Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 48
Þegar amma og afi féllu frá var ég frekar einn á jólunum. Ég fékk því bara vin minn til að halda jólin með mér. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Mörgum finnst gaman að bjóða gestum upp á jólasnafns á aðventunni. Jólin geta verið erfið hjá mörgum. Ég var til dæmis ekki með neina fjölskyldu til að halda venjuleg jól með. Ólst upp hjá afa og ömmu og kynntist systkinum mínum og foreldrum mínum ekki mikið, ekki fyrr en á fullorðinsárum. Þegar amma og afi féllu frá var ég frekar einn á jólunum. Ég fékk því bara vin minn til að halda jólin með mér og við bjuggum til rétta stemmingu, keyptum gjafir handa hvor öðrum, jólatré og fleira. Svo eignaðist hann fjölskyldu og þá var ég aðeins með þeim en svo fann ég mér annan vin til að búa til jól með. Nú á ég fjölskyldu sjálfur,“ segir Spessi Hallbjörnsson, ljósmyndari og matgæðingur. Hann hafnar alveg öllu jólastressi, jólin snúist um frið og kærleika milli fólks. Heilun að skrifa jólakort „Jólunum fylgir það að gefa ein­ hverjum jólagjöf og því fylgir ákveðið hugarfar. Maður hugsar fallega til viðkomandi og langar að gleðja hann. Ég tala nú ekki um stemminguna við að skrifa jólakort. Maður sest yfir lista af nöfnum og Var oft einn á jólunum Spessi Hallbjörnsson, ljósmyndari og matgæðingur, drífur upp sína árlegu Friðarmáltíð í dag. Hann segir jólin snúast um frið og hafnar öllu stressi. Lengi vel hafi hann ekki átt hefðbundin jól. Spessi ljósmyndari drífur upp sína árlegu Friðarmáltíð í dag. mynd/Eyþór hugsar vandlega hvað maður vill skrifa til hvers og eins. Manni líður svo vel að fara með allar þessar fallegu kveðjur í póst. Það er heilun að skrifa jólakort. Ef maður hugsaði allt árið hvað maður geti gert til að gleðja einhvern eða láta honum líða betur væri heimurinn betri. Maður þarf ekkert að vera stressaður á jólunum. Þetta er stemmingin sem ríkir á Friðarmáltíðinni,“ segir hann en Friðarmáltíðin er matarveisla sem hann hefur drifið upp fyrir hver jól árum saman. Ekki venjulegt hlaðborð „Fyrsta Friðarmáltíðin var haldin 1995. Þá var ég að vinna á Næstu grösum, hjá Gunnhildi, og hún stakk upp á því að ég eldaði minn jólamat sem matseðil einn laugardaginn. Við kölluðum það Friðarmáltíð. Nú hef ég gert þetta í mörg ár og varla misst úr eitt skipti. Eitt árið var ég staddur í Kansas í Bandaríkjunum og hélt Friðarmáltíðina þar í 500 manna þorpi! Vinur minn átti bar og veitingastað og við drifum þetta upp. Allur bærinn mætti í matinn og það skapaðist frábær stemm­ ing. Ég hef alltaf verið með flottar hljómsveitir og svo er alltaf sungið War is over með Lennon. Það er stemmingin þarna, fólk mætir ekki þarna á venjulegt jólahlaðborð til að éta, heldur fyrir stemminguna og samveruna. Jólamáltíð er náttúrlega friðarmáltíð.“ Hvað verður í matinn? „Ég ætla að elda cannelloni, steikt í salvíu smjöri, borið fram með ofnbökuðum tómötum með chili og hvítlauk og ferskum basil. Ekta ítalskt. Í forrétt eru belgbaunir vafðar í eggaldin og svo steiktar. Tiramisu í eftirrétt. Það verður líka hægt að fá vegan cann­ elloni,“ segir Spessi en hann hefur verið grænmetisæta í 36 ár. „Grænmetisfæði er miklu einfald­ ara, maður sleppir einum hlekk úr keðjunni og þarf ekki drepa neinn. Það finnst mér mikill léttir. Mér finnst mega taka það inn í umræðu um ósonlagið að ef við minnkum kjötát mengum við minna.“ Friðarmáltíðin verður á Bergsson RE á Grandagarði klukkan 11 í dag. það er einfalt að gera snafs fyrir jólin og þarf ekki að taka langan tíma. Í Danmörku og Þýskalandi er það til siðs að bjóða upp á jóla­snafs á aðventu. Margir kaupa snafsinn tilbúinn en skemmtilegra er að bjóða upp á heimagerðan. Það þarf ekki að taka langan tíma, sumir verða tilbúnir á sólarhring á meðan aðrir þurfa viku. Hér eru nokkur dæmi um einfalda snafsa. Kryddaður snafs 75 cl brennivín 1 kanilstöng 5 rúsínur 1 negulnagli Lítill biti af engifer Smávegis börkur af appelsínu 3 hakkaðar möndlur 5 kardimommufræ Setjið allt í flösku og látið standa við stofuhita í tíu daga. Hristið flöskuna á hverjum degi. Sigtið vökvann og berið fram. Sítrónu- og rósmarínsnafs 35 cl brennivín 1 sítróna 2 kvistir ferskt rósmarín Takið börkinn af sítrónunni. Setjið brennivín í flösku og bætið sítrónuberki og rósmaríni út í. Geymið við stofuhita í einn sólar­ hring. Kælið snafsinn og berið fram eftir tvo daga. Appelsínu- og vanillusnafs 50 cl brennivín ½ appelsína ⅓ vanillustöng 2 tsk. ljóst síróp Hellið brennivíninu í skál og setjið rifinn appelsínubörn saman við ásamt safanum. Takið fræin úr vanillustönginni og setjið út í vínið. Því næst er sírópi bætt saman við. Hrærið. Setjið plast yfir skálina og látið standa í tvo daga í ísskáp áður en snafsinn er sigtaður og borinn fram. Heimagerður jólasnafs Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind – Levi ś Glerártorgi 15.990 KARLAjAKKi 6 KynnInGArBLAÐ FóLK 9 . d E S E m B E r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -6 B D C 1 E 7 0 -6 A A 0 1 E 7 0 -6 9 6 4 1 E 7 0 -6 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.