 2. Þar sést að bæði sterkjumagnið og niðurbrotsmyndin er mjög breytileg á milli tegunda. Sterkjan í byggi og höfrum brotn- ar hratt niður þannig að nýtanlega orka fyr- ir vambarörverur losnar mjög fljótt. Á hinn bóginn losnar orka úr maís og hrárri kart- öflusterkju hægt þannig að meira af sterkju þessara fóðurtegunda skilar sér til melting- ar ( smáþörmunum. Að færa meltingu sterkju frá vömb til smáþarma getur undir vissum fóðrunarkringumstæðum verið hag- kvæmt. ( NorFor-fóðurmatskerfinu er mögulegt að stjórna samsetningu fóðursins þannig að hlutfallið á milli sterkju sem brotnar niður í vömb og þeirrar sem meltist í smáþörmum verður hagstætt. NDF í KJARNFÓÐRI ( NorFor kerfinu eru tormeltanlegu plöntu- kolvetnin táknuð með NDF (uppleysanlegt tréni í hlutlausri sápulausn). NDF i kjarnfóðri brotnar að takmörkuðu leyti niður í vömb og lítill hluti er nýttur af vambarörverum. Undantekning frá þessu eru (sykur)rófnaaf- urðir sem innihalda hátt hlutfall af uppleys- anlegu tréni og hafa lágan meltanleika á NDF (iNDF). Fóðurtegundir sem innihalda sykurrófnatrefjar eru sérlega áhugaverðar í tilvikum þar sem t.a.m. er gefið mikið kjarn- fóður með beit. Rófnatrefjar hafa jákvæð áhrif á umhverfið í vömbinni (pH) og vambargerjunina og mynda „byggingar- efni" til myndunar mjólkurfitu. Tafla 3 sýnir niðurbrot NDF í fáeinum völdum kjarnfóðurtegundum. Kjarnfóður inniheldur mikið af iNDF, einkum hafrar vegna hlutfallslega mikils innihalds af frumuhýði. Það skýrir lægra orkuinnihald í höfrum en í byggi. Á hinn bóginn er ástæða til að benda á erturnar, með 20% NDF inni- hald, þar sem aðeins lítill hluti þeirra er ómeltanlegur. Af því leiðir að baunir eru orkurlkara fóður en bygg. SAMANTEKT ( þessari grein var farið yfir hvernig fóður- efnin eru greind í NorFor kerfinu. Saman- borið við núverandi fóðurmatskerfi krefst það meiri aðgreiningar. Kostirnir sem því fylgja eru að við fáum aukna möguleika til þess að lýsa ferlum ummyndunar fóðursins sem eiga sér stað í meltingarveginum og þar með að „besta" fóðursamsetninguna. Þetta á ekki síst við um möguleikana á að jafnvægja næringaraðstreymi til vambarör- veranna, sem er grunnur að virkri orku- og AAT-upptöku í skepnunni. I þessum pistli hefur einnig verið sýnt dæmi um niður- brotsmynd eða niðurbrotseiginleika nær- ingarefna í ólíkum kjarnfóðurtegundum. Á grundvelli þessara eiginleika er með aukinni nákvæmni hægt að setja saman kjarnfóður- blöndur út frá því hvernig þær virka í vömb- inni. Höfundar frumtexta eru Harald Volden, fóðurfræðingur við Institutt for husdyr- og akvakulturvitenskap við Norska landbúnað- arháskólann og ráðgjafi TINEI Noregi, Mog- ens Larsen, fóðursérfræðingur hjá Dansk kvæg og Maria Mehlqvist, sérfræðingur hjá Svensk mjolk og starfsmaður NorFor verk- efnisins. Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Bændasamtökum íslands, þýddi og staðfærði. FREYR 10 2Ö05

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.