Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 111
Kafli úr Þá er ástæða til að hlæja
Kenderí í Köben
Tveim árum eftir að við Gunnar
Kvaran og Guðný Guðmundsdótt
ir hófum formlegt tónleikahald
undir nafni Tríós Reykjavíkur kom
að því að við færum út fyrir land
steinana. Gunnar hafði búið svo
lengi í Danmörku og þekkti þar
marga leiðandi tónlistarmenn.
Hann og Guðný skipulögðu ferðir
okkar þangað næstu árin. Fyrsta
ferðin okkar var síðla í nóvember
1990. Upphafstónleikar okkar
voru í Sorgenfrikirkju í Kaup
mannahöfn, en tveim dögum
síðar áttum við að halda tónleika
á vegum Natmandsforeningen
í Konunglega danska tónlistar
háskólanum.
Kvöldið áður var mér boðið í
kvöldverð hjá Rönku frænku (sem
lánaði mér grammófóninn sinn
á sínum tíma) og Einari verk
fræðingi, eiginmanni hennar. Við
höfðum þá ekki sést í nokkur ár
og þau höfðu frá mörgu að segja;
þau höfðu m.a. verið í Afríku og
SádiArabíu. Þar sem kalt var úti
buðu þau mér upp á Gammel
Dansk. Með ljúffengri máltíð var
forláta vín. Svo var áfram veitt
vín og sagðar spennandi sögur
í löngum runum. Glasið fylltist
jafnóðum og það tæmdist. Þannig
leið tíminn uns klukkan var orðin
þrjú eftir miðnætti. Ég var þá
farinn að finna vel á mér svo ekki
var um annað að ræða en að gista
hjá Rönku.
Planið var að taka lest snemma
um morguninn og vera kominn
í morgunverð í tæka tíð þar sem
við í Tríóinu höfðum samanstað.
Það var í stórri villu hjá gömlum
vinkonum Gunnars, Ingeborg og
Johanne, í Hillerød fyrir norðan
Kaupmannahöfn rétt hjá Friðriks
borgarhöll. Ingeborg var nærri ní
ræð og hafði verið í frönsku and
spyrnuhreyfingunni í París í síðari
heimsstyrjöld og lærður kokkur af
franska skólanum. Systir hennar,
Johanne, var vel yfir nírætt.
Þar sem Ingeborg var svona fær
kokkur vissi ég að morgunverður
inn sem Ingeborg bauð upp á gaf
Babettes gæstebud hennar Karen
Blixen ekkert eftir. Það var því til
mikils að hlakka á meðan ég ferð
aðist í lest frá Rönku og Einari.
Ég misreiknaði mig þó í einu:
Snemma morguns var fólk á leið í
vinnu og því tafðist ég svo mikið
að Gunnar, Guðný og systurnar
voru farin að óttast um mig. Er ég
loksins birtist á tröppunum leit ég
skuggalega út, grár og svo þunnur
að sjá hefði mátt gegnum mig,
sagði Gunnar mér síðar. Ég kvaðst
ætla að æfa mig eftir morgunverð,
en ekki varð mikið úr því, svo ég
lagði mig. Gunnari og Guðnýju
leist eðlilega ekkert á blikuna og
sögðu bara: „Sjáumst í Konserva
toríinu í kvöld.“ Þau signdu sig
örugglega þegar ég sá ekki til.
Ég rataði í Konservatoríið um
kvöldið fyrir tónleikana, enda
hafði ég komið þangað áður og
haldið þar tónleika. Á þessum
tímapunkti var ég ekki alveg klár á
því hvað þessi Natmandsforening
sem stóð fyrir tónleikunum var.
Líklega var það einhver klúbbur.
En þegar ég var kominn upp
baksviðs og sá hverjir voru þar
nærstaddir, varð mér ljóst að
þarna var saman komin elítan í
dönsku tónlistarlífi; ég sá ýmsa
þekkta prófessora við Tónlistar
háskólann. Mér féll allur ketill í
eld.
Við Gunnar og Guðný sögðum
ekki orð er við hittumst, litum
bara hvert á annað og hugsuðum:
„Nú er að duga eða drepast.“ Það
merkilega gerðist að við höfðum
aldrei leikið eins vel. Við urðum
að sanna okkur. Á efnisskrá var
ekkert smáræði: Tríóið í amoll
eftir Ravel, eitt af erfiðustu píanó
tríóum í kammertónlist og Tríó í
Hdúr op. 8 eftir Brahms, annað
stórverk.
Leik okkar var svo vel tekið að
allir áheyrendur stóðu upp og
klöppuðu okkur lof í lófa. Á ensku
er það kallað Standing ovation.
Þetta kvöld gáfum við Gunnar
Guðnýju nýtt nafn: SO, Standing
ovation, en við skírðum okkur
sjálfa BB, þ.e. Bakkabræður. Við
hlið hennar vorum við óttalegir
trúðar!
Tríó Reykjavíkur; Guðný Guðmunds
dóttir, Halldór Haraldsson og Gunn
ar Kvaran.
Þú finnur allt um mig og útsölustaði á www.regalo.is
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
í fyrstu skónum frá Biomecanics
Stærðir: 18–24
Verð: 7.995
Margir litir
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka
fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum
bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin
komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk
sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
intellecta.is
RÁÐNINGAR
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 59L A U g A R D A g U R 9 . D e s e m B e R 2 0 1 7
0
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:0
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
0
-2
B
A
C
1
E
7
0
-2
A
7
0
1
E
7
0
-2
9
3
4
1
E
7
0
-2
7
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K