Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 29
VIÐTAL
skattgreiðslum sem reiknuðust af tekjum
ársins á undan. Ég átti því tiltölulega auð-
velt með að hætta. Ég vissi um aðra sem
færðu sig til innan fagsins, sinntu t.d. sér-
sviði eins og sæðingum og flutningum fóst-
urvísa. Þeir voru áfram þátttakendur í þess-
um sama „sirkus" en í vissri fjarlægð frá
sínu sérsviði. Annað sem mér Kkaði ekki var
viss gjá sem ríkti milli bóndans og dýralækn-
isins. Maður hafði oft á tilfinningunni þegar
bóndinn hringdi að hann væri ekki ánægð-
ur með að þurfa á dýralækninum að halda.
Hann var kannski búinn að nota lyf sem leg-
ið höfðu á hillu inni í fjósi síðan síðast, dá-
lítið af fúkkalyfjum, örlítið bólgueyðandi, til
þess að spara, því læknisþjónusta er dýr þar
eins og annars staðar. En dýralækninum var
ekki alltaf sagt hreinskilnislega frá því sem
gert hafði verið á búinu.
I stuttu máli hætti ég vegna þess að ég
áttaði mig á að til þess að fá einhverju
ágengt ( faginu þyrfti að kafa dýpra en í
mínu valdi var. Grundvallarspurningin er um
„að vera eða að eiga". Árátta okkar að
ásælast meira og meira leiðir okkur til að
missa virðinguna fyrir dýrunum."
Kom ekki til greina að fara frá húsdýr-
um yfir í gæludýr?
„Ég sinnti reyndar oft gæludýrum í lok
vinnudags, síðustu einn eða tvo tímana. (
rauninni var oft meiri þörf á því að lækna eig-
andann en sjálf dýrin! ( stað þess að vera
hreinskilinn um ástand dýranna þurfti að setja
á svið leikrit fyrir eigendurna en það átti ekki
við mig. Skömmu áður en ég hætti gerði ég
tilraunir með akúpúnktúr (innsk. blm.: nála-
stungur) og hómópatíu á smáu dýrin. Það
skilaði stundum ágætum árangri en til þess
þarf eigandinn að þekkja dýrið sitt vel, venjur
þess og hagi, en það var ekki alltaf tilfellið."
SÖÐLAÐI UM -
DJASS OG RUDOLF STEINER
„Það eru komin fimmtán ár núna síðan ég
hætti í dýralækningunum. Ýmsir voru hissa
á mér að hætta eftir allt þetta nám en fjöl-
skyldan skildi mig. Mig langaði að snúa mér
að listum en mér finnst þær leið til að finna
aftur virðingu fyrir lífinu og náttúrunni, og
þá er ég ekki að tala um að standa í andakt
fyrir framan Picasso heldur taka sér pensil í
hönd og mála t.d. blóm. Fyrsta árið var ég í
því að mála og hafði af því mikla skemmt-
un. Svo gekk ég til liðs við leikhóp með
nokkrum félögum og það fór líka ár í það.
Þriðja árið sökkti ég mér í djass og lék á
saxófón með hljómsveit. Við áformuðum að
ferðast um landið, spila og selja kasettur
þegar það var einn dag að kunningi minn
sagði mér frá Rudolf Steiner og kenningum
hans. Það væri eitthvað fyrir mig. Ég fór á
námskeið um Steiner, las bækur hans og sá
að ég gat tengt listsköpunina við hans hug-
myndir, málaralistina, leiklist og tónlist, þó
ekki kannski djass."
Hvernig kom það svo til að þú settist að
á íslandi?
„Á námskeiði á Englandi kynntist ég svo ís-
lenskri konu og þannig kom ég til íslands.
Mín fyrsta vinna var (listasmiðjunni í Sólheim-
um í Grímsnesi. Ég hef svo ílengst hér. Það
slitnaði upp úr sambandinu en ég á dóttur
hér á landi. Núna vinn ég í Waldorfleikskólan-
um Sólstöfum og uni hag mínum vel. Wal-
dorfskólarnir byggja á kenningum Rudolfs
Steiners. Þar er umhyggja fyrir náttúrunni
höfð í hávegum og við notum t.d. lífrænt
ræktað grænmeti eftir föngum ( hádegismat
handa börnunum. Það hefur ekki freistað mín
að koma aftur að landbúnaði eða dýralækn-
ingum. fslendingar eiga hreint og fagurt land
en mér virðist sem sama framleiðslustefnan
hafi rutt sér til rúms hér, allavega er borið á
túnin grimmt á ári hverju án þess að menn
endilega þurfi á því að halda. Bændur ættu
að spyrja sig að því hvort þeir séu að stefna í
rétta átt. Menn þurfa að horfa fyrst og fremst
á gæði en ekki einblína á magn þegar um
framleiðslu á landbúnaðarvörum er að ræða.
Bændur þurfa því að gera upp við sig hvort
þeir vilji „vera eða eiga" og bera virðingu fyr-
ir landinu og dýrunum sem þeir hafa í sinni
umsjá," segir Benjamin Allemand, franski
dýralæknirinn sem starfar á íslenskum leik-
skóla. /ÓB & TB
FREYR 10 2005