Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 90
Eftir að hann réðst á mig líkamlega í fyrsta skipti hringdi ég í hann og bað hann afsök- unar á hvað allt hefði farið illa hjá okkur! Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir meðvirkni vera vísbendingu um óheilbrigt samband. Hún var beitt andlegu of- beldi í sínu fyrsta sambandi og líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. mynd/EyÞór Ég áttaði ég mig engan veginn á hvað var í gangi, krakkar vita ekkert hvað andlegt ofbeldi er. Sextán ára stelpa vill bara sjá það besta í þeim sem hún er ást- fangin af,“ segir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir en hún upplifði and- legt ofbeldi í sínu fyrsta sambandi. Líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. „Hann notaði klám gegn mér ef ég vildi ekki hitta hann. Hann reykti einnig mikið gras og lofaði að hætta en það voru eintómar lygar. Hann kenndi mér um reyk- ingarnar, ég væri svo erfið. Líkam- lega ofbeldið hófst eftir að við hættum saman,“ segir Þórhildur. „Ég var alltaf manneskja sem stóð með sjálfri sér en þessum einstakl- ingi tókst að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma. Ég var alveg heilaþvegin og fannst allt vera mér að kenna. Sjálfsmyndin bara hvarf. Eftir að hann réðst á mig líkamlega í fyrsta skipti hringdi ég í hann og bað hann afsökunar á hvað allt hefði farið illa hjá okkur! Hann leit á mig sem eign, vissi alltaf hvar ég var, hvað ég var að gera. Hann sendi mér skilaboð nánast daglega með illum orðum um mig.“ Eftir að sambandinu lauk var Þórhildi nauðgað af öðrum manni. Hún segir það til marks um það hversu mikið tangarhald fyrr- verandi kærastinn hafði á henni að hann var sá sem hún trúði fyrst fyrir því. „Hann sendi mér þá skilaboð um að ég ætti bara ekki að klæða mig alltaf eins og ég vildi láta sofa hjá mér. Ég sökk ofan í þunglyndi og allt fór í rúst,“ segir Þórhildur. Hún leitaði til Stíga- móta og í viðtölunum rann upp fyrir henni hversu mikið andlega ofbeldið hafði brotið hana niður. Krakkar þurfi miklu meiri fræðslu. „Ég var í afneitun, maður vill ekki að fyrsta manneskjan sem maður elskar hagi sér svona. Við kunnum ekkert á andlegt ofbeldi. Í grunnskóla fór ég í eitthvað sem kallaðist lífsleikni, sem ég man ekkert eftir, var svo ómerkilegt. Svo er einhver klukkutíma kynfræðsla um hvernig á að setja smokk á banana! Það þarf að tala um ofbeldi við krakka og unglinga og í hvaða myndum það getur verið. Það á ekki að segja við stelpu að strákur sé skotinn í henni ef hann er að stríða henni eða ýtir henni á leikvellinum og öfugt ef stelpur eru að stríða strákum. Það þarf að fræða þau um ofbeldishegðun. Meðvirknin myndi ég segja að væri fyrsta viðvörunarbjallan um að það sé andlegt ofbeldi til staðar. Ef þú ert farinn að hugsa allt út frá einhverjum öðrum en sjálfum þér, þá er ekki allt í lagi.“ Sjálfsmyndin varð að engu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir var sex- tán ára í sambandi með strák sem beitti hana andlegu ofbeldi og líkam- legu. Hún segir unglingsstúlkur gera sér rósrauðar hugmyndir um fyrsta sambandið. Tala þurfi um ofbeldi við börn og unglinga. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. mynd/EyÞór Margt ungt fólk verður fyrir ofbeldi í samböndum sem byrjar langoftast með andlegu ofbeldi. Við hjá Stíga- mótum stöndum fyrir átaki gegn ofbeldi meðal ungs fólks í kringum Valentínusardaginn en sá dagur snýst um ástina og kærustupör,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjóns- dóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum. Hún segir veruleika ungs fólks flókinn. Erfitt geti reynst að fóta sig í stafrænum samskiptum og átta sig á hvar mörk liggja. „Dægurmenning ýtir undir alls konar hugmyndir, að afbrýðisemi sé merki um ást, að strákar eigi að ganga á eftir stelpum og helst ekki láta þær í friði fyrr en þær gefa eftir. Stafrænn veruleiki ungs fólks er einnig flókinn og ungir krakkar í kærustuparasamböndum geta fylgst afar náið hvort með öðru. Læra þarf hvernig á að haga sam- skiptum gegnum síma og tölvur,“ segir Steinunn. „Við viljum einnig tala um það að læra að þekkja sín eigin mörk og virða mörk annarra. Margt ungt fólk, sérstaklega strákar, fær ýmsar hugmyndir um kynlíf úr klámi. Ein afleiðing þess er að stelpur koma til okkar á Stígamót þar sem ítrekað hefur verið farið yfir þeirra mörk og þrýst á þær að taka þátt í kynlífsathöfnum sem þær vildu ekki. Ungmenni þurfa að fá tækifæri til að velta þessum hlutum fyrir sér og læra að þekkja einkenni heilbrigðra sambanda, óheilbrigðra samband og ofbeldis- sambanda,“ segir Steinunn. „Við munum opna fræðsluvef og birta myndbandaherferð á samfélagsmiðlum. Okkur langar einnig til að virkja ungt fólk í framhaldsskólum og grunnskólum til að standa fyrir uppákomum í kringum Valentínusardaginn, t.d. í félagsmiðstöðvum og í skólunum sínum, og tala um hvað þarf til að vera í heilbrigðu sambandi.“ Átak gegn ofbeldi meðal ungs fólks rannveig Ágústa Guðjónsdóttir. Helstu niðurstöður rann-sóknar minnar um reynslu kvenna sem upplifðu kyn- ferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingar benda til þess að ber- skjöldun, sem felst í ungum aldri, lítilli reynslu af samböndum og skorti á kynfræðslu, geti gert brota- þolum á unglingsaldri sérstaklega erfitt fyrir að koma auga á að um ofbeldi sé að ræða. En berskjöldun kvennanna sem ég ræddi við átti þátt í því að þeim þótti upplifun sín jafnvel eðlilegur hluti þess að vera í nánu sambandi og héldu margar að svona ætti þetta bara að vera.“ Þetta segir Rannveig Ásta Guðjóns- dóttir en mastersverkefni hennar í kynjafræði við HÍ fjallaði um reynslu kvenna af kynferðisofbeldi í sambandi á unglingsárum. djúpstæð áhrif „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisofbeldi í nánu sambandi sem unglingur höfðu djúpstæð áhrif á konurnar. Afleiðingarnar voru samfléttaðar og höfðu þannig áhrif á ýmsa þætti í lífi kvennanna, þar á meðal skólagöngu þeirra. Afleiðingar af kynferðisofbeldi í nánu sambandi voru kvíði, þunglyndi, félagsleg einangrun og sjálfskaðandi hegðun og áttu þátt í að gera konunum erfitt með að stunda nám. Ungl- ingar hafa ákveðna sérstöðu þegar kemur að áhrifum ofbeldis í nánum samböndum á skólagöngu. Sú sér- staða er fólgin í því að unglingar eru ýmist á skólaskyldualdri eða á þeim aldri þar sem gert er ráð fyrir að þeir séu í skóla. Ofbeldið hafði áhrif á skólagöngu allra kvennanna sem rætt var við og helmingur þeirra hætti alveg námi í kjölfarið.“ Reynsluleysi gerir unglinga berskjaldaða Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir skoðaði reynslu kvenna sem urðu fyrir kynferðisofbeldi sem unglingar í masters- ritgerð sinni í kynjafræði við Háskóla Íslands 2016. 8 StíGAmót 9 . d E S E m b E r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -A 7 1 C 1 E 7 0 -A 5 E 0 1 E 7 0 -A 4 A 4 1 E 7 0 -A 3 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.