Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út
Láttu sólina ekki trufla þig
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Frá því var greint í gær að ífjármálaráðuneytinu væri
unnið að því að lagfæra þau mistök
sem vinstri stjórnin gerði í skatt-
lagningu á eldsneyti.
Vinstri stjórninhækkaði skatta
á bensín langt um-
fram skattana á
díselolíuna í þeim
tilgangi að þvinga
fólk til að kaupa
díselbíla.
Jafnframt var gjöldum á bílabreytt díselbílum í vil og af-
leiðingin varð sú að díselbílum
fjölgaði á kostnað bensínbíla.
Síðan hefur komið í ljós aðmengunin frá díselbílunum er
síst skaðminni en sú frá bensínbíl-
unum og því vilja núverandi stjórn-
völd snúa við blaðinu og vinna að
því að draga úr notkun díselolíu.
Til þess eru í meginatriðumtvær leiðir. Annars vegar er
hægt að lækka gjöld á bensín
þannig að það verði aftur hag-
kvæmur kostur í samanburði við
díselolíuna.
Hins vegar er hægt að hækkagjöldin á díselolíuna þannig
að hún verði óhagkvæmari kostur í
samanburði við bensínið.
Og þá er það stóra spurningin:Hvora leiðina ætli Benedikt
Jóhannesson fjármálaráðherra
hyggist fara, skattalækkun eða
skattahækkun?
Það þarf svo sem ekki að spyrjaað því, að sjálfsögðu velur
hann að hækka skatta. Að öðrum
kosti væri hætta á að almenningur
héldi meiru eftir í buddunni.
Benedikt
Jóhannesson
Það þarf ekki
að spyrja
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 11 rigning
Akureyri 14 alskýjað
Nuuk 8 heiðskírt
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 13 léttskýjað
Kaupmannahöfn 16 rigning
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 18 skýjað
Brussel 18 léttskýjað
Dublin 19 skýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 19 heiðskírt
París 21 súld
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 15 rigning
Berlín 18 rigning
Vín 26 skýjað
Moskva 17 skúrir
Algarve 29 heiðskírt
Madríd 36 heiðskírt
Barcelona 29 léttskýjað
Mallorca 31 heiðskírt
Róm 31 heiðskírt
Aþena 33 heiðskírt
Winnipeg 15 rigning
Montreal 17 alskýjað
New York 29 heiðskírt
Chicago 24 þrumuveður
Orlando 31 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:37 23:31
ÍSAFJÖRÐUR 2:59 24:18
SIGLUFJÖRÐUR 2:41 24:03
DJÚPIVOGUR 2:57 23:10
Meirihluti Íslend-
inga er andvígur
inngöngu í Evr-
ópusambandið
(ESB) sam-
kvæmt nýrri
könnun MMR á
afstöðu Íslend-
inga til aðildar að
sambandinu. Alls
sögðust 47,9 pró-
sent vera andvíg
inngöngu í ESB en 29 prósent
hlynnt. Andstaðan mælist 67,5 pró-
sent meðal þeirra sem styðja ríkis-
stjórnina en er minni meðal þeirra
sem styðja stjórnarandstöðuna eða
36,2 prósent.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru
hlynntari inngöngu í ESB eða 34,3
prósent meðan eingöngu 19,8 pró-
sent íbúa landsbyggðarinnar eru
hlynnt inngöngu.
Andstaða mældist almennt minni
nú en árin 2012 og 2013 en vikmörk
könnunarinnar eru 3,1 prósent.
Könnunin var framkvæmd dagana
15. til 21. júní 2017 og var heildar-
fjöldi svarenda 1.017 einstaklingar
18 ára og eldri.
Þjóðin
vill ekki
inn í ESB
Tæpur helmingur
andvígur inngöngu
Andstaða við ESB-
aðild er enn mikil.
Sveitarfélagið Vogar veitti á dög-
unum styrki úr mennta- og afreks-
sjóði sínum. Öll ungmenni sveitarfé-
lagsins sem ljúka framhaldsskóla-
námi á tilskildum tíma, innan
fjögurra ára frá útskrift úr grunn-
skóla, eiga rétt á styrknum. Auk
þess voru þrír nemendur úr 10. bekk
Stóru-Vogaskóla verðlaunaðir fyrir
góðan námsárangur.
Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar bæj-
arstjóra er styrkurinn hugsaður til
að hvetja nemendur til dáða og
minnka brottfall úr skólum.
Styrkurinn nam í ár 40 þúsund
krónum á mann en Ásgeir segir upp-
hæðina ekki aðalatriði heldur það að
nemendum sé sýndur stuðningur og
þeir hvattir til dáða. Þá sé það von
manna að svona megi minnka brott-
fall úr skólum. Honum er ekki kunn-
ugt um að önnur sveitarfélög á land-
inu styrki framhaldsskólanema með
sama hætti.
Sjóðurinn varð til við sölu á eign-
arhlut sveitarfélagsins í Hitaveitu
Suðurnesja árið 2010. Ákveðið var
að leggja um tíu milljónir króna til
hliðar í menntasjóðinn og eru vaxta-
tekjur nýttar til úthlutunar.
Um 15-20 börn eru í hverjum ár-
gangi innan sveitarfélagsins og segir
Ásgeir um helming nemenda ljúka
námi á tilskildum tíma og þiggja
styrkinn. Er það svipað hlutfall og á
landsvísu. alexander@mbl.is
Ungmenni í Vogum hvött til dáða
Veita þeim sem ljúka námi á tilskildum tíma 40 þúsund króna styrk
Styrkur Nemendur voru heiðraðir á
síðasta fundi bæjarstjórnar í júní.