Morgunblaðið - 13.07.2017, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 194. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Þarf að greiða tvöfalt
2. Leiðindaspá um helgina …
3. Fransks ferðamanns leitað
4. Fengu fyrirspurn frá Interpol 7. júlí
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Caput tríó leikur í Iðnó í kvöld kl.
20.30 í tónleikaröðinni Arctic Con-
certs og eru það aðrir tónleikar rað-
arinnar af fernum. Caput-hópurinn
var stofnaður á árunum 1987-88 í
þeim tilgangi að flytja nýja eða ný-
lega tónlist og hefur hann leikið á
mörgum helstu tónlistarhátíðum
heims, farið í tónleikaferðir um Evr-
ópu, Ameríku og Asíu og leikið inn á
fjölda hljómplatna. Hópinn skipa 20
tónlistarmenn en að þessu sinni
koma þrír fram, Daníel Þorsteinsson
píanóleikari, Sigurður Halldórsson
sellóleikari og Guðni Franzson klarín-
ettuleikari. Þeir munu
flytja áheyrilega og
sumarlega efnisskrá,
eins og Guðni lýsir
henni, með verkum
eftir Jón Leifs, Jón Nor-
dal, Atla Heimi Sveins-
son, Þorkel Sigurbjörns-
son, Hauk Tómasson og
Atla Ingólfsson.
Áheyrileg og sumar-
leg efnisskrá
Tómas Örn Tómasson, kvikmynda-
gerðarmaður og samstarfsmaður
Ragnars Kjartanssonar, tekur þátt í
leiðsögn um sýningu Ragnars, Guð,
hvað mér líður illa, í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl.
20. Tómas Örn stjórnaði upptökum á
þremur verkum á sýningunni, þ.e.
Hellingi af sorg, Sviðsetningum úr
vestrænni menningu og Heimsljósi –
lífi og dauða listamanns og hefur
komið að framleiðslu fjölda annarra
verka með Ragnari, m.a. The Visitors,
The Man og Seglskipið Timburmenn
(SS Hangover).
Tómas Örn veitir leið-
sögn í Hafnarhúsi
Á föstudag Suðaustan 8-15 m/s, hvassast við suðvesturströnd-
ina. Fer að rigna sunnan- og vestantil, en þurrt að kalla norð-
austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s og
skúrir, talsverðar dembur í innsveitum norðaustantil. Hiti 10 til 18
stig, hlýjast eystra.
VEÐUR
„Ég fann fyrir þunglyndi
sem hrjáir oft keppendur
eftir Ólympíuleikana; eru í
millibilsástandi eða finna til
tómleika eftir að hafa unnið
um langt skeið að einu
markmiði. Eftir leikana
flutti ég heim og kom mér
fyrir eftir nokkurra ára dvöl
í Bandaríkjunum og þeim
breytingum fylgdi eitt og
annað,“ segir Hrafnhildur
Lúthersdóttir sundkona
sem er á leið á HM. »4
Fann fyrir þung-
lyndi eftir leikana
„Þetta Íslandsmet var orðið alltof
gamalt en ég vissi að ég myndi ná
því, enda hef ég í raun verið í formi til
þess í nokkur ár án þess að hitta á
það. Í dag gekk allt upp,“ sagði Ásdís
Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjót-
kasti, eftir að hún kastaði 63,43
metra á móti í Joensuu í
Finnlandi og bætti
fimm ára gamalt Ís-
landsmet sitt um 66
sentimetra. »1
Þetta Íslandsmet var
orðið alltof gamalt
FH-ingar urðu að sætta sig við jafn-
tefli, 1:1, á heimavelli gegn færeysku
meisturunum Víkingi í annarri um-
ferð Meistaradeildar karla í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Mark sem Fær-
eyingarnir skoruðu úr vítaspyrnu
seint í leiknum gæti reynst þeim dýr-
mætt en liðin mætast aftur í Þórs-
höfn næsta þriðjudag þar sem mikið
verður í húfi. »1-3
Færeysku Víkingarnir
náðu jafntefli við FH
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Það rigndi og foreldrarnir urðu frek-
ar ósáttir, en börnin glöddust og
hlupu upp í brekkuna með pappa-
spjöld og fóru að renna sér niður í
rigningunni. Af því hlaust hin besta
skemmtun, fyrir börnin sjálf og líka
fyrir foreldrana að sjá. Svona geta
litlu börnin okkar verið miklir verk-
fræðingar þegar þau fá að leika sér
óáreitt,“ segir Kristín Maríella Frið-
jónsdóttir, en hún er ein af 15 for-
eldrum sem standa saman að „pop-
up“ ævintýraleikvelli í samvinnu við
Listasafnið Hafnarborg í Hafnarfirði.
Kynntist aðferðinni í Singapúr
Kristín lýsti þarna ferð með dóttur
sinni, sem er þriggja og hálfs árs, á
pop-up ævintýraleikvöll þar sem hún
býr ásamt fjölskyldunni úti í Singa-
púr. „Ástæðan fyrir heitinu pop-up
ævintýraleikvöllur er að hann er ekki
settur upp varanlega, heldur „poppar
bara upp“ sem skipulagður við-
burður,“ segir Kristín, sem vonast til
að geta sett upp slíka leikvelli á fleiri
stöðum. Pop-up leikvöllurinn á sunnu-
daginn verður utandyra fyrir börn
eldri en tveggja ára en fyrir yngstu
börnin verður hann innandyra í lista-
safninu.
Í anda RIE-uppeldisstefnu
„Hugmyndin er sú að setja upp
leiksvæði fyrir börn, þar sem þau fá
að leika sér örugg en í skapandi um-
hverfi. Ekki með leikföng, heldur með
opinn efnivið,“ heldur Kristín áfram.
„Börnin fá í hendurnar t.d. pappa,
reipi, límband, ílát, efnisbúta, vatns-
ker, potta, pönnur, sigti, gömul lykla-
borð o.s.frv. Svo eru þau látin leika
sér að þessu sjálf án afskipta fullorð-
inna sem eru hvattir til að halda sig til
hlés á meðan,“ segir Kristín. Pop-up
ævintýraleikvöllurinn verður settur
upp í anda RIE-uppeldisstefnunnar,
sem leggur áherslu á virðingu, með-
vitund, hæfileika og frelsi barna til að
uppgötva sjálf.
Ímyndunarleikir barna
„Börn eru litlir snillingar og leika
sér sjálf í ímyndunarleikjum með
efnivið úr umhverfinu ef þau fá að
vera í friði,“ segir Kristín. Einnig geti
verið mikilvægt að leyfa börnunum að
eiga samskipti og jafnvel lenda í
ágreiningi til að leysa sín á milli. „Það
getur verið þroskaþjófnaður að stíga
alltaf inn í samskipti barnanna, þó
auðvitað þurfi samt alltaf að tryggja
öryggi þeirra,“ segir Kristín. Pop-up
ævintýraleikvöllurinn verður á næsta
sunnudag í Listasafninu Hafnarborg
við Strandgötu í Hafnarfirði á milli kl.
14-17 og eru foreldrar og börn vel-
komin.
Skapandi leikvöllur á safni
Börn fá að leika
sér örugg í skap-
andi umhverfi
Morgunblaðið/Golli
Leikvöllur Frá vinstri eru þær Guðrún Björnsdóttir, Kristín Maríella Friðjónsdóttir, Ólöf Atladóttir og Magnea
Guðrún Gunnarsdóttir, en þær eru í hópi 15 foreldra sem standa að „pop-up“ leikvelli í Hafnarborg á sunnudaginn.
RIE, borið fram „ræ“, er skamm-
stöfun fyrir enska heitið Resour-
ces for Infant Educating, betur
þekkt sem Respectful Parenting.
Það má þýða sem „Virðing og með-
vitund í uppeldi“. Upphafsmaður
stefnunnar er Magda Gerber, árið
1978, ásamt barnalækninum Emmi
Pikler. Grundvallarreglur uppeldis-
stefnunnar eru virðing gagnvart
barninu ásamt því að treysta því
sjálfu fyrir að vera frumkvöðull og
könnuður og því að læra sjálft.
Uppalendur eru hvattir til að búa
barninu umhverfi sem er öruggt en
áhugavert og tilfinningalega nær-
andi, gefa því tíma fyrir ótruflaðan
leik og frelsi til að umgangast önn-
ur börn í friði, leyfa þátttöku
barnsins í eigin umönnun, að gefa
sér tíma til að tengjast og skynja
þarfir barnsins og að lokum að
vera samkvæmur sjálfum sér í að
aga og setja barninu mörk.
Virðing og meðvitund í uppeldi
HVAÐ ER RIE-UPPELDISSTEFNAN?