Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 39

Freyr - 01.10.2005, Blaðsíða 39
HROSSARÆKT KYNBÓTASÝNINGAR Ekkert lát var á þátttöku f kynbótasýningum árið 2004. Alls voru dæmd 1.774 hross en að öllum líkindum hafa aldrei verið dæmd jafnmörg hross á einu sýningarári. Sýnd hross voru aftur á móti heldur færri en árin 2002 og 2000 eða 1.355. Skýringin á óvenju miklum mismun þarna er sú að 28% hrossanna komu til dóms oftar en einu sinni og er það aðeins árið 2000 sem hærra hlut- fall hefur komið til endursýningar. Svo sem verið hefur í gegnum tíðina er það á lands- mótsárum sem tala endursýndra hrossa hækkar til muna. Fyrst og fremst er það vegna hrossa sem menn telja mögulegt að komist á landsmót en hafa ekki náð lág- mörkum við fyrri sýningar. Héraðssýningar voru haldnar vítt og breitt um landið, auk landsmóts á Gaddstaðaflöt- um. Alls voru sýningarnar fjórtán talsins en Búnaðarsamböndin hafa sýningarhaldið á sinni könnu. Tafla 3. Útflutningur á lífhrossum 2004 Fjöldi Verðmæti þús. kr. fob Svíþjóð* 388 84.161 Danmörk 233 42.909 Þýskaiand 224 62.849 Noregur 113 25.948 Bandaríkin 95 36.230 Sviss 86 25.491 Önnur lönd 140 52.246 Samtals 1352 329.834 Heimild: Hagstofa (slands, *Leiðréttar tölur frá því sem birt er í töflum yfir utanríkisverslun. Tafla 4 Útflutningur lífhrossa 2000-2004 Útflutt lífhross fjöldi Útflutnings- verðm. fob þús. kr. Meðalverð kr. 2000 1.714 315.064 183.818 2001 1.623 320.064 197.205 2002 1.365 318.474 233.314 2003 1.337 329.447 246.408 2004 1.352 329.834 243.960 Heimild: Hagstofa íslands FRAMLEIÐSLA OG SALA Árið 2004 voru flutt út 1.352 hross og nam verðmæti þeirra 329 millj. kr. en árið 2003 voru flutt út 1.337 hross, samtals að verð- mæti 329 milljónir króna (fob). Stærsti markaðurinn er í Svíþjóð en þangað voru alls flutt 388 hross árið 2004. Danmörk og Þýskaland koma þar á eftir. Tafla 3 sýnir út- flutning lífhrossa árið 2004 eftir löndum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Tafla 4 sýnir útflutning lífhrossa árin 2000-2004. Framleiðsla hrossakjöts árið 2004 dróst saman um 2,5% frá fyrra ári. Miðað við árið 2000 hefur framleiðsla hrossakjöts dregist saman um 217 tonn eða 20%. Sala á hrossakjöti árið 2004 jókst um 19% frá fyrra ári og nam 579 tonnum. Á tímabilinu 2000 til 2004 hefur neysla hrossakjöts aukist úr 1,7 kg á íbúa í 2,0 kg. Tafla 5 sýnir framleiðslu og sölu hrossakjöts árin 2000-2004. Útflutningur hrossakjöts hefur dregist saman á undanförnum árum. Meðalverð fob var 144 kr/kg. árið 2004 en 159 krónur á kg. árið 2003. Skýringa virðist einkum að leita í hækkandi gengi íslensku krónunnar. Að magni til var mest flutt út til Rússlands, Tafla 5. Framleiðsla og sala hrossakjöts 2000-2004 Fram- leiðsla kg. Sala kg. Útflutn- ingur kg. Sala á íbúa kg. 2000 1.100.269 485.648 560.819 1,7 2001 1.055.147 527.667 605.447 1,9 2002 1.019.114 472.672 548.907 1,6 2003 906.171 485.654 367.746 1,7 2004 883.109 579.456 300.410 2,0 Heimild: Bændasamtök (slands eða rösklega 100 tonn, en næstmest var flutt út til Ítalíu, 86 tonn, sem er mikilvæg- asti markaðurinn þegar litið er á verðmæti. Heildarverðmæti hrossakjötsútflutnings var um 29 millj. kr. og af því eru um 15 millj. kr. verðmæti (talíumarkaðar. FREYR 10 2005 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.