Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 40

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 40
FÓÐUR Melting á frumu- veggjarefnum (NDF) í vömb jórturdýra (2) IÞýtt og staðfært af Gunnari Guðmundssyni, Bændasamtökum Islands. í grein sem birtist í 5. tbl. Freys var fjallað um kolvetni og greiningu þeirra í fóðri. í þessari grein verður fjallað um meltingu og nýtingu kol- vetna hjá jórturdýrum. Fóðurgildi og nýting gróffóðurs í skepnunni er að verulegu marki háð því hvernig NDF (frumu- veggjarefnin) meltist í vömb og smáþörmum. Til upprifjunar er NDF sá hluti frumuveggjarkolvetnanna (sellulósa, hemisellulósa og ligníns) sem eftir situr þegar fóðursýni er soðið í hlutlausri sápulausn. Þetta er m.ö.o. sá hluti frumuveggjarefn- anna sem leysist ekki upp í lausn en nýtist fyrst og fremst vegna gerjunar örvera í vömb. VAMBARMELTING Hér skulum við taka I notkun örlítið breytta eða nýja skilgreiningu á meltan- leika, þ.e. vambarmeltanleika. Almenna skilgreiningin á meltanleika er sá hundr- aðshluti fóðursins (þurrefnis, lífræns efnis eða annarra efnaþátta) sem eftir verður í skepnunni (efni í fóðri - efni í saur/efni í fóðri *100), þ.e. þann hundraðshluta fóð- ursins sem meltist eða brotnar niður í vömbinni sérstaklega. Vambarmelting NDF ákvarðast af sam- spili fóðursins, vambarörveranna og skepnunnar sjálfrar. Melting og niðurbrot verður aðallega fyrir tilverknað mjög sér- hæfðs hóps örvera sem vinna á og melta NDF og þær hafa litla möguleika til að melta önnur næringarefni fóðursins. Það einkennir þennan sérhæfða hóp vambar- örvera að þær vaxa hægt og eru afar við- kvæmar fyrir sveiflum í sýrustigi (pH) í vömb. Þegar sýrustig í vambarvökvanum fer niður fyrir pH 6,0 - 6,2 dregur úr virkni þeirra og þar með úr meltingu / niðurbroti á NDF. Það leiðir svo aftur til þess að gróf- fóðurátið minnkar vegna minni afkasta- getu meltingarstarfseminnar. MELTINGARHRAÐINN Frumuveggjarefni í gróffóðri meltast al- mennt hægt. Þó er munur á meltingarhraða bæði innan og á milli gróffóðurtegunda. Sem dæmi um það má nefna að meitingar- hraði sterkju og sykurs í grösum er 10 - 40 sinnum hraðari en melting NDF. Það skýrist af mismunandi eiginleikum efnahópanna sem mynda NDF, - sellulósa, hemisellulósa og ligníns. Lignín, sem er ómeltanlegt, get- ur t.a.m. bundist hemísellulósanum og gert hann óaðgengilegri fyrir örverurnar og um leið minna meltanlegan. Til þess að lýsa betur vambarmeltanleika NDF I fóðri er heppilegt að skipta þvf í tvo hluta; annars vegar ómeltanlegan hluta (UNDF) og hins vegar meltanlegan hluta (PNDF). Eins og nafnið gefur til kynna hefur UNDF vambarmeltanleikann 0, en vambarmeltanleiki PNDF er þá sá hluti sem getur melst að hámarki. Ef hlutfall UNDF í fóðri er 40% (af heildar-NDF) getur vam- barmeltanleiki NDF mestur orðið 60%. FERILL FÓÐURSINS GEGNUM VÖMB - DVALARTÍMI í VÖMB Til þess að ná hæsta mögulega vambarmeltanleika er mikilvægt að PNDF (meltanlegu frumuveggjarefnin) dvelji f vömbinni þar til þau eru melt en flæði ekki út úr vömbinni of fljótt. Sé dvalartíminn í vömbinni of skammur næst ekki hámarks- meltanleiki á PNDF. Sá þáttur sem mestu ræður um dvalartfma NDF-hluta fóðursins f vömb er gróffóðurátið. Með auknu fóðuráti eykst flæðihraðinn gegnum vömb og vam- barmeltanleiki NDF minnkar. Þannig er vambarmeltanleiki NDF afleiðing sam- keppni á milli meltingarhraða NDF og flæði- hraða fóðursins gegnum vömbina. Rann- sóknir hafa sýnt að höfuðástæðan fyrir minnkandi fóðurnýtingu við aukna fóður- umsetningu er lækkun gróffóðurmeltan- leika og þá einkum minni meltanleiki á NDF. Þessu er unnt að lýsa myndrænt. Myndirnar sýna hvernig flæðihraði fóðursins og vam- barmeltanleiki NDF breytist með breyttu fóðuráti. Gengið er út frá þvf að fóðrað sé samkvæmt þörfum upp að 30 kg dagsnyt. Myndirnar sýna að ef fóðurátið vex úr 8 f 20 kg þurrefnis á dag eykst flæðihraði NDF út úr vömb úr 1,3 í 2,2% á klst. og vambarm- eltanleiki NDF minnkar úr 58 í 47%. Flæði- hraði 1,3 og 2,2 % á klst. samsvarar 77 og 45 klst. dvalartíma í vömb. FYLLI FÓÐURSINS Mestan hluta mjólkurskeiðsins stjórnast fóðurát hjá hámjólka kúm af rými vambar- innar og rúmmáli fóðursins. Magn NDF í fóðrinu og stærð fóðuragna mynda fylli þess. Þar sem agnastærð gróffóðurs er meiri en kjarnfóðurs og 65-90% af NDF í fóðurskammti kemur frá gróffóðri er það fyrst og fremst gróffóðrið sem skapar „fyll- ina". Æskilegast væri því að gróffóðrið innihéldi sem minnst NDF til þess að ná sem mestu fóðuráti. Hér verður að hafa f huga að NDF gegnir afar mikilvægu hlutverki í að viðhalda eðli- FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.