Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 94
Ragnar Jónasson, rit-höfundur og yfirlög-fræðingur GAMMA, nýtir dagana vel. Hann gaf út sína níundu bók fyrir jólin. Fyrsta bók hans kom út árið 2009 og síðan þá hefur honum auðnast að gefa út eina bók fyrir hver jól. Hann kennir einnig við lagadeild Háskólans í Reykjavík og er faðir tveggja barna. Fjölskyldu og ástvinum Ragnars finnst ekki skrýtið að hann hafi lagt fyrir sig ritstörf. Áhuginn hefur kraumað frá því í æsku. Ragnar er fæddur og uppalinn í Kópavogi og Grafarvogi. Foreldrar hans eru Katrín Guðjónsdóttir, fyrr- verandi læknaritari hjá Embætti landlæknis, og Jónas Ragnarsson, ritstjóri hjá Krabbameinsfélaginu. „Ég hef margt frá foreldrum mínum. Pabbi er til dæmis mikill grúskari, skrifar og gefur út bækur. Föðurafi minn skrifaði alla sína ævi en gaf ekki út bók fyrr en hann var orðinn um áttatíu ára gamall,“ segir Ragnar frá. „Pabbi er frá Siglufirði og mamma ættuð úr Landeyjum. Ég var mikið á Siglufirði í uppvextinum, við eigum hús þar í bænum og það eru sterkar tengingar,“ segir Ragnar en í nokkrum fyrri bóka hans er Siglu- fjörður sögusviðið. Fyrirmyndin að heimili aðalpersónu bókanna er hús ömmu og afa Ragnars í bænum. Breskur framleiðandi tryggði sér réttinn á þeim bókum og stefnir að framleiðslu sjónvarpsþátta sem að hluta til yrðu teknir upp hér á landi. Erlendir blaðamenn hafa flykkst á Siglufjörð á söguslóðirnar, glæpa- sögur Ragnars þóttu glæða íslensku glæpasöguna lífi á ný en oftar en einu sinni hefur því verið spáð að æðið sé að lognast út af. „Afi og amma, Þ. Ragnar Jónasson og Guðrún Reykdal, voru mér mikil hvatning, líkt og foreldrar mínir. Amma og afi lásu lengi vel yfir öll mín handrit þegar ég þýddi sögur Agöthu Christie, og foreldrar mínir hafa lesið yfir allar bækur sem ég hef skrifað. Ég bý að ýmsu frá þeim,“ segir Ragnar. Eins og margir í stétt rithöfunda las Ragnar mikið, bæði sem barn og unglingur. „Ég las og skrifaði sögur og ljóð. Bjó til blöð og seldi ættingjum mínum. Bókmenntir og ritstörf hafa alltaf verið áhugamál mitt. Ég las mikið Enid Blyton sem barn og síðar Agöthu Christie, fyrstu bókina ellefu ára. Ég fór á Landsbókasafnið með pabba sem ungur strákur og las þar allt eftir Agöthu sem var til á íslensku þegar ég hafði lesið allar bækur hennar sem ég fann á venju- legum bókasöfnum. Þegar ég lauk við að lesa allt sem til var á íslensku eftir Agöthu las ég bækurnar á ensku. Bækur hennar eldast vel með manni. Seinna meir, áður en ég fór sjálfur að skrifa bækur, þýddi ég fjórtán bækur hennar yfir á íslensku til þess að fá útrás fyrir sköpunarþörfina.“ Ragnar stundaði nám á stærð- fræðibraut í Verzlunarskólanum og ákvað að stúdentsprófi loknu að leggja fyrir sig lögfræði. „Ég var enn að skrifa og skrifaði smásögur í Verzlunarskólanum. Dramatískar sögur sem enduðu illa og ég birti í skólablöðum og síðar í öðrum tíma- ritum. Ég hugsaði á þessum tíma um að læra íslensku, afi hvatti mig mikið til þess. Hann var mikill íslensku- maður. Pabbi hafði farið í lögfræði en ekki klárað hana á sínum tíma. Mér fannst lögfræðin að lokum mest heillandi, námið reyndist bæði krefjandi og áhugavert. Ég ætlaði mér ekki endilega að vinna sem lög- maður og flytja mál. Ég hugsaði með mér að námið gæti nýst í hvað sem er,“ segir Ragnar sem segist aðeins einu sinni hafa flutt mál fyrir dómi, ágreiningsmál um óðalsrétt í störfum sínum fyrir Kaupþing. Málið vannst og því var Ragnar sáttur við að láta þar við sitja í málflutningi í bili. Ragnar réð sig til starfa í fyrir- tækjaráðgjöf Kaupþings eftir nám, þaðan fór hann á lögfræðisvið bank- ans og varð forstöðumaður. Hann þýddi bækur og hafði það áfram sem áhugamál að stússast i einhverju sem tengdist bókum og sköpun. Ritstörf- in toguðu sífellt meira í hann. Hann sá auglýsingu frá bókaforlaginu Bjarti og Veröld, í henni kom fram að leitað væri að hinum íslenska Dan Brown. Þeim hinum sama væri lofað útgáfusamningi. Ragnar ákvað að láta slag standa. „Auglýsingin varð mér hvatning til að klára glæpa- sögu sem ég var með hugmynd að. Hún var nú alls ekki í stíl við Dan Brown en ég notaði keppnina sem tylliástæðu til þess að fá viðbrögð við handritinu.“ Handritið fékk góðar viðtökur. Eng- inn þótti vera Dan Brown Íslands en Ragnar og Lilja Sig- urðardóttir fengu bæði útgáfusamn- inga hjá Bjarti og Veröld, í framhaldi af keppninni. En hvað varð til þess að hann ákvað að einbeita sér svo mjög að því að skrifa? „Það breyttist margt í hruninu. Ég var að vinna í Kaupþingi og fylgdist með því þegar Geir bað Guð að blessa Ísland og var í bankanum daginn sem allt hrundi. Allt í einu voru ljósin slökkt, þetta var mikið áfall og óvenjulegur tími. Ég lærði mikið af þessum tíma. Það má segja að fyrir alla sem unnu við f j á r m á l hafi hrunið reynst dýr- mæt og dýr- keypt lexía. Ég vann um tíma sem for- stöðumaður l ö g f r æ ð i - ráðgjafar hjá Arion banka eftir hrun en ákvað svo að færa mig um set og vinna fyrir þrotabú gamla bankans. Það var áhuga- vert. Að skoða bankakerfið frá því sjónarhorni og vinna úr eign- um sem höfðu næstum tapast. Ég sjálfur ákvað að gefa mér meiri tíma. Staldra aðeins við, endurmeta lífið. Ég held að ef það væri ekki fyrir hrunið þá hefði ég ekki gefið mér jafn mikinn tíma til að skrifa bækur. Mér finnst ég hafa fengið tækifæri til að hugsa lífið upp á nýtt. Hvar ég vildi hafa fókusinn í lífinu. Ég hafði aldrei séð það fyrir mér sem raunverulegan möguleika að vera bæði rithöfundur og í fullu starfi. Hugsaði alltaf með mér, ég geri þetta bara seinna.“ Ragnar tók við stöðu yfirlög- fræðings hjá GAMMA árið 2015 og er jafnframt stundakennari við laga- deild Háskólans í Reykjavík þar sem hann kennir höfundarétt. Hann á tvö börn með eiginkonu sinni, Maríu Margréti Jóhannsdóttur, Kiru og Natalíu, en þær eru sjö og þriggja ára gamlar. Þetta virðist krefjandi? „Já, ég geri þetta bara með því að anda rólega. Það er allt hægt. Ég skrifa bækurnar jafnt og þétt allt árið. Tek mér frí yfir hásumarið og í desember. Þetta bjargast alltaf. Ég skrifa þegar börnin eru sofnuð. Þá kúpla ég mig út og finnst það þægilegt. Reyndar hef ég þörf fyrir að skrifa og myndi gera þótt enginn læsi bækur mínar.“ Skrifar þegar börnin eru sofnuð Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur GAMMA og rithöfundur, féll fyrir glæpasögum þegar hann var lítill drengur og las bækur Agöthu Christie upp til agna. Það var eftir hrun sem hann tók meðvitaða ákvörðun um að fylgja hjart- anu og halda áfram að skrifa. Dagarnir eru hins vegar langir og hann skrifar því oft þegar börnin eru sofnuð. „Ég held að ef það væri ekki fyrir hrunið þá hefði ég ekki gefið mér jafn mikinn tíma til að skrifa bækur,“ segir Ragnar sem staldraði við og endurmat hlutina Ómannglöggur rithöfundur Uppáhaldsstaðurinn á landinu: Siglufjörður. Hvað ætlarðu að hafa í jólamat- inn: Hamborgarhrygg. Bestu stundirnar eru? Með fjöl- skyldunni. Hvaða bók tækir þú með þér á eyðieyju? Afleggjarann eftir Auði Övu, nágranna minn, og Síðustu setningu Fermats eftir Simon Singh. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Neikvæðni. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Ég er svo ómann- glöggur, að ég lendi í því á hverjum degi, eða nokkurn veginn, að þekkja ekki fólk sem ég ætti að þekkja. Eftirminnilegasti upplesturinn fyrir jól? Ferð með nokkrum úr- valshöfundum, Sjón og fleirum, í Bókakaffi Bjarna Harðar á Selfossi fyrir nokkrum árum, því við lentum í stórhríð og ófærð á leiðinni heim svo það var mjög ánægjulegt að komast lifandi út úr þeim upp- lestri. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég var að vinna í Kaup- þingi og fylgdist með því þegar geir bað guð að blessa ísland og var í banKanum daginn sem allt hrundi. allt í einu voru ljósin slöKKt, þetta var miKið áfall og óvenjulegur tími. eftir hrun. FRÉttaBlaðið/ StEFán 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r42 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -7 F 9 C 1 E 7 0 -7 E 6 0 1 E 7 0 -7 D 2 4 1 E 7 0 -7 B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.