Morgunblaðið - 13.07.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2017
✝ Þórir Jónssonfæddist í
Reykjavík 22.
ágúst 1926. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 1. júlí
2017.
Foreldrar hans
voru Jón Ragnar
Jónsson, skipa-
smiður, f. 23.
ágúst 1903, d. 30.
september 1983, og Sigríður
Hannesdóttir, verkakona, f. 14.
júní 1905 í Stykkishólmi, d. 29.
desember 1987. Systir Þóris er
Hafdís Björk Hannesdóttir, f.
12. júlí 1943.
Þórir var tvígiftur. Fyrri
kona Þóris er Hanna Björg
Felixdóttir og eru börn þeirra
fjögur; Sigríður, Birgir, Guð-
munda og Heba. Auk þeirra á
Þórir dótturina Sigfríði. 1)
Sigríður Jóna er gift Sigurjóni
Sighvatssyni og eiga þau sam-
an tvö börn og eitt barnabarn.
2) Birgir Hannes lést 2014.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Anna Laufey Sigurðardóttir
íþróttum. Þórir stofnaði, 20
ára gamall, og rak vélaverk-
stæðið Þ. Jónsson og Co. Hann
rak um margra ára skeið
Fordumboðið, Svein Egilsson,
og var einn helsti bar-
áttumaður stofnunar skipa-
félagsins Bifrastar, sem ger-
breytti bílainnflutningi til
Íslands. Þá sat hann í stjórn
Reykjaprents sem stóð að út-
gáfu Vísis og DV um árabil.
Þórir keppti fyrir Íslands
hönd í svigi og bruni á vetr-
arólympíuleikunum í St. Mo-
ritz árið 1948. Hann var virkur
baráttumaður framþróunar á
aðbúnaði og umgjörð til skíða-
iðkunar. Einnig gegndi Þórir
ýmsum félagsstörfum; var for-
maður Bílgreinasambandsins,
formaður skíðadeildar KR,
formaður Skíðasambands Ís-
lands og félagi í Rótarýklúbbi
Reykjavíkur. Þá var hann
sæmdur heiðursstjörnu Skíða-
sambands Íslands og gullmerki
KR með lárviðarsveig, sem
einungis 20 KR-ingar mega
bera á hverjum tíma, fyrir
störf sín í þágu skíðaíþrótt-
arinnar.
Útför Þóris fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 13. júlí
2017, klukkan 15.
og eiga þau saman
þrjú börn og eitt
barnabarn. Áður
átti Birgir tvö
börn og eru barna-
börnin tvö. 2) Guð-
munda Helen er
gift Sigurði Gísla
Pálmasyni og eiga
þau tvo syni og eitt
barnabarn. 4)
Heba er gift Shep-
herd Stevenson og
á hún tvo syni. 5) Sigfríð á
einn son.
Eftirlifandi kona Þóris er
Jósefína Lára Lárusdóttir og á
hún þrjá syni; Guðjón, Bjarna
og Lárus. 1) Guðjón Pedersen
er giftur Katrínu Hall og eiga
þau tvö börn. 2) Bjarni Hall-
dórsson á tvær dætur og eitt
barnabarn. 3) Lárus Hall-
dórsson er giftur Láru Kemp
og eiga þau tvö börn. Áður átti
Lárus eitt barn og er barna-
barnið eitt.
Þórir lauk námi í bifvéla-
virkjun frá Ræsi 1946. Þórir
var umsvifamikill meðal ann-
ars í iðnaði, viðskiptum og
Það var óvenju stillt veður og
sólin skein á svartan sandinn. Litl-
ir fingur að tína skeljar.
Ég var nokkurra ára gömul að
elta pabba um strendur Íslands í
hans vikulegu sunnudagsgöngum
með Matthíasi Johannessen.
Enn skín sólin en nú er sand-
urinn orðinn hvítur eins og hárið á
mér. Ég er enn að tína skeljar og
elta pabba um strendur en nú er-
um við í Sarasota.
Hann var 40 árum eldri en ég
þegar hann byrjaði fyrst að taka
mig í göngutúrana en hann var
ennþá þráðbeinn og stæltur og
gekk enn hröðum og ákveðnum
skrefum fram á við.
Pabbi var mjög framsýnn og
það var alveg sama hvort ég var
hlaupandi á eftir honum eða
skíðandi, hann var alltaf á undan
bæði mér og samtíðinni.
Hann bjó til fyrstu skíðalyftu
landsins, við skála ÍR í Hverdöl-
um. Var einn af stofnendum fyrstu
Skautahallarinnar, skyndibita-
staðar sem hét Sælkerinn og
seinna Óðal, fyrsta diskótek Ís-
lands og hann keyrði fyrstur
manna yfir Siglufjarðarskarðið,
áður en hann var kominn með bíl-
próf! Sjóskíði og veiðar, lestur og
ljóð voru áhugamál. Hann stofnaði
Þ. Jónsson og co og var með Ford-
umboðið og seinna Suzuki en var
einnig áhugasamur um arkitektúr
og mikill listunnandi.
Auk þess að hafa verið í hópi
fyrstu Íslendinganna sem kepptu
á Vetrarólympíuleikunum, þá
skíðaði hann þangað til hann var
88 ára og spilaði líka badminton af
kappi lengi vel.
Á veturna tók hann mig og
hverjar þær vinkonur mínar sem
vildu fara á skíði upp í Skálafell
um hverja helgi – sama þó það
væri ófært!
Það er ekki til það ljóð eftir
Tómas Guðmundsson sem hann
gat ekki farið með og hann kunni
nöfn og sögur um hvern stokk og
stein og ekki bara á Íslandi.
En eins og á ströndinni forðum
daga, þá leit hann ekki til baka og
hélt ótrauður fram á við til hinsta
dags.
Pabbi kenndi mér að meta nátt-
úruna, dýr, sólsetur, ferðalög og
listir. Það er aldrei að ég sjái ekki
stórbrotið sólsetur og hugsa til
pabba upp á þaki í Arnarnesinu
með super 8 myndavélina.
Nú skilja leiðir og pabbi heldur
göngu sinni áfram um nýjar
strendur og ég er eftir og tíni
skeljar og minningarbrot.
Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað,
né hver lestinni miklu ræður.
Við sláumst í förina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir, bræður!
Og hægt hún fer, en hún færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
(Tómas Guðmundsson.)
Þín
Heba.
Það voru forréttindi að vera
tengdadóttir Þóris Jónssonar.
Fyrir 30 árum fylgdi ég Bigga
mínum í heimsókn til föður hans
og Láru. Mér var tekið opnum
örmum frá fyrstu stundu í Mosó
innan um geltandi smáhunda og
kærleiksríkar manneskjur. Þessi
fyrstu kynni voru yndisleg.
Þórir var alltaf kallaður afi á
okkar heimili. Hann var hafsjór af
fróðleik, sögumaður og minnið
óþrjótandi. Þannig gat hann farið
með heilu kvæðabálkana, vers eft-
ir vers, 17 vísur sem runnu lauflétt
í réttri röð. Og afi var alla tíð öfl-
ugur skíðamaður, langflottastur í
brekkunum í Aspen. Þar áttum
við fjölskyldan margar ljúfar
stundir saman, útiþreytt og alsæl í
fannhvítri veröld. Þannig leið hon-
um best.
Myndin er falleg af þeim Þóri
og Láru á ströndinni í Sarasota
fyrir skömmu. Sólhlíf, bók á nefi
og samtölin innihaldsrík og dýr-
mæt. Dag hvern á sama tíma tók
Þórir sundsprettinn sinn og
gönguferðina – spengilegur öld-
ungur sem vissi hve sálin er heil-
brigð í hraustum líkama. Það var
kærkomin heimsókn þegar Þórir
kom við á skrifstofunni okkar
Bigga á Suðurlandsbraut. Stund-
um bað hann mig að slá inn texta,
jafnvel minningargreinar sem
hann samdi blaðlaust á staðnum,
úthugsaðar og meitlaðar.
Þórir hafði alltaf stóra sýn.
Hann var bjartsýnn að eðlisfari og
mótaði sér hugsjónir. Þannig gaf
hann hljómfagran tón inn í fundi
skíðadeildar KR og kom af mikl-
um myndarskap og dugnaði að
uppbyggingu skíðastarfs í Skála-
felli, sem fljótt varð sameiginlegt
áhugamál okkar. Það var ekki síst
fyrir hans frumkvæði, hvatningu
og eljusemi að við KR-ingar hóf-
um baráttu fyrir opnun Skálafells
á ný og það tókst. Dugnaður og
þor einkenndi hans störf, hvort
heldur í vinnu eða áhugamálum.
Þeir eiginleikar urðu svo sterkir
og áhrifaríkir í bland við hógværð
og lítillæti sem einkenndi hans
persónu. Markmiðið var alltaf að
láta verkin tala og ánægjan fólst í
því að líta gott dagsverk, fremur
en að fá hrós og upphafningu.
Þann einstaka eiginleika erfði son-
ur hans líka, Biggi minn, sem féll
frá svo alltof snemma. Við bjugg-
um til ótal fallegar minningar með
Þóri og Láru. Þannig spann vin-
átta sig áfram á milli feðga þegar
uppeldishlutverkinu var löngu
lokið. Við deildum ýmsum áhuga-
málum en þar var ástríðan á
íþróttum hvað sterkust. Og þótt
hann stundaði ekki golf þá kenndi
hann mér gagnlegar kúnstir sem
hann lærði af golfþáttum í sjón-
varpinu.
Þórir skilur mig eftir með góð-
ar gjafir. Stærsta gjöfin er hann
Biggi og ættleggurinn okkar sem
heldur áfram. Afi var og verður
alltaf sterk fyrirmynd barna okk-
ar. Lífsgleði, eljusemi, kraftur og
sýn eru gjafirnar hans til þeirra.
Yfir þetta stráir hann svo æðru-
leysi og lítillæti. Við erum rík að
hafa átt Þóri Jónsson. Þegar reið-
arslag dundi yfir og eiginmaður
minn og einkasonur Þóris féll frá,
þá hrundu himnarnir yfir okkur.
Þórir stóð þá eins og klettur við
hlið mína og barnanna. Hann og
Lára slógu um okkur skjaldborg
sem stendur alltaf.
Þakklæti er orð dagsins. Þakk-
læti fyrir dug og þor, kærleikann
og styrkinn sem við eigum áfram –
og gleðina alla eftir ljúfu samferð-
ina.
Anna Laufey Sigurðardóttir.
Þórir Jónsson er allur.
Hann var ótrúlegur maður. Það
er ekki oft sem það á við, en hann
var kominn yfir nírætt og var frá
unga aldri allt til síðasta dags sí-
virkur, vakandi og alltaf að. Kom
víða við. Fá orð lýsa honum betur.
Síðustu mánuði trúi ég hann
hafi undirbúið fráfall sitt, vitandi
að endalokin væru nærri. Hann
tók þeirri áskorun af karl-
mennsku. Tólf stundum eftir
komu á líknardeildina skildi hann
við þennan heim, þá búinn að
kveðja alla þá sem næst honum
stóðu, búinn að tryggja að öllum
æviatriðum væri til haga haldið,
svona ef einhver vildi minnast
hans.
Hvernig Þórir tókst á við loka-
stundir sínar er okkur lærdóms-
ríkt, svo margt mátti af honum
læra, þó kraftur hans og drift
verði ekki kennd. Besta lexían
sem hann kenndi mér var að gef-
ast aldrei upp, líta aldrei til baka,
takast á við mótlætið sem mætir
okkur öllum fyrr eða síðar, láta
ekki bugast heldur takast á við
andstreymi og læra af því.
Hann ástundaði núvitund áður
en hugtakið varð til. Og tíu þúsund
skref, sem hollt er að ganga dag-
lega, gekk hann dag hvern í nær
40 ár, löngu fyrr en læknar og
heilsugúrúar fóru að kenna þá lífs-
nauðsyn.
Í huga Þóris var ekkert sem hét
eftirlaun eða starfslok. Hann var
alltaf að, það var tilgangur hans:
Að lifa lífinu.
Þórir var framtakssamur,
framsýnn og forsjáll. Fram-
kvæmdaskáld, eins og Matthías
Johannessen páraði í bók til Þóris
og tileinkaði með þessu heiti. Í
raun tók Þórir sér fátt fyrir hend-
ur til að auðgast. Hann skipti öllu
máli að koma hugmynd í fram-
kvæmd, gera hana að veruleika.
Hann var frumkvöðull, aftur
löngu fyrr en hugtakið varð á allra
vörum. Nýjungarnar sem hann
flutti til landsins voru óteljandi.
Flestar stórar og stórhuga en
sumar smærri. Ávallt eitthvað
sem honum þótti vanta og ætti er-
indi við þjóðina.
Þórir var meira og minna sjálf-
menntaður. Hann hóf nám í
menntaskóla en bóknámið þótti
honum of hægfara. Hann brá sér í
myndlistarnám en þótti listagyðj-
an hægfara líka. Í staðinn tók
hann iðnskólann og lauk þar námi
í vélvirkjun.
Hann lærði erlend tungumál,
fleiri en tvö. Einar Ben og Stein
kunni hann utanað og Íslendinga-
sögurnar voru sem meitlaðar í
stein í huga hans. Og allar nútíma-
bókmenntir voru til á heimili hans
í Blikanesi.
Snemma fór Þórir að kaupa
myndlist. Og ekki fór hann troðn-
ar slóðir. Allir keyptu Kjarval og
Jón Stefánsson, en Kristján Dav-
íðsson var maður Þóris. Ekki
þekkti ég meiri hægrimann en
Þóri, þó dró hann listamenn ekki í
dilka eftir stjórnmálaskoðunum.
„Kommissioneraði“ Kristján til að
mála portrett af Nóbelsskáldinu,
sínum uppáhaldsrithöfundi, sem
er dýrgripur.
En mest bar á Þóri í verslun og
viðskiptum. Fyrir honum voru
peningar hreyfiafl til að „skapa“ –
velta þeim áfram, búa til eitthvað
nýtt.
Það er eftirsjá að Þóri Jóns-
syni, enda er saga hans heil öld í
atvinnusögu Íslendinga: hann
ruddi ekki bara skíðabrautir held-
ur opnaði svo marga vegi að marg-
ir fara í hans spor. Fæddur til for-
ustu, ávallt hreinn og beinn, kom
til dyranna eins og hann var
klæddur.
Blessuð sé minning hans.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurjón Sighvatsson.
Elsku afi,
Ég veit ekki hvernig ég get
þakkað þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Þú hefur elskað
mig, fætt og klætt, kennt mér og
stutt mig. Ég hef alltaf verið mikið
hjá þér og ömmu. Þú tókst mér
opnum örmum og varst afi minn,
þrátt fyrir að við séum ekki blóð-
skyld. Þú vaknaðir með mér
snemma á morgnana og gafst mér
Kellogg’s Frosted Flakes eða
harða kringlu og heitt kakó, síðan
kúrðum við yfir barnatímanum
þar til amma vaknaði rétt fyrir há-
degi. Þú settir upp róló í gróður-
húsinu og smíðaðir dúkkuhús. Þú
leyfðir ömmu að dekra við mig
umfram það sem góðu hófi gegnir
og tókst þátt í því með henni. Þú
kenndir mér ljóð og um bók-
menntir. Þú kenndir mér að skíða
og tókst mig með í ófáar skíðaferð-
ir til Aspen. Þið amma komuð til
móts við mig þegar mest hefur á
reynt og hafið stutt dyggilega við
bakið á mér. Fyrir það og svo
miklu meira er ég gríðarlega
þakklát.
Takk fyrir samveruna, elsku
afi, það verður tómlegt án þín.
Þín
Stefanía Lára.
Ég kveð frænda minn, Þóri
Jónsson, en við vorum góðir vinir
frá unga aldri. Mæður okkar frá
Stykkishólmi fluttu til Reykjavík-
ur sem kornungar konur eftir að
faðir þeirra dó. Þau systkinin
höfðu misst móður sína nokkrum
árum fyrr. Faðir þeirra var far-
sæll skipsstjóri, en eftir andlát
hans leystist heimilið upp og þær
þurftu að sjá fyrir sér. Nokkrum
árum síðar flutti Ásta, yngsta
systirin, einnig til Reykjavíkur og
voru þær systur mjög samheldnar
og fjölskyldur þeirra tengdust
sterkum böndum.
Fyrstu árin í Reykjavik voru
ekki auðveld, en þegar við Hannes
bróðir og Þórir frændi vorum ung-
lingar fluttum við öll í Meðalholt 9.
Þar höfðu Sigga frænka og
mamma ásamt fjölskyldum eign-
ast nýjar íbúðir sín á hvorri hæð-
inni. Fjölskyldutengslin voru
ræktuð þegar afkomendur Siggu
„uppi á lofti“ og Mæju móður
minnar hittust í Meðalholtinu og
þar var oft glatt á hjalla.
Þórir var mikill skíðamaður.
Eftir að hann eignaðist bíl bauð
hann mér oft með sér á skíði gegn
því að ég tæki til nesti fyrir okkur
bæði. Hann var sannur KR ingur
og þótti miður að ég væri í ÍR.
Þórir var frekar dulur, en á fjöll-
um var hann alsæll og ræðinn og
þar styrktust vináttubönd okkar.
Þórir var góður tæknimaður og
átti farsælan rekstur um áratuga
skeið.
Hann gaf syni mínum og
tengdasyni góð ráð þegar þeir
hugðust hefja nám í tæknifræði í
Noregi og hvatti þá til dáða.
Við Þórir hittumst reglulega
þar til aldur og heilsa hömluðu för.
Ég er einlæglega þakklát fyrir
vináttu okkar og frændrækni,
hann var drengur góður og ég
kveð hann með söknuði. Ég og
fjölskylda mín sendum fjölskyldu
Þóris og aðstandendum innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi allt
gott styrkja ykkur.
Herdís Jónsdóttir.
Kveðja frá Skíðadeild KR
Við kveðjum í dag góðan félaga,
Þóri Jónsson, sem látinn er á 91.
aldursári. Þórir gekk ungur að ár-
um í raðir skíðamanna í KR og
keppti fyrir hönd félagsins með
góðum árangri. Hápunktur
keppnisferilsins var þegar hann
keppti á Vetrarólympíuleikunum í
St. Moritz árið 1948. Þórir lýsti
þeirri ferð nýlega á félagsfundi
skíðadeildarinnar og var hún
greinilega mikið ævintýri.
Þóri var alla tíð mjög umhugað
um vöxt og viðgang skíðaíþróttar-
innar og ekki síst uppbyggingu
skíðasvæðis KR-inga í Skálafelli.
Hann varð fyrst formaður Skíða-
deildar KR starfsárið 1949-1950,
ári eftir St. Moritz-förina, og aftur
árin 1951-1961. Síðan varð hann
formaður Skíðasambands Íslands
árin 1969-1974 og sat í stjórn sam-
bandsins í 19 ár.
Formannsár Þóris hjá skíða-
deildinni voru mikill umbyltinga-
tími. Fyrst brann skíðaskáli sem
KR átti í Hveradölum og skömmu
síðar aðalskáli félagsins víð Grens-
gil í Skálafelli árið 1955.
Þá var ákveðið að reisa nýjan
við Beinagil, vestar í Skálafelli,
eftir miklar umræður um snjóalög
og brattar brekkur. Þórir var í
bygginganefnd ásamt fleiri vösk-
um mönnum og árið 1959 var nýr
og glæsilegur skáli vígður. Fátt
var til sparað og m.a. leitt rafmagn
í Skálafell um langan veg. Ekki
var þó látið þar við sitja, heldur
var vígð ný fullkomin skíðalyfta
við skálann árið 1961, fyrsta
Doppelmayr-lyfta norðan Alpa-
fjalla segja fróðir menn. Þessi tog-
lyfta var fyrsta varanlega skíða-
lyftan á Íslandi og mikil lyftistöng
fyrir skíðaíþróttina.
Eftir því sem skíðaiðkun varð
vinsælli og höfðaði meira til al-
mennings sem fjölskylduíþrótt
þurfti frekari uppbyggingar við.
Þórir hvatti menn og örvaði og
stóð sjálfur í stafni ef með þurfti.
Árangurinn lét ekki á sér standa
frekar en áður. Á árunum 1974-
1982 risu tvær nýjar toglyftur
austar í Skálafelli þar sem brekk-
ur höfðuðu meira til hins almenna
skíðamanns og loks 1200 metra
löng stólalyfta sem enn er lengsta
stólalyfta á Íslandi.
Auk þess voru keyptir snjó-
troðarar frá Austurríki fyrir milli-
göngu Doppelmayr-fyrirtækisins
en þar áttu KR-ingar góða að alla
tíð fyrir tilstuðlan Þóris.
Þrátt fyrir annasamt starf sem
forstjóri stórs bílaumboðs gaf
Þórir sér alltaf tíma fyrir KR og
tók virkan þátt í öllum þessum
verkefnum. Síðustu árin hafði
hann mikinn áhuga á nýtingu
norðurhluta Skálafells en þau
áform bíða nú um sinn.
Fyrir sitt óeigingjarna starf var
hann sæmdur Heiðursstjörnu
KR, sem er æðsta heiðursmerki
félagsins, en aldrei mega fleiri en
20 félagar bera þetta merki.
Þórir var vörpulegur maður,
hávaxinn, grannur og hærður vel.
Eins og áður sagði var hann skíða-
maður góður og renndu margir öf-
undaraugum til hans, er hann
sveif fyrirhafnarlaust niður
brekkurnar með skíðin klemmd
saman, með bros á vör. Þar var
okkar maður í essinu sínu.
Að leiðarlokum kveðja skíða-
menn í KR Þóri Jónsson með
þökk og virðingu og þakka ára-
tuga samfylgd. Við sendum Láru,
konu hans, og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Þeirra missir er mikill. Guð geymi
góðan dreng.
Fyrir hönd Skíðadeildar KR,
Guðmundur Guðjónsson,
formaður.
Þórir Jónsson
✝ SigurbjarniKristinsson
fæddist í
Reykjavík 26.
september 1928.
Hann lést á
heimili sínu, 4
Glenwood Road,
Toms River,
New Jersey,
USA, 1. janúar
2017.
Foreldrar
hans voru Kristinn Hall-
dórsson og Margrét Þórdís
Víglundsdóttir. Hinn 29. apríl
1950 giftist Sigurbjarni, Ás-
laugu Bjarneyju
Matthíasdóttur. For-
eldrar hennar voru
Matthías Matthías-
son og Kristín Krist-
jánsdóttir. Þau eign-
uðust þrjú börn:
Margréti, f. 12. júlí
1950, Kristin Ragn-
ar, f. 8. maí 1952, og
Bjarna, f. 19. októ-
ber 1957. Barnabörn
eru þrjú og þrjú
barnabarnabörn.
Jarðsetning duftkers verður
í Gufuneskirkjugarði í dag, 13.
júlí 2017, klukkan 14.
Í dag fylgi ég föðurbróður
mínum, Bjarna, síðasta spölinn.
Þegar ég fyrst man eftir mér
bjuggu þeir bræður, faðir minn
og Bjarni, í tvíbýlishúsi í Kópa-
vogi. Árið 1960 tók Bjarni sig upp
með fjölskyldu sína og fluttist til
Bandaríkjanna í leit að betra lífi.
Þau settust að í Toms River í
New Jersey. Þeim vegnaði vel,
börnin komust til mennta og sjálf
áttu þau gott og hamingjuríkt líf.
Rúmlega sextug gátu þau hjón
hætt að vinna, notið lífsins og
lagst í ferðalög. Þau ferðuðust
mikið um Evrópu en einnig víðar,
t.d. um Suður-Ameríku. Stuttu
eftir 65 ára hjúskaparafmæli lést
Biddý eftir stutta sjúkdómslegu.
Þau höfðu sterkar taugar til átt-
haganna og höfðu ákveðið að á Ís-
landi vildu þau vera lögð til
hinstu hvílu. Eftir jarðsetningu
Biddýjar í Gufuneskirkjugarði
átti Bjarni fá erindi í lífinu önnur
en að vitja hennar þar.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir ánægjulegar samveru-
stundir og góðar móttökur í öll-
um ferðum okkar hjóna til Toms
River.
Sigurður Konráðsson.
Sigurbjarni
Kristinsson