Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 12

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 12
HROSSARÆKT tölt, brokk, skeíð, stökk, fegurð í reið og fet. Fjörgyn frá Kjarnholtum I og Daníel Jónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðja í elsta flokki varð Álfrún IS1998225296 frá Reykjavík (B:8,24 H:8,52 A:8,41). Eigandi Álfrúnar er Sig- urður Ragnarsson og knapi var Steingrim- ur Sigurðsson. Faðir Álfrúnar er Oddur frá Selfossi og móðir Álfadís frá Kópavogi. Álfrún er vel byggð með jafnan og góðan dóm hæstu einkunnir eru 8,5 fyrir höfuð, bak og lend, samræmi og fótagerð. ( hæfileikunum er hún jafnvíg og góð á öll- um gangi hæstu einkunnir 9,0 fyrir vilja og geðslag og 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk, fegurð í reið og hægt stökk. Álfrún frá Reykjavík og Steingrímur Sigurðsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). HRYSSUR6 VETRA ( sex vetra flokki stendur efst eftir árið snillingurinn Maístjarna IS1999276212 frá Útnyrðingsstöðum (B:7,96 H:8,77 A:8,45). Eigandi Kvistir ehf. en knapi Þórður Þorgeirsson. Faðir Maístjörnu er Gustur frá Hóli, ff. Gáski frá Hofsstöðum, fm. Abba frá Gili. Móðir Maístjörnu er Glóð frá Útnyrðingsstöðum, mf. Blakkur frá Jaðri, mm. Rauðka frá Brekkugerði. Mafstjarna er rétt undir 8,00 í sköpulagi en þó hvergi lág, hæst er fótagerðin 8,5. Hvað hæfileikana varðar er Mafstjarna hreinn gæðingur með allar gangtegundir góðar hæst 9,0 fyrir tölt, skeið og vilja og geðslag og 8,5 fyrir brokk, fegurð í reið og fet. Maístjarna var fulltrúi okkar (slend- inga í þessum flokki á HM og stóð þar efst. Maístjarna frá Útnyrðingsstöðum og Þórður Þorgeirsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Önnur í þessum flokki varð Lyfting IS1999255267 frá Síðu (B:8,03 H:8,70 A:8,43). Eigandi Bára Elíasdóttir og knapi Sigurður Óli Kristinsson. Faðir Lyftingar er Hrannar frá Kýrholti og móðir Saga frá Syðra-Langholti. Lyfting er rétt yfir átta í byggingu, nokkuð er þar um ójafnar ein- kunnir því hæst er 9,0 fyrir bak og lend en aðeins 7,0 fyrir höfuð og 6,5 fyrir prúð- leika, sem hvort tveggja er í lægri mörk- um. Hvað hæfileikana varðar er Lyfting; viljugur, rúmur og gripamikill alhliða gæð- ingur þó klárgangurinn sé bestur. Hæst er hún með 9,5 fyrir vilja og geðslag, 9,0 fyr- ir tölt og stökk og 8,5 fyrir brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Lyfting frá Síðu og Atli Guðmundsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðja í sex vetra flokknum varð Þruma IS1999287759 frá Hólshúsum (B:8,46 H:8,36 A:8,40). Eigendur eru Helgi Jón Harðarson, Hannes Sigurjónsson og Er- lingur Erlingsson. Knapi var Erlingur Er- lingsson. Faðir Þrumu er Þorri frá Þúfu og móðir Blika frá Hólshúsum. Þruma er með feikngóða byggingareinkunn þar sem hæst ber 9,5 fyrir hófa, 9,0 fyrir samræmi og 8,5 fyrir háls og herðar. Hvað varðar hæfileikana er Þruma úrvals klárhryssa með 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir vilja og geðs- lag, fegurð í reið og hægt tölt og 8,5 fyr- ir brokk. Þruma frá Hólshúsum og Erlingur Erlingsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). HRYSSUR5 VETRA Á árinu varð efst í fimm vetra flokknum Sefja IS2000282210 frá Úlfljótsvatni (B:8,00 H:8,78 A:8,47). Eigendur eru Lilja Pálma- dóttir og Baltasar Kormákur, knapi Erlingur Erlingsson. Faðir er Gusturfrá Hóli og móð- ir er Sokka frá Úlfljótsvatni, mf. Mósi frá Úl- fljótsvatni og mm. Katla frá Úlfljótsvatni. Sefja er með slétta 8,00 í byggingu þar sem hæst ber 8,5 fyrir samræmi og hófa en lægst er 6,5 fyrir prúðleika. Sefja er gædd miklum hæfileikum af fimm vetra tryppi að vera, fljúgandi alhliðageng, hágeng og rúm, hæstu einkunnir 9,0 fyrir brokk, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið og 8,5 fyr- ir tölt, stökk og hægt tölt. iifÁm A Ai ■rlíPi pgriLjg Sefja frá Úlfljótsvatni og Erlingur Erlingsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). ( öðru sæti í þessum flokki varð Örk IS2000235006 frá Akranesi (B:8,22 H:8,44 A:8,35). Eigandi Smári Njálsson og knapi Jakob Sigurðsson. Faðir Arkar er Markús frá Langholtsparti og móðir Ösp frá Lágafelli. Örk er bæði með háa byggingareinkunn og hæfileikaeinkunn sem gæðingi sæmir. ( byggingunni ber hæst 9,0 fyrir bak og lend og 8,5 fyrir háls og herðar og samræmi. ( hæfileikunum er hæst 9,0 fyrir vilja og geðslag og 8,5 fyrir brokk, skeið, stökk og fegurð I reið. FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.