Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 10

Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 10
HROSSARÆKT einkunnum nær sé minni. Ekki verður á þessum vettvangi farið í upptalningu á efstu hrossum þess móts heldur litið til efstu kyn- bótahrossa ársins á landsvísu. STÓÐHESTAR 6 VETRA OG ELDRI Þar hlaut hæstu einkunnina Númi IS1993188802 frá Þóroddsstöðum (B:8,48 H:8,78 A:8,66). Eigendur Núma eru þau Flemming Aage Pedersen og Brita Valbjörn Pedersen en knapi var Daníel Jónsson. Fað- ir Núma er Svartur frá Unalæk, ff. Kjarval frá Sauðárkróki og fm. Fiðla frá Snartarstöðum. Móðir Núma er Glíma frá Laugarvatni, mf. Dreyri frá Álfsnesi, mm. Sjöfn frá Laugar- vatni. Númi er eins og flestir vita margverð- launaður gæðingur sem einstaklingur og hlaut þar að auki fyrstu verðlaun fyrir af- kvæmi á Landsmóti 2004. Númi er afar vel byggður þar sem hæstu einkunnir eru 9,0 fyrir háls og herðar, fótagerð og prúðleika. Þá er hann rúmur alhliðagæðingur með 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð t reið, 9,0 fyrir vilja og geðslag og 9,5 fyrir skeið og fet. Númi hefur nú verið seldur til Danmerk- ur og var fulltrúi okkar (slendinga í elsta flokki stóðhesta á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og stóð þar efstur í sínum flokki. Númi frá Þóroddsstöðum og Daníel Jónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Annar varð Blær IS1999166214 frá Torfu- nesi (B:8,17 H:8,80 A:8,55). Eigandi Blæs er einkahlutafélagið Torfunes Blær ehf., en knapi var Þorvar Þorsteinsson. Faðir Blæs er Blær frá Torfunesi og Þorvar Þorsteinsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Markús frá Langholtsparti og móðir Bylgja frá Torfunesi. Blær fékk góða byggingarein- kunn þar sem fótagerð 9,0 og hófar og prúðleiki 8,5 eru hæstu einkunnir. Réttleiki er hinsvegar 7,0 og er það lægsta einkunn- in. Aðall Blæs eru hinsvegar kostirnir sem eru frábærir enda 8,80 með hæstu ein- kunnum. Blær er jafnvígur með 9,5 fyrir brokk, 9,0 fyrir skeið og vilja/geðslag og 8,5 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið og fet. Sann- kallaður listagæðingur, flugrúmur garpur á gangi. Þriðji í þessum flokki varð Klettur IS1998187045 frá Hvammi (B:8,43, H:8,54 A:8,49). Eigendur Kletts eru Jón Finnur Hansson og Guðfinna Auður Guðmunds- dóttir en knapi var Daníel Jónsson. Faðir Kletts er Gustur frá Hóli og móðir Dóttla frá Hvammi. Klettur er hátt dæmdur bæði fyrir byggingu og hæfileika og með hæstu byggingareinkunn sem afkvæmi Gusts frá Hóli hefur hlotið hingað til. Hvað bygging- una varðar eru hæstu einkunnir 9,0 fyrir samræmi og 8,5 fyrir háls og herðar, bak og lend, réttleika og hófa. Prúðleikinn er það daprasta eða 7,0. Klettur er jafnvígur, há- gengur og rúmur á gangi, sérstaklega er brokkið afburða rúmt en hæstu einkunnir eru 9,5 fyrir brokk og 8,5 fyrir tölt, stökk, vilja/geðslag og fegurð í reið. Að auki hefur Klettur mjög sérstakan skjóttan lit en hann er gráskjóttur, mikið hvítur og aðeins haus og annað læri dökkt. Kletturfrá Hvammi og Jón Finnur Hansson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). STÓÐHESTAR 5 VETRA Efstur varð Fursti IS2000186002 frá Stóra- Hofi (B:8,09 H: 8,70 A:8,46). Eigandi Fursta er Bæring Sigurbjörnsson, knapi Daníel Jónsson. Faðir Fursta er Óður frá Brún, ff. Stígur frá Kjartansstöðum, fm. Ósk frá Brún, móðir Fursta er Hnota frá Stóra-Hofi, mf. Hrafn frá Holtsmúla, mm. Buska frá Stóra-Hofi. Fursti er með allgóða bygg- ingareinkunn þar sem 8,5 fyrir höfuð og samræmi eru hæstu einkunnir. Hvað hæfi- leikana varðar er folinn hreinn snillingur með hæst 9,0 fyrir tölt og vilja/geðslag og 8,5 fyrir brokk, skeið, stökk, fegurð í reið og hægt tölt. Segja má að þarna sé kominn fram unghestur sem vert er að gefa gaum bæði hvað varðar ætterni og hæfileika en móðir Fursta virðist ætla að verða verulega farsæl ræktunarhryssa og engin efast um hæfileikana í afkvæmum Óðs frá Brún. Fursti frá Stóra-Hofi og Albert Jónsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Annar varð Sólon IS2000135815 frá Skáney (B:8,08 H:8,69 A:8,45). Eigendur Sólons eru Haukur Bjarnason, Birna Hauksdóttir og Heiða Dís Fjeldsted, knapi Jakob Sigurðs- son. Faðir Sólons er Spegill frá Sauðárkróki og móðir Nútíð frá Skáney. Sólon er með þokkalega byggingareinkunn þar sem hæst er 9,0 fyrir bak og lend og prúðleika og 8,5 fyrir hófa. Gallinn við bygginguna er 6,5 fyr- ir réttleika en geta má þess að engin merki eru um að það hái honum á nokkurn hátt eða valdi ágripum en engu að síður galli. Hvað hæfileikana varðar er Sólon fluga ai- hliða gæðingur með afbragðs klárgang og gott skeið. Hæstu einkunnir 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geð og hægt tölt og 8,5 fyrir stökk og fegurð (reið. Þess má einnig geta að Sólon er fallega rauðblesóttur, glófextur, og ekki spillir hinn mikli prúðleiki. Sólon frá Skáney og Jakob Sigurðsson. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Þriðji í þessum flokki varð Marel IS2000186926 frá Feti (B:8,17 H:8,54 A:8,39). Skráður eigandi Brynjar Vilmundar- son og knapi Daníel Jónsson. Faðir Marels er Orri frá Þúfu og móðir Vonin frá Feti. Marel er með góðan og jafnan byggingar- FREYR 10 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.