Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 25

Freyr - 01.10.2005, Qupperneq 25
Gamall kaldreykingarbúnaður á Sellátranesi við Patreksfjörð. Hér reykti til skamms tíma Ólafur Sveinsson við blöndu af taði, þurrkuðu mýratorfi, melgrasi og mosa. Eldstæðið var í tunnu inni í neðri kofanum, matvælin (rauðmagi, hangikjöt) héngu í þeim efri. þegar reykurinn, sem leikur um hangimetið, er 30°C eða meira og svo er yfirleitt ekki hér hvort sem eldstæðið er utan eða innan dyra. Þegar hærra hitastig er notað tala (s- lendingarum „reyksuðu". Sú aðferð varðtil sem matreiðsluaðferð á fiski í Hansaborg- unum, en geymsluþol eykst lítið við reyk- suðu. Þá er hitinn það mikill á matvælunum að þau verða eins og hálfsoðin, enda ekki soðin að öðru leyti. Þetta er ennþá einkar vinsæl aðferð við tilreiðslu á fiski og töluvert stunduð á (slandi. Ekki var sérstaklega spurt eftir reyksuðu ( spurningaskrá þjóðhátta- deildar um matvælareykingu en fróðleikur af ýmsu tagi flaut með. Einstöku heimildarmaður er með útbún- að sem flokkast getur undir reyksuðu, eða er þarna á mörkunum, í gömlum ísskápum eða kössum þar sem menn eru með reyk- gjafa í skúffu inni í rýminu. Oftast er það fiskur sem menn reykja á þennan hátt.Veiði- maður einn átti reyksuðukassa á stærð við skókassa sem hann notaði til að reykja í bringur af svartfugli úr sjálfsafla sínum. f hann komast nokkrar bringur í einu, 5-6 svartfuglsbringur sem eru duglega kryddað- ar með salti, pipar og timjan. Það er sett reyksag í kassann, honum síðan lokað og settur á eldavélarhellu og þá brennur sagið og kassinn fyllist af reyk. Kassinn er á heli- unni svona 15 mínútur til að ná góðum dampi, svo er hann tekinn af og látinn standa í 5 mínútur, settur aftur á helluna og náð upp góðum hita og svo er þetta jafnvel endurtekið. Bringurnar má svo borða kald- ar næstu daga, t.d. sem forrétt með pipar- rótarsósu.7 Einn heimildarmanna, sem annars reykir kindakjöt, bjúgu og silung upp á gamla mátann í fyrrverandi súrheysturni með kald- reykingarbúnaði, „heitreykir" einnig svína- kjöt í gámi með opnu eldstæði á gólfinu þar sem brennt er búðarkeyptu beykisagi. Á gámnum eru mörg loftræstingagöt sem notuð eru til að þurrka kjötið á milli reyk- hviðanna.8 Kaldreykingarbúnaður er stundum í reyk- húsum en einnig er hengt upp í tunnur, kistur eða kassa sem reykur er leiddur inn í. Algengt er að rör séu reykleiðslur. Sumir sem eru með reykhús eiga líka tunnu eða kassa þar sem þeir léttreykja kjöt og tilfall- andi smáræði. Einkum er þetta algengt með vatnafisk og síld. Eins og reykhúsin er þessi búnaður af margvíslegum toga. Eld- stæðin eru oft útihlóðir, gryfja eða tunna, með einhvers konar þekju til varnar úr- komu. Auk þess að kæla reykinn hefur kaldreykingarbúnaðurinn þann kost að rýmið sem matvælin eru hengd í þarf ekki að vera stórt um sig eða hátt til lofts. Eftirminnilegasti búnaður af þessu tagi sem ég hef rekist á var stýrishús af gömlum Bedford vörubíl fullt af sauðalærum. Það tróndi á hólkolli en í brekkurótunum var eldstæðið og reykleiðsla í jörð á milli. Kaldreykingarbúnaður af einhverju tagi virðist hafa verið þekktur alla öldina. Ein- staka heimildarmenn þekktu ekki til kald- reykingarbúnaðar, í sumum byggðum hafði hann verið algengur áður en lagst af og annars staðar höfðu flestir eldinn utan við reykrýmið. LOKAORÐ Reykhúsasaga á meðalbæ í meðalsveit á 20. öld gæti litið svona út. Um aldamót eru hlóðir að leggjast af og þar með gamla eldhúsreykingin yfir pottunum, nýr bær er byggður en gamla eldhúsið er áfram not- að til reykinga og stórelda, það verður ónýtt og smiðja á bænum tekur við hlut- verkunum að einhverju leyti. Smám saman er ekkert eftir af þeim nema reykingin, smiðjan brennur og bóndinn á bænum reykir um tíma í hesthúsi áður en hestar eru teknir inn, fær síðan í nokkur ár inni með sitt kjöt hjá nágranna en byggir að lokum sérstakt reykhús í samvinnu við hann og e.t.v. fleiri nógu langt frá húsum til að ekki sé af þvi eldhætta. ( safninu eru mýmargar sögur um reykhúsabruna með meira eða minna tjóni. í einu tilfelli tókst að bjarga hangiketinu úr brennandi kofan- um, var það svo etið ósoðið og reyndist af- bragðs sælgæti. Reykhús með kaldreykingarbúnaði og sam- byggðum hjalli í eigu Ólafs Thorlaciusar og stendur ofan við íbúðarhús hans í Holta- hverfi í (safjarðarkaupstað. Ólafur reykir mest við mó sem hann verkar sjálfur. Lengri gerð af greininni birtist í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2002-2003. Allar Ijósmyndir sem fylgja greininni eru eft- ir höfund. TILVÍSANIR 1 Oddur Einarsson. islandslýsing bls. 123. 2 Hörður Ágústsson. islenski torfbærinn bls. 339. 3 ÞÞ14312. 4 ÞÞ14460. 5 Sjá t.d. „Torfveggirnir gefa annað bragð". Morgunblaðið 22. júní 2003 ásamt heimild- um þjóðháttadeildar. 6 ÞÞ14592. 7 ÞÞ14461. 8 ÞÞ14484. PRENTAÐAR HEIMILDIR Hörður Ágústsson. „Islenski torfbærinn". islensk þjóðmenning I. Uppruni og umhverfi, bls. 227- 344. Oddur Einarsson. íslandslýsing. Qualiscunque descriptio Islandiae. Reykjavík 1971. Torfveggirnir gefa annað bragð. Þétur Blöndal ræðir við Gylfa H. Yngvason. Morgunblaðið 22. júní 2003. Óprentaðar heimildir í þjóðháttasafni Þjóðminja- safns islands Aðallega svör við spurningaskrá 102. Reyktur matur og svör við spurningaskrá 48. Eldhúsið. Heimildarmenn sem vitnað er í - kyn, fæðingarár og viðmiðunarhérað. ÞÞ14312 karl f. 1922. Mývatnssveit ÞÞ14460 karl f. 1929. Árnessýsla ÞÞ14461 karl f. 1958. Kjósarsýsla ÞÞ14484 karl f. 1964. Austur-Barðastrandarsýsla ÞÞ14592 kvk. f. 1945. Borgarfjarðarsýsla 25 FREYR 10 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.