Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 111

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 111
Kafli úr Þá er ástæða til að hlæja Kenderí í Köben Tveim árum eftir að við Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdótt­ ir hófum formlegt tónleikahald undir nafni Tríós Reykjavíkur kom að því að við færum út fyrir land­ steinana. Gunnar hafði búið svo lengi í Danmörku og þekkti þar marga leiðandi tónlistarmenn. Hann og Guðný skipulögðu ferðir okkar þangað næstu árin. Fyrsta ferðin okkar var síðla í nóvember 1990. Upphafstónleikar okkar voru í Sorgenfrikirkju í Kaup­ mannahöfn, en tveim dögum síðar áttum við að halda tónleika á vegum Natmandsforeningen í Konunglega danska tónlistar­ háskólanum. Kvöldið áður var mér boðið í kvöldverð hjá Rönku frænku (sem lánaði mér grammófóninn sinn á sínum tíma) og Einari verk­ fræðingi, eiginmanni hennar. Við höfðum þá ekki sést í nokkur ár og þau höfðu frá mörgu að segja; þau höfðu m.a. verið í Afríku og Sádi­Arabíu. Þar sem kalt var úti buðu þau mér upp á Gammel Dansk. Með ljúffengri máltíð var forláta vín. Svo var áfram veitt vín og sagðar spennandi sögur í löngum runum. Glasið fylltist jafnóðum og það tæmdist. Þannig leið tíminn uns klukkan var orðin þrjú eftir miðnætti. Ég var þá farinn að finna vel á mér svo ekki var um annað að ræða en að gista hjá Rönku. Planið var að taka lest snemma um morguninn og vera kominn í morgunverð í tæka tíð þar sem við í Tríóinu höfðum samanstað. Það var í stórri villu hjá gömlum vinkonum Gunnars, Ingeborg og Johanne, í Hillerød fyrir norðan Kaupmannahöfn rétt hjá Friðriks­ borgarhöll. Ingeborg var nærri ní­ ræð og hafði verið í frönsku and­ spyrnuhreyfingunni í París í síðari heimsstyrjöld og lærður kokkur af franska skólanum. Systir hennar, Johanne, var vel yfir nírætt. Þar sem Ingeborg var svona fær kokkur vissi ég að morgunverður­ inn sem Ingeborg bauð upp á gaf Babettes gæstebud hennar Karen Blixen ekkert eftir. Það var því til mikils að hlakka á meðan ég ferð­ aðist í lest frá Rönku og Einari. Ég misreiknaði mig þó í einu: Snemma morguns var fólk á leið í vinnu og því tafðist ég svo mikið að Gunnar, Guðný og systurnar voru farin að óttast um mig. Er ég loksins birtist á tröppunum leit ég skuggalega út, grár og svo þunnur að sjá hefði mátt gegnum mig, sagði Gunnar mér síðar. Ég kvaðst ætla að æfa mig eftir morgunverð, en ekki varð mikið úr því, svo ég lagði mig. Gunnari og Guðnýju leist eðlilega ekkert á blikuna og sögðu bara: „Sjáumst í Konserva­ toríinu í kvöld.“ Þau signdu sig örugglega þegar ég sá ekki til. Ég rataði í Konservatoríið um kvöldið fyrir tónleikana, enda hafði ég komið þangað áður og haldið þar tónleika. Á þessum tímapunkti var ég ekki alveg klár á því hvað þessi Natmandsforening sem stóð fyrir tónleikunum var. Líklega var það einhver klúbbur. En þegar ég var kominn upp baksviðs og sá hverjir voru þar nærstaddir, varð mér ljóst að þarna var saman komin elítan í dönsku tónlistarlífi; ég sá ýmsa þekkta prófessora við Tónlistar­ háskólann. Mér féll allur ketill í eld. Við Gunnar og Guðný sögðum ekki orð er við hittumst, litum bara hvert á annað og hugsuðum: „Nú er að duga eða drepast.“ Það merkilega gerðist að við höfðum aldrei leikið eins vel. Við urðum að sanna okkur. Á efnisskrá var ekkert smáræði: Tríóið í a­moll eftir Ravel, eitt af erfiðustu píanó­ tríóum í kammertónlist og Tríó í H­dúr op. 8 eftir Brahms, annað stórverk. Leik okkar var svo vel tekið að allir áheyrendur stóðu upp og klöppuðu okkur lof í lófa. Á ensku er það kallað Standing ovation. Þetta kvöld gáfum við Gunnar Guðnýju nýtt nafn: SO, Standing ovation, en við skírðum okkur sjálfa BB, þ.e. Bakkabræður. Við hlið hennar vorum við óttalegir trúðar! Tríó Reykjavíkur; Guðný Guðmunds­ dóttir, Halldór Haraldsson og Gunn­ ar Kvaran. Þú finnur allt um mig og útsölustaði á www.regalo.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. intellecta.is RÁÐNINGAR m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 59L A U g A R D A g U R 9 . D e s e m B e R 2 0 1 7 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -2 B A C 1 E 7 0 -2 A 7 0 1 E 7 0 -2 9 3 4 1 E 7 0 -2 7 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.