Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2005, Side 30

Freyr - 01.10.2005, Side 30
FERÐAÞJÓNUSTA Náttúrutengd ferðaþjónusta Náttúrutengd ferðaþjónusta tengist hvers konar náttúruskoðun, þar sem náttúran er ávallt í miðdepli. Sem dæmi um slíka tegund ferðaþjón- ustu má nefna gönguferð, skíðaferð, kajaksiglingu eða hestaferð en einn- ig ferðir á vélknúnum farartækjum eins og bátum og bílum. Farartækið er þó aðeins tæki til að komast á áfangastað og megináherslan er alltaf á þá upplifun sem tengist nátt- úrunni. Mikilvægur þáttur í náttúru- tengdri ferðaþjónustu er áhersla á að umgangast bæði náttúru og sam- félagið af virðingu og er lögð mikil áhersla á sjálfbæra auðlindanýtingu í daglegum rekstri fyrirtækja. í þess- ari grein verður sagt frá verkefni um náttúrutengda ferðaþjónustu á Vest- fjörðum og hvernig þessi tegund ferðaþjónustu nýtist almennt ís- lenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. NÁTTÚRUTENGD FERÐAÞJÓNUSTU- VERKEFNI Á VESTFJÖRÐUM Árið 2004 hófst 3ja ára verkefni sem miðar að því að gera fyrirtækjum kleift að þróa vöru sem byggir á náttúrutengdri afþrey- ingu. Fyrirtæki á Vestfjörðum, í Norður-Nor- egi, Norður-Svíþjóð og frá eyjum og hálendi Skotlands eru þátttakendur. Hér heima er það Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem tekur þátt í verkefninu og er Hólaskóli sam- vinnuaðili þeirra. Fræðast má um tilgang og markmið verkefnisins á www.holar.is/nbt og www.naturebasedtourism.net Markmið verkefnisins er þríþætt: (fyrsta lagi að þróa leiðir til að auka markaðsþekk- ingu á náttúrutengdri ferðaþjónustu. Þann- ig megi bæta vöruþróun og markaðssetn- ingu sem hæfir slíkri ferðaþjónustu. ( öðru lagi að styrkja gæða- og umhverfisþætti náttúrutengdrar ferðaþjónustu á norðlæg- um slóðum og þar með stuðla að sjálfbærri vöruþróun. ( þriðja lagi að efla þekkingu og byggja upp tengslanet. Hvetja til nýsköpun- ar, nýta bestu aðferðir, stuðla að viðskipta- þróun og notkun siðareglna sjálfbærrar þróunar í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Verkefnið gefur tækifæri á að ýta undir vöruþróun í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Flestöll fyrirtækin sem taka þátt eru lítil (eins og flest íslensk og norræn fyrirtæki) og með verkefninu næst væntanlega árangur sem nýst getur öðrum fyrirtækjum á íslandi. Miðað er við að fyrirtækin stundi vöruþróun á grundvelli eftirfarandi grunnatriða: GRUNNÞÆTTIR í NÁTTÚRUTENGDRI FERÐAÞJÓNUSTU • Umgangast bæði náttúru og samfélagið af virðingu. • Áhersla á sjálfbæra auðlindanýtingu í daglegum rekstri fyrirtækja; umhverfis- stjórnun. • Náttúruskoðun sem inniheldur um- hverfistúlkun. • Fara eftir siðareglum um sjálfbæra ferða- þjónustu, t.d. reglum WWF um ferða- mennsku á norðurskautssvæðinu. (Sjá: http://www.panda.org/about_vvwf/where _we_work/arctic/what_we_do/tourism /tourism_tips.cfm ) • Heimamenn hafi ávinning af ferðaþjón- ustu og taki þátt í ákvörðunum. • Skapa fyrirtæki sérstöðu. • Áhersla á gæðavöru. Námskeið eru haldin tvisvar á ári og þar fræðast fyrirtækin um sambærileg fyrirtæki og vinna að því að skilgreina sín séreinkenni sérstaklega út frá náttúrufari. Þau rýna í umhverfis- og gæðastjórnun sem hæfir fyr- IEftir Kjartan Bollason, M.A., umhverfisfræðing og verkefnisstjóra við Ferðamáladeild Hólaskóla - Háskólann á Hólum irtækjum af þeirra stærð. Námskeiðin eru haldin hjá fyrirtækjunum sjálfum, sem flest- öll bjóða upp á gistingu og þar er farið í gönguferð um svæðið. Þar á eftir eru möguleikar skoðaðir og íhugað hvað er sér- stakt hjá hverju fyrirtæki. Einnig er tekin fyr- ir markaðssetning og þá sérstaklega hvern- ig hægt er að nota heimasíður og rýnt í bæklinga. Samvinna fyrirtækja á hverjum áfangastað er einnig lykilatriði, þar sem það styrkir framboð á afþreyingu á áfanga- staðnum og gerir hann áhugaverðari og lík- legri til að lokka til sín ferðamenn. AÐ MARKA SÉR SÉRSTÖÐU Öll ferðaþjónusta þarf að marka sér sér- stöðu til að laða að ferðamenn. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um náttúrutengda ferðaþjónustu en þar gildir að byggja á þeirri sérstöðu sem náttúra hvers svæðis hefur upp á að bjóða. Að auki þarf að mat- reiða vöruna miðað við þá grunnþætti sem áður eru nefndir. Ef slíkt er ekki gert er hætta á að sú auðlind sem náttúran er og það sem ferðamaðurinn sækist eftir skaðist. Þegar mörkuð er sérstaða er mikilvægt að Lykiltala Mælieining / -aðferð Markmiðssetning Leiðbeiningar - útskýringar Náttúruvernd og fræðsla • Upplýsingabæklingar um náttúruna. • Leiðsögn byggð á umhverfistúlkun. • Verndun svæða, bæði tfmabundið eins og t.d. um varp- tíma og um langtíma m.a. vegna hægs vaxtartíma plantna á norðurslóð Að vernda og hlúa að þeim stöðum sem ferðaþjónustan nýtir sér. Gera sér grein fyrir þolmörkum vistkerfis og haga ferðaþjónustu samkvæmt þeirri þekk- ingu Bjóða upp á áhuga- verðar og skemmtilegar upplýsingar um náttúr- una, sem vekja áhuga gesta á að vita meira og um leið að bera virðingu fyrir náttúrunni og þar með hlúa að henni. Opinberar stofnanir eins og Umhverfisstofnun, náttúrustofur í hverjum landshluta og ferðamála- samtök geta aðstoðað fyr- irtæki við að afla sér upp- lýsinga um sérstöðu nátt- úru á hverju svæði. Þar með fær fyrirtæki mikil- væga þekkingu til að fara eftir við val á t.d. göngu- leiðum og áfangastöðum fyrir ferðamenn almennt. Um leið fær fyrirtæki að- gang að þekkingu um náttúruna sem vekur áhuga ferðamanna. Dæmi um hvernig fyrirtæki geta sett sér markmið út frá ákveðnum grunnþáttum náttúru- tengdrar ferðaþjónustu og fylgst með hver árangurinn er. m FREYR 10 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.