Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 41
Kerstin Kristensen og Denise Cresso hafa unnið að rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðum konum í Svíþjóð um árabil.
Denise og Kerstin hafa unnið saman að málaflokknum í mörg ár. Denise er blind
og hefur barist fyrir hagsmuna-
málum fatlaðra og Kerstin kemur
frá kvennaathvarfshreyfingunni í
Svíþjóð.
„Ofbeldi gegn fötluðum er ekki
frábrugðið öðru ofbeldi í nánum
samböndum að því leyti að þú
þekkir veiku blettina á þínum
nánustu og getur nýtt þá til að
beita ofbeldi,“ segir Denise. „Fatl-
aðir hafa kannski fleiri og stærri
veika bletti en aðrir.“
Kerstin bendir á að fatlaðir
séu ekki sjálfkrafa útsettari fyrir
ofbeldi en aðrir. „En það er hægt
að beita þá ofbeldi á fleiri vegu
og með margvíslegri hætti en
ófatlaða. Það er til dæmis hægt
að endurraða húsgögnunum og
þannig gera blindri eða hreyfi-
hamlaðri manneskju erfitt um
vik að upplifa öryggi heima hjá
sér, nokkuð sem ófötluð mann-
eskja myndi ekki takast á við með
sama hætti. Og þú kvartar ekki
til yfirvalda undan því að ein-
hver færi til húsgögn.“ Þá nefna
þær báðar andlegt ofbeldi sem
getur verið erfitt að sanna. „Með
því að segja neikvæða og særandi
hluti um andlega eða líkamlega
getu er hægt að brjóta einstakl-
inginn niður og það er erfitt fyrir
fatlaðan einstakling að verjast
slíku.“ Kerstin segir að konur sem
eru andlega fatlaðar hafi oft ekki
upplýsingar um hvað telst vera
ofbeldi. „Þær halda að það sem
gerist sé eðlilegt, að það sé svona
sem samlífi annarra er og þær þrá
svo heitt venjulegt líf að þær láta
ýmislegt yfir sig ganga.“
Fatlaðar konur eiga að sögn
Denise og Kerstin enn fremur
erfitt með að nýta sér þá hjálp
sem stendur til boða. „Fatlaðar
konur í nánum samböndum eiga
erfitt með að flýja heimilið þar
sem kvennaathvörfin bjóða oft
ekki upp á aðstöðu fyrir þær,“
segir Kerstin og Denise bætir við:
„Þá hafa þær oft ekki upplýsingar
um hvað er ofbeldi og eru líka
stundum háðar mökum sínum
um umönnun. Margir ófatlaðir
menn fatlaðra kvenna segja að
þeim finnist erfitt að hafa alltaf
einhvern inni á heimilinu og kjósa
frekar að aðstoða konurnar sínar
sjálfir og þá er valdaójafnvægi
komið innan sambandsins og sú
fatlaða er einangruð. Persónu-
legur aðstoðarmaður myndi sjá
merki um það ef ekki er allt með
felldu og ber ábyrgð á að láta vita
af því. En svo verða yfirmenn við-
komandi að grípa boltann, ekki
bara segja eins og stundum hefur
gerst: finnst þér ekki gaman að
vera hjá þeim? Viltu láta færa þig
annað?“
Fatlaðar konur eru líka í varnar-
lausri stöðu gagnvart starfsfólki,
mökum, foreldrum, systkinum og
svo framvegis. „Þú ert háð öðrum
um lyf, hreinlæti, næringu …“ segir
Denise og bætir við: „Vanræksla er
ein tegund ofbeldis.“ Kerstin tekur
fram að þær vilji ekki gera fatlaðar
konur að fórnarlömbum. „Margar
fatlaðar konur eru í ástríkum sam-
böndum og hafa fulla stjórn á lífi
sínu. En fötlun þeirra setur þær í
meiri hættu.“ Denise bendir líka
á að fatlaðar konur séu ekki alltaf
teknar alvarlega sem kynverur.
„Það snýst um ósýnileika. Ef þú
hefur fyrirframákveðnar hug-
myndir um að fatlaðar konur séu
ekki kynverur þá spyrðu ekki um
kynlíf, kynferðisofbeldi eða sam-
bönd. Staðreyndin er sú að konur
eru beittar ofbeldi, hvort sem þær
eru fatlaðar eða ekki. Og fatlaðir
karlar eru líklegri til að vera beittir
kynferðisofbeldi en ófatlaðir.“
Þær segja það stöðugt koma
meira upp á yfirborðið hvað kyn-
ferðisofbeldi er alvarlegt vanda-
mál meðal fatlaðra. „Þetta er erfitt
viðureignar því að margir vilja
ekki horfast í augu við vandann,“
segir Denise. „Einangrun og
ósýnileiki eru aðaláhættuþætt-
irnir. Fatlaðir missa oft af fræðslu í
almenna skólakerfinu og ef náinn
aðstandandi er kannski gerand-
inn, jafnvel sá sami og stjórnar
aðgangi hins fatlaða að umheim-
inum, er það jarðvegur þar sem
misnotkun getur þrifist.“
Kerstin samsinnir þessu og
bætir við: „Það er mikilvægt
að fatlað fólk sé sýnilegt á sem
flestum vettvangi, í auglýsinga-
herferðum, á sjónvarpsskjánum,
ef fatlað fólk er sýnilegt alls staðar
þá verður viðteknara að hugsa um
það sem venjulegt fólk með vonir
og þrár sem sannarlega getur
líka orðið fyrir alls kyns ofbeldi.“
Þær benda líka á að ofbeldi geti
þrifist þar sem báðir aðilar eru
fatlaðir. „Þetta er eitt dæmi um
ósýnileika. Það reiknar enginn
með því að maður í hjólastól
lemji konuna sína og þess vegna
eru þau ekki spurð,“ segir Denise.
„Við þekkjum dæmi þar sem
konan var alltaf með marbletti
og maðurinn hennar sem líka
var í hjólastól sagði að hún væri
alltaf að detta úr stólum. En eftir
að hann dó hurfu marblettirnir
af henni. Og þá fyrst datt umönn-
unaraðilum í hug að kannski væri
ástæðan fyrir áverkunum sú að
hann beitti hana ofbeldi. En þá
var auðvitað orðið allt of seint að
gera nokkuð.“
Kerstin bendir á að fatlaðir séu
fjölbreyttur hópur og því ekki
hægt að beina sömu upplýsingum
og spurningum til allra. „Rann-
sóknir sýna að fólk vill tala ef það
er spurt. Ef það er hins vegar fjarri
spyrjandanum að viðkomandi
sé kynvera vegna fötlunar eða að
enginn geti fundið það í sér að
vera vondur við fatlaðan einstak-
ling þá spyrðu ekki einu sinni og
ef þú spyrð ekki þá segir enginn
neitt. Það þarf að spyrja. Fatlaðir fá
mikla þjónustu frá sveitarfélögum
og þar eru margir möguleikar til að
spyrja um ofbeldi en það er ekki
gert. Þess vegna eru fatlaðir enn þá
ósýnilegur hluti þeirra sem verða
fyrir kynferðisofbeldi.“
Svo mikilvægt að spyrja
Denise Cresso og Kerstin Kristensen hafa í mörg ár unnið að rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu
fólki í Svíþjóð. Þær komu til landsins í byrjun september til að halda námskeið og miðla Stígamót-
um og fulltrúum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks af reynslu sinni og þekkingu varðandi aðstæður
fatlaðra kvenna og afleiðingar ofbeldis á fatlaðar konur.
Jóhanna Lind Jónsdóttir, ráðgjafi og listmeðferðafræðingur. MYND/ANTON BRINK
Listmeðferð er meðferðarform þar sem notast er við listsköp-un, ásamt samtalsmeðferð, við
úrvinnslu áfalla eða erfiðrar reynslu.
Listsköpunin getur veitt fólki tæki-
færi til að tjá sig með öðrum hætti
en með orðum og því gefið aðra
og dýpri innsýn í tilfinningalíf við-
komandi á þann hátt sem samtal
getur ekki veitt, að sögn Jóhönnu
Lindar Jónsdóttur, sem starfar sem
ráðgjafi og listmeðferðarfræðingur
hjá Stígamótum.
Hún segir listmeðferð geta
gagnast fólki sem lent hefur í kyn-
ferðislegu ofbeldi. Yfirleitt sé mjög
erfitt að ræða ofbeldið og afleiðingar
þess en listin geti veitt öruggari leið
sem er fjarlægari einstaklingnum
heldur en ef hann segi frá í fyrstu
persónu. „Minningar og hugsanir
sem tengjast ofbeldinu geta oft á
tíðum verið svo yfirþyrmandi að
einstaklingurinn lokar á þær. Þegar
kemur að úrvinnslu getur verið erfitt
að opna aftur á slíkan sársauka.
Listsköpun getur veitt greiðari leið
fyrir viðkomandi að slíkum minn-
ingum og hugsunum heldur en ef
um samtal væri að ræða. Einnig
getur listmeðferð veitt annars konar
aðgang að lokuðum minningum
þar sem unnið er í efnivið sem örvar
skynfæri, t.d. með lykt, áferð og
hljóðum.“
Einstaklingur sem á erfitt með
að tjá sig á hefðbundinn hátt getur
þannig nýtt sér listmeðferð til tján-
ingar á erfiðum og sársaukafullum
upplifunum, líkt og kynferðisofbeldi
er, segir Jóhanna. „Það fellur þá í hlut
listmeðferðarfræðingsins að mynda
samband við manneskjuna og veita
henni öruggt rými til að opna á við-
komandi áföll og lífsreynslu. Um leið
er mikilvægt að hafa í huga að ekki
þarf þekkingu á listsköpun eða ein-
hverja sérstaka hæfileika á því sviði
til að nýta sér listmeðferð.“
Jóhanna útskrifaðist úr uppeldis-
og menntunarfræði og sálfræði frá
Háskóla Íslands eftir að hafa lokið
fornámi í Myndlistaskóla Reykja-
víkur. Þaðan lá leið hennar til New
York þar sem hún lærði listmeðferð
í NYU háskólanum. „Eftir meistara-
námið starfaði ég úti með einhverf-
um börnum í tæp tvö ár og síðan á
Stuðlum eftir að ég kom heim. Ég er
ótrúlega þakklát Stígamótum fyrir
að gefa mér tækifæri til að starfa á
þessum vettvangi með fullorðnum
einstaklingum.“
Listin getur veitt öruggari leið
Einstaklingar sem eiga erfitt með að tjá sig á hefðbundinn
hátt geta nýtt sér listmeðferð til árangursríkari tjáningar
STígAMóT 3 L AU g A R DAg U R 9 . D E S E m b E r 2 0 1 7
Um ofbeldi gegn
fötluðu fólki
Ofbeldi gegn fötluðu fólki hefur
fleiri birtingarmyndir en ofbeldi
gegn öðrum hópum. Á síðasta ári
sögðust 109 einstaklingar af þeim
338 sem leituðu til Stígamóta í
fyrsta sinn vera með einhvers
konar skerðingar, þar af var 41
metinn til örorku. Algengastar voru
hvers kyns geðraskanir, en einnig
nefndi fólk þroskahömlun, hreyfi-
hömlun, blindu eða sjónskerðingu,
einhverfu og heyrnarleysi eða
heyrnarskerðingu.
Aðgengi fyrir fatlaða er gott á
Stígamótum, en því fólki sem af
ólíkum ástæðum getur alls ekki
komist í viðtöl er boðið upp á
heimsóknir heim eða inn á stofn-
anir.
0
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:0
3
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
7
0
-A
C
0
C
1
E
7
0
-A
A
D
0
1
E
7
0
-A
9
9
4
1
E
7
0
-A
8
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
2
8
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K