Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 84
Beyglur með beikon-, eggja- og cheddarhræru.MYND/SVAVA GUNNARSDÓTTIR
Fátt er betra en að byrja helgina
á góðri beyglu. Hér er einföld og
ljúffeng uppskrift að beyglum með
beikon-, eggja- og cheddar-hræru,
ættuð frá matarblogginu Ljúfmeti
og lekkerheit. Hræruna er hægt að
útbúa deginum áður og geyma í
ísskáp í lokuðu íláti.
Fyllingin dugar á sex beygluhelm-
inga
6 beikonsneiðar, steiktar og
hakkaðar
6 harðsoðin egg, skurnin tekin af
og eggin hökkuð
1 bolli rifinn cheddar-ostur
½ bolli majónes
½ msk. Dijon-sinnep
¼ tsk. hvítlauksduft
½ tsk. Worcestershire-sósa
3 beyglur
Hrærið beikoni, eggjum, cheddar-
osti, majónesi, Dijon-sinnepi,
hvítlauksdufti og Worcestershire-
sósu saman. Kljúfið beyglurnar og
hitið þær í 200° heitum ofni í 3-4
mínútur. Setjið þá fyllinguna yfir
beyglurnar og hitið í 4 mínútur til
viðbótar.
Heimild: www.ljufmeti.com
Ljúffeng helgarbeygla
Ljúffengur grafinn lax.
MYND/SIGURÐUR ÁRNI ÞÓRÐARSON
Fyrir marga er grafinn lax stór hluti
af jólunum. Það er lítið mál að
grafa eigin lax og um leið að takast
á við skemmtilegar nýjungar. Hér
gefur Sigurður Árni Þórðarson,
sóknarprestur í Hallgrímskirkju,
uppskrift að gómsætum gröfnum
laxi sem hann ber gjarnan fram
með sítrónumajónesi og steiktu
brauði.
Fyrir 4
1 laxaflak, beinhreinsað og roð-
flett
100 g sykur
100 g gróft salt (ekki Maldon)
2 msk. þurrkað dill
1 stk. appelsína
1 stk. límóna
1 stk. sítróna
Sykri, salti og dilli blandað saman í
botn á eldföstu móti. Laxinn settur
yfir og afgangurinn af blöndunni
yfir laxinn og látinn þekja fiskinn.
Fatið plastað og látið standa í kæli
í sólarhring. Flakið skolað vel
úr köldu vatni og þerrað síðan.
Börkur af appelsínu, sítrónu og
límónu (helst lífrænum) rifinn
niður með rifjárni og flakið þakið
með. Látið standa í klukkustund.
Laxinn síðan skorinn sneiðar og
síðan borinn fram. Gott viðbit og
skraut er sítrónumajónes, brauð,
geitaostur, eco-spírur, ferskt dill,
kapers og fínlega skornar súrsaðar
agúrkur. Sjá nánar á www.sig-
urdurarni.is.
Grafinn lax
Heimagert rauðkál er nauðsynlegt
um jólin. Það hentar með flestum
mat, sérstaklega reyktu kjöti og
kalkún. Danir nota rauðkál mikið
með smurbrauði, rifjasteik og jafn-
vel með pylsum.
750 g ferskt rauðkál
2 epli
1 tsk. salt
2½ dl kjötsoð
2 tsk. edik, 7%
2 tsk. sykur
Skerið kálið smátt og eplin í báta
eftir að þau hafa verið afhýdd og
fræhreinsuð. Leggið epli og kál
í pott með saltinu og hitið upp.
Látið edik út í kjötsoðið og látið
allt sjóða í 45 mínútur. Bætið sykri
út í rauðkálið í lokin. Sumir setja
rifsberjahlaup í staðinn fyrir sykur.
Rauðkál á
jólaborðið
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
ÞÚ FÆRÐ “SUMARDRESSIД HJÁ
Curvy býður upp á fjölbreyttan fatnað í stærðum 14-28 eða 42-58
JÓLAOPNUN Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9
9. DES - LAUGARDAGUR .................. 11-18 15 - 22 DESEMBER ......................... 11-20
10. DES - SUNNUDAGUR .................... 13-18 ÞORLÁKSMESSA ............................ 11-21
11-14 DESEMBER ........................... 11-18 AÐFANGADAGUR ............................... 11-13
Sjáðu úrvalið í netverslun www.curvy.is
eða komdu í verslun okkar að Fákafeni 9
KÓSÝ NÁTTFÖT Í
STÆRÐUM 42-58
14 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . D e S e M B e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
0
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:0
3
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
7
0
-8
4
8
C
1
E
7
0
-8
3
5
0
1
E
7
0
-8
2
1
4
1
E
7
0
-8
0
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
8
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K