Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 108
Blekhylki.is • s. 517 0150 • 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Stemningin  verður hátíðleg í jólaskreyttri Hallgrímskirkju um helgina,“ segir Katrín Sverrisdóttir, nýr formaður Mót- ettukórs Hallgrímskirkju, en hinir árlegu jólatónleikar kórsins verða haldnir í dag klukkan 17 og aftur á morgun á sama tíma. Einsöngvari er Elmar Gilbertsson tenór, Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og Hörður Áskelsson stjórnar. Yfirskriftin að þessu sinni er O magnum mysterium eða Hið mikla undur. Efnisskráin endurspeglar það. Þar eru ýmsar jólalagaperlur sem Katrín segir langt síðan kórinn hafi sungið. „Við gerðum þetta þannig núna að kórfélagar máttu koma með sín óskalög, hugmyndir og tillögur. Svo var valið úr þeim, Hörður hafði umsjón með því. Við ákváðum líka að biðja hann Elmar að vera með okkur,  hann hefur gert það áður. Bæði syngur hann með okkur nokkur lög, eða öllu heldur við með honum því hann er þar í aðal- hlutverki en við tökum undir í við- lögunum, og svo syngur hann líka einn.“ – gun Óskalög Mótettukórsins Félagar í Mótettukórnum lögðu hugmyndir í púkk sem Hörður valdi úr. Bækur Perlan: Meint skinkuvæðing ís- lensku kvenþjóðarinnar í kjölfar efnahagshrunsins HHHHH Birna Anna Björnsdóttir Útgefandi: Bjartur Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Prentun: Bookwell Digital, Finnlandi 215 blaðsíður Það voru undarlegir tímar sem tóku við á Íslandi í kjölfar efna-hagshrunsins. Það var spenna í andrúmsloftinu enda voru það ekki aðeins bankarnir sem hrundu heldur ekki síður hin karllæga hugmynda- fræði um að græða á daginn og grilla kvöldin. Gildismat sem setur peninga öllu ofar í samfélagi þar sem allt er réttlætanlegt í krafti þess að græða meiri pening án tillits til mögulegra afleiðinga þess fyrir aðra. Þetta er andrúmsloftið sem ríkir á Íslandi þegar Perla, aðalpersóna skáldsögunnar Perlan: Meint skinku- væðing íslensku kvenþjóðarinnar í kjölfar efnahagshrunsins, ákveður að taka sig upp í kjölfar sambandsslita og flytja til New York. Perla flytur að einhverju leyti þennan þankagang með sér en þegar spariféð þrýtur við NY dvölina grípur hún til þess ráðs að reyna að slá í gegn sem lífsstíls- bloggari. Lífsstíllinn gengur aðallega út á næturlífið og Perla slær auðvitað ekki í gegn í stórborginni en verður þó að skemmti- og afþreyingarefni fyrir íslenska fjölmiðla um nokkurt skeið. Þegar nafn Perlu dúkkar upp að nýju einhverjum árum síðar, en þá á vitnalista í tengslum við stríðsglæpi eftir áralanga þögn, kviknar áhugi fjölmiðla að nýju sem leiðir til þess að Perla þarf að skoða fortíðina. Þessi flétta er skemmtileg hug- mynd þar sem hún gefur færi á því að skoða ákveðinn hugmyndaheim, bæði einstaklings og samfélags, á gjörólíkum tímum þó ekki líði nema örfá ár þar á milli. Rannsóknin sem Birna Anna leggst í innan þessarar sögu er forvitnileg femínísk könnun á samfélagi þar sem konur eru léttvægt viðfang fjöl- miðla og samfélagsmiðla. Könnun á eðli þessa samfélags, valdastrúktúr og verðmætamati og þessi skoðun er um margt afar forvitnileg lesning. Það er í raun þannig að þessi sam- félagslega skoðun er sterkasti þáttur bókarinnar því þar koma fram ýmsar spurningar varðandi stöðu kvenna í nútíma samfélagi, hugmyndir sam- félagsins um þær og þannig mætti áfram telja. Allt pælingar sem tala beint inn í samtíma okkar, ekki síst út frá umræðunni um stöðu kvenna sem hefur vonandi ekki farið fram hjá nokkurri hugsandi manneskju síðustu misserin. En það er vandratað á milli þessara samfélagslegu pælinga og að skapa á sama tíma sterkt og gott bókmenntaverk. Þar hefði höfundi getað tekist betur upp því það eru ákveðnir gallar á verkinu í bók- menntalegu tilliti. Frá- sögnin er á stundum helst til langdregin og hefði öll mátt vera í senn þéttari og léttari. Rétt eins og stíllinn sem skortir dálítið upp á snerpu og lipurð. Það er alls ekki svo að þetta sé alslæmt – langt frá því en tilfinningin við lesturinn segir manni að þetta sé kannski helst spurning um þjálfun sem kæmi til með að efla stílfærni og snerpu. Vandinn er að hugmyndafræðileg nálgun er nefni- lega dálítið öðruvísi, sem er vissu- lega jákvætt því fjölbreytnin er af hinu góða, en það þarf að gæta að textanum sjálfum. Ef höfundur nær að framleiða betri bókmenntatexta þá mun hugmyndafræðin skila sér enn betur. Magnús Guðmundsson Niðurstaða: Hugmyndafræðilega forvitnilegt verk sem hefði notið góðs af þéttari frásögn og snarpari stíl. Samfélagsrýni sem saknar snerpu og stíls 9 . d e s e M B e r 2 0 1 7 L a u G a r d a G u r56 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -4 E 3 C 1 E 7 0 -4 D 0 0 1 E 7 0 -4 B C 4 1 E 7 0 -4 A 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.