Morgunblaðið - 13.07.2017, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Guðni Sveinn Theodórsson, eigandi
ökuskólans Ökuland, segir að mikil
eftirsókn sé hér á landi eftir atvinnu-
bílstjórum, sérstaklega rútubíl-
stjórum.
„Það er ofsalega mikil eftisókn og
mikið að gera í þessu eins og er,“
segir Guðni og bætir við að eft-
irspurnin sé það mikil að líklegast
vanti bílstjóra á ýmsa staði.
Ökuland og Ökuskólinn í Mjódd
fluttu nýverið inn þýskan aksturs-
þjálfara frá Mercedes Benz, Uwe
Beyer, til að halda námskeið um um-
ferðaröryggi á Íslandi.
Endurmenntun orðin skylda
Námskeiðið var hluti af endur-
menntun atvinnubílstjóra á Íslandi
en endurmenntun hefur nýverið
gerð skylda hérlendis. „Á næsta ári
þurfa allir að vera búnir að sækja
sér endurmenntun til að halda sínum
atvinnuréttindum. Fólk er með
meirapróf en ef það vill halda sinni
atvinnu þarf það að sækja í endur-
menntun,“ segir Guðni en hingað til
hefur það verið val fyrir atvinnubíl-
stjóra að sækja akstursþjálfun í
Þýskalandi. Ökuland er í samstarfi
við Mercedes Benz í Þýskalandi og
segir Guðni að í gegnum þau sam-
skipti hafi hugmyndin komið upp um
að flytja akstursþjálfarann til lands-
ins. „Þetta kom til því að ökuskólinn
sem ég er með er í samstarfi við
Mercedes Benz-verksmiðjuna í
Þýskalandi og rútubílstjórar hafa
farið til Þýskalands í akstursþjálfun.
Svo kom þessi hugmynd um að fá
mann frá þeim hingað,“ segir Guðni.
Mikil eftirspurn
eftir bílstjórum
Ljósmynd/Ökuland
Lokið Beyer (t.v.) afhendir við-
urkenningarskjal í lok námskeiðsins.
Akstursþjálfari
frá Mercedes Benz
kennir atvinnubíl-
stjórum á Íslandi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Stjórnlagadómstóllinn í Þýskalandi
(þ. Bundesverfassungsgericht)
komst að þeirri niðurstöðu á þriðju-
daginn að lög sem heimila fyrirtækj-
um að gera einn kjarasamning fyrir
alla starfsmenn sína standist að
mestu leyti þýsku stjórnarskrána.
Í Þýskalandi semja launamenn við
einstök fyrirtæki ólíkt því sem þekk-
ist á Íslandi þar sem starfsstéttir
semja við mörg fyrirtæki. Lögin
ganga út á það að stéttarfélagið með
flesta starfsmenn í fyrirtækinu get-
ur samið fyrir alla starfsmenn sama
fyrirtækis að ákveðnum skilyrðum
uppfylltum. Þannig gildir einn kjara-
samningur fyrir alla starfsmenn
sama fyrirtækis.
Þurfa að tryggja kjör
sérfræðinga
„Lögin standast stjórnarskrá
Þýskalands að vissu leyti en í þeim
skortir þó að tryggja réttindi starfs-
manna í sérstökum sérfræðihópum.
Það er þó ekki litið framhjá þeim
heldur eru þeir einungis settir á hlið-
arlínuna þegar kjarasamningur er
gerður … löggjafarvaldið þarf að
koma í veg fyrir þetta,“ segir í nið-
urstöðu stjórnlagadómstólsins en
Þjóðverjar hafa frest til 31. desem-
ber til að gera breytingar á löggjöf-
inni. Dómurinn tekur síðan fram að
þrátt fyrir að lagabreytingar sé þörf
á þessum hluta þá standist lögin
stjórnarskrá. „Það má gera kjara-
samninga sem ganga yfir eitt og
sama fyrirtækið ef það er sýnt fram
á að stéttarfélagið sem meirihluti
starfsmanna fyrirtækisins er aðili að
hafi sýnt fram á að það hafi með
sýnilegum og virkum hætti komið
sjónarmiðum þess stéttarfélags sem
minnihluti starfsmannanna er í á
framfæri.“
Þá þarf stéttarfélagið með meiri-
hluta starfsmanna einnig að tilkynna
minni stéttarfélögunum hvenær
samningaviðræður hefjast og bjóða
þeim aðild að viðræðunum sjálfum.
Ef slíkt er gert sómasamlega er þá
heimilt að einn kjarasamningur
gangi yfir allt fyrirtækið.
Þetta gildir þó einungis yfir eitt
kjarasamningstímabil og geta minni
stéttarfélög samið sérstaklega við
fyrirtækið að nýju þegar tímabilinu
lýkur en þá fer allt þetta ferli aftur í
gang.
Snertir ekki Ísland
Magnús Norðdahl, lögfræðingur
hjá ASÍ, segir niðurstöðuna áhuga-
verða en hún hafi þó ekki nein áhrif á
Ísland. Hann segir að heimildinni til
að setja minni stéttarfélög undir
sama hatt og stærri stéttarfélög
svipa að litlum hluta til miðlunartil-
lagna sem ríkissáttasemjari getur
leitað til í kjarasamningsdeilum.
„Þetta vald sem þarna er í Þýska-
landi er, að hluta til, miðað við texta
laganna í samræmi við miðlunartil-
lögur í lögum um stéttarfélög og
vinnudeilur 80/1938,“ segir Magnús
en þar er átt við miðlunartillögu að
vinnudeilum þar sem ríkissáttasemj-
ara er heimilt að láta mörg aðildar-
félög stéttarfélaga kjósa sameigin-
lega. „Segjum að 80% aðildarfélaga
ASÍ hafi lokið kjarasamningum en
20% neita þeim í sífellu. Þá er rík-
issáttasemjara heimilt að leggja
fram miðlunartillögu en með henni
er ríkissáttasemjara heimilt að
ákveða að öll atkvæði um kjarasamn-
inginn séu talin sameiginlega,“ segir
Magnús en þannig endar minna
stéttarfélag sem óskar að halda sér-
stöðu sinni undir sama hatti og það
stærra.
„Þetta hefur Alþjóðavinnumála-
stofnunin fjallað um, ekki með eins
skýrum hætti og best hefði verið á
kosið en hefur þó fjallað um það
þannig að þetta sé heimilt,“ segir
Magnús en tekur þó fram að ríkis-
sáttasemjari nýti ekki þessa heimild
nema aðilar séu sammála um að nota
hana.
Ljósmynd/Wikimedia Commons
Dómstóll Stjórnlagadómstóllinn í Þýskalandi klofnaði í málinu.
Leyfilegt að sam-
ræma kjarasamninga
Þýsk lög heimila samræmda kjarasamninga starfsmanna
Til umsagnar eru nú drög að frumvarpi til laga um
Þjóðskrá Íslands. Frumvarpið er rammalöggjöf fyr-
ir stofnunina. Markmið með frumvarpinu er að færa
ákvæði um stofnunina á einn stað en engin slík lög-
gjöf er í gildi í dag þó að einstök lagaákvæði sé að
finna um stofnunina í lögum.
Markmiðið er að setja viðhlítandi stoð undir
ákveðin verkefni stofnunarinnar, svo sem þróun og
rekstur upplýsinga- og þjónustuveitunnar Ísland.is,
en í frumvarpinu er að finna nýmæli um þessa raf-
rænu upplýsinga- og þjónustuveitu. Ætlunin er að
efla hina rafrænu upplýsinga- og þjónustuveitu og því er talið nauðsynlegt
að kveða á um hana í lögum. Hins vegar er gert ráð fyrir að reglur verði
nánar útfærðar í reglugerð.
Komin drög að frumvarpi um Þjóðskrá
Setja á lög um Þjóðskrá.
Eikjuvogur 29 Opnunartími:
104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
TOSCA BLU
- ítalskir skór og töskur
kr. 34.900.- kr. 29.900.- kr. 24.800.-
kr. 24.900.- kr. 23.900.-
STÓR-
ÚTSALA
MEIRI AFSLÁTTUR
Gæðafatnaður,
kápur, frakkar,
vattdúnjakkar
Gerry Weber,
Betty Baclay
Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is
Laugavegi 63 • Skipholti 29b • S. 551 4422
40-50% afsl.
Skipholti
40-70% afsl.
Laugavegi