Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 118
Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur. Á aðventunni fer ég alltaf á Jólatónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Hörpu með eiginmanni og sonum. Þetta eru bæði skemmtilegir og hátíðlegir tónleikar. Best er að fá að standa upp í lokin, syngja Heims um ból og finna jólin hreiðra um sig í hjartanu á manni. Magnús Þór Helgason rithöfundur. Á Þorláksmessukvöld sjóðum við hangikjöt- ið sem við borðum á jóladag. Þegar ilmurinn fyllir húsið þá finnur maður svo sannarlega að jólin séu að koma. Séra Hildur Eir Bolladóttir. Það er ómissandi jóla- hefð að messa á aðfanga- dagskvöld, lesa jólaguð- spjallið með lotningu og gæsahúð og hlusta á söfnuðinn syngja Heims um ból af lífs og sálarkröftum. Hefðirnar sem hringja inn jólin Desember er mánuður hefða og rótgróinna siða. Smákökubakstur, jólalög, tónleikar og góðar samverustundir einkenna þennan síðasta mánuð ársins. Lífið fékk nokkra einstaklinga til að segja lesendum frá sinni uppáhalds desemberhefð sem hringir inn jólin. Berg lind Guðmunds dótt ir, matarbloggari hjá Gul ur, rauður, grænn og salt. Ég er mikill aðdáandi jólanna og reyni að lengja þau eftir bestu getu. Jólin fyrir mér hefjast á aðventunni, jafnvel aðeins fyrr, þar sem ég nýt þess að baka smákökur með börn- unum mínum, fara á tónleika, rölta niður í bæ og fá mér danskt smur- brauð. Heitt kakó er líka ómissandi … stundum með Stroh … stundum ekki. Gjafirnar finnst mér aukaatriði þótt ég hafi virkilega gaman af því að gefa eitthvað sem hittir í mark og jú, jú, auðvitað er líka gaman að fá gjafir þó svo að jólakort með fal- legum texta gleðji alltaf mikið. Jólin fyrir mér eru tími til að slaka á með þeim sem sem manni þykir vænt um. Ekki er verra ef maður getur lagt sitt af mörkum til að gera líf einhvers aðeins betra. Því þegar öllu er á botninn hvolft er það það sem jólin snúast um. Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis. Fyrstu jólin sem ég var með mann- inum mínum, þá komin tvo mánuði inn í nýtt samband, setti hann lagið „All I want for Christmas“ með Mar- iuh Carey í gang. Það gerði hann með því að setja græjurnar í botn, syngja með og dansa trylltan jóladans í takt við lagið. Ég varð hálf undrandi á þessari hegðun hans en fannst þetta þó mjög skemmtilegt allt saman. Við vorum í fjarsambandi á þessum tíma og vorum þannig mörg jól, þannig að lagið varð nokkuð táknrænt og eignaðist smá sess í hjörtum okkar. Núna, 10 árum seinna þá get ég sagt að jólin hjá okkur byrja ekki fyrr en við setjum þetta lag alveg í botn og við bæði ásamt dætrum okkar stíg- um einhvers konar trylltan nútíma- jóladans og syngjum hátt með. Eftir það eru jólin formlega mætt í hús.“ Felix Bergsson leikari. Fjölskylduveislan sem við Baldur höldum með fólkinu okkar á jóla- dag í fjölskylduhúsinu Túnsbergi er ómissandi jólahefð. Það að halda veisluna var ein af kvöðunum sem við tókum á okkur þegar við keypt- um húsið af foreldrum mínum. Þetta er ein besta kvöð sem ég hef undir- gengist því ég hreinlega elska að fá allt liðið í heimsókn, borða hangikjöt, leita að möndlu í hrísgrjónaeftirétti og spila svo Manna. Fjölskyldan er best. Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona. Piparkökubakstur er í algjöru uppá- haldi á mínu heimili, við erum búin að baka þrisvar og skreyta jólakökur með glassúr og kökuskrauti. Við borðum þær jafnóðum, ég er ekkert að geyma þær fram að jólum. Bakst- urinn snýst um samveru og huggu- legheit, eitthvað sem fjölskyldan gerir saman. Það er líka ómissandi að gera piparkökuhús. Svo er fátt jóla- legra en að rölta um í Jólaþorpinu í Hafnarfirði og horfa á kvikmyndina Christmas Vacation og maula pipar- kökurnar á meðan. Ragnheiður Davíðsdóttir (t.v.) ásamt systrum sínum. Þær baka vestfirskar hveiti- kökur saman fyrir jólin. Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnisstjóri Krafts. Allt frá því ég man eftir mér hafa verið bakaðar vestfirskar hveiti- kökur í minni fjölskyldu. Við syst- urnar hittumst alltaf í desember og bökum saman þessar hveitikökur og afrakstur dagsins er um 300 kökur sem við deilum svo til barna og barnabarna. Hjá okkur eru engin jól án þessa góðgætis sem smurt er með smjöri og hangikjöti. Með þeim drekkum við malt og appelsín blandað saman. mynD/SiguRjón RagnaR mynD/Saga Sig 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r66 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð Lífið 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -4 9 4 C 1 E 7 0 -4 8 1 0 1 E 7 0 -4 6 D 4 1 E 7 0 -4 5 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.