Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 27

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 27
STEINSMÍÐ Stoðveggurinn líður yfir í steinvegg. Unnið við stoðvegg þar sem verður umferð þungra farartækja. Hér eru notaðir stórir stein- ar í hleðsluna. Neðsta röðin er vel jarðföst. Mikilvægt er að fylla upp með minni stein- um eftir því sem veggurinn hækkar. spennu i hleðslunni. Stóru steinarnir, sem liggja þvers, eru lagðir þannig að þeir bindi hver annan. Þegar steinn er lagður á vegginn verður að hafa hugfast að aðrir steinar eiga eftir að koma ofan á hann og að þeir eiga einnig að binda langhlið veggjarins. Hver steinn á að hvíla á a.m.k. tveimur steinum sem snúa fram. Efri hlið steinanna á að halla svolítið inn á við og til að skorða steininn er smá- steinum eða steinflísum stungið undir og bak við steinana til að stífa þá af. Þessar steinflísar hafa gjarnan orðið til þegar grjót hefur verið klofið eða höggvið til. Mikilvægt er að þessi afstemming stein- anna fari fram jafnóðum. Til uppfyllingar eru notaðir steinar sem eru viðráðanlegir fyrir krafta hleðslumannsins. Engin föst regla er um það hver halli stoð- veggjarins á að vera, aðstæður á staðnum ráða því. Almenn regla er þó að hallinn sé ekki minni en 15 sm á metra hæðarveggj- arins. Það er halli sem er fallegur fyrir aug- að. Eitt hið allra mikilvægasta við verkið er að efri brún veggjarins sé jöfn og fín. Þar má gjarnan leggja flatari steina og jafna á milli með minni steinum. Ef veggurinn er þar sem margt fólk fer um er gott að binda yf- irborðið með sementsblöndu en gætið þess að hún sjáist ekki. Efri lína veggjarins á að fylgja landslaginu. Með því að láta steina ná langt inn í fylli- efnið binst múrinn vel saman. Yfirborðið hallar inn á við. Ef múrinn endar á sléttlendi er nauðsynlegt að við enda hans sé stór steinn, nokkurs konar hornsteinn eða endi veggjarins látinn falla að landslaginu. Ef umferðarsvæði er þar sem múrinn endar þarf að leggja trausta kantsteina. Kannski fer vel á því að hafa runnagróður bak við þá. Að jafnaði er við hæfi að ytri hlið stoð- veggjar dragist inn á við um 15 sm á metra hæðar. Hleðsla stoðveggjar úr klofnu grjóti er vandaverk. Lækjarfarvegur afmarkaður með stein- hleðslu ásamt stoðvegg. FREYR 10 2005 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.