Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 92
Þekkir þú þinn höfund? Allir rithöfundar hafa sinn stíl og í frásögn þeirra eru ýmis einkennandi sérkenni. Hér eru textabrot úr verk- um 10 höfunda sem sendu frá sér bók fyrir jólin. Nú geta dyggir lesendur látið á það reyna hvort þeir þekkja sína höf- unda, stíl þeirra og sérkenni. 1. Vindurinn brýtur bárutoppana svo að rýkur af þeim löðrið og þótt skipið sé borðhátt ýrist af og til yfir þá sem þurfa að liggja í húðfötum á þiljunum: það er ekki rými fyrir nema konurnar og börnin undir segltjaldinu framan við búlkann fyrir miðju skipi. Sjórinn er úfnari en í gær en hún hefur ekki áhyggjur af haffærni knarrarins; eikin er traust, kjaltréð og siglan sótt vestur í Mylluskóg og borðin í Þraðsmörk, ekkert til sparað. Nógu mikið kostaði Verðandin hana og ekki aðeins í silfri. Minnst í silfri. 2. Hann er lágvaxinn og grannur, fölur á vanga og höfuðið stendur örlítið fram eins og hann sé á varðbergi. Augun eru annaðhvort blá eða græn, ég hef aldrei getað skorið úr um það, augnaráðið ýmist blíðlegt eða hvasst, stundum hvort tveggja í senn. Hann hefur aldrei verið sterkbyggður en mér virtist hann jafnvel hafa minnkað enn frekar og gengið saman. Ég tók eftir silfurbúnum göngustaf við stólinn en hann stóð á fætur án þess að grípa til hans, gekk að vísu ekki fram á gólfið heldur beið þess að ég kæmi til hans og rétti honum höndina. Handabandið var eins og ég mundi eftir því, svo laust að eftir á fannst mér ég hafa gripið í tómt. 3. Smáir boðsgestirnir voru í sykurvímu, æptu, skræktu og grenjuðu meðan þeir hlupu um eins og rófulausir hundar. Þótt krakkarnir væru flestir bara þriggja ára höfðu þau verið fljót að móta grunnmynd af íbúðinni í huganum og finna út hring. Nú hlupu þau úr eldhúsinu, yfir í borðstofuna, þaðan í gegnum stofuna, yfir í holið og þaðan aftur inn í eldhús þar sem nýr hringur hófst. Tilgangsleysið með þessu hringsóli var einkennandi fyrir allt sem tengdist því að vera þriggja ára. Á þeim aldri taldist stórsigur að geta labbað upp stiga án þess að setja báða fætur í hverja tröppu. Svo það var ekki við miklu að búast. 4. Hún rumskar við eitthvað en reynir að sofna strax aftur. En það er eitthvað að trufla hana. Einhver hvíslar – eitthvað fyrir utan tjaldið strýkst við stögin eða tjaldhimininn. Hún dregur svefnpokann upp fyrir höfuðið, staðráðin í að láta ekkert trufla hinn dýrmæta svefn. Þetta er bara trjágrein sem strýkst við nælonið, það er allt og sumt. Klórið heldur áfram, trjágreinin krafsar laust í tjaldið. Hún er alveg við það að festa svefn þegar hjartað tekur kipp. 5. Ég hef stundum hugsað með mér hvernig hefði farið ef ég hefði ekki frétt af þessu framhjáhaldi hans. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig ég hefði orðið smám saman. Ég er vinkonu minni þakklát fyrir að hafa látið mig vita um hina konuna. Því þetta varð mín útgönguleið. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa, sagði meistarinn. Hann gerði það svo sannarlega í mínu tilfelli. Það er samt ekki fyrr en núna sem ég geng alveg inn í frelsið. Burt frá honum. Verð að viðurkenna að ég er hrædd um að hann verði áfram í hefndarhug. Lausn: 1. Vilborg Davíðsdóttir - Blóðug jörð. 2. Ólafur Jóhann Ólafsson - Sakramentið. 3. Yrsa Sigurðardóttir - Gatið. 4. Stefán Máni – Skuggarnir. 5. Oddný Eir Ævarsdóttur - Undirferli. 6. Arnaldur Indriðason - Myrkrið veit. 7. Gerður Kristný - Smartís. 8. Ragnar Jónasson - Mistur. 9. Jón Kalman Stefánsson – Saga Ástu. 10. Friðrika Benónýsdóttir Vályndi. 6. Veðrið var eins og best verður á kosið og hún hafði setið nokkra stund ásamt hinum og notið þess, hvílt sig á göngunni, rótað eftir nestinu í bakpokanum og dáðst að útsýninu af jöklinum, þegar hún leit út á hjarnið og gat ekki betur séð en að upp úr því stæði mannsandlit. Stundarkorn leið áður en hún áttaði sig á hvað það var nákvæmlega sem hún sá. Um leið og henni varð það ljóst stökk hún á fætur og æpti upp yfir sig í jökul- kyrrðinni. 7. Skyndilega fór fram svo greinilegur hugsanaflutningur á milli vinkvennanna að það lá við að loftið gneistaði og það sem meira var, það opnaðist fyrir aðganginn að rásinni. Ég gat skilið það sem þeim fór á milli: Ég hafði gengið of langt. Ég hafði farið ein í bæinn. Ég hafði tapað. Síðan lokaðist aftur fyrir rásina. Í stelpuheimum gerði engin neitt ein síns liðs. Stelpur áttu helst að eiga fullt af vinkonum og fara um í torfum. 8. Hún hafði ekki hugmynd um hvað klukkan var orðin, það var ansi langt síðan standklukkan í stofunni bilaði, eflaust nokkur ár, og þau höfðu ekki verið nægilega handlagin til að laga hana sjálf. Klukkan var þung og illa meðfærileg svo það hafði aldrei hvarflað að þeim fyrir alvöru að burðast með hana út í gamla jeppann og keyra með hana alla leið út í þorp. Það var ekki einu sinni víst að hún kæmist inn í bílinn né að einhver í þorpinu hefði lag á því að gera við úrverk af þessu tagi. Nei, nei, þarna fengi hún bara að standa sem hver önnur stofuprýði. Afi hans Einars hafði átt hana, flutt hana með sér frá Danmörku, eða svo sagði sagan. 9. Manstu þegar þú vildir endilega að við færum vestur og tjölduðum í túninu þar sem ég var í sveit þetta eina sumar? Bærinn náttúrulega fyrir löngu kominn í eyði, túnið sjálfsagt spillst. En tveimur dögum áður en við ætluðum af stað, stakk ég af til útlanda. Keypti mér miða með sólarhrings fyrirvara, vissi satt að segja tæplega hvert. Í það minnsta var ég kirfilega búin að gleyma hvert ég var að fara þegar ég kom út á flugvöll í morgunsárið. Sá sem er á flótta hugsar meira um það sem hann er að flýja, en hvert hann stefnir. 10. Nei, hann skildi þetta ekki. Skildi ekki hvernig hann hafði endað hér í þessum klefa. Ekkert í lífi hans hingað til hafði gefið nokkrar vísbendingar um að slíkt ætti fyrir honum að liggja. Virðulegum dýralækni með vínræktardrauma. Hann hafði farið yfir atburðarásina aftur og aftur í huganum en hann sá ekki samhengið hvernig sem hann reyndi. Það var nógu erfitt að ná utan um þá staðreynd að maður sem hann var ágætlega kunnugur skyldi hafa verið myrtur 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r40 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -9 3 5 C 1 E 7 0 -9 2 2 0 1 E 7 0 -9 0 E 4 1 E 7 0 -8 F A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.