Freyr

Volume

Freyr - 01.10.2005, Page 38

Freyr - 01.10.2005, Page 38
HROSSARÆKT Hrossarækt Afurðir hrossa eru lífhross sem seld eru á innlendum og erlendum mark- aði, hrossakjöt, húðir og blóð úr fylfullum merum. Búnaðargjaldsskyld velta árið 2003 nam um 428 milljónum króna eða 2% af allri gjaldskyldri veltu. FJÖLDI HROSSA Ásett hross haustið 2004 voru alls 72.22 en voru 71.412 haustið 2003. Langflest hross eru á Suðurlandi eða um 34% af stofnin- um. Tafla 1 sýnir fjölda hrossa eftir lands- hlutum. Tafla 1. Fjöldi hrossa 2004 eftir landshlutum | Fjöldi hrossa I Reykjanessvæði 8.880 Vesturland 9.623 Vestfirðir 865 Norðurland vestra 18.144 Norðurland eystra 6.766 Austurland 3.040 Suðurland 24.934 Samtals allt landið 72.222 Heimild: Bændasamtök íslands Samkvæmt forðagæsluskýrslum er tæpur þriðjungur stofnsins trippi og folöld. Hross- um hefur heldur tekið af fjölga aftur síðan 2002 enda hefur heldur dregið úr útflutn- ingi síðustu 2 ár. Tafla 2 sýnir fjölda ásettra hrossa árin 2000-2004. Tafla 2. Fjöldi hrossa 2000-2004 1 Ár Fjöldi hrossa I 2000 73.669 2001 73.912 2002 71.012 2003 71.412 2004 72.222 Heimild: Bændasamtök íslands RÆKTUNARSTARF OG GÆÐASTÝRING ( gagnabanka hrossaræktarinnar, World- Feng, voru alls 214.000 hross skráð árið 2004 og hefur þeim því fjölgað um u.þ.b. 24.000 á einu ári. Af þeim eru folöld fædd 2003 og ásett á íslandi 4.476 talsins. Af heildarfjölda hrossa í WorldFeng eru rúm 172 þúsund fædd á íslandi en rúm 20 þús- und í Danmörku sem kemur næst í röðinni sem fæðingarland. Sextán bú taka í dag þátt I svokallaðri „gæðastýringu í hrossarækt" sem miðar að því að votta framleiðslu búanna sem vist- væna gæðaframleiðslu. Gæðastýringin tek- ur til þriggja þátta, í fyrsta lagi skýrsluhalds sem er hjá þessum aðilum ( engu frábrugð- ið skýrsluhaldi annarra þátttakenda í skýrsluhaldi. í öðru lagi er um að ræða vott- un á notkun lands með tilliti til beitar. Þessi vottun er unnin undir faglegri umsjón Land- græðslunnar en ábyrgðaraðili er viðkom- andi búnaðarsamband. Þriðji þáttur gæða- stýringarinnar er umhirðuþátturinn sem tekur til heilbrigðisþátta og miðast við fóð- urástand og almennt heilbrigði hrossanna. Þetta eftirlit er framkvæmt af dýralækni búsins eða hrossaræktarráðunauti viðkom- andi svæðis. Bú, sem standast alla þrjá þætti gæðastýringar, fá sérstakt viðurkenn- ingarskjal í lok hvers árs, auk þess sem eign- arhaldsskírteini hrossa frá búunum fá sér- stakan stimpil gæðastýringarinnar.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.