Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 34
lög,“ segir Jökull. Móðir hans rifjar þetta nákvæmar upp. „Jökull byrjaði í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar fimm ára, svo fórum við austur og þar lærði hann hjá Sigjóni Bjarnasyni í Tónlistarskóla Hornafjarðar. En 12 til 14 ára var hann ekkert í tónlist, þá bjuggum við í Danmörku. Þegar hann kom heim fór hann í FÍH og þá að læra á djass- píanó en svo var honum gefinn gítar í jólagjöf og þá missti hann algerlega áhuga á píanóinu og kenndi sér í raun sjálfur á gítarinn. Síðan hefur hann verið rokkari. Arnar kveðst hvorki hafa sungið né spilað á hljóðfæri fyrr en hann var 12 ára. „Ég var aldrei settur í tón- listarskóla sem barn heldur kom það algjörlega frá mér sjálfum. Upphaf- lega ætlaði ég að læra á píanó hjá Snorra Sigfúsi Birgissyni en þegar kom í ljós að allt var uppbókað hjá honum ákvað ég að láta reyna á klassískan gítar í staðinn og var hjá Kristni H. Árnasyni, Páli Eyjólfssyni og pabba. Ég var í því námi í um 10 ár með hléum en keypti mér rafmagns- gítar í 7. bekk og fiktaði við að spila á hann heima. Í 9. bekk stofnaði ég svo hljómsveitina Afstætt hugtak með æskuvinum mínum og samdi þar mín fyrstu lög. Ári síðar varð Mammút til og þangað beindi ég öllum mínum tónlistarkröftum og geri enn í dag.“ Sigurlaug, móðir hans, bætir því við að Arnar hafi líka verið í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tvö ár og sú reynsla hafi einnig haft sitt að segja. „Svo var ég framkvæmda- stjóri Sumartónleika í Skálholts- kirkju í fimm sumur, Arnar var alltaf með mér þar og fór á eina tónleika um hverja tónleikahelgi. Það tók hann bara upp hjá sjálfum sér. En við vorum þarna innan um mjög marga afbragðs tónlistarmenn þessar fimm vikur í fimm sumur.“ Áhrifavaldar í tónlistinni Báðir segjast piltarnir hafa fengið mikinn stuðning heima. „Mamma hvatti mig til að byrja að æfa á píanó og sá til þess að píanó væri til á heimilinu og gerir enn,“ segir Jökull. „Þau mamma og stjúpi minn borguðu fyrir mig tónlistarnámið, meðal annars í FÍH, og hafa síðan ásamt pabba stutt rækilega við bakið á mér síðustu ár og reynst mér ótrú- legt bakland.“ Arnar segir bæði blóð- og stjúp- foreldra sína ýmist gítarleikara eða mikla tónlistarunnendur svo umhverfið hafi verið uppbyggilegt. „Ég hef alltaf verið í miklum mótþróa gegn því að greina hvaðan áhrif í tón- list koma því mér hefur aldrei fund- ist það skipta neinu máli og auk þess er erfitt að setja fingur á það. Um daginn var ég að koma úr tónleika- ferðalagi með Mammút og setti á tónleikaupptöku af Nirvana, þá allt í einu fattaði ég hvað sú hljómsveit hefur haft mikil áhrif á mig. Það er einhver kraftur í henni sem ég get ekki skilgreint og hann tekur alveg yfir. Þegar ég hlusta þá langar mig að fara beint að semja tónlist sjálfur.“ Þórlaug bendir á að íslenska nátt- úran gegni stóru hlutverki í mynd- böndum Kaleo. „Ég er viss um að hún hefur áhrif á tónlistina líka. Jöklarnir, fjöllin og hafið, þetta er allt svo stór- brotið.“ Jökull segir áhrifavalda sína ótrúlega marga, meðal annars í klass- ískri tónlist, rokktónlist, blústónlist og djasstónlist „Eins og ég segi þá hef ég alltaf verið alæta á tónlist og sjaldan fókuserað á einhvern einn listamann eða eina tónlistarstefnu. Það sem er mér kannski mikilvægast er að koma úr því umhverfi sem ég er og hafa stuðning til að hafa fullt frelsi. Það gerir það að verkum að ég er óhræddur við að skapa og að gera það sem hentar mér og minni tón- list. Því á ég móður minni mikið að þakka og það er ómetanlegt.“ Mömmurnar mæta á tónleika Mæðurnar kannast alveg við að hafa sýnt drengjunum áhuga og því sem þeir hafa verið að fást við. En eru þær aldrei hræddar um þá? Sigurlaug bendir á að þeir séu nú orðnir fullorðnir menn. „En ég man að þegar Mammút var að byrja og vann Músíktilraunir 2004 þá vorum við foreldrarnir pínulítið hræddir um að krakkarnir mundu bara lenda í einhverju rugli. Svo var engin ástæða til að hafa áhyggjur.“ Þær segjast fylgjast með sonunum gegnum símtöl, SMS og smáskilaboð og fara líka á tónleika stundum. „Það skiptir þá miklu máli að einhver úr fjölskyldunni sjái út á hvað líf þeirra gengur og auðvitað er það dýrmætt fyrir okkur líka,“ segir Sigurlaug. „Ég fór einmitt til Bandaríkjanna núna nýlega, þá var Mammút að spila í Brooklyn í New York. Foreldrar Kötu söngkonu fóru líka. Það var rosa gaman.“ Jökull segir systur sína hafa túrað með Kaleo í Bandaríkjunum í tíu daga um daginn og fleiri í fjölskyld- unni séu duglegir að koma og styðja við bakið á honum. „Mamma verður með mér úti í nokkra daga núna í desember, meðal annars á mínum eigin tónleikum í Aþenu í Grikk- landi.“ Hann kveðst ekki hafa tölu á því lengur hversu mörg lönd hann hafi heimsótt. „Síðan í ágúst hef ég líklega spilað í 20 til 25 löndum.“ Arnar hefur svipaða sögu að segja, giskar á að hann hafi spilað í 22 löndum í allt og 10 til 20 sinnum í mörgum þeirra. „Mammút hefur margoft ferðast um Evrópu þvera og endilanga og nú í seinni tíð verið töluvert í bæði Norður- og Suður- Ameríku. Næst langar mig að spila í Kína,“ segir hann. Jólatónleikar á morgun Ekki verður mömmunum svo sleppt úr viðtalinu að þær segi ekki aðeins frá sinni tónlistariðkun. Báðar eru kórakonur en Sigurlaug hefur vinninginn með bakgrunn úr Hamrahlíðarkórunum og Mótettu- kór Hallgrímskirkju. Nú snýst allt um að undirbúa aðventutónleika Söngfjelagsins sem verða í Langholtskirkju á morgun, sunnudaginn 10. desember, bæði klukkan 16 og 20. „Þetta eru þriðju og síðustu aðventutónleikarnir í röð sem eru með írsk-keltnesku þema,“ lýsir Sigurlaug. „Á þessa tónleika fáum við erlenda gesti, mjög flott fólk, eins konar rokkstjörnur írsk- keltnesku tónlistarhefðarinnar og auk söngsins verður  meðal annars  leikið á írska hörpu, fiðlu og hljóðfæri sem heitir „uilleann pipes“. Þannig hefur þetta verið líka tvö síðustu ár en það hafa aldrei komið eins margir að utan og núna. Það er ekki oft sem við eigum þess kost að hlusta á Íra flytja þessa tón- list hér á Íslandi svo þetta er einstakt tækifæri.“ Þórlaug segir alltaf líflegt á æfingum með Söngfjelaginu og svo toppi tónleikar kórsins stemning- una, bæði á aðventunni og síðasta vetrardag. „Við erum kringum sextíu í kórnum og á aðventutónleikunum á morgun ætlum við að flytja nýtt verk eftir Daníel Þorsteinsson sem heitir Himinn yfir,  við texta  eftir Stefán frá Hvítadal. Kórinn mun svo einnig syngja lögin sem við frum- fluttum á aðventutónleikunum í fyrra og hitteðfyrra en þau voru eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Hjörleif Hjartarson sem eru bæði í kórnum. Þannig að þetta verður keltnesk-írsk-íslensk stemning.  Svo er stjórnandinn okkar, hann Hilmar Agnar Hilmarsson, kraftmikill og skemmtilegur, það er sko aldrei nein lognmolla í kringum hann.“ Ég keypti lítið hljóm- borð með heyrnar- tólum og Ég vissi ekki af drengnum. hann sat bara aftur í með hljómborðið, alger- lega í eigin heimi. Þórlaug Mömmurnar eru á fullu að undirbúa jólatónleikana með Söngfjelaginu á morgun. ↣ 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r34 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -7 0 C C 1 E 7 0 -6 F 9 0 1 E 7 0 -6 E 5 4 1 E 7 0 -6 D 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.