Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2005, Side 35

Freyr - 01.10.2005, Side 35
TÓNNINN Mjólkurframleiðsla í blindgötu Magnús B. Jónsson, Hvanneyri Sú ánægjulega staða er komin upp í íslenskri mjólkurframleiðslu að neysla mjólkurafurða er nú meiri en núverandi framleiðsla getur annað. Skyndilega eru ógnir þær sem blas- að hafa við svo mörgum kúabónd- anum, að framleiða verðlausa mjólk síðasta hluta verðlagsársins vegna þess að kvótinn er uppurinn, blásn- ar burt. Heildarkvótinn er aukinn, þegar eru ákveðin uppkaup á um- frammjólk á komandi verðlagsári og kvótaverð á hraðri niðurleið. Þá berast einnig fréttir af því að úti í heimi sé stöðugt aukin eftirspurn eftir íslenskum mjólkurvörum og markaðstarf undanfarinna ára að skila sér. Á heildina litið eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir íslenska mjólkurframleiðslu. En það er engin rós án þyrna. Varla lágu fyr- ir niðurstöður síðasta verðlagsárs og spárnar fyrir framtíðina þegar fyrstu áhyggjuraddir fóru að heyrast. Guðmundur Lárusson, Stekkum, reið á vaðið og skrifaði pistil á „Kýrhausnum" um mjólkurframleiðslu sem komin væri í blindgötu vegna getuleysis ís- lensku kýrinnar og hann klikkti út með eftir- farandi niðurstöðu: „Er ekki tími til kominn að horfast I augu við þá staðreynd að ef mjólkurframleiðsla á að vera í landinu til frambúðar verðum við nú þegar að hefjast handa við kynbætur stofnsins með innflutn- ingi erfðaefnis." Það var að vonum að Bú- kolla yrði nú rétt einu sinni fótakefli íslenskr- ar mjólkurframleiðslu. Margir eru sammála niðurstöðu Guðmundar í málinu. Greinar í Frey og Bændablaðinu benda á svipaðar lausnir og nú síðast kom ályktun frá fundi Mjólkurbús Borgfirðinga þar sem því er beint til LK að hefjast þegar handa um að huga að innflutningi erfðaefnis til blöndunar íslenska kúakyninu. Ég held því miður að svo einföld lausn sé ekki á málinu. Framtíð íslenskrar mjólkur- framleiðslu mun ráðast af mörgum þáttum og þar er kýrin aðeins einn þeirra. Það er ekki síður líklegt að framtíð íslenskrar mjólkur- framleiðslu liggi m.a. í sérstöðunni sem felst I því að nýta íslenska kúakynið. Það eru ekki til miklar upplýsingar um erfðafræðilega sérstöðu íslenska kúakynsins. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda þó eindregið til þess. Það er því brýnt að hefja nú þegar skipulagðar rannsóknir á erfðafræðilegri sérstöðu. Nútíma kynbótaað- ferðir gera það mjög auðvelt að fella slíkar upplýsingar að kynbótastarfinu á hverjum tíma. Það fer ekki milli mála að stofnstærð ís- lenska kúakynsins hefur áhrif á möguleika á að stunda árangursríkt kynbótastarf. Sífellt er þó verið að endurskoða og bæta kynbótaað- ferðirnar og með skipulögðum hætti er unnt að lágmarka þau augljósu vandkvæði sem stofnstærðin setur, s.s I aukningu skyldleika- ræktar, án þess að draga að nokkru ráði úr erfðaframförum. Því má heldur ekki gleyma að það er hinn virki erfðahópur sem skiptir máli en ekki stofnstærðin og nýjustu rann- sóknir benda til að jafnvel I alheimskynjum eins og Holstein sé virki erfðahópurinn ótrú- lega lítill. I umræðunum um getuleysi stofnsins til framtíðar er einkum nefnd hraðminnkandi ending kúnna og stöðug aukning kálfa- dauða. Það er margt sem bendir til þess að ending kúnna sé vanmetin og fækkun þeirra undanfarið hafi ekki stjórnast af getuleysi eða göllum heldur miklu fremur af miklum sviptingum I rekstrarumhverfi búgreinarinn- ar. Hinar óljósu orsakir kálfadauða ætti að vera áskorun á rannsóknaaðila að taka það mál föstum tökum frá mörgum sjónarhorn- um samtímis og nauðsynlegt að setja upp fjölþætta rannsóknaáætlun I því máli. (Ijósi nýrra möguleika um framtíð íslenskr- ar mjólkurframleiðslu er það skylda rann- sóknaaðila og atvinnuvegarins að taka nú höndum saman og hefja samræmda rann- sóknavinnu á mörgum vígstöðvum til þess að leita skipulega svara við þeim vandamál- um sem við blasa. Það mun verða árangurs- ríkara og skila bændum mun meiru en að hefja nú aftur umræðuna um innflutning erfðaefnis til að bæta íslensku kúna. (þessu máli er mikilvægt að allir leggist þar á árar svo gróska Islenskrar mjólkurfram- leiðslu geti haldið áfram og kúabændur framtíðarinnar geti áfram glímt við það skemmtilega vandamál að anna eftirspurn markaðsins. FREYR 10 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.