Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 32

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 32
HROSSARÆKT Skýrsluhald í hrossarækt ÞATTTAKA OG UMFANG Sífellt fleiri gera sér grein fyrir mikilvægi þess að vera þátttakendur í búfjárskýrslu- haldi. Samkvæmt nýjustu tölum úr World- Feng eru nú skráð þar nærri 235.000 hross, af þeim eru rúm 79% fædd á íslandi en rúm 65% eru staðsett á (slandi, rúm- lega 134.000 hrossanna eru skráð lifandi. Skráðum hrossum hefur fjölgað um rúm 20.000 nú á einu ári og er það svipuð fjölgun skráðra hrossa og milli áranna 2003 og 2004. Skýrsluhaldsfulltrúi Bænda- samtakanna í hrossarækt er Linda B. Jó- hannsdóttir. ( töflu 1 má sjá helstu fæðingarlönd skráðra hrossa og hvað er mikið af hrossum staðsett og á lífi í þeim löndum. Tafla 1. Helstu fæðingar- og staðsetningarlönd skráðra hrossa Land Fædd í iandinu Staðsett í landinu Island 186.256 76.559 Danmörk 21.135 16.777 Svíþjóð 10.126 14.946 Holland 4.806 5.683 Þýskaland 4.394 5.736 Noregur 2.751 4.101 Bandaríkin 1.268 2.312 Sviss 928 1.389 Austurríki 850 1.111 Belgía 828 797 Finnland 632 1.496 Bretland 421 660 (töflu 2 sést hvað mikið er skráð af ásett- um folöldum fæddum á íslandi úr árgangi 2004 á hverju skráningarsvæði og til sam- anburðar árið 2003. Einnig kemur fram hvað mikið er A-vottað og hve hátt hlutfall það er á hverju svæði. Svo sem sjá má eru folöldin 4.684 sem er 208 folöldum fleira en úr árgangi 2003, en sambærilegar tölur fyrir árin 2001 og 2002 voru 4.090 og 4.347. Aukningin er umtalsverð. Bæði virðist ásetningur vera að aukast og einnig hitt að sífellt fleiri taka þátt í skýrsluhaldinu. Góðu heilli kemur nú greinilega fram að gæði skýrsluhaldsins, hjá þeim sem það stunda, fara vaxandi. Folöldum sem eru A-vottuð fjölgar nærri um sex prósent og eru nú 33,9% á lands- vísu en best standa sig Borgfirðingar (47,4%), Snæfellingar (42,5%), A-Hún- vetningar (44,4%) og Sunnmýlingar (46,8%). Nærri 40% folaldanna eru upp- runnin á Suðurlandi en á mynd 1 er folöld- unum skipt eftir hrossaræktarsambands- svæðum og sjást þar greinilega yfirburðir Hrossaræktarsambands Suðurlands en 44% folaldanna eru upprunnin á starfs- svæði þess. ÚTFLUTNINGUR HROSSA Eitt af því sem haldið er utan um í World- Feng er útflutningur hrossa en útflutnings- fulltrúi bændasamtakanna er Hallveig Fróðadóttir. ( töflu 3 má sjá fjölda og helstu útflutningslönd frá 1995 og fram í miðjan október nú i ár. Útflutningurinn hefur farið minnkandi allan áratuginn, þó með undantekningu upp á við 2004. Ekki er nú fyrirséð hvað verður í ár en vonandi næst að halda í horfinu. Alls hafa rúm 21.000 hross verið flutt út á árabilinu og berlega sést að Þýskaland og Svíþjóð hafa borið uppi fjöld- ann og eru með meira en helminginn af heildarfjöldanum. IEftir Guðlaug V. Antonsson, landsráðu- naut í hrossaraekt, Bændasamtökum íslands MERKINGAR HROSSA Enn og aftur skal á það minnt hér að sam- kvæmt reglugerð um búfjármerkingar ber hrossaeigendum að láta einstaklingsmerkja öll folöld fyrir 10 mánaða aldur. Jafngilt er hvort heldur örmerki eða frostmerki. Und- antekning eru folöld sem felld eru á fyrsta ári. Besta leiðin er að samhliða merkingu sé gengið til liðs við skýrsluhald bændasam- takanna ef ræktendur eru ekki þátttakend- ur í því nú þegar. LITIR ( WorldFeng er hægt að nálgast upplýsing- ar um litaskiptingu hrossa. (töflu 4 kemur fram litaskipting á folöldum fæddum 2000, 2003 og 2004 og til samanburðar litir í ís- lenska hrossastofninum 1930. Litlar breyt- ingar er að sjá nú á síðustu árum en alltaf eru þó einhverjar prósentuhreyfingar til og frá. Helst má segja að við þurfum að vera á varðbergi gagnvart Ijósu litunum, leirljósum og moldóttum, því sérstaklega moldóttu folöldunum virðist vera að fækka. Að sjálf- sögðu er litförótti liturinn einnig tæpur en Mynd 1. Hlutfallslegur fjöldi skráðra folalda 2004 eftir hrossaræktarsamböndum 2% 1 % 16% 10% 44% 10% □ Hrs. □ Hrs. □ Hrs. □ Hrs. ■ Hrs. □ Hrs. ■ Hrs. □ Hrs. ■ Hrs. Suðurlands Vesturlands Dalamanna V-Húnvetninga A-Húnvetninga Skagfirðinga Eyfirð. og Þing. Austurlands A-Skaftfellinga FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.