Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 24

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 24
Reykhús og búr rétt við Reykhóla í Reykhólasveit. Helgi Árnason á Alviðru við Dýrafjörð verkar mó til að reykja við. Hér hugar hann að mókögglum sem verið er að þurrka. Þorbjörn Pétursson á Ósi í Mosdal í reykhúsi sínu. Rauðmagareykhús á Láganúpi í Vestur- byggð. Var byggt upp úr 1990 og þar hefur verið reyktur rauðmagi síðan. Hann var þurrkaður í nálægt viku áður en hann fór í reyk og gott þótti að nota krækiþerjalyng til að krydda reykinn. (t.d. slátursuða, þvottar, pottbrauðsbakstur) voru þar sums staðar áfram um tíma. Kofar, sem fyrir voru á bæjum, voru þó venjulega teknir til þessa brúks, gamlir geitakofar í Þingeyjarsýslum, hesthús, hænsnahús, hrútakofar, smiðjur, súrheysgryfjur eða turnar og jafnvel voru dæmi um að menn reyktu í skepnuhúsum á haustin áður en tekið var á gjöf. Þegar leið á öldina varð algengara að menn byggðu sérstök reykhús og jafnframt að bændur hefðu félag um slíkt. Þá voru sveitamenn á mölinni oft með „rollukallafé- lög" og samvinnu um ýmislegt sem laut að sauðfjárrækt, þar á meðal reykingar. Á Dal- vík var t.d. skipulögð sérstök reykhúsa- byggð, enda kunna ekki allir jafn vel að meta nábýlið við þann ilmandi hangikjöts- reyk. Undanfarið hef ég í tvígang rekist á þéttbýlisbúa, karlmenn nálægt fimmtugu, sem eru í félagsskap um reykhús utan við bæinn, kaupa kjöt, reykja það í félagi og njóta svo afrakstursins saman. KOSTIR OG GALLAR Menn hafa ýmsar skoðanir á því hvaða kosti reykhús eigi að hafa. Nokkuð almenn er sú skoðun að best sé að reykja í torfhúsum og jafnvel ný reykhús sem verið er að byggja nú nálægt aldamótum eru að einhverju leyti úr torfi og grjóti. 5 Það er einkum í reykhús og grænmetisgeymslur sem menn brúka slíkt efni nú á dögum. Bárujárhsþök með torfi yfir eru mjög algeng. Heimildarmaður, sem byrjaði að reykja í húsi með bárujárns- þaki, sagði að bylting hefði orðið til hins betra þegar hann setti torf á þakið, vafalít- ið vegna betri einangrunar, einkum gegn hitageislun sólar. í Eyjafirði var mikið um að menn væru hættir að reykja í torfhúsum en notuðu bárujárnshús á timburgrind. Þar sem eldstæði eru innanhúss þurfa ris að vera há til að reykurinn verði ekki of heit- ur. Reykurinn kólnar þá og safnast fyrir uppi [ risinu. Oft voru þök gerð upp sérstaklega á húsum sem var breytt í reykhús eftir að annarri notkun þeirra var hætt. Þá minnast margir á það að húsið megi ekki vera alltof þétt, betra sé að hafa aðeins „flæði", því að ekki mátti loftið verða of kyrrt. Ýmis göt eru höfð á reykhúsum í þessu skyni. Ný- tískuleg hús með strompi sem hægt er að stilla eftir vindáttum voru nefnd en svipað- ur búnaður var víða á gömlu hlóðaeldhús- unum. Veður gat haft töluverð áhrif á gang verkunarinnar. Sumir gera hlé og lofta út í dag eða tvo meðan á kjötreykingu stendur. „Ef kemur þurrkdagur í rysjóttri tíð er stundum eins gott að opna kofann eins og að kveikja upp þann daginn," sagði einn af heimildarmönnum. Annars var reyktími mjög misjafn eftir því hvað var verið að reykja og smekk. Sums staðar á Vestfjörð- um voru reykhús tengd hjöllum þar sem hægt var að hengja kjöt eða annað hangi- meti upp til að þorna fyrir og/eða eftir reyk- ingu. KJÖT SEM HANGIR - HANGIKJÖT [ gömlu eldhúsunum voru einfaldlega nagl- ar og krókar I bitum og sperrum sem kjötið var hengt upp á. Sumir nota enn „kroftré" til að hengja upp krof, eða heila afturparta. [ nýlegri reykhúsum eru slár sem s-löguðum járnkrókum er smeygt uppá. Stykkin eru hengd á krókana og slánum síðan komið fyrir á milli veggsyllna. Slár eru líka negldar þvert á sperrur til að fá festingar á fleiri staði. ( gömlum reykkof- um er algengt að sjá raðir af kolsvörtum nöglum af stærstu gerð standa út úr sótug- um röftum hvar sem þeim verður fyrir kom- ið. Þar sem þröngt var settu menn oft kvisti eða greinar á milli stykkja svo að þau snert- ust ekki. Kjötið var svo gjarnan fært fram og aftur um kofann á reyktímanum því að hraðast reyktist það sem var beint yfir reykgjafan- um. Heimildarkona ein sagði frá reykingar- manni á bernskuheimili hennar sem gerði sér mikinn mannamun. Hann reykti fyrir ýmsa og hengdi kjöt þeirra sem hann mat mest næst eldstæðinu og síðan út frá því í réttri mannvirðingaröð.6 KALDREYKINGARBÚNAÐUR / REYKSUÐA Kaldreykingarbúnaður kallast hér þegar reykur er leiddur í stokkum eða rörum inn í rýmið þar sem matvælin hanga. Á þeirri leið losar hann sig við varasöm tjöruefni og sót. Þetta nafn er mönnum hér tamt um fyrir- bærið en fæstir nota orðið heitreyking um kofareykinguna þegar reykgjafinn er hafður innandyra - enda er hún yfirleitt ekki það sem venjulega er kallað heitreyking. Það er 24 FREYR 10 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.