Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 24
Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors eignuðust tvíbura á árinu. Því þurfti að gera hlé á sýningum á verkinu Brot úr hjónabandi sem hófust á síðasta ári og slógu í gegn. Nú hafa þau snúið aftur á leiksviðið í þessu verki þar sem samlíf hjóna er undir smásjánni. Unnur og Björn eru nú foreldrar fjögurra barna. Elstur er Dagur tíu ára, Þá Bryndís sem er orðin fimm ára og síðasta vor eignuðust þau tvíbura, þá Stefán og Björn. Þeir eru orðnir níu mánaða gamlir. Hjónin taka þá með sér á veitingastað við gömlu höfnina í Reykjavík og ætl­ unin er að nýta sér hádegislúrinn sem þeir eru vanir að taka sér til skrafs við blaðamann. „Við fáum mjög mikla hjálp frá for­ eldrum okkar,“ segir Unnur. „Þegar ég vissi að ég ætti von á tvíburum þá hugsaði ég með mér: Jæja, ég fer ekkert aftur á svið. Nú er þetta búið. En nú er ég bara byrjuð að vinna og það gengur allt saman upp og gefur okkur meira að segja aukinn kraft og innblástur á heimilinu. En það er svolítið klikkað að koma beint úr fæðingarorlofi og skilja við manninn sinn oft í viku,“ segir Unnur frá og vísar í sýninguna og nefnir jafnframt að íslenskir listamenn veki furðu með sinni barnafjöld úti í heimi. „Við þykjum biluð hérna á Íslandi. Úti eiga leikarar og listamenn ekki svona mörg börn, fólk fær bara sjokk þegar það hittir íslenska listamenn. En hér heima virðist þetta ganga. Það er kannski af því að við búum í litlu samfélagi. Hjálpin er víða og nær.“ Töluðu við foreldra tvíbura Þau segjast hafa tekið fæðingar­ orlofið alvarlega. Notið þess að vera með börnunum. „Þetta hefur verið dásamlegur tími. Við fórum í langt og gott fæð­ ingarorlof. Foreldrar okkar hjálpa til, þau taka börnin til skiptis þegar við erum að sýna. Annars gengi þetta ekki upp,“ segir Björn. En forgangs­ röðunin er breytt. Hún breyttist strax með okkar fyrsta barni. Við erum auðvitað með fjögur börn sem öll eru undir tíu ára aldri. Það er að mörgu að huga. Maður má ekki smyrja sér þunnt. Öll börnin þurfa sína athygli,“ segir Björn um fjöl­ skyldulífið. Tvíburarnir eru ekkert á því að lúra. Finna líklega á sér að það er stuð í bæjarferð. Það er svolítið eins og að fylgjast með loftfimleikaatriði að horfa á Unni og Björn handleika þá litlu. Þeir vilja sitja til skiptis hjá foreldrum sínum. Annar er rólegur og íhugull. Hinn er örari og hreyfir sig öllu kröftuglegar í fangi foreldra sinna. „Það er svolítið tryllt að eiga tví­ bura. Aldrei hefði okkar grunað þetta. Þetta er fáránlega skemmti­ legt, þetta er tvöföld hamingja. Það eru svo margir sem vorkenna okkur og jafnvel votta okkur samúð sína,“ segir Unnur og hlær. „Við ræddum við ótal tvíburaforeldra til að undir­ búa okkur,“ segir Björn frá. „Já, það var ágætis væntingastjórnun,“ segir Unnur. „Eitt foreldranna sagðist ekki muna eftir þremur eða fjórum árum úr lífi sínu,“ segir Björn. „Ég hélt mér hefði misheyrst. Mánuðum?“ spurði ég. „Nei, árum!“ „Og vinur okkar Benedikt Erlings sem á tvíbura, hann sagði bara: Ég samhryggist! Sem var nú sagt í mikilli kaldhæðni eins og honum einum er lagið,“ segir Unnur. Forgangsröðunin er skýr Unnur hefur verið í tökum á Ófærð 2 meðfram sýningum á Brotum úr hjónabandi og næsta þáttaröð af Föngum, hugarsmíð hennar og Nínu Daggar Filippusdóttur, er í vinnslu. „Tökudagarnir mínir eru mest nálægt borginni og það er virkilega gaman að taka þátt í þessu verkefni. Það er mjög stórt í sniðum, Holly­ wood­bragur á þessu öllu saman. Gríðarlega mannmargt verkefni, við erum úti í vondu veðri, mikið fjör og svo er bara ótrúleg fagmennska í tökuliðinu og hjá öllum aðstand­ endum. Ragnar Bragason og Mar­ grét Örnólfsdóttir eru svo að skrifa handritið að Föngum 2.  Við Nína Dögg erum á hliðarlínunni að fylgj­ ast með skrifunum. Það er skapandi og skemmtilegt. Við erum auðvitað með marga bolta á lofti. En forgangs­ röðunin er skýr hjá mér og Bjössa. Fjölskyldan og börnin eru númer eitt.“ Verkið olli skilnaðaröldu Verkið Brot úr hjónabandi er byggt á einu þekktasta verki úr smiðju Ingmars Bergmans. Sjónvarpsþátta­ röðinni „Scener ur ett äktenskap“. Verkið fjallaði um hjónabands­ vanda fólks og var sýnt árið 1973. Það er karllægt. Það má segja að í verkinu hafi konur horfst í augu við sársaukafullt hlutskipti og óréttlæti og sýningar þáttanna ollu skilnaðar­ öldu í Svíþjóð. Ólafur Egill Egilsson samdi úr efniviðnum nýja leikgerð. Færði verkið til nútímans í samvinnu við þau Unni og Björn. Í uppfærslunni er verið að leika sér að þeirri stað­ reynd að Unnur og Björn eru hjón. Að hugmyndinni að verkið gæti eins verið um þau. Það gefur sýningunni sérstakt gildi hvernig samspil þeirra úr einkalífinu smitar af sér í samleik þeirra á sviði. Það þarf líkast til nokkurn kjark til þess að takast á við hlutverkin á þessum forsendum. Að nota einka­ líf sitt sem efnivið í leiksýningu. Með því magnast spennan því mörkin færast til. Áhorfendur vita ekki alltaf hvenær Unnur og Björn setja á svið og hvenær þau fella grímuna. Inn í leiksýninguna fléttast í þokkabót myndskeið úr þeirra einkalífi með öðrum sem eru framleidd fyrir sýninguna. Plakatið sjálft fyrir leik­ sýninguna er stæling á þeirra eigin brúðkaupsmynd. Afhjúpa sig í listinni „Ég sagði við Bjössa á síðustu sýn­ ingu: Það er rosaleg naflaskoðun í gangi í leikhúsinu. Leikur með mörk og markaleysi. Við erum að hleypa fólki í stofuna hjá okkur.“ „Þetta er viðkvæmt í faginu. Að setja eigin persónu í forgrunn,“ segir Björn. „En það er líka tíðarandinn. Það er ákveðið samtal sem á sér stað í samtímamenningu okkar, sem hefur orðið með tilkomu samfélags­ miðla, fjölmiðla. Við sjáum þetta í sjónvarpi, tónlist, bókmenntum. Listamenn taka í auknum mæli líf sitt og afhjúpa sig í listinni. Fjalla um sig sjálfa. Björk Guðmunds­ dóttir gerir þetta í tónlist sinni á áhrifaríkan hátt. Það er spennandi að taka þátt í þessari þróun. En upp að ákveðnum mörkum. Því það er stuttur vegur á milli þess að fjalla um líf sitt í samhengi og þess að gera það í sjálfhverfu, þetta er viðkvæmur línudans,“ segir hann. „Verkið er ekki líf okkar. Þetta eru ekki orðin okkar. En samt göngum við ansi nærri okkur persónulega. Óli Egill leikstjóri lagði upp með afhjúpandi leikstíl, að búa sem minnst til, ekki sýna heldur vera. Við njótum þeirra forréttinda að vera á besta sviði landsins, litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Þar sem ekki þarf að beita þessari stórasviðstækni. Þá er hægt að vera organískur og eðli­ legur. Nær kvikmyndaleiksform­ inu. Þá gefst einnig færið á að færa til mörkin, þannig að áhorfandinn ruglast í ríminu. Skynjar ekki vel hvenær maður er að fella grímuna, þegar það næst er það rafmagnað og spennandi,“ segir Unnur. Fannst þeim einhvern tímann erfitt að vinna saman? „Nei, alls ekki. Það er erfitt að vinna í leikhúsi sem er nærgöngull vettvangur ef það er ekki traust Niðurstaðan má ekki verða ritskoðun Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors af- hjúpa sig á sviði í verkinu Brot úr hjónabandi. Þar leika þau hjón og mörkin á milli einkalífs og listar eru óljós. Á árinu eignuðust þau tví- bura. Unnur hélt að leikferlinum væri lokið. „Jæja, ég fer ekkert aftur á svið,“ hugsaði Unnur þegar hún vissi að hún ætti von á tvíburum. FréTTAblAðið/Eyþór ↣ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Mörkin eru óljós á milli einkalífs og listar í verkinu brot út hjónabandi. það er SvolíTið klikkað að koma BeinT úr fæð ingarorlofi og Skilja við manninn Sinn ofT í vikU. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -6 6 E C 1 E 7 0 -6 5 B 0 1 E 7 0 -6 4 7 4 1 E 7 0 -6 3 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.