Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 13

Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 13
HROSSARÆKT Örk frá Akranesi og Jakob Sigurðsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). [ þriðja sæti varð önnur hryssa af Akranesi Assa IS2000235027 (B:8,31 H:8,31 A:8,31). Eigandi Jón Árnason en knapi Logi Þór Laxdal. Faðir Össu er Meiður frá Mið- sitju og móðir Rósa frá Akranesi. Svo sem sjá má af einkunnum Össu gerast einkunnir ekki jafnari að samanlögðu, í byggingunni ber hæst 9,0 fyrir samræmi og prúðleika og 8,5 fyrir höfuð, háls og herðar, bak og lend og hófa. En lægst er 7,0 fyrir fótagerð sem er gallinn í byggingu þessarar annars fallegu hryssu. ( hæfileikunum er hæst 9,0 fyrir skeið og 8,5 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið. Assa frá Akranesi og Logi Þór Laxdal. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). HRYSSUR4 VETRA (fjögra vetra hryssum urðu þær jafnar og efstar þær Dögg IS2001225421 frá Breið- holti (B:8,39 H:8,16 A:8,26) og Hríma IS2001225110 frá Dallandi (B:8,03 H:8,40 A:8,26). Eigandi Daggar er Gunnar Ingva- son og knapi var Jón Páll Sveinsson. Dögg er undan Orra frá Þúfu, ff. Otur frá Sauðár- króki, fm. Dama frá Þúfu. Móðir Daggar er Hrund frá Torfunesi, mf. Safír frá Viðvík og mm. Virðing frá Flugumýri. Dögg er vel byggð, sérstaklega er frambyggingin glæsi- leg en hæstu einkunnir eru 9,5 fyrir háls og herðar og 8,5 fyrir samræmi og hófa, en lægst er 7,0 fyrir réttleika. Dögg er bráð- efnileg, viljug og glæsileg klárhryssa með 9,0 fyrir vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt og 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fet þ.e.a.s. engin einkunn nema skeið und- ir 8,5 sem er glæsilegur árangur hjá fjögra vetra tryppi. Dðgg frá Breiðholti og Jón Páll Sveinsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Eigendur Hrímu eru Gunnar og Þórdís í Dallandi en knapi var Halldór Guðjónsson. Faðir Hrímu er Huginn frá Haga I, ff. Sólon frá Hóli v/Dalvík, fm. Vænting frá Haga I. Móðir Hrímu er Dúkkulísa frá Dallandi, mf. Hrafn frá Holtsmúla, mm. Lýsa frá Efri-Rot- um. Hríma er ágætlega byggð og ber þar hæst 8,5 fyrir höfuð og háls og herðar. Hæfileikarnir eru miklir, góðir og jafnir en hæst er 9,0 fyrir vilja og geðslag og 8,5 fyr- ir skeið, stökk og fegurð í reið. Hríma frá Dallandi og Halldór Guðjónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Hryssur í þriðja og fjórða sæti í þessum flokki eru líka nær jafnar, önnur með 8,2525 í aðaleinkunn en hin 8,2475. Ofar stendur Svarta-Nótt IS2001284173 frá Fornu-Söndum (B:8,21, H:8,28, A:8,25). Eigandi Tryggvi Einar Geirsson, knapi Logi Þór Laxdal. Faðir Svörtu-Nætur er Adam frá Ásmundarstöðum og móðir er Perla frá Sauðárkróki. Svarta-Nótt er vel byggð þar sem hæst er glæsieinkunnin 9,0 fyrir háls og herðar og þar næst 8,5 fyrir samræmi. í hæfileikunum er Svarta-Nótt bráðefnileg og alhliðageng hæst 9,0 fyrir vilja og geðslag og 8,5 fyrir skeið og fegurð í reið. Svarta-Nótt frá Fornu-Söndum og Logi Þór Laxdal. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Næst og örlítið neðar er Júlía IS2001276177 frá Ketilsstöðum (B:8,28 H:8,23 A:8,25). Eigandi Júlíu er Jón Bergs- son og knapi Bergur Jónsson. Faðir Júliu er Ægir frá Ketilsstöðum og móðir Mirra frá Ketilsstöðum. Júlía er vel byggð með 9,0 fyrir samræmi og 8,5 fyrir háls og herðar, bak og lend og hófa, en lægst er 7,0 fyrir prúðleika. Júlía er alhliðageng og flink með 8,5 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og hægt tölt. Júlía frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). FREYR 10 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.