Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 6

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 6
AFURÐIR LANDBÚNAÐAR - ÞARFIR MARKAÐA Samkvæmt grónum hefðum hefur flestum verið tamast að líta á afurðir landbúnaðar sem hlutbundna vöru, svo sem mjólk, kjöt og grænmeti. Hérlendis hafa ekki margar kynslóðir lifað við allsnægtir um frumþarfir. Áhugi á mat hefur því verið mikill og hann hefur mótað viðhorf bænda, en líka neyt- enda, til búskapar. Þegar sagan er skoðuð nánar má hins vegar sjá að búvörufram- leiðslunni hafa fylgt aukaafurðir - eða verð- auki - er löngum voru flokkaðar sem sjálf- sagðir hlutir ef þá eftir þeim var tekið; arfur þeirrar tíðar þegar heimilið var hin sjálfbæra eining tilveru fjölskyldunnar: framleiðslu- og vinnslustaður matvæla, margstiga skóli, elli- heimili, félagsmálastofnun, afþreyingarstað- ur o.s.frv. I neyslusamfélagi nútímans hafa hins vegar sumar þessara „afurða" náð að marka sér sérstaka tilvist og þannig fallið inn I spil markaðarins, ýmist vegna eftirspurnar sem kviknað hefur í samfélaginu og/eða á grundvelli framboðs og hugvitsamlegrar markaðssetningar. Sérstaða markaða margra búvara, bæði hérlendis og í sambærilegum löndum, er sú að vöruverðið er greitt með tvennum hætti. Annars vegar með samfélagslegum stuðn- ingi (beinum og óbeinum) og beint af neyt- anda hins vegar. ( samfélaginu hefur gætt vaxandi andstöðu við opinbera styrki til bú- vöruframleiðslu umfram naumustu þarfir. Ekki er víst að þessi andstaða beinist að öllu leyti gegn fjárstreymi til landbúnaðarins sem slíku, fremur því að fjármunirnir fari ekki til þeirra verkefna/afurða sem samfélagið spyr eftir - að ekki sé framleitt það sem markað- urinn krefst. Til dæmis um það er nýlega staðfestur velvilji (slendinga til skógræktar, en til hennar leggur samfélagið nú umtals- verða fjármuni án þess afurðin mæti ein- göngu efnislegum frumþörfum þess. Áhugi á hrossarækt og umsvif hennar benda til mikillar fjármunaveltu þótt ekki komi fram í hefðbundnum þjóðhagsreikningum. Vöxtur ferðaþjónustu á vegum bænda og annarra umönnunarstarfa til sveita og í öðru dreifbýli er einnig dæmi um „nýjar" þarfir sem skap- að hafa ný atvinnutækifæri. Sveitirnar eru nú mun misleitari að sam- setningu hvað búsetu og störf snertir en þær voru fyrir aðeins liðugum aldarfjórð- ungi. Má segja að þar sem áður voru rekin bú áþekkrar gerðar á hverri jörð samfelldra sveita séu nú bú og býli í bland, þ.e. bú með ýmislegri búvöruframleiðslu og býli, setin fólki um lengri eða skemmri tíma ársins án sömu tengsla við landið og áður voru (auk eyðibýla). Hvor um sig eiga mikilvægu hlut- verki að gegna í viðhaldi og eflingu dreifðra byggða til framtíðar - hins nýja landbúnaðar. Sænski hagfræðingurinn Gunnar Myrdal tel- ur framleiðslugrundvöll hans þríþættan en skörun þáttanna þó umtalsverða: Evrópulönd búa sig nú undir að hverfa frá einhæfum framleiðslustuðningi við fáar af- urðirtil fjölbreyttari stuðnings - að mæta líka hinum nýju þörfum markaðarins. Ljósm.: Áskell Þórisson Útlit og svipmót íslenskra sveita er verð- mæti sem huga þarf að - hér sjáum við borgfirskt menningarlandslag á sólríkum ferðamannadegi. Ljósm.: Bjarni Guðmundsson. 1. að varðveita jákvæðar hliðar búvöru- framleiðslunnar, 2. að vinna gegn óæskilegum áhrifum bú- vöruframleiðslunnar, 3. að bjóða upp á leiðir til að mæta „nýj- um" þörfum. En tilveran er ekki auðveld, því með bú- vöruframleiðslu næstu framtíðar þarf land- búnaðurinn að mæta tvenns konar þörfum: • þörf fyrir sérhæfða og staðlaða fram- leiðslu I harðri verðsamkeppni, • þörf fyrir sérstæða framleiðslu - sér- stæða/sjálfþæra framleiðsluhætti/viðhald hins líffræðilega fjölbreytileika ... þar með talið tillit til menningarlandslags og ann- arra menningarþátta. Miklar líkur eru á að þessar þarfir móti landbúnaðarstefnu næstu ára og fram- kvæmd hennar. Virkasta áhald stjórnvalda I framkvæmd landbúnaðarstefnu er fjár- magn og ráðstöfun þess. Opinberum fjár- munum er fremur einfalt að koma til skila með beingreiðslum, t.d. tengdum fram- leiðslumagni. Rétt er þó að benda á að sak- ir kostnaðarsamsetningar tæknivæddra bú- greina fara þær í reynd ekki til að greiða bændafólki laun fyrr en aðföng hafa verið greidd. Verði hins vegar kosið að beina hluta opinberra fjármuna til hinna „nýju" afurða búanna/býlanna er mikilvægt að tryggja „hittni" fjárins, þ.e. að það komi fyrir skilgreinda afurð og til þeirra er hana láta af hendi. MENNINGARLANDSLAG í umræðunni um nýjar afurðir landbúnaðar- ins krælir víða á viðfangsefninu menningar- landslag. Þetta tengist því að ásýnd lands hefur í alþjóðlegri umræðu verið gefinn vaxandi gaumur síðari árin, m.a. í tengslum við náttúruvernd. Landslag og ásýnd lands fela í sér náttúrufar annars vegar og menn- ingarþætti hins vegar. I norrænu samhengi virðist menningarlandslag íslenskra byggða um sumt sérstætt þótt margar séu ræturn- ar sameiginlegar. Landbúnaður er einn stærsti landnotandi samfélagsins og hlýtur því að móta landslag í miklum mæli með byggingum sínum, ræktun og öðrum athöfnum. Landslagið felur í sér náttúrufar annars vegar og menn- ingarþætti hins vegar. Stig náttúrufars og menningar leikur á kvarða frá ósnertu landi til þrautræktaðs lands. Menningarlandslag er allt það landslag sem mótað er af mann- inum. Menningarminjar og minjasvæði ná ekki aðeins til hinna sýnilegu landamerkja, held- ur einnig til sviða sem geyma landnýtingar- hefðir, sögulega atburði og trú kynslóð- anna, og má líklega telja sumt af því ramm- (slenskt einkenni. Menningarlandslag end- urspeglar llf og starf samfélagsins í tíma og rúmi, og mat á gildi þess er mismunandi á milli samfélagshópa og frá einum tíma til annars: a. Menningarlandslag fræðir um ferla nátt- úrunnar, menningarsögu og samspil manns og náttúru. b. Menningarlandslag er auðlind til upplif- unar og annarra nota I daglegu lífi, bæði vinnu og frítíma. Upplifun landslagsins getur haft beina hagræna skírskotun, t.d. I ferðamennsku og menningarstarfi bæði á þjóðlega og alþjóðlega vísu. Fyrirferð og hraði mannlegra áhrifa á menningarlandslagið hafa verið sérlega áberandi og stigvaxandi síðustu hundrað árin: 6 FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.