Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2005, Side 16

Freyr - 01.10.2005, Side 16
 Fálkamir voru fluttir með Dettifossi til Þýzkalands. Hér má sjá nokkra á skipsfjöl. Áður en siglt var gafst Reykvíkingum tækifæri á að skoða fálkana en dr. Brull fór fram á að almenningur virti þá fyrir sér af hafnarbakkanum og erti ekki fuglana. Níu af fálkunum tólf keyptu leið- angursmenn en tvo gaf Búnaðarfélag íslands þeim og Gísli Sigurbjörnsson „á Grund" einn. Göring kaupir íslenska fálka. Hermann Göring hefír sent hingað upp tvo menn til þess að kaupa fyrir sig fálka. Mennimir hafa dvalið hjer mánaðartíma og eru nú fyrir norð- an. Þeir hafa keypt 8 fálka og auk þess fengið gefins þrjá fálka. Mennimir koma með fálkana með Dettifossi næst. Þannig fær Göring 11 íslenska fálka. Morgunblaðið, þriðjudaginn 6. júlí, 1937. Fálkarnir eru sagðir 11 i þessari fyrstu frétt Morgunblaðsins af Þjóðverjunum. Þeir urðu þó 12 talsins þegar fálki Gisla á Grund bættist við. landi Evrópu. Níu af fálkunum tólf keyptu leiðangursmenn, tvo gaf Búnaðarfélag Is- lands þeim og Gísli Sigurbjörnsson kaup- maður („á Grund"). Sagt er frá því að fálk- unum séu gefnar dúfur og rjúpur og þrífist vel. „Fálka sína hefur dr. Brull fengið á Aust- ur-, Norður- og Vesturlandi, í Laxárdal, að Hólum og að Grenjaðarstöðum, í Glerárdal, við Mývatn og við Isafjörð," segir í frásögn Morgunblaðsins. „Yngstu fálkarnir eru frá Vestfjörðum. Þeir eru 16 daga gamlir, en hinir elztu frá Austurlandi, 60 daga gamlir." KYNÞÁTTAHYGGJA NAZISTA KOM VIÐ SÖGU Þýzku fálkafræðingarnir lögðu metnað í rannsóknir sínar. I erindi dr. O. Klein- schmidts frá ráðstefnunni í Braunschweig haustið 1937 segir meðal annars: „Það hefur ávallt verið Þýzkalandi metnaðarmál að vera ekki eftirbátur neins annars lands í vísindum, ekki heldur á þessu sviði, þótt viðfangsefnið eigi sér ekki heimkynni hjá okkur." Á erindi Kleinschmidts má reyndar merkja, að það er samið á nazistatlman- um, því þar segir einnig: „Veiðifálkinn, sem óumdeilanlega heyrir til göfugustu vera jarðkringlunnar, er eitt mikilvægasta dæmið um kynþáttahugtakið og dýpri skilning þess." En þótt þarna örli á vafa- sömum vísindum kynþáttahyggjunnar, sem svo mjög voru í tízku í valdatíð naz- ista, eru þær rannsóknaniðurstöður, sem raktar eru í öðrum erindum ritsins, strang- vísindalegar, svo sem um sníkjudýr sem leggjast á íslandsfálkann og aðra sjúk- dóma sem hrjá hann, einkum þegar hann er fluttur úr upprunalegum heimkynnum sínum á suðlægari slóðir. MINNISSTÆÐIR FUGLAFLUTNINGAR MEÐ DETTIFOSSI Hér er reyndar vert að geta sögu sem hálf- þýzkur frændi greinarhöfundar sagði af för sinni frá fslandi til Þýzkalands sumarið 1939. Þá var hann fimm ára að aldri farþegi ásamt móður sinni á Dettifossi sömu leið og leið- angursmenn Hermann Göring-stofnunarinn- ar réttum tveimur árum áður. En þrátt fyrir að hafa verið svo ungur að árum prentaðist það sem hann sá þarna um borð á leiðinni yfir hafið í minni hans. Uppi á dekki voru nefnilega tvö fuglabúr. I öðru voru nokkrir fálkar. I hinu kjúklingar eða rjúpur, ætlaðar sem fóður fyrir þá fyrrnefndu. Það er ekki að undra að fjaðrafokið þegar kjúklingur var færður yfir í fálkabúrið skyldi hafa reynzt fimm ára hnokka minnisstætt. Hann mundi það líka að þegar [ höfn var komið í Ham- borg voru það menn á vegum Hermanns Görings sem sóttu fálkana. Sennilegast hafa það verið starfsmenn ríkisfálkabúsins. Starfsemi ríkisfálkabúsins var sjálfhætt eft- ir stríðið. Göring var dæmdur til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Nurnberg og hann stytti sér aldur þann 15. október 1946. En þótt „ríkisveiðistjórinn" væri allur hefur áhugi á veiðifuglum, þar á meðal íslenzka fálkanum, viðhaldizt í Þýzkalandi sem annars staðar allt fram á þennan dag (sjá t.d.: www.falknerei.de). 16 FREYR 10 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.