Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 20

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 20
TÆKNI Tölvutækni við stjórnun dráttarvéla Tölvutækni við stjórnun vinnuvéla hefur verið í mjög örri þróun einkum nú síðasta áratuginn. Það á einnig við dráttarvélar og vinnuvélar tengdar þeim. Þar sem áður var mælaborð með einföldum ampermæli, olíuþrýstingsmæli og hleðsluljósi eru nú margháttaðar upplýsingar á stafrænu formi jafnval á sérstökum skjá. Til að mynda var vinnuvélum sem tengdar voru á dráttarvélar, í fyrstu lyft upp með handafli. Seinna komu svo þrítengibeislin sem tengd eru vökvaþrýstingi vélarinnar og stjórnstengur með beintengdum stöngum. Nú á tímum er algengt að stjórnað sé með rofum eða hnöppum. Þeir eru oftast tengdir rafbúnaði sem aftur stjórnar vinnutækinu, oft með aðstoð rafsegulrofa í vökvakerfi vélanna. IEftir Grétar Einarsson, Landbúnaðarháskóla (slands, Hvanneyri. skynjarinn boð í miðverk tölv- unnar. Með þessum hætti er unnt að skrá niður t.d. hraða, ferilhraða og vegalengdir. Eins og á öðrum sviðum tölvu- tækninnar er þessi þróun í örum vexti. Hún veitir mönnum margs konar möguleika til nákvæmari stjórnunar, eftirlits og skráning- ar, langt umfram það sem áður var. Af eðlilegum ástæðum tek- ur nokkurn tíma að átta sig á öllum þeim möguleikum sem þessi tækni veitir og hvernig hana má nýta til nákvæmari vinnubragða sem stundum er nefnt nákvæmnisbúskapur. Einnig mætti orða það svo að meiri möguleikar eru á að stjórna framleiðsluferlinu af ná- kvæmni hvað snertir vinnuvél- arnar og reyndar á mörgum öðrum sviðum búskaparins. FRÁ RAFMAGNI YFIR I' TÖLVU Heimur rafmagnsfræðinnar hvað snertir tölvur er eitthvað sem varðar alls konar smáhluti og hraða. Einnig er rætt um lág- spennu og straummagn sem er mælt í milli- eða mikroamperum. ( umfjölluninni er rætt um trans- istora, spólur og þétta. Þá er eitt- hvað um samtengdar hringrásir þar sem á hverjum fermillimetra eru jafnvel hundruð þúsunda að- gerðir. En i stuttu máli má segja að tölvan samanstandi af mið- verki (central processing unit) sem er þá sjálf aðgerðaeiningin og örgjörvinn. Það er tengt ílags- og frálagseiningu. Miðverkið er þróað út frá hringrásum. Það er hægt að for- rita og er hin miðlæga eining í stjórnunar- og samræmingarað- gerðum í tölvunni. Þegar mið- verkið er með ílags-og frálags- búnaði ásamt minni er um að ræða það sem daglega er nefnt tölva. Tölvan er algjörlega óstarf- hæf þar til hún hefur fengið röð skipana eftir ákveðnum reglum sem eru nefnd forrit til að vinna eftir. TÖLVAN Vinnuferlið í tölvunni er í stór- um dráttum þannig. [ ílagsein- ingunni (inngangur) eru skráðar utanaðkomandi upplýsingar þ.e. hún tekur á móti utanað- komandi gögnum. Það getur til að mynda verið tengt rofum eða hnöppum t.d. þegar verið er að stilla vinnuvélina inn á til- tekna vinnslubreidd. Það getur líka verið um að ræða nema sem skrá t.d hita eða þrýsting. Miðverkið tekur síðan við gögn- unum, reiknar og ber saman. [ minninu eru viðkomandi forrit geymd og niðurstöður útreikn- inga t.d. áburðarmagn á hekt- ara. f frálagseininguna (útgang- ur) fara þau gögn sem tölvan hefur lokið við að vinna úr t.d. leiðrétting á plógdýpt, tenging í og úr framhjóladrifi eða læsing á mismunadrifslás. SKYNJARAR Nemar eða skynjarar skila frá sér nauðsynlegum upplýsingum að miðverkinu. Skynjararnir um- breyta eðlisfræðilegu ástandi í rafrænt form. Eðlisfræðilegt ástand getur t.d. verið þrýsting- ur, hiti, hraði, staðsetning og flæði. Þeir geta unnið með ýms- um hætti og einnig verið ólíkir hvað varðar nákvæmni. Mælingar á hraða og snún- ingshraða öxla er ein af mikil- vægustu upplýsingunum varð- andi notkun á dráttarvélum. Svonefndum aflestrarskynjara er komið fyrir af nákvæmni í ná- munda við hjól eða ás. Á hjólinu er komið fyrir segulmögnuðum málmbút sem við snúninginn hefur í hverri hringferð áhrif á skynjarann. [ hvert skipti sendir RAFBÚNAÐUR Á DRÁTTARVÉL I rafbúnaði dráttarvéla er að finna margbreytilegan búnað bæði sem staðalbúnað og/eða aukabúnað eftir óskum kaup- andans. Um er að ræða allt frá einföldum vöktunarbúnaði upp í „flókinn" búnað til stjórnunar. Það getur t.d. verið búnaður sem stjórnar áburðarmagni á til- tekinn flöt innan sömu spildu sem byggir á greiningu á jarð- vegsgerð og uppskerumæling- um. Uppskerumælingarnar hafa þá verið gerðar með viðlíka búnaði árið áður og geymdar í minni tölvunnar. TÖLVUSTÝRÐUR LYFTIBÚNAÐUR Tölvustýrður lyftibúnaður er gott dæmi um hvernig nota má rafbúnaðinn/tölvurnar til að framkalla hraðvirk viðbrögð sem laga sig að stillingum sem eru fyrirfram ákveðnar. Jafn- framt er unnt að tengja við- brögð lyftunnar við hjólskriki drifhjóla. Fari skrikið umfram til- tekin mörk, t.d. við plægingu, er plógnum lyft aðeins og þar með minnkar skrikið. Annað dæmi sem má nefna um tölvustýrða lyftustjórnun á þrítengibeisli er sveiflujöfnun. Við meiri ökuhraða en 6-8 km/klst. lækkar stöðuhæð lyft- unnar örlítið en í kjölfarið fer af stað hraðvirkur búnaður sem ýmist hækkar eða lækkar stöðu vinnutækisins til að draga úr sveiflum í hæð vinnutækis eftir Mynd1- Miðverk Uppbygging á tölvubúnaði. 20 FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.