Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 11

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 11
HROSSARÆKT dóm, hæstu einkunnir hvað bygginguna varðar eru 8,5 fyrir höfuð, bak og lend, hófa og prúðleika. í hæfileikunum er klár- gangurinn bestur og eru hæstu einkunnir 9,0 fyrir tölt og vilja/geð og 8,5 fyrir brokk, stökk, fegurð í reið og hægt stökk. Marel var fulltrúi íslands í flokki stóðhesta fimm vetra gamalla á HM 2005 í Svíþjóð og stóð þar efstur í sínum flokki. Hann hefur nú ver- ið seldur ti! Finnlands. Marel frá Feti og Ævar Örn Guðjónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). STÓÐHESTAR 4 VETRA í þessum flokki fékk hæstu einkunn á árinu Dalvar IS2001187015 frá Auðsholtshjáleigu (B:8,27 H:8,42 A:8,36). Eigandi Dalvars er Gunnar Arnarson og knapi var Þórður Þor- geirsson. Faðir Dalvars er Keilir frá Miðsitju, ff. Ófeigur frá Flugumýri og fm. Krafla frá Sauðárkróki. Móðir Dalvars er Gylling frá Hafnarfirði, mf. Orri frá Þúfu og mm. Gnótt frá Hafnarfirði. Þessi fjögra vetra foli vakti mikla athygli og ekki síst vegna góðrar frambyggingar en fyrir háls og herðar fékk hann 9,0 sem jafnframt er hæsta einkunnin í byggingunni. Að auki er hann með 8,5 fyr- ir bak og lend og samræmi, lægst er 7,0 fyrir prúðleika. Dalvar er nú þegar mikill gæðingur með 9,0 fyrir vilja/geðslag og 8,5 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið. Ljóst er að þessi foli er bæði vegna ættar, útlits og hæfileika afar spennandi og verður fróðlegt að sjá hvað hann bætir við sig á komandi vetri. Dalvar frá Auðsholtshjáleigu og Þórður Þor- geirsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Annar varð Álfasteinn IS2001187660 frá Selfossi (B:8,26 H:8,40 A:8,34). Eigandi Olil Amble og knapi Bergur Jónsson. FaðirÁlfa- steins er einnig Keilir frá Miðsitju sem virð- ist vera að sanna sig betur og betur sem mikill kynbótahestur. Móðir Álfasteins er aftur hin eftirminnilega frá LM 2000 Álfadís frá Selfossi. Álfasteinn hlaut góðan bygg- ingardóm með 8,5 fyrir bak og lend, sam- ræmi, fótagerð, réttleika og hófa. Eina sem skyggir þar á er einkunnin 6,5 fyrir prúð- leika en bágur prúðleiki hefur viljað loða við föðurættina auk þess sem móðurafinn er Kolfinnur frá Kjarnholtum sem ekki hefur verið þekktur fyrir að bæta prúðleikann. Álfasteinn er mikilvirkur alhliða gengur gæðingur með hæst 9,0 fyrir fegurð í reið og 8,5 fyrir tölt, vilja og geðslag og hægt tölt. Sama má segja um Álfastein og Dalvar hér á undan, spennandi verður að fylgjast með því hvað gerist í vetur og fróðlegt að sjá hvort hann stendur undir væntingum sem greinilega eru miklar. Ekki verður lokið svo umfjöllun um Álfastein að ekki sé minnst á hans skrautlega lit en hann er bleikálóttskjóttur en skjótta litinn hefur hann erft í móðurlegg frá Kleifum í Gilsfirði. Mynd 8. Álfasteinn frá Selfossi og Bergur Jónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðji í fjögra vetra flokknum varð Glymur IS2001 135613 frá Innri-Skeljabrekku (B:7,81 H:8,67 A:8,33). Eigendur Glyms eru Lena Jóhanna Reiher, Finnur Kristjánsson og Gunnar Hlíðdal Gunnarsson en knapi var Agnar Þór Magnússon. Faðir Glyms er Gaukur frá Innri-Skeljabrekku og móðir Þyrla frá Norðtungu. Byggingareinkunn Glyms er í tæpara lagi fyrir stóðhest 1 fremstu röð, hæst er hófaeinkunn 8,5 en lægst og í raun eini alvarlegi gallinn á bygg- ingunni er 6,5 fyrir fótagerð sem í raun væri falleinkunn ef ekki kæmu til aðrir mikils- verðir eiginleikar sem verða til þess að hest- inum má hampa. Glymur er frábær gæð- ingur á öllum gangi sem fylgt er eftir af ásækni en þó þjálni. Hæstu einkunnir eru 9,0 fyrir tölt og vilja/geðslag og 8,5 fyrir brokk, skeið og fegurð í reið. Hæfileikarnir einir nægðu til að gera hestinn nothæfan á móti vel völdum hryssum en fleira kemur til, Glymur /er fallega móvindóttur sem gerir hann enn verðmætari en sá litur nýtur mik- illar hylli nú um stundir. Glymur frá Innri-Skeljabrekku og Agnar Þór Magnússon. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). HRYSSUR 7 VETRA OG ELDRI f hryssuflokkunum komu fram margir garp- ar á árinu, í elsta flokki hryssna þ.e. sjö vetra og eldri fékk hæstu einkunn Þula IS1998235941 frá Hellubæ (B:8,11 H:8,66 A:8,44). Eigandi Þulu er Gíslína Jensdóttir en knapi var Olil Amble. Faðir Þulu er Kol- finnur frá Kjarnholtum, ff. Hrafn frá Holts- múla og fm. Glókolla frá Kjarnholtum I. Móðir Þulu er Gola frá Hellubæ, mf. Gáski frá Hofsstöðum og mm. Stjarna frá Hellu- bæ. Þula hefur góðar og jafnar einkunnir í byggingu þar sem 8,5 fyrir samræmi og réttleika eru hæstu einkunnir. Hvað hæfi- leikana varðar er klárgangurinn og sérstak- lega töltið úrval en hæstu einkunnir eru 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir vilja og geðslag og feg- urð í reið. Þula frá Hellubæ og Olil Amble. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Næsthæst í þessum flokki varð Fjörgyn IS1997288570 frá Kjarnholtum I (B:8,13 H:8,60 A:8,41). Eigandi Guðný Höskulds- dóttir og knapi Daníel Jónsson. Faðir Fjörg- ynjar er Kolskeggur frá Kjarnholtum I og móðir Fjöður frá Melhóli 2. Fjörgyn er ágæt- lega byggð með hæst 9,0 fyrir höfuð og 8,5 fyrir háls og herðar og hófa. Hvað hæfileik- ana varðar er hún jafnvígur alhliða gæðing- ur með 9,0 fyrir vilja og geðslag og 8,5 fyrir FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.