Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 17

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 17
MOLAR Skoskir kúa- bændur undir þrýstingi Það verð sem skoskir kúabænd- ur fá fyrir mjólk sína er nú afar lágt og þeir óttast að núverandi verðstríð stórmarkaðanna koll- varpi skoskri mjólkurfram- leiðslu. Samband skoskra mjólkur- framleiðenda, NFUS, hvetur smásöluverslanir til að hætta verðstríði með mjólk, að öðrum kosti má búast við því að skosk- ir kúabændur gefist upp á rekstri sínum. Þessi viðbrögð komu eftir að framleiðendaverð á mjólk hefur enn einu sinni ver- ið lækkað. Heimild fyrir þessu er vefsíðan Just-food.com, að sögn Mejeriforeningen í Dan- mörku. Á vefsíðunni segir Willie Lam- ont, talsmaður NFUS, að vand- inn liggi í því að verið er að eyði- leggja skoskan mjólkuriðnað og þeir sem að því standa eru vold- ugar matvöruverslanakeðjur sem eru reknar með skamm- tímahagnað í huga. Þær þrýsta niður framleiðendaverðinu til þess að ná sem mestu af mark- aðnum og láta sig engu varða hag framleiðendanna. Hann vill að keðjurnar setji sér langtíma- áætlun í stað þess að hugsa að- eins um eigin skammtímahagn- að. Með því móti sýna þær ábyrgð til lengri tíma, bæði gagnvart sjálfum sér og hags- munum viðskiptavinanna, segir hann. Vaxandi lyfja- notkun í danskri svínarækt áhyggjuefni Vaxandi notkun á fúkkalyfjum í svínarækt I Danmörku getur valdið heilsufarsvandamáli hjá fólki. Lyfsalafélag Danmerkur, Dan- marks Apotekerforening, bend- ir á þá hættu að fólk fái ekki fullnægjandi meðhöndlun á sýkingum vegna þess að sýkl- arnir séu ónæmir gegn lyfjum. Á tímabilinu 2002-2004 jókst notkun sýklalyfja í danskri svína- rækt um 27% þó að svínum fjölgaði aðeins um 4%. Það þýðir að notkun sýklalyfja hafi aukist um 22% á þessum tveimur árum á hvert svin. Heildarnotkun á fúkkalyfjum í danskri búfjárrækt jókst um 18% á sama tíma og aukningin jókst enn um 3,5% á fyrri helm- ingi þessa árs, 2005. Meira en 80% af þessum lyfjum eru not- uð í svínarækt. Hluti af aukningunni stafar af því að svínasjúkdómurinn PMWS hefur verið að breiðast út á dönskum svínabúum á þessum tíma en það skýrir ekki alla aukninguna. Formaður Danska lyfsalafé- lagsins, Niels Kristensen, bendir á að á þessu tímabili hafi verið stofnaður fjöldi fyrirtækja sem býður bændum dýralyf með góðum afslætti og hann telur að það hafi aukið lyfjanotkun- ina. I kjölfar þess hefur hið opin- bera nú gefið verðlagningu á dýralyfjum frjálsa. Jafnframt hefur verið heimil- að að fyrirtæki í eigu bænda, sem framleiða og selja fóður, megi stunda viðskipti með dýra- lyf. Það getur aukið enn á lyfja- notkun I landbúnaði og stefnir bæði öryggi fóðurs og velferð dýra í tvísýnu. Traust drattarbeisl Asetning á staðnum. VIKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf • Dvergshöfða 27 Sími 577 1090 • www.vikurvagnar.is ( BÚSTAÖUR FASXEIGNASAUA j | A LANDSBVGGÐINNI ■ ™ \ VILTU SELJAJÖRÐ? > * a Við þekkjum landsbyggðina og til búrekstrar. ö • ffil Sanngjörn söluþóknun. •V . ■ . • . • ;•• 4 V* '' Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. og löggiltur fasteignasali - Mörkinni 3 - Reykjavík - Sími 545-4100 & 868-4112 J FREYR 10 2005 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.