Morgunblaðið - 13.07.2017, Side 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
✝ Guðmar Guð-jónsson fæddist
að Stóra-Hofi í
Gnúpverjahreppi 6.
júní 1937. Hann lést
á hjartadeild Land-
spítalans í Reykja-
vík 4. júlí 2017.
Foreldrar hans
voru Guðjón Ólafs-
son, f. á Bark-
arstöðum í Fljóts-
hlíð 1903, d. 1985,
og Björg Árnadóttir, f. að Hrjóti
í N-Múlasýslu 1906, d. 1988.
Guðmar var þriðji í röðinni í
hópi fimm systkina, elst var Sig-
urbjörg Ólöf, sem er látin, næst-
ur kom Hreiðar Ólafur og yngri
eru Árni Björn og Sólrún.
Guðmar kvæntist Kolbrúnu
Jennýju Sigurjónsdóttur frá
Eyrarbakka þann 31. desember
1965, þau skildu 1987. Guðmar
og Kolbrún eignuðust fjögur
börn. Elstur er Sigurjón Krist-
inn, f. 1970, sambýliskona hans
er Monica Sørlie, barn hans af
fyrra hjónabandi er Jana Sif, f.
árið 2000. Annar í röð barna
Guðmars var drengur, f. 1971,
lést sama dag. Þriðja er Guðný
Jóna, f. 1972, eiginmaður hennar
er Aðalsteinn Símonarson. Börn
hennar af fyrra hjónabandi eru
Alexandrea Rán, f. 1999, og
Daniel Victor, f. 2001. Yngstur
er Ólafur Hlynur, f. 1978, sam-
býliskona hans er Hanna Sigga
Unnarsdóttir. Dótt-
ir þeirra er Ísabella
Eva, f. 2016, fyrir á
Hanna Sigga dótt-
urina Hafdísi Öldu,
f. 2004.
Guðmar stundaði
lengst af búskap á
Stóra-Hofi en vann
oft samhliða ýmsa
vinnu í nágranna-
sveitunum, einkum
sem vörubifreiðar-
stjóri, m.a. við byggingu Búr-
fellsvirkjunar. Eftir að hann
flutti til Reykjavíkur um 1990
vann hann lengst af hjá Myllunni
og lauk þar starfsævinni.
Hann var alla tíð virkur í fé-
lagsmálum, starfaði t.d. ungur í
Framsóknarfélagi Árnessýslu og
var formaður þess um tíma og þá
var hann um skeið fréttaritari
fyrir Tímann. Guðmar var mikill
náttúruunandi og hafði ferðast
mikið um landið. Þá var hann
einnig listhneigður, spilaði í
lúðrasveitum, starfaði í ljós-
myndaklúbbum og lærði mynd-
list. Hann málaði mikið í seinni
tíð og hélt fjölmargar sýningar,
bæði einn og með öðrum. Síð-
ustu æviárin var hann virkur í
félagsstarfi aldraðra í Graf-
arvogi og voru Korpúlfar honum
afar kærir.
Útför Guðmars fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 13. júlí
2017, klukkan 13.
Það er mér þungt að setjast
niður og skrifa um föður minn en
svona vill maður nú að gangur
lífsins sé að börnin skrifi um for-
eldra sína en ekki öfugt.
Vinskapur okkar pabba byrj-
aði fyrir alvöru þegar ég var níu
ára og mamma flutti með mig úr
sveitinni. Pabbahelgar voru dek-
urhelgar. Mikið var brallað og
nánast alltaf allt eftir mínu höfði.
Pabbi reyndar dró mig líka með í
útivist hingað og þangað um
landið, eitthvað sem ég barnið og
svo unglingurinn var nú ekki al-
veg að nenna en það er eitthvað
sem ég met mikils eftir að ég
lærði að elska landið okkar. Nú á
síðustu árum fórum við alla Aust-
firðina og svo í fyrra keyrði ég
hann til að vera viðstaddur flug-
eldasýninguna á Jökulsárlóni
þannig að okkar ferðalögum lauk
aldrei.
Pabbi hélt líka mikið upp á
handbolta og fór ég ósjaldan með
honum á landsleiki og man ég eitt
skiptið sem við mættum aðeins of
seint og ekkert var um sæti.
Pabbi ætlaði nú ekki að láta litla
strákinn sinn standa og fann
hann sæti á endanum á vara-
mannabekknum. Skildi ég ekkert
í því að tveimur sætum frá mér
sátu Kristján Arason og allar hin-
ar stjörnurnar. Sennilega hafa
þeir heldur ekkert skilið hvað við
vorum að gera þarna á endanum
á bekknum. Það var nú líka svo-
lítið spennandi að sjá sig í sjón-
varpinu svo í fréttunum.
Þegar ég varð eldri og fór að
búa þurfti ég nú oft að leita til
pabba með hitt og þetta og ekki
man ég eftir því að pabbi hafi
sagt nei við mig hvort sem það
þurfti að skipta um rafmagnskló,
mála eða jafnvel skutla mér á
djammið
Pabbi kom til mín til Dan-
merkur þegar ég bjó þar og var
það dálítið skemmtilegt því ég
ætlaði að sýna honum Himmel-
bjerget en endaði á að keyra yfir
það og endaði í Silkeborg.
Við pabbi urðum nú líka ósátt-
ir eins og gengur og gerist og
hafði hann einstakt lag á að ná
mér upp með því að halda alltaf
með því liði sem spilaði á móti
Arsenal, sama í hvaða keppni það
var. En ósáttir vorum við ekki
lengi og er það sennilega besta
merkið um góðan vinskap.
Fyrir tveimur árum byrjuðum
við Hanna mín svo á sumarbú-
stað uppi á Skammbeinsstöðum,
hluta úr jörðinni sem hann hafði
haldið eftir þegar hann seldi á
sínum tíma. Pabbi var fullur af
orku og alltaf tilbúinn að hjálpa.
Ég gleymi svo aldrei þegar við
sátum saman tveir í pottinum
með kaldan og hann sagði: „Aldr-
ei hefði ég trúað því að ég ætti
eftir að sitja í heitum potti á
Skammbeinsstöðum.“
Því miður verða ferðirnar okk-
ar ekki fleiri þangað.
Pabbi flutti inn til okkar í byrj-
un ársins 2017 og bjó hjá okkur í
tvo mánuði. Hann fékk því tæki-
færi til að umgangast nokkurra
mánaða gamla dóttur mína á
hverjum degi og var hann varla
kominn á fætur þegar hann bað
um að fá hana í fangið. Ég veit að
hann á eftir að vaka yfir henni
ásamt hinum barnabörnunum.
Það verður tómlegt án þín og
ég kveð þig með söknuði, faðir
minn.
Ég kveð þig með tárum, vinur
minn.
Guð einn veit, hvert leið mín liggur,
lífið svo flókið er.
Oft ég er í hjarta hryggur
en ég harka samt af mér.
Eitt lítið knús, elsku mamma,
áður en ég fer.
Nú er ég kominn til að kveðja,
ég kem aldrei framar hér.
Ólafur Hlynur Guðmarsson,
Hanna Sigga og stelpurnar.
Guðmar
Guðjónsson
Maí 2017:
WannaCry-
vírusinn, stærsta
netárás sög-
unnar, lamar
heiminn og tekur
tölvur í gagna-
gíslatöku í yfir
150 löndum. Ís-
land sleppur
med skrekkinn.
Júní 2017:
Spilliforritið Petya byrjar að
herja. Sleppur Ísland eins
vel núna?
Við þurfum ekki að horfa
lengra aftur í tímann en
nokkra mánuði þegar það
kemur að sögulegum við-
burðum varðandi netöryggi.
Global Cybersecurity
Index
Í sínum árlega lista yfir
stöðu landa varðandi net-
öryggi hefur International
Telecommunication Union
(ITU), stofnun á vegum
Sameinu þjóðanna (SÞ), veg-
ið Ísland mjög neðarlega.
Global Cybersecurity Index
(GCI) 2017 gefur Íslandi
svipaða einkunn og Laó,
Perú, Venesúela og Síle.
Einkunnin er gefin eftir
mörgum viðmiðunum og seg-
ir að Ísland skuldbindi sig
aðeins í kringum 38,4% varð-
andi netöryggi. Í mínum
gamla menntaskóla var þetta
falleinkunn. Okkur, sem
vinnum með netöryggi, kem-
ur þetta ekkert á óvart. Það
eru þó nokkrir flokkar sem
Ísland fær falleinkunn í, og
að neðan má
sjá nokkra
málaflokka
sem ég ráðlegg
íslenskum
stjórnvöldum
að bæta sig í:
Aukin fjár-
lög til CERT-
ÍS. Samtökin
Computer
Emergency
Response
Teams
(CERT) eru
ekki til þess fallin að sjá um
netöryggi þjóðarinnar. Hlut-
verk þeirra er að geta sam-
einað átök og varnir þegar
árásir standa yfir. Það eru
almenningur, fyrirtæki og
opinberar stofnanir sem
bera ábyrgð á sínum kerfum.
En það er mikilvægt að geta
sameinað verklag þegar á
dynur. Samtökin CERT-ÍS
eru undirmönnuð og hafa
mikla þörf fyrir uppbygg-
ingu.
Auknar rannsóknir.
Rannsóknir á netöryggi
eru grundvöllurinn fyrir ný-
væðingu og auknum skiln-
ingi hjá fyrirtækjum og op-
inberum stofnunum.
Svokallað „contractual Pu-
blic Private Partnership
(cPPP)“ er eitt aðaláherslu-
atriðið hjá öðrum þjóðum og
Evrópusambandinu í dag.
Fyrirtæki og stofnanir
standa saman með háskólum
og knýja fram rannsóknir í
netöryggi innan áherslusviðs
viðeigandi fyrirtækis/
stofnunar.
Auka þarf menntun á öll-
um stigum. Ísland stendur
nágrannalöndum sínum
langt að baki þegar kemur
að menntun í netöryggi. Það
verður að bæta við námi í
netöryggi í öll stig mennta-
kerfisins; allt frá grunnskóla
til PhD-náms. Það þarf sér-
staklega að mennta fleiri
sérfræðinga á MSc- og PhD-
stigi innan netöryggis á Ís-
landi.
Aukin almenningsvitund.
Ísland ætti að horfa til Nor-
egs, og þá sérstaklega til
„Norsk senter for inform-
asjonssikring (NorSIS)“,
þegar kemur að almennings-
vitund varðandi netöryggi.
NorSIS er eigin stofnun
(„non profit“) sem hefur það
að markmiði að auka al-
menningsvitund og hjálpa
smáum og meðalstórum fyr-
irtækjum með viðhorf til net-
öryggis. Þeir reka til dæmis
síðuna „slettmeg.no“ sem er
til þess gerð að hjálpa fólki
við að láta fjarlægja af net-
inu myndir og upplýsingar
sem settar hafa verið inn um
viðkomandi í leyfisleysi.
Samanburður við ná-
grannalöndin
Sem Íslendingur hef ég
mikið þjóðarstolt og finnst
gaman að tala við útlendinga
um árangur Íslendinga í
íþróttum og uppbygginguna
eftir hrun. En þegar það
kemur að netöryggi held ég
mig til hlés. Í Evrópu er Ís-
land í 33. sæti af 43 og á
heimsmælikvarða endum við
í 78. sæti af 165. Nágranna-
lönd okkar standa okkur
mun framar og ættu að geta
gefið okkur góða hjálp á leið-
inni. Ísland fær reyndar hrós
í skýrslunni fyrir að hafa
tekið upp samstarf við ná-
grannalöndin, en það er
langt í land.
Ég óska eftir metn-
aðarfyllri framtíðarsýn frá
stjórnvöldum og meiri fjár-
veitingum í netöryggi á Ís-
landi.
Netöryggi
– Ísland með
falleinkunn
Eftir Hilmar
Pál Haraldsson
Hilmar Páll Haraldsson
» Ísland fær fall-
einkunn í nýj-
ustu skýrslu Int-
ernational
Telecommunication
Union varðandi
netöryggi. Í Evr-
ópu er Ísland í 33.
sæti af 43.
Höfundur er aðalráðgjafi í
Center for Cyber and Inform-
ation Security (CCIS) við
Norges teknisk-naturvi-
tenskapelige universitet
(NTNU).
hilmar.haraldsson@ccis.no
Er í lagi að
skerða lífeyri
aldraðra frá al-
mannatrygg-
ingum vegna
þess að viðkom-
andi eldri borg-
ari fær lífeyri úr
lífeyrissjóði?
Nei, það er ekki
í lagi. Það er
sambærilegt og
ef stjórnvöld færu beint inn í
lífeyrissjóðina og tækju hluta
þeirra traustataki. Sjóðfé-
lagar, eldri borgarar, eiga líf-
eyrinn í lífeyrissjóðunum.
Ekki má skerða hann, hvorki
beint né óbeint. Lífeyrissjóð-
irnir áttu að vera viðbót við
almannatryggingar. Það var
grundvöllur stofnunar lífeyr-
issjóðanna að svo yrði. Það
var óskráð samkomulag um
það. Stjórnvöld hafa rofið
þetta samkomulag. Það er
því engan veginn öruggt, að
launafólk haldi áfram að
greiða í lífeyrissjóð 15,5%.
Það er há upp-
hæð. Ef launa-
fólk á að halda
áfram að
greiða i lífeyr-
issjóði verður
að hætta skerð-
ingum. Það
verður að
hætta þeim
strax.
Eiga inni
tugi milljarða
hjá ríkinu
Búið er að stefna ríkinu
vegna þess, að í janúar og
febrúar á þessu ári skerti
Tryggingastofnun í heimild-
arleysi lífeyri eldri borgara
hjá almannatryggingum, ef
þeir höfðu lífeyri úr lífeyr-
issjóði. Þarna tók ríkisvaldið
5 milljarða af öldruðum
ófrjálsri hendi. Ég tel, að
þetta sé gjörunnið mál. Síðan
þarf einnig að stefna ríkinu
vegna skerðinga trygginga-
lífeyris á undanförnum ára-
tugum. Þar er ekki um að
ræða eins gjörunnið mál, þar
sem lítið finnst af skriflegum
gögnum um það hvaða áhrif
lífeyrissjóðirnir ættu að hafa
á réttindi aldraðra þar. Það
er um tugi milljarða að ræða.
Það eru gífurlega háar fjár-
hæðir, sem eldri borgarar
telja sig eiga inni hjá ríkinu.
Fyrri ríkisstjórn bauð
185 þús. á mánuði
Þegar nýtt frumvarp um
almannatryggingar var lagt
fram 2016 var ekki gert ráð
fyrr neinni hækkun lífeyris
til þeirra, sem voru á „stríp-
uðum“ lífeyri. Þeir áttu
áfram að hafa 185 þúsund kr.
á mánuði eftir skatta, ef þeir
voru í hjónabandi eða sam-
búð og 207 þúsund á mánuði
eftir skatt, ef þeir voru ein-
hleypir. Allar „kjarabæt-
urnar“, sem fyrri ríkisstjórn
bauð upp á, voru í formi
minni skerðinga tryggingalíf-
eyris vegna greiðslna úr líf-
eyrissjóði. En það voru ekki
kjarabætur. Ef þú tekur
fjármuni af eldri borgara og
skilar síðan hluta þess til
baka ertu ekki að veita hon-
um kjarabætur. Það er lík-
ara því, að verið sé að skila
hluta af þýfi! Eitt þúsund
manna baráttufundur Félags
eldri borgara í Reykjavík í
Háskólabíói knúði fyrri rík-
isstjórn til þess að breyta
frumvarpinu og setja inn ör-
litlar kjarabætur til lægst
launuðu lífeyrisþeganna.
Skerðing verði stöðvuð
strax
Krafa mín er þessi: Skerð-
ing á lífeyri aldraðra hjá al-
mannatryggingum verði
strax stöðvuð og leiðrétt-
ingar veittar aftur í tímann.
Ríkisvaldið er orðið vant því
að veita afturvirkar launa-
uppbætur. Það getur því eins
veitt öldruðum þær. Mér er
ljóst, að þessi leiðrétting
kostar talsverða fjármuni.
En það er ekki fyrirstaða.
Það eru nægir peningar til í
þjóðfélaginu. Og ríkið hefur
sparað sér gífurlega fjár-
muni með því að skerða líf-
eyri aldraðra frá almanna-
tryggingum áratugum
saman.
Lífeyrissjóðir séu hrein viðbót
við almannatryggingar
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
»Ef launafólk á
að halda áfram
að greiða í lífeyr-
issjóði verður að
hætta skerðingum.
Höfundur er fyrrverandi
borgarfulltrúi.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar
Atvinna